Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRViðskipti | At́vinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-16 Holtagörðum | Sími 568 0708 | www.fako.is Stólar 29.900 kr. Nýjar vörur Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 Minnkum plastið og komum með fata- pokann með okkur Einfalt • Fötin í hreinsun og fatapokinn með • Ekkert plast • Fötin afgreidd til þín í þínum poka Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Pétur Hreinsson Aron Þórður Albertsson Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins hafa alls 104.110 áhorfendur lagt leið sína á völlinn hjá liðunum í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu þar sem 16 umferðir af 22 hafa verið leiknar. Miðað við samtöl við marga af framkvæmdastjórum íþrótta- félaganna í deildinni má gróflega áætla að um þriðjungur þeirra sem mæta á völlinn greiði uppsett miða- verð hjá félögunum, 2.000 kr. Sam- kvæmt því er hægt að áætla að 35 þúsund miðar hið minnsta hafi verið seldir á tímabilinu á því verði. Hefur það skilað félögunum 12 sem leika í deildinni alls um 70 milljónum króna. Ársmiðar klúbbmeðlima eru þar ekki meðtaldir. Sömuleiðis eru miðar sem selst hafa í gegnum appið Stubb, sem hóf sölu á miðum fyrir þetta tímabil, og fjallað er um nánar hér að neðan, ekki í þeirri tölu. Það sem af er sumri hafa flestir mætt á heimaleiki KR að meðaltali, eða 1.633. Næstflestir hafa mætt á leiki FH, 1.447, áhorfendur að heimaleikjum Breiðabliks eru skammt undan, 1.451 talsins. Miðasölutekjur KR standa aðeins undir broti af kostnaðinum við að reka knattspyrnudeild félagsins. Tekjur hennar af miðasölu í fyrra námu 12,8 milljónum (14,3 m.kr. 2017) og voru aðeins um 4,7% af heildartekjum, sem námu 267 millj- ónum króna í fyrra. Rekstrarkostn- aður knattspyrnudeildar KR nam 266 milljónum í fyrra, þar af voru laun og launatengd gjöld 129,5 millj- ónir króna. Valur hefur umfangs- mesta rekstur knattspyrnudeilda landsins. Miðasölutekjur Vals í fyrra á Íslandsmeistaraári karlaliðsins námu 16,6 milljónum króna, um 4,6% af 361 milljónar króna heildar- tekjum. Rekstrarkostnaður knatt- spyrnudeildar Vals nam 289 milljón- um króna. Þar af voru laun og launatengd gjöld 188 milljónir króna. Nýjung tekin í notkun Snjallforritið Stubbur var tekið í notkun hjá liðum í efstu tveimur deildum karla og kvenna á Íslandi fyrr á þessu ári. Stubbur hefur notið talsverðra vinsælda meðal knatt- spyrnuáhugafólks það sem af er sumri og nú þegar hafa milli fjögur og fimm þúsund manns sótt forritið. Jónas Óli Jónasson, stofnandi Pez ehf. sem stendur að baki Stubb, seg- ir viðtökurnar hafa verið framar von- um. „Sumarið var farið af stað þegar við settum Stubb í loftið og því erum við afar ánægðir með hversu vel hef- ur tekist til. Nú þegar hafa verið seldir á bilinu fjögur til fimm þúsund miðar í gegnum appið,“ segir Jónas, en sé miðað við 2.000 kr. fyrir hvern miða má ráðgera að miðasala vegna þessa sé um tíu milljónir króna það sem af er. Stubbur er í samstarfi við Knatt- spyrnusamband Íslands (KSÍ) og Ís- lenskan Toppfótbolta (ÍTF), en Pez ehf. er eigandi og sér um smíði og þróun forritsins. Markmið verkefn- isins er að auka þjónustu við áhuga- fólk um íslenska knattspyrnu ásamt því að einfalda miðakaup á knatt- spyrnuleiki. „Núna á meðan við er- um að koma Stubb í gang eru ÍTF og KSÍ að greiða fyrir afnot af þjónust- unni. Þetta var besta leiðin til að koma Stubb af stað en síðar meir sjáum við fyrir okkur að taka þókn- anir og bjóða áskriftir,“ segir Jónas og bætir við að mest hafi tæplega 500 manns notast við Stubb á einum og sama leiknum. „Þegar KR mætti Breiðabliki fyrrr í sumar, sem jafn- framt var stærsti leikur tímabilsins, voru nær 20% miðanna keyptir í gegnum okkur. Stubbur kom í veg fyrir biðraðir og einfaldaði fólki sömuleiðis að komast inn á völlinn,“ segir Jónas sem á von á því að vin- sældir Stubbs muni aukast enn frek- ar á næsta tímabili. Miðasala lítill hluti tekna Aðsókn alls Meðalfjöldi á leik Fjöldi áhorfenda í Pepsi Max-deild karla Aðsókn á heimaleiki eftir liðum það sem af er sumri 2019 KR Breiðablik FH Fylkir ÍA Valur Víkingur Stjarnan HK KA Grindavík ÍBV 13.063 10.159 10.127 10.179 9.929 8.616 9.477 8.291 7.811 6.759 5.108 4.591 1.633 1.451 1.447 1.272 1.241 1.077 1.053 1.036 868 845 639 574 8 7 7 8 8 8 9 8 9 8 8 8 Fj öl di h ei m al ei kj a Samtals 104.110  Samtals hefur miðasala knattspyrnufélaga í efstu deild karla skilað um 70 millj- ónum króna  Sala á miðum um 4,6% tekna hjá Val  Snjallforrit nýtur vinsælda Pepsi Max deildin » Aðeins þriðjungur þeirra sem mæta á völlinn greiðir uppsett verð. »Starfsemi knattspyrnudeildar Vals umfangsmest. » Nýtt snjallforrit hannað fyrir áhorfendur sem sleppa vilja við röð á vellinum. Fækkunin í júlí er nánast á pari við fækkun ferðamanna sem hing- að leggja leið sína. Þannig sýna tölur að fjöldi ferðmanna var 210 þúsund, samanborið við 250 þús- und í sama mánuði í fyrra. Það jafngildir 16% fækkun milli ára. Þrátt fyrir talsverðan samdrátt á leiðinni um Lyngdalsheiði dróst umferðin enn meira saman á Aust- urlandi í júlí. Er hún skv. tölum Hagstofunnar 17% minni en í júlí í fyrra. Þá er hún 13% minni á Vest- urlandi en hún var í fyrra. Seldar gistinætur í júlí voru 1.166 þúsund talsins og fækkaði úr 1.208 þúsund í júlí í fyrra. Jafn- gildir það 3% samdrætti. Sam- dráttinn má fyrst og fremst rekja til annarskonar gistingar en þeirr- ar sem boðið er upp á á hótelum og gistiheimilum þar sem mark- aðurinn stóð í stað milli ára. Nýt- ingarhlutfall hótela lækkaði þó þar sem framboð hótelherbergja hefur aukist um 3% milli ára. Umferð um Lyngdalsheiði var 17% minni nú í júlí en í sama mánuði í fyrra. Þetta sýna ökutækjateljarar Vegagerðarinnar. Í skammtíma- hagvísum Hagstofunnar er bent á að leiðin um Lyngdalsheiði sé hluti af Gullna hingnum. Á síðustu fjór- um mánuðum, þ.e. frá apríl og til ágúst hefur bifreiðum sem fara um veginn fækkað um 12% og voru 209 þúsund, samanborið við 237 þúsund yfir sama tímabil í fyrra. Minna ekið um Gullna hringinn  Umferð um Lyngdalsheiði dregst saman um 17% í júlí Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðamenn Fara minna um þjóð- veginn í ár en þeir gerðu í fyrra. ● Árið 2018 var landaður afli íslenskra skipa tæplega 1.259 þúsund tonn, sem er 79 þúsund tonnum, eða tæplega 7% meira en árið 2017. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Samkvæmt fréttinni var aflaverð- mæti ársins tæplega 128 milljarðar króna, sem er 15,6% aukning miðað við 2017. Alls veiddust rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem er 51 þúsund tonnum meira en árið 2017. Aflaverð- mæti botnfiskafla nam tæpum 91 millj- arði króna árið 2018 og jókst um 17,9% frá fyrra ári. Þorskur er sem fyrr verð- mætasta fisktegundin með aflaverð- mæti upp á rúma 57 milljarða króna. Í tonnum talið veiddist mest magn af uppsjávarfiski, eða 739 þúsund tonn. Landaður afli jókst um 7% milli 2018 og 2017 15. ágúst 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.04 123.62 123.33 Sterlingspund 148.67 149.39 149.03 Kanadadalur 92.83 93.37 93.1 Dönsk króna 18.48 18.588 18.534 Norsk króna 13.782 13.864 13.823 Sænsk króna 12.88 12.956 12.918 Svissn. franki 127.04 127.74 127.39 Japanskt jen 1.1693 1.1761 1.1727 SDR 169.36 170.36 169.86 Evra 137.94 138.72 138.33 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.2725 Hrávöruverð Gull 1527.2 ($/únsa) Ál 1742.5 ($/tonn) LME Hráolía 58.47 ($/fatið) Brent Hagnaður Landsnets nam á fyrstu sex mánuðum þessa árs tæpum 2,5 milljörðum króna. Jókst hann frá fyrra ári þegar hann nam ríflega 2,0 milljörðum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 3,7 milljörðum og jókst um tæpar 100 milljónir milli ára. Heildareignir félagsins námu tæpum 106 milljörðum króna um mitt ár og höfðu aukist um ríflega 500 milljónir króna frá áramótum. Heildarskuldir námu 58,2 millj- örðum samanborið við 59,3 milljarða um áramót. Eiginfjárhlutfall fyrir- tækisins nemur nú 45%, samanborið við 43,8% í lok árs 2018. Handbært fé Landsnets nam í lok júní 5,4 millj- örðum og handbært fé frá rekstri tæpum 4,7 milljörðum. Landsnet hagnast  Tæpir 2,5 milljarðar á fyrri árshelmingi ● Aðeins tvö félög hækkuðu í Kaup- höll Íslands í gær. Heimavellir hækk- uðu um 3,33% í afar takmörkuðum viðskiptum. Þá hækkaði Icelandair Group um 0,38% í ríflega 72 milljóna króna viðskiptum. Mest lækkuðu bréf Eikar fasteignafélags eða um 2,1% í 160 milljóna viðskiptum. Þá lækkuðu bréf Regins um 1,6% í 119 milljóna viðskiptum. Bréf Haga og HB Granda lækkuðu um 1,4%. Fyrrnefnda félagið í viðskiptum sem námu 132 milljónum króna en síðarnefnda fyrirtækið í afar takmörkuðum viðskiptum upp á ríf- lega milljón krónur. Þá lækkuðu Reitir um 1,2% í 253 milljóna króna við- skiptum. Önnur félög lækkuðu minna eða stóðu í stað. Kauphöllin lituð rauðu STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.