Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Árið 1896 flutti Björn Þorláksson bóndi áVarmá inn vélar til að vinna ull og notaði til þess vatnsorku úrÁlafossi. Verksmiðjan átti stóran þátt í stofnun og vexti byggðar íMosfellsbæ Álafoss , Álafossvegi 23 Mosfellsbæ, Laugavegi 4-6, alafoss.is Héraðið er þriðja myndGríms Hákonarsonar ífullri lengd. Síðastamynd hans, Hrútar, sló í gegn bæði hérlendis og um allan heim. Hrútar gerði sér lítið fyrir vann Un certain regard-verðlaunin á Cannes-hátíðinni, auk þess sem hún vann fjölda annarra verðlauna og er líklega sú íslenska mynd sem hefur notið mestrar velgegni. Nú snúa Grímur og teymi hans aftur með aðra sveitamynd. Þessi er þó um margt ólík Hrútum og mætti segja að hún sé skyldari heimildar- mynd Gríms um kommúnismann í Neskaupstað, Litlu-Moskvu. Héraðið segir frá Ingu, sem er mjólkurbóndi í Erpsfirði. Hún og Reynir, maðurinn hennar, eiga há- tæknifjós sem þau tóku lán fyrir og eru stórskuldug gagnvart kaup- félaginu. Þau vinna því allan liðlang- an daginn í fjósinu, auk þess sem Reynir keyrir flutningabíl. Okkur er gert ljóst að Reynir er ekki einungis flutningabílstjóri, hann er líka leyni- legur uppljóstrari sem lætur kaup- félagsmenn vita ef bændur versla við önnur fyrirtæki. Kvöld eitt er Reynir að keyra heim í svartamyrkri. Inga er sofandi heima hjá sér og vaknar við sím- hringingu. Reynir hefur keyrt út af og er látinn. Inga er harmi slegin yf- ir missinum og hefst nú hin eiginlega atburðarás, þar sem Inga situr skyndilega ein eftir í skuldasúpunni og ákveður að ráðast í einnar konu herferð gegn kaupfélaginu og þeirri spillingu sem þar grasserar. Það hefur sýnt sig í myndum Gríms, bæði frásagnarmyndunum og heimildarmyndum, að hann er einstaklega sparsamur og smekk- legur leikstjóri sem treystir áhorf- endum til að lesa í myndmál. Hér er mikið notast við þá aðferð, áhorf- endur fá svigrúm til þess að fylla í eyðurnar. Þetta skilar sér í kraft- mikilli kvikmyndaupplifun með mörgum eftirminnilegum augna- blikum. Til dæmis má nefna þegar Inga vaknar fyrsta morguninn eftir andlát Reynis. Það er búið að fjar- lægja sængina hans og kodda og Inga liggur ein á sínum helmingi rúmsins. Nú er hún skyndilega ein í aðstæðum þar sem þau voru alltaf tvö. Svona rammi segir meira en þúsund orð, þarna verður missirinn áþreifanlegur, átakanlegur og skýr. Þessi aðferð gefst líka vel í kóm- ískari atriðum, þar sem tekst að búa til óborganlegt grín með því einu að fanga vandræðaleg svipbrigði og viðbrögð. Leikaravalið í myndinni er einkar gott. Hinrik Ólafsson, sem nú síðast lék forsætisráðherra Íslands í ann- arri seríu Ófærðar, er feikilega fínn í hlutverk Reynis. Hinrik er æðisleg- ur leikari og fagnaðarefni að hann sé að verða sýnilegri. Sigurður Sigur- jónsson leikur kaupfélagsstjórann Eyjólf, sem er útsmoginn úlfur í sauðargæru, hann virðist vinalegur og alþýðlegur en undir yfirborðinu er hann óvæginn og illgjarn. Hér er tekin viss áhætta í leikaravali, þar sem Sigurður er frekar þekktur fyr- ir að leika vinalega og föðurlega kar- aktera, í það minnsta í seinni tíð. Það kemur á daginn að Sigurður smell- passar í hlutverkið og hér sést hvað hann hefur mikla breidd sem leikari. Síðast en ekki síst nefni ég stjörn- una, Arndísi Hrönn Egilsdóttur, sem leikur Ingu. Arndís er iðin leik- kona sem hefur tekið þátt í fjölda verkefna á sviði og í kvikmyndum, þótt hún hafi kannski ekki farið með margar aðalrullur. Það er reglulega gaman að sjá hana stíga inn í sviðs- ljósið sem aðalhetja og gera það með þvílíkum glæsibrag. Harmurinn og einurðin sem Arndís miðlar í túlkun sinni og líkamsburði er svo mögnuð að hún lætur engan ósnortinn. Bravó! Því hefur stundum verið fleygt fram að það sé viss tímaskekkja að íslensk sveit og sveitafólk sé svo al- gengt umfjöllunarefni íslensks kvik- myndagerðarfólks. Vissulega býr minnihluti þjóðarinnar í sveit og þessar sögur endurspegla ekki endi- lega raunveruleika allra þeirra landsmanna sem búa í borgum og bæjum. Þrátt fyrir þetta má halda því fram að Héraðið endurspegli raunveruleika allra Íslendinga, þar sem hún fjallar um spillt, lítið sam- félag. Þetta er vissulega saga af einni konu í afmörkuðum aðstæðum en þetta er líka pólitísk allegoría. Það má mjög auðveldlega heimfæra söguna yfir á Ísland, þar sem valda- öfl lifa sældarlífi en kalla hástöfum á stöðugleika og samstöðu, sem er greinilega á ábyrgð þeirra snauðu að viðhalda. Einnig mætti sjá söguna í enn víðara samhengi, sem ádeilu á hinn gengdarlausa síðkapítalisma sem er við það að tortíma okkur öllum. Þú þarft til dæmis ekki vera snillingur til að sjá líkingamálið í því þegar Inga segir: „Heldurðu að börnin mín vilji taka við einhverju stórskuldugu róbótafjósi?“ Myndin er auðvitað líka ádeila á feðraveldið, Inga er ekki bara að berjast við kaupfélag heldur líka karlafélag. Það er óborganlega fynd- ið þegar Inga sprautar mjólk (e.t.v. táknrænt fyrir annan hvítan vökva) framan á kaupfélagið með áburðar- dreifara og gefur þannig skít í allt heila klabbið. Það má fagna því að konur og sögur kvenna séu að verða meira áberandi í íslenskum kvik- myndum og hér er sóttur innblástur í eina af okkar merkustu kven- persónum, Sölku Völku. Héraðið er snjöll og skemmtileg mynd með sterka pólitíska slagsíðu sem á erindi við alla, hvort sem þeir búa í sveit eða borg. Kona í stórskuldugu róbótafjósi Mögnuð „Harmurinn og einurðin sem Arndís miðlar í túlkun sinni og líkamsburði er svo mögnuð að hún lætur engan ósnortinn,“ segir gagnrýnandi um frammistöðu aðalleikkonu Héraðsins, Arndísar Hrannar Egilsdóttur, sem fer með hlutverk Ingu, mjólkurbónda og ekkju í Erpsfirði. Smárabíó, Háskólabíó, Laugar- ásbíó, Borgarbíó Akureyri og Bíó Paradís Héraðið bbbbn Leikstjórn og handrit: Grímur Há- konarson. Kvikmyndataka: Mart Taniel. Klipping: Kristján Loðmfjörð. Tónlist: Valgeir Sigurðsson. Aðalhlutverk: Arn- dís Hrönn Egilsdóttir, Sigurður Sigur- jónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hannes Óli Ágústsson, Hinrik Ólafsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. 90 mín. Ís- land, 2019. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Ljósmyndasýningin Svart-hvítur heimur verður opnuð í Borgar- bókasafninu í Kringlunni í dag kl. 17 Á henni má sjá ljósmyndir eftir draumóramanneskjuna Bianca Snjezana Glavas, eins og segir í tilkynningu, en Glavas er áhuga- ljósmyndari og starfaði áður við ferðamannamál í heimalandi sínu, Króatíu, en er nú búsett á Íslandi. „Svart og hvítt eru tilfinninga- þrungnar sýnir í náttúrunni, sem tjá andstæður og kraft. Sýningin Svart-hvítur heimur gefur til kynna sjónupplifun mína og hvern- ig ég sé heiminn í gegnum mynda- vélarlinsuna. Ljósmyndirnar eru afrakstur ástríðu minnar fyrir bæði ljós- myndun og ferðalögum. Ég nota hvorki filtera né myndvinnsluforrit á myndirnar mínar. Það eina sem þarf er hlutur eða landslag, einföld myndavél, ég og auga mitt á bak við linsuna. Það er ósk mín að þú njótir þessa ferðalags, horfandi á myndir af stórbrotnu landslagi og náttúru, óvenjulegum byggingum ásamt athyglisverðum stöðum, fólki og götum frá ýmsum stöðum úr heim- inum,“ skrifar Glavas um myndir sínar, sem voru teknar í Reykja- vík, Sydney, Pula í Króatíu, Lond- on og San Francisco og víðar í Kaliforníu. Biðukolla Ein ljósmynda Glavas af sýningunni sem hún opnar í dag. „Tilfinningaþrungnar sýnir“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.