Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 14
taka frumkvæði að því að sýna vistvæni í
verki.“
Við framleiðslu bjórs Álfs er kart-
öfluhýði sem áður fór til spillis hjá Þykkva-
bæ nýtt til bruggunar. Þórgnýr segir mik-
ilvægt að búa til verðmæti þar sem þau eru
ekki fyrir og að hráefni sé fullnýtt.
Þó svo að Sheeran hafi ekki verið á
svæðinu fékk hann forsmekk af matarboð-
inu í gjöf þar sem til dæmis var að finna
bjór frá Álfi. „Ed rekur bar þarna í Eng-
landi þannig að maður veit ekki hvað ger-
ist,“ segir Þórgnýr.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Einkakokkur Ed Sheeran, JoshHarte, hélt matarboð í sam-vinnu við Matís og íslenskamatvælafrumkvöðla sl.
mánudag. Zara Larsson lét sjá sig en
Sheeran sjálfur var farinn af landi brott.
„Josh notar tækifærið á meðan
hann er að ferðast með Ed og hittir
matarfrumkvöðla hér og þar um heim-
inn og skrifar blogg um það fyrir sam-
tök sem heita EIT,“ segir Þórgnýr
Thoroddsen, yfirbruggari brugghússins
Álfs, sem var á svæðinu. EIT eru sam-
tök sem vinna að því að gera mat-
vælaiðnaðinn sjálfbærari.
Matreiðsluhetjur heimsins
„Matís er hluti af EIT svo að Josh
fær tengsl við matarfrumkvöðla í gegn-
um þau. Það vildi einmitt svo til að við
hittum þau hjá Matís á Hólum í Hjalta-
dal á bjórhátíðinni þar 1. júní. Þau voru
mjög spennt yfir bjórnum okkar svo þau
settu sig í samband við okkur og buðu
okkur að koma ásamt öðrum að hitta
Josh og kynna það sem við vorum að
gera.“
Ásamt Þórgný voru á svæðinu að-
ilar frá Himbrima sem framleiðir ís-
lenskt gin, Íslenskri hollustu, Nordic
Wasabi og Fjárhúsinu.
„Josh skrifar blogg um mat-
reiðsluhetjur heimsins. Við spjölluðum
heillengi, hann var brjálæðislega spenntur
fyrir allri þessari nýsköpun. Hann er mjög
hrifinn af sjálfbærnispælingum í mat og
sjálfbærni var mikið rædd enda voru
þarna samankomin fyrirtæki sem eru öll á
einn eða annan hátt að vinna í sjálfbærni.
Það var jafnvel svolítill hiti í fólki um þá
ábyrgð sem hvílir á fyrirtækjum um að
Larsson í íslensku matarboði
Einkakokkur Ed Sheeran
hitti íslenska frumkvöðla í
matargerð sem hafa sjálf-
bærni að leiðarljósi. Lars-
son mætti og Ed fékk ís-
lenskan bjór, gin og
matvæli með sér heim.
Stjarnan Ed Sheeran fór heim
birgur af íslenskri matvöru.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ljósmynd/Matís
Matarboð Josh Harte, einkakokkur Ed
Sheeran, lengst til vinstri, ræðir hér við gesti
matarboðsins sem hann og Matís stóðu fyrir.
Matgæðingur
Zara Larsson
fékk að kynn-
ast íslenskri
matarhefð.
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
Dýfðu tánum í sandinn og endurnærðu líkama og sál í Flórídasólinni.
Sláðu í gegn á golfvellinum eða upplifðu ævintýri í Disney World með þínu
kærasta fólki. Nú er rétti tíminn til að njóta lífsins í Orlando.
Er ekki kominn tími
á smá sand á milli tánna?
Orlando