Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, segir skilyrðum stofnunarinnar vegna mælinga á notkun ljósvakamiðla hafa verið ætlað að auðvelda aðgang nýrra og smærri aðila að mælingum og draga úr samkeppnishindrunum sem gætu tengst þeim. Vísar hann þar til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2014 og fyrri ákvörðunar nr. 61/2008. Tilefni síðarnefndu ákvörðunar- innar var ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga vegna samnings Capacent, RÚV, 365 miðla og Skjásins miðla um rafræn- ar mælingar á notkuninni. Hafði Samkeppniseftirlitinu þá borist erindi frá Capacent þar sem óskað var eftir því að eftirlitið stað- festi að samningurinn bryti ekki gegn ákvæðum samkeppnislaga. Samningurinn varðaði rafrænar mælingar á hlustun og áhorfi á út- varps- og sjónvarpsrásir. Rifjað var upp í ákvörðun eftir- litsins (61/2008) að Capacent hefði þá lengi sinnt „fjölmiðlakönnunum með hefðbundnum könnunar- aðferðum, þ. á m. dagbókarkönn- unum, fyrir Samstarfshóp um fjöl- miðlarannsóknir. RÚV, Skjárinn og 365 tilheyri þeim samstarfshópi ásamt samtökum auglýsenda og auglýsingastofa.“ Svarhlutfall fór lækkandi Þær niðurstöður hafi m.a. verið „notaðar við ákvörðun dagskrár- efnis, sölu auglýsingatíma, kynn- ingu á einstökum rásum gagnvart neytendum o.fl. Þann 28. júní 2006 hafi RÚV, 365 og Skjárinn óskað eftir tilboði frá Capacent og þýsku rannsóknarfyrirtæki, GfK í rafræn- ar áhorfs- og hlustunarmælingar. Ástæða þess hafi verið takmörkuð tíðni, lækkandi svarhlutfall og lang- ur skilatími á niðurstöðum úr dag- bókarkönnunum,“ sagði í ákvörð- uninni um hina nýju tækni. Tæknin bætti kóða, sem manns- eyrað nemur ekki, í útsendingar ljósvakamiðla. Sá kóði var numinn af litlum tækjum á stærð við sím- boða sem þátttakendur báru allan daginn. Þeir tengdu boðann í lok dags við tengikví sem sendi upplýs- ingarnar í miðlæga tölvu Capacent. Fyrirtækið skilaði svo samantekt vikulega til fjölmiðlanna og annarra kaupenda. Þá kom fram í ákvörðuninni að með eldri aðferðum, þar sem notast var við dagbókarkannanir, hefði sjónvarpsáhorf verið mælt í tvær til sex vikur í senn og minnsta mæli- einingin verið 15 mínútur. Hinn nýi búnaður hefði hins vegar getað mælt áhorf á hverri mínútu. Rifja má upp að símboðar voru lítil tæki sem sýndu úr hvaða númeri var hringt í notandann. Þeir hurfu af markaði með aukinni útbreiðslu far- síma. Annars hætta á ruglingi Í ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins var vikið að sjónarmiðum Capa- cent varðandi nýja mælibúnaðinn. Slík tækni væri í notkun víða um heim og þar sem „þátttaka allra eða flestra miðla sé forsenda fyrir slík- um könnunum séu slíkar rann- sóknir iðulega unnar fyrir samtök miðla eða keyptar af þeim sameig- inlega“. Þá væri sú þörf grundvall- aratriði fyrir markaðinn að koma upp „sameiginlegum gjaldmiðli um áhorfstölur“. Annars væri hætta á að tvær eða fleiri áhorfstölur væru í gangi, sem aftur gæti ruglað mark- aðinn. Jafnframt væri rafræn skráning upplýsinga áreiðanlegri en eldri aðferðir og brýnt að upplýs- ingar bærust með tíðari hætti en áður. Þá kemur það sjónarmið Capacent fram að tæknin ætti að gagnast nýjum aðilum á fjölmiðla- markaði og að stærri aðilar nytu ekki sérstaks kostnaðarhagræðis umfram þá minni samkvæmt samn- ingnum. Hindri ekki samkeppni Umsóknin um undanþágu frá samkeppnislögum (40/2005) varðaði b-lið 10. greinar á grundvelli 15. greinar laganna. Tíunda greinin varðar bann við samkeppnishömlum og bannar b-liðurinn samninga, samþykktir og samstilltar aðgerðir sem „takmarka eða stýra fram- leiðslu, mörkuðum, tækniþróun eða fjárfestingu“. Fimmtánda greinin varðar undanþágur sem Samkeppniseftir- litið getur veitt frá ákvæðum 10. og 12. greinar sömu laga. Niðurstaða eftirlitsins var að forsendur væru fyrir því að veita undanþágu frá lögunum með skilyrðum. Páll Gunnar segir skilyrðunum hafa verið ætlað að auðvelda að- gang nýrra og smærri aðila að mæl- ingum og draga úr samkeppnis- hindrunum sem gætu tengst þeim. „Samstarfið kom þannig til að stóru fyrirtækin tóku höndum sam- an og óskuðu eftir undanþágu sem við féllumst á en þó einvörðungu á þeim grundvelli að fyrirtækin skuldbundu sig til að fylgja ákveðnum skilyrðum sem áttu að tryggja að minni aðilar gætu komist inn í mælingarnar. Síðar tók Capa- cent mælingarnar yfir án undir- liggjandi samstarfssamnings keppi- nauta. Af því tilefni endurskoðaði eftirlitið þau skilyrði sem upp- haflega höfðu verið sett, m.a. að fenginni reynslu,“ segir Páll Gunn- ar, en í ákvörðun um þetta er vísað til þess að félagið GH1 hf. (áður Capacent hf.) hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta árið 2011. Með því hafi samningurinn um undan- þáguna fallið úr gildi. Tók yfir mælingarnar Fjallað var um þessi tímamót í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 13/2014, sem birt var í maí árið 2014. Þar sagði að nýtt félag, Capacent ehf., hefði tekið yfir rekstur gamla Capacent og gert tvíhliða samninga við hvern þeirra fjölmiðla sem voru þátttakendur í rafrænni mælingu. „Áður hafði Samkeppniseftirlitið fylgt eftir ábendingum sem gáfu til kynna að skilyrði í upphaflegri ákvörðun hefðu verið brotin. Eftir fyrrgreinda tilkynningu um lok samstarfs keppinauta um mælingar hélt eftirlitið áfram athugun á sam- keppnislegum áhrifum mæling- anna, þ.e. hvort þær leiddu til að- gangshindrana og takmörkunar á samkeppni á fjölmiðlamarkaði, einkum á markaðnum fyrir auglýs- ingar í fjölmiðlum. Athuguninni lýkur með ákvörðun þessari. Hefur Capacent fallist á að hlíta ítarlegum skilyrðum við framkvæmd mælingarinnar sem ætlað er að auðvelda aðkomu nýrra og minni ljósvakamiðla og birtingaraðila að henni,“ sagði þar m.a. Meðal helstu skilyrða má nefna sérstakt ákvæði um verðlagningu til nýrra og minni ljósvakamiðla og ákvæði um birtingu upplýsinga úr mælingunni. Munu hlusta á ábendingar Páll Gunnar segir aðspurður það ekki vera til skoðunar á þessu stigi að endurmeta þau skilyrði sem sett hafi verið vegna mælinganna. „Við tókum til greina sjónarmið og ábendingar sem höfðu borist vegna reynslunnar og settum þá endurskoðuð skilyrði. Endurskoðun á gildandi skilyrðum er ekki í far- vatninu. Við erum þó að sjálfsögðu vakandi fyrir því ef fram koma upp- lýsingar og kvartanir sem kalla á að þetta verði tekið til athugunar að nýju.“ Spurður um bréf menntamála- ráðuneytisins til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í febrúar 2013, sem fjallað er um á síðu 26 í blaðinu í dag, segir Páll Gunnar að sjónarmið ráðuneytisins hafi verið tekin til ítarlegrar skoðunar og m.a. hafi verið fundað með ráðuneytinu. „Það liggur fyrir að aðkoma eftir- litsins að þessum mælingum hefur miðað að því að tryggja að þessar mælingar myndu ekki útiloka aðra og minni keppinauta. Það er ljóst að þau skilyrði sem eftirlitið hefur sett hafa ekki unnið gegn markmiðum fjölmiðlalaga heldur hafa einmitt miðað fremur að því að stuðla að fjölbreytni og fjölræði. Við mótun núgildandi skilyrða var leitað sjónarmiða menntamálaráðuneytis og fjölmiðlanefndar. Hins vegar getur löggjafinn tekið skipulag þessara mála til sín og stigið frekari skref til þess að tryggja jafnan að- gang allra að fjölmiðlamælingum.“ Felur í sér samkeppnisskekkju – Hvað með það sjónarmið að það sé óeðlilegt að RÚV sem ríkis- stofnun taki þátt í mælingunum? „Stjórnvöld hér á landi hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að RÚV sé að hluta til rekið á auglýsinga- tekjum. Við þær aðstæður getur Samkeppniseftirlitið ekki gert at- hugasemdir við það að RÚV taki þátt í starfsemi sem því tengist, eins og fjölmiðlamælingum. Eftir- litið hefur hins vegar um langt skeið bent á þá samkeppnisskekkju sem leiðir af því að RÚV með sínar opinberu tekjur taki þátt í sam- keppni á auglýsingamarkaði.“ – Í hvaða farvegi eru þau mál? „Við höfum ítrekað vakið máls á þessu og beindum m.a. áliti til menntamálaráðherra haustið 2008 þar sem lögð var til endurskoðun á þátttöku RÚV á auglýsingamark- aði. Við höfum svo fylgt þessu eftir þegar fjölmiðlalög og lög um RÚV hafa verið til umfjöllunar, m.a. fyrir Alþingi,“ segir Páll Gunnar. Hafa gert at- hugasemdir við stöðu RÚV Morgunblaðið/Eggert Samkeppnismál Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.  Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að hlustað verði á ábendingar Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Við elskum gleðina! 899 kr.pk. Gleði muffins, 4 stk. Samkeppnin við RÚV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.