Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Opið
virka daga
11-18
Plymouth. AFP. | Sænska stúlkan
Greta Thunberg hóf í gær tveggja
vikna sjóferð frá Bretlandi til að kom-
ast á loftslagsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í New York. Hún viður-
kenndi að sigling á keppnisskútu án
salernis og eldunaraðstöðu væri ekki
þægilegasta leiðin til að ferðast yfir
Atlantshafið. Thunberg og förunautar
hennar ætla að lifa á frostþurrkuðum
matvælum og nota fötu í stað salernis.
Greta Thunberg er sextán ára um-
hverfisverndarsinni og setur það ekki
fyrir sig að fórna þægindum til að
komast á loftslagsráðstefnuna með
því að nýta farkost sem veldur eins
lítilli loftmengun og hún telur mögu-
legt. „Ég fór í reynslusiglingu í gær
og það var mjög gaman. Þannig að ég
held að þetta verði mikið ævintýri,“
sagði hún um borð í skútunni í höfn
Plymouth á Englandi áður en sigl-
ingin yfir hafið hófst. Þetta var fyrsta
sjóferð hennar og hún varð sjóveik.
„En ekki var við öðru að búast,“ sagði
hún.
Dimmar og þröngar en
vistvænar
Thunberg vill ekki ferðast með
flugvélum vegna þess að hún telur
þann ferðamáta fela í sér of mikla los-
un gróðurhúsalofttegunda sem valda
loftslagsbreytingum. Pierre Cas-
iraghi, frændi fursta Mónakó, bauð
henni í siglinguna til að hún kæmist á
ráðstefnuna í New York og stjórnar
hann ferðinni ásamt þýska siglinga-
kappanum Boris Herrmann.
Skútan var smíðuð fyrir kappsigl-
ingar árið 2015. Hún er með sólar-
rafhlöður og túrbínu sem framleiða
raforkuna sem þarf til að knýja sigl-
ingatæki hennar, sjálfstýringu, tæki
til að breyta sjó í drykkjarvatn og
rannsóknarbúnað sem mælir magn
koltvísýrings í sjónum.
Vistarverurnar eru dimmar, þröng-
ar og hannaðar með notagildið eitt í
huga. Þar eru engin eldunaraðstaða,
fyrir utan lítinn gasofn sem er not-
aður til að hita vatn og frostþurrk-
aðan mat sem er laus við allar dýra-
afurðir. Gasið er eina jarðefna-
eldsneytið sem notað er í skútunni. Í
stað salernis er notuð blá plastfata
með lífbrjótanlegum poka sem kastað
er í sjóinn eftir notkun.
Leiðin yfir hafið er rúmlega 5.300
km löng. Skútan getur siglt á 35
hnúta hraða, eða tæpa 65 kílómetra á
klst., en gert er ráð fyrir að meðal-
hraðinn verði 10 hnútar, tæpir 19 km/
klst. Til að forðast óveður var ákveðið
að fara ekki stystu leiðina.
Siglingin
Aðrir um borð í skútunni
Greta Thunberg siglir yfir
Atlantshafið á loftslagsráðstefnu
Heimildir: Boris Herrmann/The Racing website, Greta Thunberg á Twitter. Ljósmynd: AFP
BRET-
L AND
NewYork
ATLANTSHAF
BANDA -
R Í K IN
Hófst í
gær
Umhverfisverndarsinninn
Sænski umhverfisverndarsinninn vill ekki
ferðast með flugvélum vegna þess að
hún telur þær valda of mikilli loftmengun
200 km
Loftslags-
ráðstefna
SÞ 23. sept.
Thunberg og förunautar
hennar lifa á frost-
þurrkuðummatvælum
Kolefnishlutlaus
keppnisskúta
Hönnuðmeð hraða
að leiðarljósi,
ekki þægindi
Er án sturtu, eldhúss,
ísskáps, loftræstingar
Er búin sólarrafhlöðum og
túrbínu til að framleiða rafmagn
16 ára að aldri
Hefur verið tilnefnd til
friðarverðlauna Nóbels
Skútan Malizia II
Lengd: 18 m
Túrbína undir
sjávarborðinu
Í skútunni eru
vélar og rafalar
sem hægt er að
nota í neyðartilvikum
Þyngd sólar-
rafhlaðna: 25 kg
Hefur greinst
með Asperger-
heilkenni
Hóf mótmæli fyrir
utan þinghúsið í
Stokkhólmi í ágúst 2018
ogmörg ungmenni hafa
farið að dæmi hennar
með skólaverkföllum og
mótmælum á föstudögum
Tók sér árs frí frá
skóla til að
berjast gegn
loftslags-
breytingum
af mannavöldum
Fylgjendur á
samfélagsmiðlum
Áhöfnin bauð Thunberg
„ókeypis siglingu án fjár-
framlaga frá bakhjörlum“
Stendur í
2 vikur
Instagram
2.400.000
Facebook
1.091.000
Twitter
871.000
Kvikmyndagerðar-
maðurinn Nathan
Grossman sem
gerir mynd um
siglinguna
Skipstjórinn
Boris Herrmann
Pierre Casiraghi,
frændi Alberts,
fursta Mónakó,
skipulagði
siglinguna
Faðir hennar,
Svante Thunberg
Þægindum fórnað á ferð yfir hafið
Viðurkennir að
keppnisskúta sé
ekki þægilegasti
farkosturinn
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
John Bercow, forseti neðri deildar
breska þingsins, kveðst ætla að berj-
ast með hnúum og hnefum gegn því
að stjórnin sendi þingið heim til að
tryggja að það geti ekki hindrað að
Bretland gangi úr Evrópusamband-
inu án samnings 31. október. Hann
segist einnig telja að þingið geti kom-
ið í veg fyrir útgöngu án samnings.
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, hefur ekki viljað útiloka að
gripið verði til þess ráðs að þinginu
verði lokað um tíma, án þess að rjúfa
það, til að knýja fram brexit ef ekki
næst nýtt samkomulag við leiðtoga
ESB um útgönguna. Aðalráðgjafi for-
sætisráðherrans, Dominic Cumm-
ings, hefur sagt að Johnson geti einn-
ig frestað því að boða til þingkosninga
þar til eftir eftir 31. október, til að
tryggja útgöngu án samnings, þótt
þingið samþykki áður vantrauststil-
lögu gegn forsætisráðherranum.
Virði þingræðið
John Bercow sagði í ræðu í Edin-
borg í fyrradag að hann myndi berj-
ast gegn því af alefli að þingið yrði
sent heim til að tryggja brexit án
samnings. „Þetta vekur mér viðbjóð
og ég ætla að berjast með hnúum og
hnefum gegn því að það gerist. Við
getum ekki lent í þeirri stöðu að
þinginu sé lokað – við búum í lýð-
ræðissamfélagi.“ Þegar Bercow var
spurður hvort þingið gæti komið í veg
fyrir útgöngu án samnings var svar
hans „já“ en hann útskýrði ekki
hvernig þingið gæti gert það.
Í skoðanakönnun sem The Tele-
graph birti í fyrradag sögðust 54%
þeirra sem tóku afstöðu vera sam-
mála þeirri staðhæfingu að Johnson
þyrfti að tryggja brexit með öllum
ráðum, m.a. með því að loka þinginu
um tíma ef það væri nauðsynlegt til að
koma í veg fyrir að þingmenn hindr-
uðu útgönguna. Í frétt blaðsins kom
ekki fram hversu margir þátttakend-
anna í könnuninni tóku afstöðu til
staðhæfingarinnar. Að sögn frétta-
veitunnar Reuters sögðust 44% þátt-
takendanna vera hlynnt því að öllum
ráðum yrði beitt til að tryggja brexit,
37% voru á móti því og 19% óákveðin.
Amber Rudd, ráðherra atvinnu- og
lífeyrismála, sagði í viðtali við breska
ríkisútvarpið í gær að útganga án
samnings gæti orðið til þess að at-
vinnuleysið í Bretlandi ykist veru-
lega. Þegar hún var spurð hvort til
greina kæmi að boða til kosninga í
þeim tilgangi að koma í veg fyrir að
þingið hindraði útgöngu án samnings
31. október kvaðst hún ætla að beita
sér fyrir því að forsætisráðherrann og
stjórn hans virtu þingræðið í landinu.
„Forsætisráðherrann og allir ráð-
herrarnir eru þingmenn. Við þurfum
að muna hvaðan vald okkar kemur.“
Bercow telur þingið
geta hindrað brexit
Hyggst berjast af alefli gegn því að þingið verði sent heim
AFP
Stefnir í harða deilu Boris Johnson og John Bercow (t.h.) á breska þinginu.
Ógni ekki friðarsamningi
» Nancy Pelosi, forseti full-
trúadeildar Bandaríkjaþings,
sagði í gær að þingið myndi
ekki staðfesta viðskiptasamn-
ing við Bretland ef brexit án
samnings græfi undan samn-
ingnum frá 1998 um frið á
Norður-Írlandi.
» Áður hafði John Bolton,
þjóðaröryggisráðgjafi Banda-
ríkjaforseta, sagt að Bretland
yrði „fyrst í röðinni“ í við-
ræðum um viðskiptasamning
eftir brexit.