Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Qupperneq 15

Skessuhorn - 14.01.2015, Qupperneq 15
15MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli. HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is SPENNANDI SUMARSTÖRF FJÖLBREYTT VINNA Á SKEMMTILEGUM STAÐ! HÆFNISKRÖFUR: • 18 ára lágmarksaldur • Mikil öryggisvitund og árvekni • Heiðarleiki og stundvísi • Góð samskiptahæfni • Dugnaður og sjálfstæði • Starfsfólk í raf- og vélvirkjun þarf að hafa sveinspróf eða vera langt komið í námi í viðeigandi fagi • Bílpróf er skilyrði Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og eftirsótt sumarstörf í álverinu á Grundartanga. Í boði eru störf af ýmsu tagi við framleiðslu, raf- og vélvirkjun og fleira. Öll störfin henta jafnt körlum og konum. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda. Árangurstengd laun sumarfólks í vaktavinnu eru um 400.000 krónur á mánuði fyrir fullt starf. Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu. Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar. Umsóknir og upplýsingar eru á www.nordural.is og hjá Helgu Björgu Hafþórsdóttur í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. Iðnskólanum við Skólabraut. Þar var skrifstofa VÍS til húsa fram til 2000, þá fluttum við í stjórnsýslu- húsið við Stillholt og síðan í núver- andi húsnæði Kirkjubraut 40 í byrj- um árs 2009. Okkur leið ágætlega í gamla Iðnskólanum, húsi með sál, en staðsetningin var ekki nógu hentug. Við erum betur staðsett núna við Kirkjubrautina,“ segir Jón. Spurður um breytingar á trygging- unum á þessum tíma, segir hann að vissulega hafi þær orðið nokkrar en grunnurinn sé sá sami. „Það hafa bæst við margar nýjar tryggingar og starfið okkar hefur mikið breyst. Tryggingaskilmálar eru t.d orðn- ir einfaldari og fólk er betur að sér um tryggingamál. Eins hafa orðið miklar breytingar á tölvukerfum og fleira mætti nefna.“ Aukin áhættustýring Jón segir að starfsemi trygginga- félaganna hafi þróast og breyst og flest til bóta. „Það eru ýmsar áherslubreytingar sem hafa komið í seinni tíð í auknum mæli. Eins og meiri áhættustýring, skýrari virð- isgreining og vinna við forvarnir. Þessir þættir eru orðnir veigamiklir í starfseminni og gefið góða raun. Áhættustýringin beinist líka að því að það er ekki hægt að tryggja allt og viðskiptavinir verða að falla að þeim skilmálum sem trygginga- félagið setur. Skilmálinn er í raun samningur um viðskipti milli fyrir- tækisins og viðskiptaaðila. Trygg- ingafélagið lendir líkt og trygg- ingaþegar í áföllum og allt er gert til að minnka slíka skaða. Starfsemi tryggingafélaganna höfða til fleiri þátta en áður. Ýmiss fjármálatengd starfsemi hefur aukist og margt hef- ur líka þróast á nýjan veg. Við vor- um til dæmis nokkuð stórir í bíla- lánum á sínum tíma. Fyrir VÍS eins og aðra sem eru mikið að höndla með peninga og sjóði, skiptir miklu máli að ávöxtunaráhættan sé sem minnst en sjóðirnir ávaxti sig samt á sem bestan hátt. Krafan um arð- semi er til staðar og eykst þegar fyr- irtæki er komið á hlutabréfamark- að.“ Þakklátur fyrir tækifærið Jón hefur starfað að trygginga- málum í vel á þriðja tug ára. Þeg- ar hann er spurður hvort að hann telji að þeim tíma hafi verið vel varið, segist hann þakklátur fyr- ir það að hafa menntunar sinnar vegna fengið tækifæri til að sinna þessum störfum og verið treyst fyrir þeim. „Ég held að ef þetta starf sem ég fór í á sínum tíma væri auglýst í dag yrði ég ekki ráð- inn í það. Ég hefði örugglega þurft meiri menntun nú á tímum. Þetta hefur yfirleitt verið skemmtilegt og ég hef átt samskipti og sam- starf við margt gott fólk. Ég hef alltaf hlakkað til næsta vinnudags en fljótt gerði ég mér grein fyrir að erfitt væri að skipuleggja starfið fram á næsta dag. Spurningin var oft hvað morgundagurinn bæri í skauti sér. En auðvitað eru dökku hliðarnar til staðar líka. Sérstak- lega þegar alvarleg slys hafa borið að eða önnur stóráföll orðið, svo sem að fólk eða fyrirtæki hafa orð- ið fyrir fjárhags og eignatjóni. En það er engu að síður skemmtilega hliðin á starfinu sem stendur upp úr þannig að ég sé ekki eftir þess- um tíma.“ Umdæmisskipanin tekin upp Það var árið 2001 sem Jón tók við starfi umdæmisstjóra VÍS á Vestur- landi. „Við vorum reyndar búin að prófa svipað fyrirkomulag nokkr- um árum áður. Þá var skrefið ekki stigið til fulls í öllum rekstrinum, heldur aðeins í sölu- og mark- aðsmálunum og þeirri tilraun var misjafnlega tekið. Þáverandi yf- irmaður minn Eggert Sverrisson vildi ganga lengra í þessu og taka á rekstrinum í heild sinni. Um ára- mótin 2000-2001 bað hann mig um að gera útfærslu á umdæmi fyrir Vesturland. Ég var þá sem landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ að fara með landsliðinu til Indlands þarna strax eftir áramótin þannig að ég varði jólafríinu til að teikna þetta upp eins og ég sá þetta. Síð- an heyrðist ekkert um þetta fyrr en umdæmisskipanin var tekin upp haustið 2001 og mér var falið starf umdæmisstjóra á Vesturlandi. Ég þekkti því vel áherslurnar strax í byrjun og þá var ekki til setunn- ar boðið.“ Sterkt staða VÍS á svæðinu Aðspurður segir Jón að eftir að hann tók við starfi umdæmisstjóra hafi daglegt amstur hans sem trygg- ingamanns minnkað en stjórnunar- þátturinn aukist. „Með umdæmis- skipuninni þurfti að taka á ýmsum hlutum, svo sem að losa um eign- ir, tengja saman ólík landssvæði og ná fram aukinni hagræðingu eins og stefnt var að. Ég held okkur hafi tekist það í meginatriðum þótt oft hafi þetta ekki verið dans á rósum. Ég var með alls 12 starfsstöðvar á Vesturlandi allt frá Hvalfjarðar- botni að Árneshreppi á Ströndum. Á sumum stöðunum átti félagið húsnæði frá tíma Samvinnutrygg- inga og Brunabótafélags Íslands, gömlu félaganna. Það var gengið í að selja þær eignir og líka að fækka eilítið starfsstöðvum þar sem ekki var talin brýn þörf á þeim. Ég held að annað verði ekki sagt en staða VÍS hér á Vesturlandi sé sterk og hafi verið sterk, bæði í einstaklings- og fyrirtækjaþjónustu, ekki síst hérna á Akranesi. Vitaskuld hefur orðið svolítið hreyfing á viðskipt- um um tíðina, til að mynda vegna þess að útboð hafa færst í aukana í seinni tíð og harkan á markað- inum er meiri. Okkur gengur vel enda leggjum við okkur fram um að þjóna viðskiptavininum vel.“ Eins og áður kemur fram er Jón sáttur við starfið og hann vill sérstaklega þakka starfsfólkinu sínu fyrir ein- staklega gott samstarf og samtaka- mátt. „Þetta hafa verið á margan hátt ólíkir einstaklingar, en höfðu það allir sameiginlegt að hafa ríka þjónustulund og sterkt aðdráttarafl sem fleytti okkur yfir margar hindr- anir. Það er ekki hægt að hugsa sér það betra,“ segir Jón Gunnlaugsson þegar hann lítur til baka við starfs- lok sín. þá Jón Gunnlaugsson heilsar Kristjáni Eldjárn þáverandi forseta Íslands fyrir 99. landsleik Íslands í knattspyrnu árið 1977. Leikið var gegn Svíum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.