Skessuhorn - 21.01.2015, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015
Auglýst eftir
rekstraraðilum
REYKHÓLAR: Á sveitar-
stjórnarfundi Reykhólahrepps
8. janúar sl. var farið yfir mál-
efni verslunarinnar að Hellis-
braut 72 að Reykhólum. Á fund-
inn mættu fráfarandi rekstrar-
aðilar Hólakaupa, Eyvindur S
Magnússon og Ólafía Sigur-
vinsdóttir, en versluninni var
lokað um áramót. Á fundinum
var samþykkt tillaga oddvita um
að auglýsa eftir rekstraraðila til
að taka að sér rekstur matvöru-
verslunar í húsnæðinu. Þá var
oddvita og sveitarstjóra falið að
ganga til samninga við eigendur
Hólakaupa um kaup á tækjum
og búnaði sem nauðsynlegur er
til áframhaldandi reksturs versl-
unar á Reykhólum. Verslunar-
húsnæðið sjálft er í eigu Reyk-
hólahrepps. Reykhólahreppur
þakkaði Ólafíu og Eyvindi góða
þjónustu við íbúa sveitarfélags-
ins.
–grþ
Minni fiskafli
LANDIÐ: Heildarafli íslenskra
fiskiskipa var rúm 47 þúsund
tonn í desember 2014, 5,5%
minni en í sama mánuði árið
áður. Árið 2014 var heildarafl-
inn 1.080 þúsund tonn sem er
samdráttur um 21% samanbor-
ið við árið 2013. Magnvísitala
á föstu verðlagi er um 24,1%
lægri miðað við desember 2013.
Árið 2014 hefur magnvísitalan
lækkað um 12,5% samanborið
við árið 2013.
–mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
10. - 16. janúar.
Tölur (í kílóum) frá
Fiskistofu:
Akranes 3 bátar.
Heildarlöndun: 14.611 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 7.523 kg
í tveimur löndunum.
Arnarstapi 10 bátar.
Heildarlöndun: 132.953 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs
SH: 30.615 kg í fjórum lönd-
unum.
Grundarfjörður 6 bátar.
Heildarlöndun: 217.250 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
66.787 kg í einni löndun.
Ólafsvík 14 bátar.
Heildarlöndun: 252.921 kg.
Mestur afli: Kristinn SH:
46.887 kg í sex löndunum.
Rif 17 bátar.
Heildarlöndun: 396.857 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH: 84.902
kg í tveimur löndunum.
Stykkishólmur 6 bátar.
Heildarlöndun: 92.216 kg.
Mestur afli: Gullhólmi SH:
62.494 kg í tveimur löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Rifsnes SH – RIF:
70.743 kg. 12. janúar
2. Hringur SH – GRU:
66.787 kg. 14. janúar
3. Örvar SH – RIF:
57.609 kg. 14. janúar
4. Gullhólmi SH – STY:
49.545 kg. 12. janúar
5. Grundfirðingur SH – GRU:
49.360 kg. 10. janúar
mþh
Séra Þráinn skipaður prestur á Akranesi
Valnefnd Garðaprestakalls á Akra-
nesi komst í síðustu viku að ein-
róma niðurstöðu um að mæla með
því að séra Þráinn Haraldsson verði
skipaður prestur á Akranesi. Séra
Þorbjörn Hlynur Árnason prófast-
ur og formaður valnefndar upplýs-
ir í samtali við Skessuhorn að séra
Agnes M Sigurðardóttir biskup Ís-
lands hafi staðfest þessa niðurstöðu
valnefndar og verður séra Þráinn
skipaður í embættið innan tíðar.
Þetta embætti er ný staða á Akra-
nesi og skýrist af mikilli fjölgun
íbúa og mun séra Þráinn starfa með
sóknarpresti, séra Eðvarð Ingólfs-
syni. Tíu sóttu um starfið.
Fullur eftirvæntingar
Þráinn Haraldsson er fæddur í
Reykjavík árið 1984 og uppalinn í
Breiðholti. Hann er það sem kall-
að er borgarbarn en í samtali við
blaðamann Skessuhorns sagðist
hann vera fullur eftirvæntingar að
takast á við prestsstarfið og lífið á
Akranesi. Þráinn er kvæntur Ernu
Björk Harðardóttur, hjúkrunar-
fræðingi og ætla hjónin að flytjast
búferlum á Skagann, ásamt tveimur
ungum börnum sínum, þegar Þrá-
inn tekur við starfinu. „Við hlökk-
um til að flytja á Akranes. Konan
mín á ættir að rekja á Skagann og
bjó þar í eitt ár sem barn. Hún gekk
í Grundaskóla í einn vetur og lætur
vel af honum,“ segir Þráinn.
Yngsti prestur
þjóðkirkjunnar
Þráinn útskrifaðist úr guðfræðideild
Háskóla Íslands vorið 2009, þá ein-
ungis 25 ára gamall. Hann hefur
undanfarin fjögur ár verið starf-
andi prestur í Álasundi í Noregi.
Þegar hann var vígður til að fara til
Noregs var hann yngsti vígði prest-
ur þjóðkirkjunnar. Að sögn Þráins
hefur ein jafnaldra hans verið vígð
til prests síðan þá, en hún er nú bú-
sett í Svíþjóð. Þráinn verður því
yngsti starfandi prestur þjóðkirkj-
unnar þegar hann tekur við starf-
inu í Garðaprestakalli í vor. Það má
til gamans nefna að þá verða tveir
yngstu prestar landsins starfandi á
Vesturlandi. Hinn er sr. Páll Ágúst
Ólafsson, sóknarprestur í Staða-
staðarprestakalli á Snæfellsnesi.
Þráinn reiknar með því að koma til
starfa í byrjun maímánaðar en segir
nákvæmar dagsetningar þó ekki al-
veg frágengnar.
Leggur áherslu á barna-
og unglingastarf
Fyrir prestsvígslu sína og störfin
í Noregi hafði Þráinn starfað við
barna- og æskulýðsstarf Hjalla-
kirkju í Kópavogi um nokkurra ára
skeið. „Ég hafði verið í æskulýðs-
starfi hjá KFUM og K og Kristi-
legu skólasamtökunum. Eftir að
hafa farið þá leið fann ég að mig
langaði að starfa á þessu sviði, ég
fann köllun til að starfa innan kirkj-
unnar,“ segir Þráinn. Aðspurður
um áherslur í starfi sínu segist hann
ætla að leggja áherslu á barna- og
unglingastarf þegar hann kemur á
Akranes. „Það verða áhersluatriðin
í mínu starfi. Þetta er það sem ég
hef verið að vinna við í mínu starfi
frá fimmtán ára aldri. Þessi atriði
voru tilgreind í starfsauglýsingunni
og er ein af ástæðunum fyrir því að
ég sótti um starfið. Þetta er mjög
spennandi,“ segir séra Þráinn Har-
aldsson að endingu. mm/grþ
Séra Þráinn Haraldsson.
Ljósm. Hjallakirkja.
Stórt verk til Borgarverks og
hagfeldur rekstur þriðja árið í röð
Þegar tilboð voru opnuð í fram-
kvæmdir við Tryggvagötu á Selfossi í
síðustu viku kom í ljós að Borgarverk
í Borgarnesi var með lægsta tilboð í
verkið en það var upp á 112 milljónir
króna. Borgarverk keypti sem kunn-
ugt er á síðasta ári jarðvinnudeild
Ræktunarsambands Flóa- og Skeiða
en þar starfa tólf menn, í veituverk-
efnum fyrir sveitarfélagið og gatna-
gerð, auk þess sem Borgarverk ger-
ir út klæðningarflokk í Árborg. Ósk-
ar Sigvaldason framkvæmdastjóri
Borgarverks segir einnig þær já-
kvæðu fréttir af starfsemi Borgaverks
að á síðasta ári hafi rekstrartekjur
fyrirtækisins í fyrsta skipti frá því fyr-
ir hrun náð sömu krónutölu og fyr-
ir hrun. „Að raunvirði eru tekjurn-
ar heldur lægri en þá, en rekstraraf-
koma hefur verið traust og góð núna
þrjú síðustu árin,“ segir Óskar. Sam-
dráttur varð hjá Borgarverk eins og
fleirum verktakafyrirtækjum í kjölfar
hrunsins. Sá samdráttur var mestur
hjá Borgarverki árið 2011.
Snjómoksturinn gæti
sett strik í reikninginn
Stjórnendur Borgarverks hafa sér-
hæft fyrirtækið í klæðningum og yf-
irlögn á þjóðvegi landsins. Borgar-
verk hefur verið á þeim markaði allt
frá 1986 og frá árinu 1991 var byrj-
að að fræsa vegi og þannig endur-
bæta þá og styrkja. Styrkingar og yf-
irlagnir þjóðvega hafa verið kjölfest-
an í starfsemi fyrirtækisins og á síð-
asta ári var eitt besta árið hjá Borgar-
verki sem var lægstbjóðandi á flest-
um svæðum í landinu. Nú hefur það
verið gefið út að vegafé verði nær
eingöngu varið til viðhalds á þjóð-
vegakerfinu á þessu ári. Aðspurður
segir Óskar hjá Borgaverki að mikill
snjómokstur nú í vetur geti orðið til
þess að minni peningar verði til ráð-
stöfunar í viðhald vega næsta sumar.
„Svo er þetta ekkert gefið. Útboð á
öllum svæðum og þetta ræðst mikið
af því hversu djarfir menn eru í til-
boðunum,“ segir Óskar. Borgarverk
er einnig orðið allstórtækt í snjó-
mokstrinum eins og fram kom í frétt
í Skessuhorni fyrir skömmu, er með
stærsta hluta snjómoksturs á leiðum
á Vesturlandi allt að hringtorgi við
Grafarvog í Reykjavík og einnig á
Þingvallaleið. „Við reynum að jafna
starfseminni yfir árið upp á starfs-
mannahaldið en það mætti vera jafn-
ara en það er,“ segir Óskar. Starfs-
menn Borgarverks eru í vetur 32 en
voru síðasta sumar 65. Þannig er fyr-
irtækið með stærstu vinnuveitendum
í héraðinu.
Heppileg staðsetning
fyrir starfsemina
Óskar Sigvaldason segir að staðsetn-
ing fyrirtækisins í Borgarnesi sé mjög
hagstæð til að þjóna vegakerfi lands-
ins, með tilliti til norður- og suður-
svæðis og við gatnamótin vestur á
firði. Borgarverk var stofnað af föð-
ur Óskars, Sigvalda Arasyni og fjöl-
skyldu, árið 1974. „Ég var þrettán
ára gamall þegar ég byrjað að vinna
og hef alla tíð unnið hjá fyrirtækinu,“
segir Óskar. Hann nam síðan rekstr-
arfræði við Háskóla Reykjavíkur og
keypti loks ráðandi hlut í Borgarverki
ásamt félaga sínum Kristni Sigvalda-
syni árið 2005. Frá þeim tíma hefur
Óskar verið framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins. Spurður hvort þeir félag-
arnir hafi þá ekki tekið við fyrirtæk-
inu á versta tíma, stuttu fyrir hrun,
segir Óskar að svo hafi alls ekki ver-
ið. „Þvert á móti byrjuðum við ein-
mitt þegar uppsveiflan var sem mest
hér í Borgarnesi og Borgarfirði. Við
lögðum kaldavatnslögnina frá Grá-
brókarhrauni við Bifröst og í Borg-
arnes, 30 kílómetra lögn. Gríðarleg
uppbygging var í Borgarnesi, í gamla
miðbænum við Rauða torgið og líka
byggt upp nýtt hverfi í bænum, í
Bjargslandi II. Síðan þegar leið að
hruninu bjargaði mikið fyrir okkur
að við vorum með stærsta verksamn-
ing Borgarverks frá upphafi, frá-
veituframkvæmdir og hreinsistöðv-
ar í Borgarfirði; á Varmalandi, Bif-
röst, Reykholti og Hvanneyri. Þess-
ar framkvæmdir náðu langt fram á
árið 2010. Frá þessum tíma hefur lít-
ið verið um framkvæmdir í Borgar-
nesi og Borgarfirði og alltaf reynd-
ar miklar sveiflur í framkvæmdum
hérna á heimasvæðinu. Núna sýnist
mér hins vegar heldur vera að birta
til og landið að rísa. Það eru ýmis
teikn sem benda til þess að bjartir
tímar séu framundan,“ segir Óskar
að endingu. þá
Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri Borgarverks.
Hrósar snjó-
mokstrinum
BORGARNES: Meira hef-
ur þurft að moka götur og
stíga í vetur en alla jafn-
an. Hvernig staðið er að
snjómokstri hefur oft ver-
ið kvörtunarefni. Jón Finns-
son fyrrverandi mjólkureft-
irlitsmaður og íbúi í Borg-
arnesi hafði hins vegar sam-
band við Skessuhorn og taldi
fulla ástæðu til að hrósa því
hvernig staðið hefur verið að
snjómokstri í bænum í vet-
ur. Jón taldi að skipulags-
breytingar sem gerðar hafi
verið vegna mokstursins hafi
reynst vel.
–þá
Vinnusmiðjur
um gerð
styrkumsókna
SNÆ/DALIR: Nokkrar
opinberar stofnanir á Vest-
urlandi auk Nýsköpunar-
miðstöðvar hafa auglýst
þriggja klukkutíma langar
vinnusmiðjur þar sem fólk
getur fengið haldgóða leið-
sögn í gerð styrkumsókna í
innlenda sjóði. Farið verður
yfir undirbúning fyrir um-
sóknir og hvernig styrkum-
sóknir eru ritaðar. Að vinnu-
smiðjunni lokinni gefst þátt-
takendum kostur á að skrifa
umsókn og skila til leiðbein-
anda innan 14 daga. Leið-
beinandi fer yfir umsóknina,
rýnir hana og sendir til baka
með upplýsingum um hvað
var gott og hvað mætti bæta.
Leiðbeinandi verður Bjarn-
heiður Jóhannsdóttir sér-
fræðingur hjá Nýsköpunar-
miðstöð Íslands. Vinnusmiðj-
urnar verða tvær. Sú fyrri í
Fjölbrautaskóla Snæfellinga
í Grundarfirði fimmtudag-
inn 22. janúar klukkan 13-16
en sú síðari í Leifsbúð í Búð-
ardal föstudaginn 23. janúar
klukkan 13-16. Vinnusmiðj-
urnar eru þátttakendum að
kostnaðarlausu. Skráning er
hjá Símenntunarmiðstöðinni
á Vesturlandi.
–mm
Gistinóttum á
hótelum fjölgaði
LANDIÐ: Gistinætur á
hótelum landsins í nóvem-
ber voru 160.300 sem er
16% aukning miðað við
nóvember 2013. Gistinæt-
ur erlendra gesta voru 83%
af heildarfjölda gistinátta í
mánuðinum en þeim fjölg-
aði um 24% frá sama tíma
í fyrra á meðan gistinóttum
Íslendinga fækkaði um 10%.
Yfir tólf mánaða tímabil hef-
ur fjöldi gistinátta aukist um
13% á landinu í heild. Á sam-
anlögðu svæði Vesturlands
og Vestfjarða var aukningin
17% á sama tímabili. Flest-
ar gistinætur voru á höfuð-
borgarsvæðinu um 124.400
sem er 14% aukning miðað
við nóvember 2013. Næst-
flestar voru gistinætur á Suð-
urlandi eða um 16.200. Hér
á vestanverðu landinu voru
þær 4.463 í nóvember. Fjöl-
mennustu þjóðernin sem
hingað komu voru Bretar,
Bandaríkjamenn og Þjóð-
verjar. –mm