Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Sá er þetta ritar er þeirrar skoðunar að núverandi ríkisstjórn sé um flesta hluti vel vinnandi og sterk rík- isstjórn. Hvert sem litið er og á flest mæliker er upp- gangur í þjóðfélaginu og sé horft allt að sjóndeildarhring efnahagsmálanna er gott veður í kortunum svo langt sem séð verður. Ísland er komið yfir hrunið mikla á flest- um sviðum en sársauki þess harm- leiks býr enn í hjörtum þjóð- arinnar. Og því ber stjórnmálamönnum að vinna með öðrum hætti en nú er gert og þeim ber að efla traust og trúnað við fólkið í landinu og ekki síður það að orð standi. Svik eru mjög illa séð á orðum og gjörðum og al- menningur er dómharður í garð stjórnmálamanna og kröfuharður einnig um drenglyndi. Það er galið að gengið sé á gefin loforð og stefnumarkandi álykt- anir flokksfélaganna. Svo kemur þriðji orkupakkinn eins og „uppvakningur“ sem sendur er ríkis- stjórninni og flokkum hennar til höfuðs. Enginn taldi að ógn stafaði af honum því leitað yrði undanþágu þar sem æðstu stofn- anir bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks- ins höfðu ályktað, að menn töldu, gegn inn- leiðingu hans og formenn flokk- anna og margir þingmenn og ráð- herrar flokkanna talað með þeim hætti að innleiðing væri ekki á dagskrá. Hvað varðar Vinstri græn töldu menn að upphaf þeirra væri svo bundið náttúru Íslands að þar yrði fyrirstaða en það er sjaldgæft og undantekning ef fram kemur rödd þar sem and- mælir. Svo gerist það eins og hendi sé veifað að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna taka þessa einbeittu ákvörðun, koma saman eftir að hafa landað kjarasamn- ingum við verkalýðshreyfinguna og setja stefnuna á að klára orku- pakkann, einn tveir og þrír. En fyrirstaðan varð meiri en for- ingjana grunaði og enn við lok umræðu á Alþingi í sumar var staðan sú að í öllum stjórnarflokk- unum var meirihluti gegn innleið- ingu hans og stór meirihluti flokksmanna Framsóknar og Vinstri grænna. Og í landinu öllu vel yfir 60% þjóðarinnar. Tilfinn- ingalega er málið á pari við Ice- save. Skaði en sjálfskaparvíti Í Biblíunni kemur sauðahirðir- inn oft við sögu, hann gætir hjarð- ar sinnar. Formenn flokkanna eru ekkert annað en sauðahirðar sem eiga að gæta hjarðar sinnar, þeir eiga ekki hjörðina, hjörðin hefur valið foringjann til verka fyrir hugsjónina. Þeir hafa ekki leyfi til að reka hjörðina yfir vaðið í ólg- andi vatnavöxtum þar sem ljóst er að hluti hennar ferst eða yfirgefur flokkinn og forystumennirnir missa traust. Þeir verða að hinkra, bíða af sér veðrið. Það er auðvelt að segja að hver stjórnmálamaður sé bundinn sinni sannfæringu. En þegar þeir skipta um sannfæringu verða rökin að vera klár. Flokk- arnir hafa hvergi komið fram með rök sem sannfæra þá ólgandi óánægju sem nú skekur rík- isstjórnarflokkana. Og þeirra sér- fræðingar eru ekkert fremri þeim sem mæla gegn orkupakkanum. Svör stjórnmálaflokkanna og for- ystumanna þeirra eru haldlaus, þau hljóma á þessa leið: „Þetta skiptir engu máli fyrir okkur, þetta er mikilvægt mál en skiptir engu, en EES-samningurinn er í hættu ef við ekki innleiðum samn- inginn, EES-samningurinn er besti samningur sem Ísland hefur gert.“ Það kann að vera að ESB hóti enn litla Íslandi eins og það lemur á Stóra-Bretlandi í Brexit. Ef þingmenn hafa sannfæringu fyrir því að snúast í hring í málinu bar þeim og ber að ganga fram og segja við höfum skipt um skoðun í fyrsta lagi, í öðru lagi, í þriðja lagi, og rekja ástæðurnar. Það þýðir ekkert að ganga fram og segja að andstæðingar orkupakk- ans séu mataðir frá Noregi, miklu fremur væri hægt að segja að ESB hefði stillt ríkisstjórninni upp við vegg. Kæru forystumenn ríkisstjórnarinnar, Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi! Þið hafið ekki enn sannfært kjarnann í ykkar flokkum um hvert þið eruð að fara og hversvegna? Okkur mörgum finnst að ferðinni sé nú heitið út í buskann og þið séuð að skapa pólitíska óvissu fyrir Ísland og flokkana ykkar, okkar. Við ótt- umst að þessu fylgi enn alvarlegri afleiðingar því slík er andstaðan við þennan þriðja orkupakka að kannski fer ríkisstjórnin eins og allar hinar eftir hrun, beint út í fúamýri í kosningum eftir tvö ár, skaði en sjálfskaparvíti. Eftir Guðna Ágústsson » Þið hafið ekki enn sannfært kjarnann í ykkar flokkum um hvert þið eruð að fara og hvers vegna Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Fyrir þingmenn og ráðherra ríkisstjórnarflokkanna Í Morgunblaðinu sunnudaginn 11. ágúst helgar vara- formaður Sjálfstæð- isflokksins, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, undirrituðum nokkuð rými í grein sem hún kallar Fyrir frelsið, fyrir neytendur. Hún vitnar þar með já- kvæðum hætti í ræðu sem ég flutti sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis fyrir tæpum tuttugu árum í um- ræðum um innleiðingu fyrsta orkupakkans. Tilvitnun Þórdísar í ræðuna er í raun taka tvö. Áður hafði Björn Bjarnason birt kafla úr þessari ræðu, og fetar vara- formaðurinn samviskusamlega í fótspor hans. Tilgangur Björns Bjarnasonar var að freista þess að sýna fram á að ég hefði verið hlynntur fyrsta orkupakk- anum en hefði nú snúist til andstöðu við þann þriðja, stundaði þar með skemmdarstarfsemi og græfi undan EES-samningnum. Hver tilgangur varaformannsins er orkar tvímælis. Eftir að hafa lokið til- vitnun í ræðu mína ritar hann frá eigin brjósti: „Ótrúlegum ósannindum hefur verið haldið að fólki um að þriðji orkupakk- inn feli í sér grundvallarbreyt- ingar á skipan orkumála hér á landi. Það er einfaldlega ekki satt (sic).“ Á hinn bóginn upp- lýsir varaformaðurinn ekki hver hin „ótrúlegu ósannindi“ eru né hver hefur gert sig sekan um að koma þeim á framfæri. Það er ívið ærlegri blær yfir stórkarla- legum yfirlýsingum Björns Bjarnasonar um meinta skemmd- arstarfsemi mína en vart verður í málflutningi varaformans Sjálf- stæðisflokksins. Flestum er ljóst að á þeim tæplega 20 árum sem liðin eru frá aldamótunum síðustu hafa mál þróast innan ESB sem hafa valdið þar djúpum ágreiningi og hagsmunaárekstrum. Ég hef freistað þess að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa síðan Íslendingar gengu í Evrópska efnahags- svæðið. Sú umfjöllun beindist þó einkum að lánsfjárkreppunni 2007-2008, sem breyttist á nokkrum árum í djúpa efnahags- kreppu. Ísland stóð þá kreppu af sér þrátt fyrir mikla erfiðleika. Var það að mestu leyti því að þakka að ríkissjóður Íslands var nánast skuldlaus gagnvart útlöndum. Neyðarlögin reyndust vel. Þjóðin reis síðan upp gegn kröfum um að íslenskir skattgreiðendur bæru ábyrgð á skuldum óreiðu- manna. Þróun mála í Evrópusamband- inu í aðdraganda og viðbrögðum við kreppunni var sýnu við- sjárverðari en annars staðar í hinum svokölluðu frjálsu hag- kerfum heimsins. ESB hefur átt í miklu basli með að finna lausn á innanmeinum sem varða eink- um hagvöxt, ríkisfjármál, at- vinnuleysi og gjaldeyrismál. ESB er ekki og verður aldrei alþjóðastofnun, hversu oft og hátt sem það stef er kyrjað. ESB er hápólitískt fyrirbæri, sem hvorki getur kallast sam- bandsríki né samstarfsvett- vangur sjálfstæðra ríkja. Sam- bandið gefur út reglur, sem það virðir eða víkur til hliðar í sam- ræmi við hagsmuni öflugustu forysturíkjanna. Eftirlitsstofn- anir sambandsins hafa verið upp- vísar að því að víkja frá laga- legum skuldbindingum sínum og hlýða í blindni fyrirmælum þeirra aðildarríkja sem hafa stöðu til að víkja reglum til hlið- ar og beita sambandinu fyrir hagsmuni sína. Stjórnmál innan ESB eru um þessar mundir í mikilli deiglu. Þar ríkir talsverð óvissa, sem fer framhjá fáum. Til að öðlast betri sýn til framtíðar er ekki skyn- samlegt að stinga höfðinu í sand- inn. Það þjónar hvorki frelsinu né neytendum. Eftir Tómas I. Olrich » Stjórnmál innan ESB eru um þessar mundir í mikilli deiglu. Þar ríkir talsverð óvissa, sem fer framhjá fáum. Til að öðlast betri sýn til framtíðar er ekki skynsamlegt að stinga höfðinu í sandinn. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Athugasemd við málflutning Þann 30. maí í vor kom stjórn full- trúaráðs Sjálfstæð- isflokksins í Norð- vesturkjördæmi saman til fundar vestur í Dölum. Að venju fluttu þing- menn flokksins í kjördæminu frásögn af gangi mála á Al- þingi og í rík- isstjórn. Lofuðu þau gott samráð og samþykki ríkisstjórnarinnar og afrek hennar á hinum póli- tíska vettvangi. Á fundinum varð mikil umræða um þriðja orkupakkann. Fyrr- verandi þingmaður flokksins opnaði umræðuna með aðvör- unarorðum og efnislegri gagn- rýni á allan framgang málsins. Allir ræðumenn, að undan- teknum sitjandi þingmönnum, tóku í sama streng. Lýstu þeir allir stuðningi við eftirfarandi tillögu, sem fram var lögð á fundinum. Þegar ljóst var orðið að tillagan fengi brautargengi var brugðið á gamalreynt ráð: Formaður kjördæmisráðsins lagði fram dag- skrártillögu: Málinu skyldi vísað til stjórn- ar kjördæmisráðsins. Hlýddu fundarmenn að undanteknum flutningsmönnum til- lögunnar því boði. Til- lagan með grein- argerð hvílir því þar, því vitaskuld ganga flokkshollir sjálf- stæðismenn í einu höfuðvígi flokksins á landsbyggðunum ekki gegn flokksforystunni á vettvangi flokksins. Þeir verða hins vegar með sjálfum sér einir í kjörklef- anum við næstu kosningar til Al- þingis. Geir Waage, Davíð Pétursson, Bryndís Geirsdóttir og Sigrún Guttormsdóttir Þormar eru flutn- ingsmenn neðangreindrar tillögu. Tillagan, sem fram var lögð: „Kjördæmisráð Sjálfstæð- isflokksins í Norðvesturkjördæmi hafnar þriðja orkupakka Evrópu- sambandsins og skorar á þing- menn flokksins á Alþingi að láta af stuðningi við málið á þinginu.“ Greinargerðin „Sjálfstæðisflokkurinn stendur við yfirlýsingu sína frá stofnun flokksins um að allt málefni landsins skuli vera í höndum landsmanna sjálfra og að gögn og gæði landsins skuli nýtt fyrst og fremst í þágu lands- manna sjálfra. Ísland keypti sér mjög dýran aðgang að erlendum markaði í formi ESS-samnings, sem Al- þingi samþykkti í því skyni að fá tollfrjálst aðgengi fyrir sjáv- arfang úr landhelgi og lögsögu Íslendinga. Það tollfrjálsa að- gengi hefur ekki enn fengizt að fullu. Íslenzkar sjávarafurðir sæta enn tollum inn á þann markað sem sagður var tilefni EES-samningsins. Sjálfstæðisflokkurinn á að falla frá stuðningi við að þriðji orku- pakki Evrópusambandsins verði leiddur í íslenzk lög. Honum skal vísað frá á forsendu EES- samningsins sjálfs. Samþykkt þriðja orkupakkans skerðir fullveldi þjóðarinnar. Enginn munur er á að veita út- lendingum vald yfir orkulögsögu Íslendinga, og að undirgangast vald þeirra yfir fiskveiðilögsögu okkar. Þar er enginn eðlismunur á. Ísland er og verður fjarri er- lendum mörkuðum. Það eitt dreg- ur úr samkeppnishæfni Íslend- inga miðað við önnur lönd. Fjarlægð við erlenda markaði mun ávallt draga úr samkeppn- ishæfni Íslands gagnvart útlönd- um. Það er því lífsnauðsynlegt að Ísland nýti allar auðlindir sínar í þágu þjóðarinnar, til að auka samkeppnishæfni okkar gagnvart útlöndum. Ódýr íslenzk orka er forsenda fyrir framleiðslu hér heima, sem bætir upp fjarlægð landsins frá mörkuðum erlendis. Ísland á að nýta náttúru- auðlindir sínar til atvinnu- uppbyggingar í þágu landsmanna á Íslandi öllu. Sjálfstæðisflokkurinn verður að kannast við sjálfan sig og yf- irlýstan tilgang flokksins og standa við stefnumörkun sína frá upphafi um varðveizlu frelsis og fullveldis þjóðarinnar. Forsenda framfara og afkomu Íslendinga er að þröng hags- munaöfl hindri ekki farsæla för þjóðarinnar á forsendu sjálfstæð- isstefnunnar til framtíðar“. Nú beitir forysta Sjálfstæðis- flokksins húsaganum til hítar. Öll gagnrýni er hunzuð. Eitt sinn var flokkurinn einn breiðasti virki lýðræðisvettvangur lands- ins en minnir nú æ meira á leyni- félag um hagsmuni fárra. Því þakka flutningsmenn ofan- greindrar tillögu Jóni Kára Jóns- syni og sjálfstæðismönnum í Hlíða- og Holtahverfi í Reykja- vík árvekni og drengskap með því framtaki að knýja flokksfor- ystuna til þess að hlusta á vilja sjálfstæðismanna. Hvenær hann birtist er undir því komið hvort menn nenna enn að virða flokk- inn viðlits. Af grasrótinni í Sjálfstæðisflokknum Eftir Geir Waage » Sjálfstæðisflokkur- inn á að falla frá stuðningi við að þriðji orkupakki Evrópusam- bandsins verði leiddur í íslenzk lög. Honum skal vísað frá á forsendu EES-samningsins sjálfs. Geir Waage Höfundur er sóknarprestur í Reyk- holti og skrifar fyrir hönd flutnings- manna tillögunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.