Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 63
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
Flottir
í fötum
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033
Buxur frá
NÝ SENDING
mikið úrval
Brúðkaup Fígarós
Íslenska óperan og Þjóðleikhúsið standa
saman að uppsetningu á óperu Mozarts, Brúð-
kaupi Fígarós, á Stóra sviðinu. Líbrettó er eftir
Lorenzo da Ponte, hljómsveitarstjóri verður
Bjarni Frímann Bjarnason og leikstjóri John
Ramster. Frumsýnd 7. september.
Shakespeare verður ástfanginn
Rómantískur gam-
anleikur þar sem spunnið
er út frá ævi leikskáldsins
Williams Shakespeares.
Leikritið er byggt á kvik-
myndinni Shakespeare in
Love. Í því óttast Shake-
speare að hann hafi glatað
skáldgáfunni og að-
alsmeyna Víólu de Lesseps
dreymir um að verða leik-
ari. Shakespeare heillast af
henni og fyllist andagift á ný. Um þýðingu sér
Kristján Þórður Hrafnsson og leikstjórn Selma
Björnsdóttir. Aron Már Ólafsson og Lára Jó-
hanna Jónsdóttir leika Shakespeare og Víólu.
Frumsýnt 4. október.
Atómstöðin – endurlit
Leikverk byggt á skáldsögu Halldórs Lax-
ness frá 1948 sem fjallar um mikið hitamál í ís-
lensku samfélagi á þeim tíma, herstöðvarmálið.
Verkið er einnig ástarsaga Uglu, bóndadóttur
að norðan sem kemur til Reykjavíkur til að
læra á orgel og Búa Árlands, þingmanns og
heildsala. Verkið skrifar barnabarn Halldórs,
Halldór Laxness Halldórsson, í samstarfi við
Unu Þorleifsdóttur sem er einnig leikstjóri.
Ebba Katrín Finnsdóttir leikur Uglu og Björn
Thors Búa Árland. Frumsýnt 1. nóvember.
Meistarinn og Margaríta
Leikrit unnið upp úr skáldsögunni Meist-
arinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakof sem
er háðsádeila um eilífa baráttu góðs og ills. Í
verkinu heimsækir Satan Moskvu í líki galdra-
mannsins Wolands og af-
hjúpar þar spillingu og
græðgi. Segir einnig af
Meistaranum, rithöfundi
sem hefur verið lokaður
inni á geðspítala af yf-
irvöldum, og ástkonu
hans, Margarítu. Leik-
stjórn og þýðing er í hönd-
um Hilmars Jónssonar og
meðal leikara Nína Dögg
Filippusdóttir og Sig-
urður Sigurjónsson. Frumsýnt 26. desember.
Útsending
Leikrit eftir Lee Hall, byggt á kvikmyndinni
Network sem fjallar um átök innan fjölmiðla-
heimsins og vald fjölmiðlanna. Sjónvarpsfrétta-
manni er sagt upp eftir 25 ára starf vegna
minnkandi áhorfs sem rýkur svo aftur upp eftir
að hann tilkynnir áhorfendum að hann muni
svipta sig lífi í beinni útsendingu. Leikstjóri er
Guðjón Davíð Karlsson og meðal leikara Ingv-
ar E. Sigurðsson og Birgitta Birgisdóttir.
Frumsýning 28. febrúar.
Kardemommubærinn
Þjóðleikhúsið fagnar 70 ára afmæli með sí-
gildu barnaleikriti Thorbjörns Egners. Ágústa
Skúladóttir leikstýrir og meðal leikara eru Örn
Árnason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Frumsýning 18. apríl.
ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)
Sjálfstætt verk sem byggir á grunni sam-
nefndrar skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur.
Fráskilinn karlmaður á miðjum aldri fær að
vita að uppkomin dóttir hans er í raun barn
annars manns. Hann reynir að átta sig á hlut-
verki sínu í heiminum og skilja konur, rétt eins
og Svanur nágranni hans. Höfundur er Auður
Ava og um leikstjórn sér Ólafur Egill Egils-
son. Baldur Trausti Hreinsson og Pálmi
Gestsson eru meðal leikara. Frumsýning 13.
september.
Engillinn
Sýning byggð á verkum Þorvaldar Þor-
steinssonar heitins sem skildi eftir sig fjölda
verka sem notið höfðu mikillar hylli. Í Engl-
inum er arfleifð Þorvaldar heiðruð og Finnur
Arnar Arnarson, myndlistarmaður og leik-
myndahöfundur, skapar sýningu upp úr verk-
um hans þar sem saman koma örverk, brot úr
lengri verkum og vísanir í myndlist og gjörn-
inga. Meðal leikara eru Eggert Þorleifsson og
Ilmur Kristjánsdóttir. Frumsýnt 21. desember.
Kópavogskrónika
Ilmur Kristjánsdóttir og
Silja Hauksdóttir skapa
leiksýningu upp úr skáld-
sögu Kamillu Einarsdóttur
sem kom út í fyrra. „Móðir
talar til dóttur sinnar, gerir
upp fortíðina og dregur
ekkert undan í lýsingum á
hömluleysi í drykkju,
neyslu og samskiptum við
karlmenn,“ segir um verk-
ið. Silja leikstýrir og Ilmur
leikur. Frumsýnt 14. mars.
Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag
Aftur fá áhorfendur að stýra atburðarásinni í
verki Ævars Þórs Benediktssonar. Að þessu
sinni verður farið í tímaferðalag og verður sýn-
ingin lengri og viðameiri en sú fyrri. Leikstjóri
er Stefán Hallur Stefánsson og meðal leikara
Ebba Katrín Finnsdóttir og Eygló Hilm-
arsdóttir. Frumsýnt 31. janúar.
Vloggað um tilvistina (vinnutitill)
Boðssýning fyrir unglinga. Matthías Tryggvi
Haraldsson skrifar leikritið og leikstjóri er
Björn Ingi Hilmarsson.
Ómar Orðabelgur
Barnasýning um uppruna orða. Ómar Orða-
belgur ferðast um heim orðanna og kynnist alls
konar skrýtnum orðum. Boðssýning sem fer í
leikferð um landið og verður frumsýningin á
Patreksfirði 2. september. Höfundur og flytj-
andi er Gunnar Smári Jóhannesson og leik-
stjóri Björn Ingi Hilmarsson.
Brúðumeistarinn
Brúðumeistarinn Bernd
Ogrodnik stefnir saman
leikhúsforminu og brúðu-
listinni í sýningu fyrir full-
orðna þar sem hann leikur
sjálfur brúðumeistara sem
tekst á við líf sitt og fortíð.
Höfundur, brúðugerð-
armeistari og flytjandi er
Bernd Ogrodnik og leik-
stjóri Bergur Þór Ingólfs-
son. Frumsýnt í mars.
Stormfuglar
Einar Kárason flytur sögu sem hann gerði
skil í bók sinni Stormfuglum sem fjallar um
baráttu íslenskra togarasjómanna við miskunn-
arlaus náttúruöfl. Frumsýning í október.
Eyður
Sviðslistahópurinn Marmarabörn skoðar
sambandið á milli eyja og minnis. Í sýningunni
er fylgst með örlagaríkri svaðilför fimm
strandaglópa sem ranka við sér á söndugum
ströndum skerjagarðs með óteljandi eyjum.
Meðal flytjenda eru Katrín Gunnarsdóttir og
Kristinn Guðmundsson. Frumsýning í janúar.
Skarfur
Leikrit eftir Kolbein Arnbjörnsson og leik-
hópinn Lið fyrir lið í leikstjórn Péturs Ár-
mannssonar. Frumsýnt 20. mars.
Sjitt, ég er sextugur
Örn Árnason leikari fagnaði sextugsafmæli
sínu fyrr á árinu og af því tilefni efnir hann til
stórveislu í Þjóðleikhúskjallaranum. Frumsýn-
ing 15. nóvember.
Þess má að lokum geta að leiksýningarnar
Ronja ræningjadóttir, Leitin að jólunum, Gili-
trutt, Velkomin heim og Kynfræðsla Pörupilta
núa aftur á nýju leikári.
sýning sem er sjálfsævisöguleg að
ýmsu leyti,“ segir hann.
Glæsilegar barnasýningar
Ari vekur athygli á því að afmæl-
issýning Þjóðleikhússins verður
Kardimommubærinn eftir Thor-
bjørn Egner og segir hann það enga
tilviljun. „Egner er líklega allra vin-
sælasta leikskáld sem hefur sýnt í
Þjóðleikhúsinu. Þegar verk hans
eru sýnd hér þá ganga þau fyrir
fullu húsi nánast út í hið óendanlega
og fyrir leikurum Þjóðleikhússins
þá eru þetta nánast heilög verk. Það
er stórkostlegt að bjóða þeim hlut-
verk í Kardemommubænum. Egner
gaf Þjóðleikhúsinu sýningarrétt að
verkum sínum í hundrað ár og
ákvað að hans höfundarréttartekjur
skyldu renna í sjóð sem ætlað var að
styrkja leikhús og barnaleikhús svo
hann var mikill velgjörðarmaður og
þess vegna er það okkur sönn
ánægja að heiðra þennan merkilega
mann og framlag hans til barnaleik-
húss.“ Hann bætir við: „Ef maður
finnur sér ekki barn til að koma með
þá á maður bara að koma samt.
Þetta er skemmtun fyrir fólk á öll-
um aldri. Við tjöldum öllu til,“ segir
Ari.
„Við leggjum mikinn metnað í að
sýna stórar og glæsilegar sýningar
fyrir börn en líka einfaldari sýningar
sem tala til þeirra. Við fáum unga
höfunda til þess að semja leikverk
fyrir börn. Gunnar Smári Jóhann-
esson semur verkið Ómar Orðabelg-
ur sem verður frumsýnt á Patreks-
firði og Matthías Tryggvi Haralds-
son ætlar að semja verk sérstaklega
fyrir 13-15 ára krakka. Svo sýnum
við Velkomin heim sem María
Thelma Smáradóttir hefur aðlagað
sérstaklega til sýningar fyrir þenn-
an aldurshóp,“ segir Ari.
Á síðasta leikári gerði leikrit Æv-
ars Þórs Benediktssonar, Þitt eigið
leikrit, mikla lukku. Það gengur út á
það að áhorfendur ráða förinni og
stjórna því hvað gerist næst. „Núna
gerum við stærri og öflugri gerð af
sýningunni. Við lærðum af fram-
leiðslu á fyrri sýningunni. Þar vor-
um við svolítið að brjóta blað í leik-
hússögunni með því að búa til
leikverk þar sem áhorfendur gátu
kosið um framvinduna. Það er mjög
skemmtilegt að fylgjast með upp-
tökum af leikurunum þar sem þeir
sitja í hliðarherbergi og bíða eftir
kosningunni til þess að fá að vita
hvaða leikrit þeir eru að fara að
leika.“
Afmælisgjöf til kortagesta
Aðsókn í Þjóðleikhúsið á síðasta
ári segir Ari hafa verið meiri en hún
hefur verið í yfir 40 ár og sætanýt-
ingin um 90%. „Það gefur til kynna
að við höfum sannarlega verið að
tala til þjóðarinnar. Mér finnst að
þetta afmælisleikár muni ekki síður
tala til þjóðarinnar og vonandi mun
hún taka öllum þessum litríku og
spennandi sýningum opnum örmum.
Það er markmiðið.“ Hann nefnir
einnig að öllum sem kaupa kort fyrir
mánaðamót verði boðinn auka leik-
húsmiði svo þeir geti boðið ein-
hverjum með. „Þannig að á afmæl-
isárinu gefum við kortagestum
okkar afmælisgjöf.“
Fjölbreytt Veggspjöld fyrir fjórar af sýningum komandi leikárs.
Sýningar leikársins 2019-2020
Fjöldi íslenskra verka af ýmsu tagi á komandi leikári Þjóðleikhússins
Lára Jóhanna
Jónsdóttir
Sigurður
Sigurjónsson
Silja
Hauksdóttir
Bernd
Ogrodnik