Morgunblaðið - 15.08.2019, Side 50

Morgunblaðið - 15.08.2019, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 345.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Þórey Kristín Þórisdóttir thoreykristin@gmail.com Fyrir utan að syrgja maka er einnig sorg við tilhugsunina um framtíð án hans. Enn fremur blossa upp tilfinningar líkt og skömm og eftirsjá, en slíkar til- finninga koma einnig upp í sorg- arferli. Reiði yfir því að vera yf- irgefinn af maka sínum og eftirsjá vegna liðinna atburða. Skömm er einnig hliðarverkun, skömm yfir því að aðilinn hefur ákveðið að fara og skilnaður er yfirvofandi. Jafnvel í hjónaböndum sem hafa augljóslega verið að flosna upp lengi og veita litla ánægju. Hjónaband er eining eða teymi sem gerir plön um framtíðina og er ávallt að vinna að einhverjum sameiginlegum markmiðum, hvort sem um ræðir barnauppeldi, bú- setu eða næsta frí. Skilnaður hristir upp í allri þessari tilveru. Einstaklingum líður oft og tíðum eins og þeir þurfi að byrja upp á nýtt. Ef flutningar bætast við skilnaðinn, eins og algengt er, fylgir því enn meiri streita. Þegar börn eru í spilinu er það líka óhjá- kvæmilegur álagsþáttur og mjög tilfinningahlaðinn. Rannsóknir hafa sýnt að á milli 30% og 40% einstaklinga sem ganga í gegnum skilnað upplifa kvíða eða þunglyndi. Skilnaður hefur nefnilega í för með sér svo marga og stóra óvissuþætti varðandi ekki bara framtíðina heldur einnig nútíðina. Þetta leiðir oft til ótta sem þróast svo yfir í kvíða. Það er svo mikilvægt að aðstandendur og vinir sýni stuðning. Í stað þess að velta vöngum yfir or- sökum og ástæðum þurfa einstaklingar sem eru að ganga í gegnum skilnað á aðstoð, alúð og nærgætni að halda frá fólki sínu. Freistandi er að fara yfir all- ar mögulegar ástæður af hverju skilnaður er að eiga sér stað, en það er hugsanlega ekki besti tíminn fyrir þann sem stendur í miðju skiln- aðarferlinu. Að vera til staðar sem bakland og tengslanet er hugsanlega það verðmætasta sem aðstand- endur geta gefið af sér fyrir þá sem standa í skilnaði. Félagslegi þátturinn spilar nefnilega stórt hlutverk í vellíðan einstaklinga. Þarna koma miðaldra karlmenn oft verr út úr skilnaði en konur vegna þess að þeir eru ekki eins duglegir og konur að ræða um hlutina. Konur halla sér oft upp að vinkonum til að ræða um hlutina og getur það oft og tíð- um dregið úr kvíða og þunglyndi. Ennfremur hafa kannanir sýnt að konur eru almennt duglegri að leita sér hjálpar frá bæði vinum og fagmönnum þegar andleg van- líðan bærir á sér. Karlmenn þurfa ekki síður á aðstoð að halda en sækja einfaldlega minna í hana og það er vandamál í sjálfu sér. Skilnaður er ekki léttvægur og ber að taka alvarlega. Hann veld- ur miklu tilfinningalegu álagi sem þarf að vinna úr, á einn eða annan hátt, með aðstoð vina eða annarra. Stress, kvíði og þunglyndi geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef slíkt er hunsað. Fyrir aðila sem eru að ganga í gegnum skilnað þá mæli ég með að leita sér hjálpar, annað hvort hjá aðstandendum eða fagaðila. Ef þú þekkir einhvern sem er á þessari vegferð hvet ég þig til að athuga hvernig þú getur verið til staðar fyrir viðkomandi. Það skiptir sköpum. Fyrir fyr- irspurnnir eða tímabók- anir er hægt að hafa samband hér: https://mindther- apy.dk/en/contact/ Ljósmynd/Thinkstock Skilnaður er einn af stærstu álagsþáttunum „Skilnaður er svo miklu meira en orðið gefur til kynna. Skilnaður er einn stærsti álagsþáttur sem getur komið upp í lífi einstaklinga og fylgir þessu ferli mikil sorg,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir, klínískur sálfræðingur og markþjálfi, en hún skrifar reglulega pistla á Smartland. Sálfræðingur Þórey Kristín Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.