Morgunblaðið - 15.08.2019, Side 8

Morgunblaðið - 15.08.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Nú er sumarfríið búið hjá borg-arstjórn og þá hefjast þreng- ingar borgarbúa á ný. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar tók í gær fyrir áform um auknar bygg- ingar á lóð Þóroddsstaða neðan við Skógarhlíð. Þessi gamli burstabær, sem gegnt hefur ýms- um og ólíkum hlutverkum í tæpa öld, er um 500 fm að stærð en áformað er að auka bygg- ingamagnið á lóðinni í um 1800 fm.    Ætlunin erað þar verði alls 28 íbúðir en þrátt fyrir það segir í skipu- lagsskilmálum að ekki sé gert ráð fyrir fjölgun bílastæða á lóð, enda sé töluverður fjöldi bílastæða í ná- grenninu og í götu sem samnýtist áfram. Auk þess sé gert ráð fyrir hjólagrindum á lóðinni.    Í þessu sambandi er ekki úr vegiað nefna að nú er ekkert stæði á lóðinni en 12 bílastæði munu standa við hana, samkvæmt skipu- lagsskilmálum.    Þetta þýðir að með góðum viljamá segja að rúmlega 0,4 stæði „standi við“ hverja íbúð, sem þýðir í raun að væntanlegir íbúar munu leggja í önnur stæði í ná- grenninu með tilheyrandi þreng- ingum fyrir núverandi íbúa hverf- isins.    Svona þrengingarskipulag erekki einsdæmi hjá borginni, þvert á móti er það orðið að reglu og mjög hart rekinni stefnu.    En íbúarnir í nágrenninu þurfasvo sem ekki að kvarta, þeir geta bara komið sér upp hjóla- grindum eins og verða við Þór- oddsstaði og þá er málið leyst. Hjólagrindurnar leysa vandann STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Forsætisráðherrar Norðurlandanna koma saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar í næstu viku. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins eins og kom fram í Morgunblaðinu fyrr í sumar. Þá mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eiga nokkra tví- hliða fundi í tengslum við leiðtoga- fundinn, meðal annars með Þýska- landskanslara. Katrín mun taka á móti Merkel á Þingvöllum á mánu- dag og þær munu í kjölfarið ræða við blaðamenn í sumarbústað forsætis- ráðherra. Fram kemur í fréttatilkynningu frá stjórnvöldum að Katrín muni enn fremur eiga fundi meðal annars með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Antti Rinne, forsætis- ráðherra Finnlands. Þá mun Löfven skoða Hellisheiðarvirkjun. Í tilkynningu kemur ennfremur fram að forsætisráðherrar Norður- landa ásamt Álandseyjum, Færeyj- um og Grænlandi fundi með forstjór- um norrænna stórfyrirtækja í Hörpu á seinni degi sumarfundarins, 20. ágúst. Munu ráðherrarnir og for- stjórarnir undirrita sameiginlega yf- irlýsingu um sjálfbærni og jafnrétti að fundi loknum. Síðar sama dag munu forsætisráðherrar Norður- landa funda með Merkel í Viðey. Merkel til Íslands í næstu viku  Kanslari Þýskalands fundar með Katrínu Jakobsdóttur á Þingvöllum AFP Gestur Angela Merkel Þýskalands- kanslari er væntanleg til Íslands. Fremur kalt hefur verið á hálend- inu undanfarna daga og nætur og dregið hefur úr innrennsli í Blöndu- lón. Þetta þýðir að því seinkar að lónið fari á yfirfall, sem kemur sér vel fyrir veiðimenn í Blöndu. Ljóst er að hægt verður að veiða mun lengur í Blöndu en í fyrra, en þá fór lónið á yfirfall 4. ágúst. Hægt er að fylgjast með yf- irborðshæð í lónum Landsvirkjunar á flipanum „rannsóknir og þróun“ og síðan vöktun á heimasíðu Lands- virkjunar www.landsvirkjun.is. Hálslón og Þórisvatn fóru á yf- irfall fyrir nokkrum dögum. Í fyrradag vantaði 60 sentimetra upp að Blöndulón færi á yfirfall og þá höfðu 13 sentimetrar bæst við á einni viku. Fyrr í sumar, þegar hitafar var hagstæðara, bættust við yfir 50 sentimetrar á viku í lónið. Það er árviss viðburður þegar líður á sumarið að hækka tekur í Blöndulóni, sem nær hámarki þeg- ar vatnsborðið fer að flæða yfir stífluna við lónið og þá gruggast áin mikið og verður erfið til stang- veiða. Hins vegar kunna vanir veiðimenn á ána í þessum ham. Dregur úr innflæði í Blöndulón í kuldatíð Morgunblaðið/Einar Falur Einn til Veiðimaður landar sprækum smálaxi neðst á svæði eitt í Blöndu. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 NÝ SENDING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.