Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Lindsor-málið í Lúxemborg Tveir af starfsmönnum Kaupthings í Lúx, sem fengu lán frá bankanum til skuldabréfakaupa, lögðu næstum eina milljón evra inn á reikning M/Y Maria Ltd. Samkvæmt gögnum FME, sem send voru til Fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg (CSSF) í febrúar 2010, voru eigendur M/Y Maria: Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem báðir áttu stóran hluta í Kaupþingi. Ásamt þeim áttu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Kaupþings, og Magn- ús Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Kaupthings í Lúx, einnig hlut í M/Y Maria Ltd. Hér er um að ræða tvo starfsmenn Kaup- things í Lúx. sem leggja inn stórar fjárhæðir í félag sem er að hluta til í eigu yfirmanns þeirra, Magnúsar. M/Y Maria Ltd. virðist hafa verið félag sem sá um rekstur á snekkjunni Maria. Sam- kvæmt farþegaskrá snekkjunnar, sem embætti sérstaks saksóknara haldlagði, koma nöfn þessara tveggja starfsmanna hvergi fram. Magnús Guðmundsson segir í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara að „allar greiðslur inni á Mariu voru bakfærðar til baka“. Hann segir það hafi gerst í lok árs 2008 eða í byrjun 2009. Spurður um af hverju fjármunirnir voru bakfærðir, segir hann að það hafi verið gert að beiðni Fjármálaeftirlits- ins. Milljón evrur í félag yfirmanns MILLIFÆRSLUR TIL M/Y MARIA LTD. Snekkja Myndin tengist fréttinni ekki beint. október 2008 rennur gjalddagi Lind- sor-lánsins upp og ekkert fæst greitt. Sem fyrr segir rýrnaði eignasafn Lindsor, sem var í raun ekkert nema skuldabréfin, um 94%. „Skjölin virðast útbúin og undirrituð í desember“ Starfsmenn og stjórnendur Kaup- þings eru einnig grunaðir um skjala- fals í tengslum við Lindsor-málið. Þá er rétt að taka fram að einungis hluti þeirra er grunaður um skjalafals í Lúxemborg. „Gögn málsins sýna að engin skjöl virðast hafa verið til sem sýndu fram á samningssamband (e. Legal relationship) á milli Kaupþings á Ísl., Kaupthings Lux og Lindsor fyrr en í desember 2008. Skjöl virðast vera útbúin og undirrituð í desember 2008 en dagsett þannig að þau litu út fyrir að hafa verið undirrituð í sept- ember,“ segir í réttarbeiðni sérstaks saksóknara til yfirvalda í Lúxem- borg. Hreiðar Már viðurkennir í yf- irheyrslum að skjölin hafi verið útbú- in og undirrituð í desember. Hann hætti hjá bankanum 21. október og hafði því ekki heimild til að skuld- binda bankann á þeim tíma. Þá er rétt að taka fram að meint skjalafals tengt Hreiðari er ekki til rannsóknar í Lúxemborg. Að eigin sögn undirrit- aði hann skjölin á skrifstofu sinni í Kringlunni eftir að Guðný Arna kom með þau til hans, að beiðni Magnús- ar. Hugsanlegt skjalafals í Lúxem- borg snertir einungis Magnús Guð- mundsson, Eggert Hilmarsson, Doriane Rossignol og Andra Sigurðs- son. Hvað varðar skjalafalshlið málsins eru skjölin sem um ræðir: 1. Fundargerðir Lindsor (e. Lindsor Shareholder’s Resolution) 2. Kaupsamningur um að Kaupþing Ísl. kaupi Lindsor (e. Acquisition Agreement) 3. Skjöl sem tilgreina hver er skráður hluthafi, peningaþvættisathugun (e. Beneficial Owner – AML) 4. Þjónustusamningur um bankavið- skipti (e. Corporate Service Agree- ment) 5. Breytingar á framvirkum samn- ingum (e. Amended Forward Pur- chase Agreement) Hinn 27. nóvember 2008 sendir Doriane Rossignol, starfsmaður Kaupþings í Lúx, tölvupóst á Guð- nýju Örnu, sem á þeim tíma var orðin starfsmaður í skilanefnd Kaupþings, sem ber heitið „Urgent Lindsor“ og í viðhengi eru skjöl 1-4 hér að ofan. „Dear Arna. Please find enclosed the documents that need to be signed urgently regarding Lindsor Holding. Could you please return it to me duly signed now by scanned version. Many Thanks in advance.“ Öll skjölin eru hér óundirrituð. Á þessum tíma í nóvember er skráður eigandi Lind- sor Kaupþing hf. en ekki Otris S.A. Hinn 28. nóvember 2008 sendir Andri Sigurðsson póst á Guðnýju Örnu með Eggert í cc og segir: „Sæl Arna. Getur þú sent Lindsor-skjalið á Doriane í dag. Það sem hún hafði sent þarna áður.“ Guðný svarar Andra 1. desember 2008 og spyr hvort hann sé kominn með skjölin til sín. Sama dag svarar Andri og spyr hvort hún hafi sent honum þetta með tölvupósti eða DHL. Mikill áhugi virðist vera á Lindsor á fullveldisdaginn því 1. desember 2008 er PWC að reyna að komast að því hver sé eigandi félagsins Otris S.A. Ragnar Sigurmundsson, þáver- andi starfsmaður PWC, sendir á Lilju Stefánsdóttur, úr innri endur- skoðun Kaupþings, tölvupóst sem heitir „Otris S.A.“: „Sæl Lilja. Get- urðu komist að því fyrir okkur hver er beneficial owner af Otris SA sem er skráður beneficial owner af Lind- sor. Sendu svarið á PVC Jóns. Kveðja Ragnar Sigurmundsson.“ Lilja framsendir þennan póst á Bjarka Diego og Halldór Bjarkar 1. desember 2008: „Sælir. Getur annar hvor ykkar svarað honum þessu? Kveðja Lilja.“ Bjarki Diego fram- sendir þennan póst á Guðnýju Örnu fjórum mínutum seinna og segir „fyi. [for your information] Otris.“ Guðný spyr Bjarka í kjölfarið hvort hann sé búinn að svara þessu en hann segist ekki þekkja þetta. Hinn 2. desember 2008 sendir Halldór Bjarkar á Lilju: „Ég er ekki viss en ég myndi ætla að Otris væri dótturfyrirtæki Kaupþingsbanka.“ Lilja sendir á endanum póst á Guð- nýju Örnu sem segir: „Sæl Arna, veist þú hver er beneficial owner af Otris SA. Kveðja Lilja.“ Næstu daga ganga tölvupóstar um skjölin á milli manna. Efnislegar breytingar voru gerðar á útgáfum nokkurra skjala, m.a. var lánfsjár- hæð breytt í fundargerð Lindsor úr 101,2 milljónum evra, í fyrri útgáfu, í 171 milljón evra. FME telur að í fyrra skjalinu hafi ekki verið gert ráð fyrir skuldabréfakaupum sem voru í eigu Marple og tiltekinna starfs- manna Kaupthing í Lúx sem bankinn keypti á síðustu stundu og seldi Lind- sor. Í tölvupóstssamskiptunum eru einnig vísbendingar um að lista yfir eignir (e. Spreadsheet), sem seldar voru Lindsor 6. október 2008, hafi verið breytt. Þau skuldabréf sem Kaupthing í Lúx keypti af starfs- mönnum bankans og seldi Lindsor vantar upphaflega á listann, sem er dagsettur 6. október 2008. Embætti sérstaks saksóknara telur að listan- um hafi verið breytt eftir á. Hinn 12. desember 2008 sendir Guðný Arna póst á Magnús með „Kaup Bonds“-excelskjalinu í við- hengi: „Þarf að bæta á listann hvaða aðrar eignir voru seldar inn í Lind- sor, þetta þarf að koma til mín í dag.“ Hér eru liðnir rúmir tveir mánuðir frá lánveitingu og kaupum og enn er verið að bæta á skjölin. Hinn 15. desember 2008 sendir Doriane Rossignol tölvupóst til Egg- erts sem hann framsendir á Guðnýju Örnu. Í póstinum fylgja skjöl tengd Lindsor sem nú eru dagsett í sept- ember og undirrituð af Hreiðari Má, Magnúsi Guðmundssyni, Eggerti Hilmarssyni, Gabriel Rindone og Andra Sigurðssyni ásamt einni und- irskrift sem er ólæsileg. Skjölin sem fylgdu póstinum eru eftirfarandi: 1. Uppfærð fundargerð Lindsor (e. Lindsor Shareholder’s Resol- ution) um að taka 171 milljónar evru lán. Dagsett 28. september og undirritað af Hreiðari Má. 2. Kaupsamningur um að Kaupþing Ísl. kaupi Lindsor (e. Acquisition Agreement). Dagsettur 24. sept- ember 2008. Eggert Hilmarsson, Hreiðar Már og óþekktur aðili undirrita. 3. Þjónustusamningur um bankavið- skipti (e. Corporate Service Agreement). Dagsettur 24. sept- ember 2008. Eggert Hilmarsson, Hreiðar Már og óþekktur aðili undirrita. 4. Framvirkur kaupamningur (e. Forward Purchase Contract and Amendment). Þarna er aðeins að finna samning um bréf í banda- ríkjadölum en ekki evrusamning- inn. FME telur að breytingarnar hafi verið undirritaðar í desember en þær eru dagsettar 29. septem- ber 2008. Magnús Guðmundsson, Gabriel Rindone og Andri Sig- urðsson undirrita. Eggert Hilmarsson bar við yfir- heyrslu hjá sérstökum saksóknara að framvirki kaupsamningurinn, sem dagsettur er 25. september 2008, hefði einnig verið gerður eftir á. Sem fyrr segir stendur rannsókn Lindsor-málsins enn yfir í Lúxem- borg. Að sögn yfirvalda þar mun rannsóknardómarinn, Ernest Nilles, bráðlega skila málinu til ríkissak- sóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verður út ákæra eður ei. Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Þjónustustöðvar N1 um allt land. Axelsbúð Akranesi Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.