Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Réttindi þvert á skólastig Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenn- ara, segir gleði og eftirvæntingu ríkja meðal kennara fyrir nýju skólaári. Hún er nýkomin af ráð- stefnu í Reykjanesbæ þar sem 300 kennarar mæltu sér mót og stilltu saman strengi fyrir veturinn. Um áramót taka gildi breytingar á lögum um kennararéttindi og verða réttindi leik-, grunn- og framhaldsskólakennara þá sam- einuð þannig að kennarar hafi starfsréttindi þvert á skólastigin þrjú. Þorgerður segir að í breyt- ingunni felist viss áskorun en um leið sé jákvætt að búið sé að tryggja að þeir sem gera kennslu að ævistarfi geti nýtt þekkingu sína, reynslu og getu til kennslu á því stigi sem hentar þeim hverju sinni. Sú nýlunda verður nú í vetur að kennaranemar á fimmta ári verða teknir inn í starfsnám í grunn- skólum, og kann það að skýra að auðveldara sé að ráða í stöður kennara. Þorgerður segir það von kennara að starfsnemar verði, er fram líða stundir, ekki hugsaðir í stað kennara, heldur verði þeir þeim innan handar í skólastarfinu og læri þá af kennurunum. á Seltjarnarnesi, þar sem grunn- skólar eru tveir og leikskólar reknir undir ein- um hatti. Frá Mýr- arhúsaskóla, sem heldur úti yngri bekkjum grunn- skólans á Sel- tjarnarnesi, fást þær upplýsingar að búið sé að manna öll störf, en eitthvað vantar upp á í systurskólanum á Val- húsahæð. Linda Udengard, fram- kvæmdastjóri fræðslusviðs Mos- fellsbæjar, segir að vel gangi að ráða í grunnskóla bæjarins. Raun- ar séu tveir þegar komnir í gang, fullmannaðir. Erfiðara sé þó að manna leikskólana og segir hún Mosfellsbæ undir sömu sök seldan og önnur sveitarfélög. Hlutfall fag- lærðra af starfsmönnum leikskóla er aðeins um 30% á landinu öllu. Akureyrarbær sker sig úr, en þar er hlutfall faglærðra rúmlega tvöfalt á við landsmeðaltalið. Í Garðabæ eru 211 stöðugildi grunnskólakennara og eru þau öll fullmönnuð. Eitthvað vantar þó upp á í leikskólum og á frístunda- heimilum. Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Ráðningar í lausar stöður leik- og grunnskólakennara ganga vel, ef marka má svör embættismanna í stærstu sveitarfélögum landsins. Sveitarfélög eru mörg hver í óðaönn að manna síðustu lausu stöðurnar, og er það mál manna að betur gangi nú en mörg undanfarin ár. Sækja þarf um undanþágu til Kennarasambandsins ef ráða á ófaglærðan í starf grunnskóla- kennara, og er sú undanþága veitt því aðeins að reynt hafi verið til þrautar að fá faglærðan í starfið. Engin slík nefnd er til staðar í leik- skólum, en faglærðir leikskóla- kennarar hafa engu að síður for- gang í störf fram yfir ófaglærða. Erfiðara á leikskólum Í Reykjavík liggja tölur um ráðningar ekki fyrir, en ráðgert er að leggja þær fyrir borgarráð á næstu dögum. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi á skóla- og frí- stundasviði borgarinnar, segist telja að verkið gangi betur en áður, en ljóst er að verkefnið er ærið enda rekur Reykjavíkurborg 36 grunnskóla og fjölda leikskóla. Fjöldanum er ekki fyrir að fara Morgunblaðið/Þórður Hringrás Leikskólar eru flestir opnir, og senn líður að því að grunnskólabörn snúi aftur til náttúrulegra heimkynna. Gengur vel að manna lausar stöður kennara  Aðeins 30% starfsmanna leikskóla eru faglærð Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég er sannfærður um að mark- aðurinn á eftir að taka þessu vel enda hefur verið gríðarleg vitund- arvakning hér á landi sem annars staðar um skað- semi plasts og plastnotkunar,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Forlagsins. Forlagið, stærsti bókaút- gefandi landsins, hefur ákveðið að hætta að pakka bókum sínum í plast. Munar um minna, því að sögn Egils sendir Forlagið frá sér tæp- lega 500 þúsund eintök af bókum á ári hverju. Aðspurður segir hann litla peninga sparast með þessari ráðstöfun, ákvörðunin sé tekin út frá umhverfissjónarmiðum. Egill kveðst vona að fleiri útgefendur fylgi í kjölfarið og leggi af þá ára- tuga löngu hefð að pakka bókum í plast. Hefðin hafi eflaust myndast vegna þess að bækur séu vinsæl gjafavara og því hafi útgefendur verið helst til tregir að hætta plast- pökkun. „Það eru líklega orðin ein tíu ár síðan við hjá Forlaginu tókum þá ákvörðun að hætta að plastpakka kiljum og á síðasta ári tókum við þá ákvörðun að hætta jafnframt plast- pökkun á öllum barna- og unglinga- bókum. Það mæltist afar vel fyrir og því er engin ástæða til annars en að fylgja þessu enn frekar eftir. Ég hugsa að bækur verði hér eftir að- eins plastaðar í undantekningar- tilvikum, svo sem þegar um stór- virki er að ræða eða sérstaklega viðkvæmar útgáfur,“ segir Egill að endingu. Forlagið hættir að selja bækur í plasti  Gefur út 500 þúsund bækur á ári Morgunblaðið/Ófeigur Bækur Jólabókaflóðið verður plast- laust hjá Forlaginu hér eftir.Egill Örn Jóhannsson Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður BHM, segir að kjara- viðræður háskólamanna séu að skríða af stað eftir sumarleyfi. Ekki hefur dregið til tíðinda eftir að við- ræðurnar fóru aftur í gang en hún segist strax hafa áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við end- urskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjarasamningum fyrir 15. september næstkomandi. Í viðræðunum við ríkið er að störfum vinnuhópur um vakta- vinnustéttir og styttingu vinnuviku þeirra. Einnig er að störfum hópur sem leitar leiða til að létta endur- greiðslubyrði námslána. Sá hópur skilar vonandi tillögum til ráðherra í ágústmánuði að sögn hennar. „BHM hefur árum saman barist fyr- ir því að LÍN-málin séu skoðuð af alvöru af hálfu stjórnvalda, m.a. vegna endurgreiðslubyrðinnar en líka vegna afnáms ábyrgð- armannakerfisins. Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt innlegg í gerð kjarasamninga,“ segir hún. Óvíst hvort semst fyrir 15. september Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, segir það rangt hjá Jóhannesi Þór Skúla- syni, fram- kvæmdastjóra Samtaka ferða- þjónustunnar, í frétt Morgun- blaðsins í gær, að þau brot gegn starfsfólki í hótel-, veitinga- og ferða- þjónustu, sem fjallað er um í ný- útkominni skýrslu ASÍ, eigi sér oft stað vegna mistaka. ,,Þetta eru ekki mistök. Við erum alveg meðvituð um það að stundum gera menn mistök og þegar starfsfólk hefur samband við stéttarfélag vegna mistaka og við höf- um samband við fyrirtækin vegna þess, þá leiðrétta menn þau. Það eru hundruð dæma um slík mistök, sem eru síðan leiðrétt en þau mál eru ekki talin með [í skýrslu ASÍ]“ segir Flosi. Neita að leiðrétta brotin Haft var eftir Jóhannesi Þór í blaðinu í gær, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við skýrslu ASÍ um brotastarfsemi á vinnumarkaði, að í ungri atvinnugrein væri stundum um heiðarleg mistök að ræða eða menn áttuðu sig ekki á reglum og kjara- samningum. Flosi gefur lítið fyrir þessi ummæli og segir að í skýrslunni sé fjallað um þau mál þar sem launagreiðandinn neitar að leiðrétta brotin, ,,neitar að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað og heldur því til streitu. Þá þarf að fara með það mál áfram. Sú niður- staða Jóhannesar að hér sé meira og minna um mistök að ræða er bara della,“ segir Flosi Jóhannes Þór sagði einnig í frétt- inni að prósentutölur skýrslunnar um að brot í hótel-, veitinga- og ferða- þjónustu væru lægri en forseti ASÍ hefði áður talað um. Flosi segir þetta einnig vera rangt. Í úttektinni kom fram að um helmingur launakrafna vegna brota á starfsfólki kæmi úr hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu. Flosi segir að Jóhannes sé að vísa til þess að forseti ASÍ hafi talað um að 70% af tíma starfsmanna og verka- lýðsfélaga færi í mál tengd ferðaþjón- ustunni. Í skýrslunni sé hins vegar talinn fjöldi tilfella auk þess sem skýrt komi fram í skýrslunni að þau eru örugglega vantalin. ,,Sú forsenda sem Jóhannes gefur sér að ástandið sé nú heldur skárra en áður hefur verið sagt er í fyrsta lagi röng og í annan stað finnst mér það vera vond vörn fyrir forystumann í atvinnulífinu að það sé stolið minna en einhver hafi áður sagt,“ segir Flosi. Mörg fyrirtæki standa sig vel „Ég hef engar efasemdir um að mörg fyrirtæki standa sig vel og vilja standa sig vel en mér finnst Jóhannes ekki þurfa að fara í þessa miklu vörn fyrir slúbbertana í greininni. Ég geri ekki lítið úr því að útfærsla kjara- samninga getur stundum verið að- eins flókin en ef menn ætla að stofna fyrirtæki, verður bara að gera kröfu til þess að þeir ráði við það. Ef menn ráða ekki við að borga eftir íslenskum kjarasamningum þá eiga þeir ekkert að koma nálægt þessu. Við Jóhannes hljótum að geta verið sammála um það.“ omfr@mbl.is Mistökin ekki talin með  Framkvæmdastjóri SGS gagnrýnir viðbrögð framkvæmdastjóra SAF  „Sú niðurstaða Jóhannesar að hér sé meira og minna um mistök að ræða er bara della“ Flosi Eiríksson NÝ VER SLUN Í MÖRKI NNI 3 OG UND IRHLÍÐ 2 AKUR EYRI ÓTRÚLE G OPNU NAR- TILBOÐ VEISLA ALLA V IKUNA Mörkin 3 • Reykjavík | Undirhlíð 2 • Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.