Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Side 16

Skessuhorn - 14.01.2015, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Mjög fækkar nú í þeirri stétt manna sem um árabil þótti með mestu virðingarstöðum í landinu. Þetta eru sýslumennirnir en þeim var nú fækkað um síðustu áramót þeg- ar í garð gengu breytingar á sýslu- mannsumdæmum í landinu. Með- al þeirra sýslumanna sem þá létu af störfum var Stefán Skarphéðinsson sem var sýslumaður Mýramanna og Borgfirðinga í rúm 20 ára, eða frá árinu 1994. Þar áður var hann sýslumaður Barðstrendinga á Pat- reksfirði. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Stefáns á heim- ili hans að Helgugötu í Borganesi í byrjun ársins, eða skömmu eftir að hann lét af störfum. Lausnarbréfið frá ráðuneytinu var meira að segja ennþá á stofuborðinu. Það sem vakti þó meiri athygli blaðamanns eftir að hann hafði heilsað Stefáni var skemmtileg svart-hvít mynd þar sem páfi heilsar manni í lögreglu- búningi. Þetta var mynd frá því að Jóhannes Páll II kom í heimsókn til Íslands sumarið 1989. Í heim- sókn í Landakotskirkjuna sté hann um stund til hliðar frá sínu fylgd- arliði og gekk beint að lögreglu- manni í heiðursverðinum og heils- aði honum. Þetta var Skarphéðinn Loftsson faðir Stefáns sem lengi var lögreglumaður í Reykjavík. „Hann heilsaði föður mínum eins og þeir þekktust vel, væru úr sömu sveit. Ég hef alltaf haldið mikið upp á þessa mynd,“ segir Stefán. Byrjaði hjá Sölu varnarliðseigna Spurður um upprunann segist Stef- án eiga ættir að rekja bæði norður og vestur. Móðir hans hafi verið frá Hvammi í Vatnsdal en faðir hans fæddist á Arnarbæli á Fellsströnd. „Ég fæddist í Reykjavík nánast á sveitabæ, þar sem nú er Langholts- vegur 145. Þarna var býli sem hét Vík og var meðal annars svínabú sem ég held að starfsemi Þorvaldar í Síld & fiski hafi sprottið út af. Frá átta ára aldri og alveg þangað til ég las undir embættisprófið í lögfræð- inni var ég aldrei heima á sumrin. Fyrst var ég í sveit á Patreksfirði og svo á Brúsastöðum í Vatnsdal. Svo var ég fjögur sumur á síld á Raufar- höfn og svo nokkur sumur í Hval- stöðinni. Það var mikið líf og lífs- reynsla bæði í síldinni og hvalnum. Áður en ég lauk prófinu var ég far- inn að huga að atvinnu eftir nám. Ég sá auglýst starf skrifstofustjóra en það fylgdi ekki með hvar það væri. Í ljós kom að þetta var hjá Sölu varnarliðseigna sem var með skrif- stofu á Klapparstígnum í Reykja- vík. Helgi Eyjólfsson forstjóri hafði samband við mig og boðaði mig í viðtal en 18 sóttu um starfið. Hann spurði mig m.a. hvort ég hefði átt einhver viðskipti við fyrirtækið eða þekkti eitthvað til þess. Ég var svo- lítill glanni, svaraði því neitandi og sagði að ég hefði bara heyrt eitt- hvað illa talað um það. Það var síð- an sama daginn og við fórum sam- an út að borða lögfræðinemar, til að fagna próflokum, að ég fékk hring- ingu frá Helga um að ég hefði feng- ið starfið.“ Áföll og forsetaheimsókn Stefán var í tvö ár hjá Sölu varnar- liðseigna, það er 1975-1977. Þetta var undir lok tíma Helga Eyjólfs- sonar í stóli forstjórans sem hvatti Stefán til að sækja um starfið. „Um sama leyti var auglýst ný staða löglærðs fulltrúa hjá sýslumanni Barðsstrendinga á Patreksfirði. Ég sótti um það starf og fékk. Ég leysti svo Jóhannes Árnason sýslumann af tíma og tíma, m.a. þegar hann sat þing Sameinuðu þjóðanna. Ég var ekki nema þrjú ár í starfi fulltrúa sýslumanns. Þá hætti ég á sýslu- skrifstofunni og rak málflutnings- stofu á Patreksfirði í tvö ár. Ég var síðan skipaður sýslumaður Barð- strendinga haustið 1982,“ segir Stefán. Hann segir að fyrsta árið í starfi sýslumanns hafi verið býsna strembið vegna náttúruhamfara. „Ég var nýbyrjaður í starfi þeg- ar krapaflóðin urðu í Patreksfirði í janúarmánuði 1983. Þá fórust fjór- ir og það var gríðarlegt högg fyr- ir samfélagið. Sumir hafa aldrei náð sér eftir þessar hörmungar. Þá var ekki til neitt sem kallaðist áfallahjálp og fólki tókst misjafn- lega að vinna úr hlutunum. Vig- dís Finnbogadóttir forseti var við- stödd jarðarförina og þá var ákveð- ið að hún kæmi í opinbera heim- sókn í Barðastrandasýsluna vor- ið eftir. Þetta var snjóasamur vet- ur og kalt vor en Barðstrendingum hlýnaði um hjartarætur við heim- sókn forsetans. Við tókum á móti Vigdísi í Gilsfirðinum 21. júní og þá var snjór niður í miðjar hlíðar og kuldalegt um að litast.“ Skemmtilegt að fara í eyjarnar Stefán segist strax hafa kunnað vel við sig á Patreksfirði og enn hafi hann sterkar taugar vestur. „Þeg- ar ég kem inn fyrir Stapana á leið inn að byggðinni þá finnst mér ég vera kominn heim. Skemmtileg- ast fannst mér þegar við héldum svokölluð manntalsþing og fórum í heimsókn í hreppana í sýslunni. Það voru skemmtilegustu stundirn- ar í embættinu. Ekki síst var gaman að koma í eyjarnar, í Flateyjarhrepp: Flatey, Hvallátur, Svefneyjar og Skáleyjar. Í þessum ferðum komst maður í nána snertingu við náttúr- una og þankagang bændanna. Þeir höfðu allt annað tímaskyn og voru mun afslappaðri en við uppi á harða landinu. Það var bara birtan, flóðið og fjaran sem skipti þá máli. Á þess- um manntalsþingum var m.a. gerð grein fyrir friðlýsingu varplanda, fornminjum sem höfðu fundist og þinglýsingum eigna, auk manntals og greiðslu opinberra gjalda.“ Stefán segist í tíð sinni sem sýslu- maður Barðastrendinga hafa náð í endann á því þegar sýslunefnd- ir voru til og hann sakni þeirra. „Sýslunefndirnar voru svolít- ið merkilegar, þær höfðu þónokk- ur völd og komu ýmsu gagnlegu á laggirnar, svo sem menningarlega. Þegar þær voru lagðar af tóku við svokallaðar héraðsnefndir, sem voru aldrei kraftmiklar, enda lagðist það skipulag af eftir stuttan tíma.“ Villiféð var erfitt viðfangs Erfiðasta málið sem Stefán seg- ist hafa haft afskipti af fyrir vest- an, þegar hann var sýslumaður árin 1984-1994, hafi verið mál sem tengdist útigangsfé í Patreksfirði. „Þessi fjárhópar voru skilgreind- ir sem villifé og þetta mál vakti mikla athygli. Það gekk úti uppi í klettum í Tálkna og Sigluneshlíð- um, var þar að frjósa og falla niður. Þetta var engin meðferð á skepnum og á fundum okkar með ráðuneyt- ismönnum var ákveðið að skjóta kindurnar. Þetta mál olli þvílíkum deilum hér að mínir nánustu forð- uðust að fara út úr húsi meðan deil- an stóð sem hæst. Karvel Pálmason alþingismaður fór mikinn í þinginu og mér fannst ráðherra ekki halda uppi vörnum og beinlínis vera tví- saga, en það er annað mál. Þetta gekk svo yfir og róaðist.“ Gagnrýninn í hreppsnefndinni Stefán fór snemma að skipta sér af pólitík, bæði í háskólapólitík- inni og borginni. Hann hefur að- hyllst stefnu Sjálfstæðisflokksins og starfaði í hreppsnefnd á Patreks- firði lengst af þeim tíma sem hann var fyrir vestan. „Það hafði þekkst að sýslumenn tækju þátt í pólitík og ég slapp með það þótt ég hafi síð- an seinna gert mér grein fyrir því að það væri ekki æskilegt að menn í svona stöðum séu að skipta sér af stjórnmálum. Ég beitti mér strax fyrir að meiri fagmennska yrði tek- in upp í sveitarstjórninni. Ég sam- þykkti til dæmis ekki annan skoð- unarmanninn á reikninga sveitar- sjóðs, þar sem að hann var á fram- boðslista. Ekki heldur fulltrúa í byggingarnefnd vegna þess að hann var verktaki. Í einu máli sem mig minnir að hafi snúist um byggða- kvóta, var nánast öll sveitarstjórnin vanhæf enda hún að mestu skipuð útgerðarmönnum. Inn komu vara- menn, flestar konur, og afgreiðsl- an tók tíu mínútur. Þá sagði ein- hver útgerðarmannanna ekki glað- ur í bragði, að fólk gæti ekki verið í sveitarstjórn nema vera ríkisstarfs- menn eða hálfgerðir aumingjar.“ Blæbrigðamunur á samfélögunum Ingibjörg Ingimarsdóttir eigin- kona Stefáns er ættuð úr Eyja- firðinum, fædd á Kristnesi. Þegar Stefán er spurður um ástæðu þess að hann ákvað að flytja sig um set vestan að í Borgarfjörð 1994 seg- ir hann að það hafi einmitt ver- ið vegna barnanna, sem eru fjög- ur, þrjár stúlkur og einn drengur. „Við vildum komast nær börnun- um en þrjú þeirra búa í Hafnarfirði og eitt í Mosfellsbæ.“ Stefán segist strax og hann kom í Borgarfjörðinn hafa fundið fyrir mun á samfélög- unum. „Það er svo skrítið með það að ég fann strax fyrir þessum blæ- brigðamun. Ég vandist því að hafa opið inn á skrifstofuna til mín. Þeg- ar ég var fyrir vestan komu menn beint inn að borðinu hjá mér slógu létt á borðbrúnina og báru svo upp erindið. Mig vantar veðbókarvott- orð og svo framvegis. Þegar ég kom hingað læddust menn inn, kynntu sig hæversklega og sögðu sem svo; er möguleiki að ég geti fengið veð- bókarvottorð? Við umhugsun sá ég að munurinn lá í því að þess- ir sjósóknarar fyrir vestan fara sínu fram þótt til dæmis veðurútlit sé ekki gott. Þeir fara frekar á sjóinn og snúa þá við í fjarðarkjaftinum ef það er ekki fært. Hérna fara bænd- ur út á stéttina og gá til veðurs, ef það viðrar ekki þá fara þeir bara inn aftur.“ Hefur gift öll börnin Þegar Stefán er spurður hvernig hann hafi kunnað við sig í Borg- arfirðinum, segist hann svara því til eins og þekktur maður sagði: „Borgfirðingar hafa farið vel með mig. Það er alveg ljóst í mínum huga að starf sýslumannsins var mun auðveldara eftir að ég kom hingað. Þar munar mestu um að samgöngurnar eru svo miklu auð- veldari hérna. Ég lét mig ekki muna um að fara tvær ferðir til Reykjavíkur sama daginn áður en Hvalfjarðargöngin komu. Það er af þessum ástæðum sem meira stend- ur upp úr í minningunni hjá mér á fyrra hluta embættistímans.“ Stef- án segir að honum hafi líkað vel í Borgarfirðinum og stefnan sé að vera þar áfram. Nú liggi fyrir að leita sér að viðfangsefnum og með- al annars sé hann ákveðinn að fara að stunda golfið af meiri krafti en hann hafi gert um árabil. Það sé skemmtileg afþreying. En hvað er minnisstæðast og hvað hefur skorið sig úr frá árun- um í Borgarfirði? „Það eru náttúrlega stórvið- Starf sýslumannsins auðveldara í Borgarfirði en fyrir vestan Stefán Skarphéðinsson lét um áramót af starfi sýslumanns í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Stefán Skarphéðinsson sýslumaður. Stefán og Ingibjörg Ingimarsdóttir ásamt fjölskyldunni þegar hún kom saman afmælisdeginum hans 1. apríl 2013.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.