Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Qupperneq 19

Skessuhorn - 14.01.2015, Qupperneq 19
19MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík og Regína Ásvaldsdótt- ir bæjarstjóri á Akranesi áttu fund í stjórnsýsluhúsinu á Akranesi á mánudaginn. Að sögn Regínu bæj- arstjóra fóru þau yfir fjölmörg mál sem snerta bæði sveitarfélögin, svo sem málefni Sundabrautar, Grund- artangasvæðisins, Faxaflóahafna og Orkuveitu Reykjavíkur. Einn- ig ræddu þau samstarf sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu en Dagur er formaður stjórnar þeirra. ,,Fundurinn var mjög gagnlegur en við eigum í miklu samstarfi við Reykjavíkurborg í gegnum OR og Faxaflóahafnir,“ segir Regína. Hún segir vilja til þess að treysta sam- starfið enn betur. mm/ akranes.is GRUNDARGÖTU 30, 350 GRUNDARFIRÐI SÍMI: 430 8500, FAX: 430 8501 Grundarfjarðarbær Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Framness Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 11. desember 2014 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í sameiningu lóða 4b og 6 á Nesvegi í lóð 6. Lóðarmörk lóðar 4 breytist jafnframt á móti lóð 6. Nýtingarhlutfallið breytist úr 0.90 í 0.95. Mesta leyfilega hæð mannvirkis verður 16m. Sjá nánari upplýsingar í deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 14. janúar 2015 til 25. febrúar 2015. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður í síðasta lagi 25. febrúar 2015. Sigurbjartur Loftsson, Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði. SK ES SU H O R N 2 01 5 Eyrarrósin verður veitt í ellefta sinn í mars næstkomandi, fyrir framúrskarandi menningar- verkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Tíu verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar ásamt peningaverðlaunum og flugmiðum frá Flugfélagi Íslands. Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur verðlaun að upphæð 1.650.000 krónur. Frú Dorrit Moussaieff, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin. Umsóknum skal fylgja Lýsing á verkefninu Tíma- og verkáætlun Upplýsingar um aðstandendur Fjárhagsáætlun Umsóknarfrestur er til miðnættis 8. febrúar 2015 og verður öllum umsóknum svarað. Þær skulu sendar með tölvupósti til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið eyrarros@artfest.is Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Listahátíðar í síma 561-2444 og á vefsvæði Eyrarrósarinnar www.listahatid.is/eyrarrosin Eyrarrósin ���� www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Bæjarstjóri og borgarstjóri funduðu Sjónvarp Skessuhorns brátt í loftið á ÍNN Sjónvarp Skessuhorns verður heiti nýs mannlífs- og atvinnuþáttar sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN miðvikudaginn 28. janúar næst- komandi. Gerður hefur verið samn- ingur um framleiðslu tólf hálf tíma þátta sem sýndir verða öll miðviku- dagskvöld fram í miðjan apríl á ÍNN og endursýndir oft. Í þáttunum verð- ur lögð áhersla á fjölbreytt mannlífs,- menningar- og atvinnutengt efni af öllu Vesturlandi. Ritstjóri þáttanna er Magnús Magnússon en um dagskrár- gerð sjá fréttamenn Skessuhorns. Magnús Þór Hafsteinsson blaða- maður Skessuhorns hefur talsverða reynslu af útvarps- og sjónvarps- fréttagerð, starfaði meðal annars um árabil sem fréttaritari RUV í Nor- egi. Hann mun vera burðarás í frétta- tengdu efni í þættina, þótt fleiri komi við sögu. Myndataka og vinnsla verð- ur í höndum Friðþjófs Helgasonar, reynslubolta á sviði ljósmynda- og kvikmyndatöku. Þórarinn Ingi Tóm- asson mun einnig koma að klippingu, hljóð- og grafískri vinnslu. „Ef vel tekst til gerum við ráð fyrir að um góða kynningu verði að ræða fyrir Vesturland og erum spennt að prófa nýja hluti. Blaðamenn okkar eru á ferð og flugi um landshlutann alla daga og því ljóst að nýta má ferð- ir, búnað og aðstöðu betur. Óvissan er kannski fyrst og fremst sú að sam- þætta án árekstra nýjan miðlunarmáta við blað og vef. Sumt af því efni sem við erum að vinna með passar reynd- ar betur í sjónvarp og svo öfugt,“ seg- ir Magnús Magnússon ritstjóri. Hann segir að rennt sé blint í sjó- inn með fjármögnun þáttanna, en fyrirkomulag í samningi við ÍNN er einfaldlega þannig að verktakar í þáttagerð sjá alfarið um fjármögnun þeirra. „Við munum bjóða auglýsing- ar á viðráðanlegu verði og er mark- miðið til að byrja með að ná að selja upp í kostnað. Viðtökur fyrirtækja og stofnana hér á Vesturlandi við boði um auglýsingakaup mun alfarið ráða því hvort við framleiðum fleiri en þessa tólf þætti. Að því leyti erum við að velta boltanum til samfélagsins hér á Vesturlandi. Við eigum ekki sífellt að vera að bíða eftir því að það komi fjölmiðlamenn að sunnan til að fjalla um málefni landshlutans. Þar eigum við að geta gert betur,“ segir Magnús. eo Merki þáttanna er að taka á sig mynd. Ljósmyndina tók Kristín Jónsdóttir. 17. janúar 2015 Opin dagskrá frá kl 13-15:30 Allir velkomnir Íþróttahús: Gögl kl. 13-15 Atlantís: leikir kl.13-14 Lillulundur: Útivist og leikir kl.13-15 Gengið um skólann með leiðsögn kl. 14 Alþingi: Myndband og myndir Kaffiveisla kl. 15:30 Ef vel viðrar er tilvalið að koma á Laugar og njóta útivistar, gott er að renna, leika í Lillulundi eða fara á gönguskíði. Kl. 15:30-17:30 Opið í sundi og á byggðasafni. Frítt er í sund fyrir alla. Sögustund verður á byggðasafninu. Verð 500 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir börn 10 ÁRA 10 ÁRA AFMÆLI

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.