Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
✝ Einar Óli Rún-arsson fæddist
á Egilsstöðum 8.
nóvember 1968.
Hann lést 6. ágúst
2019 á sjúkrahús-
inu í Neskaupstað.
Hann var sonur
hjónanna Jónínu
Sigrúnar Ein-
arsdóttur, f. 14.
ágúst 1945, og Rún-
ars Pálssonar, f. 8.
febrúar 1950.
Systur Einars Óla eru Ása
Heiður, f. 1. mars 1973. Hún á
tvær dætur, Birtu og Ísabellu;
Arna Rún, f. 17. júlí 1983. Hún á
soninn Þór Francis og dótturina
Erin Bríet.
Eiginkona Einars Óla er
Helga Jónsdóttir, f.
23. nóvember 1964.
Synir Einars Óla
og Helgu eru:
Ágúst Þór, f. 4. júní
1995, Ármann Örn,
f. 30. apríl 1997, Ás-
berg Logi, f. 15.
nóvember 2002, og
Ársæll Ómar, f. 19.
júní 2004. Unnusta
Ármanns er Nikó-
lína Sól Sigurð-
ardóttir.
Sonur Helgu og Ásgeirs
Þrastar Bentssonar, sem lést af
slysförum 1. apríl 1988, er Jón
Geir, f. 3. júlí 1988.
Útför Einars Óla fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag, 15. ágúst
2019, klukkan 13.
Elsku Einar Óli minn. Nú er
komið að leiðarlokum og þú hverf-
ur á braut. Vissan um að við hitt-
umst á ný er huggun harmi gegn.
Þá verðum við hraust og getum
haldið okkar striki. Ég tel víst að
þið Einar Óla, afi þinn, farið fljót-
lega á fjöll og heimsækið meðal
annars Einarsskála í Grágæsadal.
Þið voruð alveg skemmtilega líkir
og áttuð mjög lík áhugamál. Alltaf
voruð þið ráðagóðir og allt lék í
höndunum á ykkur. Kannski varst
þú samt enn meiri smiður en hann
og er ég þá að hugsa til ferðabíls
ykkar hjóna. Þú keyptir litla rútu
sem hafði verið skólabíll. Áður
hafðir þú tryggt þér hjólhýsi sem
lenti í foki og varð ónothæft. Því
næst tókstu til við að innrétta bíl-
inn og úr varð forláta ferðabíll
sem hýsti alla fjölskylduna. Þið
fóruð út um allt land á þessum bíl,
m.a. upp á heiðar í veiði og þar
veiddi hver sem betur gat og þið
skelltuð afrakstrinum því næst á
grillið. Að því búnu settust menn
að snæðingi og mér skilst að allt
hafi verið lostæti, meira að segja
roð og bein. Þaðan eigið þið
áreiðanlega minnisstæðar og
dásamlegar minningar.
Eitt sinn mæltum við okkur
mót í Stykkishólmi. Mér er minn-
isstætt þegar „10 litlir negra-
strákar“ komu út úr rútunni og ég
var svo stolt af ykkur. Þið voruð
svo agaðir og ánægðir. Auðvitað
þurfti samt að sletta úr klaufunum
og klifra og príla svolítið. Að því
búnu var farið að skoða sig um og
það var auðséð að þið höfðuð van-
ist því að skoða eitthvað skemmti-
legt. T.d. fórum við að skoða
minjasafn og Helga er hafsjór og
útskýrði og sagði skemmtilega
frá.
Sem barn fór sonur minn ekki
alltaf troðnar slóðir. Hann var
fremur einmana barn eftir að
hann fór að ganga í skóla. Hann
gat til dæmis alls ekki skilið áhuga
strákanna á fótbolta. Hann var
meira fyrir að taka í sundur og
setja saman ýmislegt dót. Hann
þurfti að skoða öll tæki sem hann
fékk í hendur yst sem innst, til að
átta sig á hvernig allt virkaði.
Hann var svo heppinn að kynnast
Jóa Elíesers sem hafði álíka
áhugamál. Elli, faðir Jóa, var þeim
svo hjálpsamur og góður í þessu
grúski þeirra. Ég kann Ella mínar
bestu þakkir og sendi honum kær-
ar kveðjur þangað sem hann er
núna.
Ungur að árum fékk hann sér
vélsleða og seinna vélhjól að
ógleymdum rússajeppa, sem Fúsi
á Staffelli lét hann hafa og skilmál-
arnir voru bara þeirra á milli.
Jeppinn varð mikill dýrgripur og
hann setti á hann blæju og gerði
hann fínan.
Verslunarmannahelgi eina tóku
Einar Óli og Þórir Gísla. sig upp
og skruppu á ball norður í Skaga-
firði. Á því balli voru örlög Einars
Óla og Helgu Jónsdóttur frá Hofi í
Hjaltadal ráðin. Þau byrjuðu bú-
skap á Króknum en komu því
næst austur í Arnhólsstaði í Skrið-
dal. Búskapur hefur alltaf heillað
þau og er það kannski ekki svo
skrítið. Einar Óli var í mörg sum-
ur í sveit á Hafrafelli hjá Brynjólfi
og Sigrúnu. Þá urðu þeir Berg-
steinn vinir og voru næstum eins
og bræður. Eftir nokkur ár og
mikla uppbyggingu á Arnhóls-
stöðum brugðu þau búi enda kom-
in með stóra fjölskyldu. Þá fluttu
þau í Egilsstaði og Einar Óli fór að
vinna við sitt fag en hann var lærð-
ur rafeindavirki. Árið 2014 frétti
hann fyrir tilviljun að jörðin Refs-
mýri væri til sölu hjá bankastofn-
un á Egilsstöðum. Það varð úr að
þau hjónin slógu til og skrifuðu
undir kaupsamning. Skömmu
seinna greindist hann með bráða-
hvítblæði svo nú var úr vöndu að
ráða. Þau ákváðu að halda sínu
striki og þar með urðu þau bænd-
ur í annað sinn og nú með stórt
fjárbú. Þau þurftu að heyja á
mörgum jörðum til að dæmið
gengi upp. Ég vil leyfa mér að
þakka öllum þeim er lögðu þeim
lið á þessum árum.
Elsku Einar Óli minn. Hjartans
kveðjur fyrir öll árin okkar saman.
Guð varðveiti þig ástin mín.
Þín
mamma.
Eftir fimm ára baráttu við ill-
vígan sjúkdóm er Einar Óli fallinn
frá.
Einar Óli var einn af okkur sem
hófum skólagöngu á Egilsstöðum
haustið 1974. Strax þá kom í ljós
að hann var hæglátur og rólegur
að eðlisfari og einkenndi það hans
persónu öll grunnskólaárin. Einar
Óli kom vel fram við alla og var
vinur vina sinna.
Eftir útskrift úr grunnskóla
tvístraðist hópurinn og samskipt-
in urðu minni okkar á milli. Á full-
orðinsárum vaknar gjarnan löng-
un til að endurvekja tengsl við
gamla félaga og það gerðist líka í
okkar hópi. Skiptin sem hópurinn
hefur hist eru þó ekki mörg en
þegar við komum saman fyrir sjö
árum var glatt á hjalla og Einar
Óli var hrókur alls fagnaðar. Þá
minningu munum við geyma í
hjörtum okkar.
Haustið 2008 urðum við svo lán-
samar að fá að tengjast Einari Óla
á annan hátt, þegar við urðum um-
sjónarkennarar Ásbergs Loga, við
upphaf grunnskólagöngu hans. Þá
fengum við að kynnast yndislegri
fjölskyldu og umhyggjusömum
foreldrum auk þess sem við end-
urnýjuðum kynnin við Einar Óla.
Fyrir það erum við þakklátar.
Helga, Jón Geir, Ágúst Þór, Ár-
mann Örn, Ásberg Logi, Ársæll
Ómar, foreldrar, systur og aðrir
aðstandendur, við vottum ykkur
innilegra samúð við fráfall þessa
góða manns.
F.h. bekkjarsystkina,
Álfheiður Ingólfsdóttir
og Helga Magnúsdóttir.
Jæja kæri vinur, þá er sam-
fylgd okkar síðustu 45 árin eða svo
lokið í bili og margt hefur á daga
okkar drifið á þessum árum. Báðir
vorum við komnir með vélsleða
um fermingu sem við keyrðum að-
allega upp á Fjarðarheiði. Í fram-
haldi af þeim voru það skellinöðr-
ur sem við keyrðum um hálendið
þvert og endilangt þegar við höfð-
um aldur til. Þá voru það bílarnir,
en þú gerðir upp gamla Volvoinn
sem foreldrar þínir áttu og ég
keypti mér SAAB, þetta voru bíl-
arnir sem við byrjuðum með þeg-
ar bílprófið kom. Þú hefur alltaf
verið mikill bílamaður og bara
haldið þig við eina bíltegund í
gegnum árin, Mercedes Benz, fyr-
ir utan gamla Rússajeppann sem
þú keyptir af Fúsa á Staffelli.
Þú, Einar Óli, varst einstaklega
bóngóður maður og vildir allt fyrir
alla gera, hvort sem það voru bíla-
viðgerðir eða eitthvað tengt raf-
magni. Þú sagðir alltaf að þeir sem
ekki reyndu að bjarga sér til verka
væru glataðir.
Mig langar að rifja upp þegar
við fórum með flugi til Reykjavík-
ur vorið 1983 og gistum hjá Að-
alheiði ömmu þinni, og fórum við í
þessari ferð að sjá bíómyndina
Flashdance. Þegar ég heyri titil-
lagið úr myndinni, What A Feel-
ing, þá kemur þessi ferð alltaf upp
í hugann.
Að lokum langar mig að þakka
þér fyrir allar samverustundirnar,
spjall yfir kaffibollum um lífið og
tilveruna, hvort sem það var á
fjöllum eða við eldhúsborðið.
Heilsu þinni hrakaði ört síðustu
mánuði og þegar ég heimsótti þig
síðast, í byrjun júlí, var heilsa þín
á þrotum og ljóst í hvað stefndi.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elsku Helga, synir, foreldrar
og systur, innilegar samúðar-
kveðjur.
Þinn vinur,
Jóhann.
Elsku Einar Óli. Við skrifum
nokkur kveðjuorð til þín kæri vin-
ur og frændi, nú þegar þessu
langa stríði sem þú háðir við alvar-
legan sjúkdóm er lokið. Að standa
í slíkri baráttu sem þú máttir þola
árum saman er ómannlegt. Bar-
áttan var háð af miklum hetju-
skap. Það er hins vegar þyngra en
tárum taki fyrir fjölskyldu þína og
vini að sjá á eftir þér á miðjum
aldri.
Einar Óli var alltaf hluti af okk-
ar nánustu fjölskyldu á sama aldri
og elstu börnin okkar og systkina-
barn við þau, hann fæddist á Eg-
ilsstöðum og ólst þar upp hjá for-
eldrum sínum, þeim Jónínu
Sigrúnu Einarsdóttur og Rúnari
Pálssyni. Það fór ekki hjá því að
leiðirnar lægju saman hjá fjöl-
skyldum okkar í þessu litla sam-
félagi og ótaldar eru jóla- og fjöl-
skyldumyndirnar af
frændsystkinunum á barnsaldri.
Síðan lágu leiðirnar í ýmsar áttir
eins og gerist í lífinu.
Það kom fljótt í ljós að sveitalíf
höfðaði til Einars Óla, og strax á
barnsaldri lá leiðin í Hafrafell í
Fellum þar sem hann átti góðar
stundir og tók af lífi og sál þátt í
sveitastörfum af öllu tagi. Það
kom líka fljótt í ljós að hann var
líkur afa sínum og nafna, Einari
Ólasyni. Hann hafði yndi af útivist
og ferðalögum og var einstakur
verkmaður og allt lék í höndunum
á honum, hvort sem það voru
smíðar, bílaviðgerðir eða enn
flóknari verkefni. Þar kom að Ein-
ar Óli lærði rafeindavirkjun og
starfaði við hana hjá Landsíma Ís-
lands og Launafli á Reyðarfirði,
auk þess sem hann starfaði á af-
greiðslu Flugfélags Íslands á Eg-
ilsstaðaflugvelli um tíma.
Hins vegar kom að því að hann
festi ráð sitt og kvæntist Helgu
Jónsdóttur frá Hofi í Hjaltadal í
Skagafirði. Helga var og er sveita-
kona í húð og hár og hafði yndi og
áhuga fyrir búskap. Í fyrstu
bjuggu þau á Sauðárkróki og
Helga vann sem sjúkraliði við
Sjúkrahús Skagfirðinga, en Einar
Óli í sínu fagi hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga sem rafeindavirki.
Sveitin freistaði þeirra hins vegar
og eftir stutta dvöl á Króknum
tryggðu þau sér ábúð á Arnhóls-
stöðum í Skriðdal á Fljótsdalshér-
aði og bjuggu þar í nokkur ár og
unnu að uppbyggingu þar. Dugn-
aður þeirra beggja leyndi sér ekki,
hvort sem var við búskapinn eða
byggingarframkvæmdir og lag-
færingar á jörðinni. Þar kom að
þau fluttu í Egilsstaði og bjuggu
þar um nokkurra ára skeið, en aft-
ur togaði sveitalífið í þau, og flutt
var í Refsmýri í Fellum. Þá bilaði
heilsa Einars Óla og hið mikla
stríð hófst við hvítblæðið og afleið-
ingar þess, með langri baráttu
bæði hér heima og erlendis. Helga
stóð með sínum einstaka dugnaði
eins og klettur við bakið á honum í
hinni grimmu og miskunnarlausu
viðureign.
Elsku frændi og vinur, blessuð
sé minning þín. Við vottum Helgu
og fjölskyldunni þinni allri inni-
lega samúð í þeirra mikla missi.
Megi góður guð veita þeim styrk í
sorginni.
Margrét Einarsdóttir,
Jón Kristjánsson.
Einar Óli
Rúnarsson
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
GUÐRÚNAR BENEDIKTSDÓTTUR
frá Hólmavík.
Ólafur Reykdal
Guðrún Björk Reykdal Sigurður Sigurðsson
Sigrún Edda Reykdal
Þórarinn, Auðunn, Alexander og Sara Xiao
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁLFHEIÐAR UNNARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirhamra og
hjúkrunarheimilisins Hamra.
Ingólfur Jóhannsson
Unnur V. Ingólfsdóttir Guðjón Magnússon
Jóhann Ingólfsson Jónína Daníelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar kæra
JÚLÍANA SIGURÐARDÓTTIR
lést sunnudaginn 21. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug.
Ragna Pálsdóttir Páll Þorsteinsson
Sigurður Pálsson Erla Þorsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
SIGURJÓN JÓHANNESSON,
fyrrverandi skólastjóri á Húsavík,
andaðist 6. ágúst, á 94. aldursári.
Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 17. ágúst klukkan 14.
Jóhanna Antonsdóttir
Jóhannes Sigurjónsson
Sigríður Sigurjónsdóttir Guðmundur Örn Ingólfsson
Guðrún Sigurjónsdóttir Einar Hrafnkell Haraldsson
Guðmundur Sigurjónsson
Haraldur Sigurjónsson Sif Gylfadóttir
og aðrir aðstandendur
Okkar ástkæra móðir, dóttir, systir,
tengdamóðir, mágkona og amma,
KARÍTAS JÓHANNSDÓTTIR,
lést á heimili sínu í Þorlákshöfn 9. ágúst.
Jarðarförin fer fram í Grafarvogskirkju
föstudaginn 23. ágúst klukkan 13.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, þeim sem vilja minnast hennar er
bent á líknarfélög.
Thelma Eyfjörð Jónsdóttir Þór Rúnar Þórisson
Jóhanna Helga Gunnlaugsd. Örvar Elíasson
Jóhann Helgason Helga Þórey Jónasdóttir
Jónas Jóhannsson
Helgi Jóhannsson Selma Dröfn Birgisdóttir
Kristjana Laufey Jóhannsd. Pétur Óli Pétursson
Jóhann Jóhannsson Katrín Ósk Björnsdóttir
Tinna Jóhannsdóttir
Alexandra Guðný og Thelma Björk
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi, sonur og bróðir,
SIGVALDI PÁLL GUNNARSSON
frá Ólafsfirði,
lést 8. ágúst.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju
föstudaginn 23. ágúst klukkan 13.
Bjarnheiður Erlendsdóttir
Adam Bjarki Sigvaldason
Freydís Björk Sigvaldadóttir Þorbergur Atli Þorsteinsson
Gunnar Þór Sigvaldason Eva María Oddsdóttir
Gunnar Þór Sigvaldason Bára Finnsdóttir
og barnabörn