Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Áhugasamir á fjölmennum fundi um náttúrupassann í Borgarnesi Söguloftið í Landnámssetrinu í Borgarnesi var þéttskipað síðdeg- is þriðjudaginn 13. janúar síðast- liðinn. Ragnheiður Elín Árnadótt- ir ráðherra atvinnuvega og nýsköp- unar mætti þar á fund til að gera grein fyrir tillögum að náttúrupassa og skiptast á skoðunum við heima- fólk. Fundurinn var liður í funda- röð ráðherrans um landið að undan- förnu. Ragnheiður Elín fór vel yfir málið og þær hugmyndir og áform sem liggja að baki náttúrupassanum. Hann er hugsaður sem tekjustofn til að standa undir brýnum og nauðsyn- legum framkvæmdum á fjölförnum ferðamannastöðum, sem og stuðla að því að íslenskri náttúru verið skil- að í sem bestu horfi til komandi kyn- slóða. Ráðherra kvaðst vongóð um að almenn sátt væri að myndast um náttúrupassann í þinginu en vænt- anlega myndu tillögur um hann taka einhverjum breytingum á næstunni, til að mynda vegna þeirra sjónar- miða sem komið hafa fram hjá fólki á fundum víðsvegar um land að und- anförnu. Ráðherra sagði mjög mik- ilvægt að samstaða ríkti um þetta mál en stefnt væri að því að frum- varp um náttúrupassa verði þingfest seinna í þessum mánuði. Eins og einn bíómiði Skiptar skoðanir voru um náttúru- passann á fundinum og margar fyrir- spurnir frá breiðum aldurshópi bár- ust til ráðherrans sem veitti grein- argóð svör. Ungur námsmaður sem lagði orð í belg taldi að náttúrupass- inn væri ekki leið til að auka áhuga ungs fólks til að ferðast um landið sitt. Nefnt var hvort náttúrupass- inn yrði ekki enn eitt eftirlitskerf- ið til viðbótar. Það innlegg kom frá Ragnari Frank sveitarstjórnarmanni í Borgarbyggð. Til mótvægis nefndi Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV að náttúrupassinn væri ekkert ósvipað fyrirbæri og veiðikortið sem hann hefði góða reynslu af. Náttúru- passinn væri líka mjög ódýr, aðeins eins og einn bíómiði í verði. Fyrst að flutningur stofnana út á land væri í umræðunni mætti gjarnan mynda litla, sæta stofnun um náttúrupass- ann og þess vegna staðsetja hana í Borgarfirði, bætti Vífill við á gam- ansömum nótum. Ráðherra sagði að þvert á móti væri stefnt að ein- földu kerfi og ekki einu eftirlits- kerfinu í viðbót. Umsýsla verði hjá Ferðamálastofu og Framkvæmda- sjóði ferðamannastaða. Eftirlit verði í höndum sérstakra „náttúruvarða“ á vegum Ferðamálastofu. Vöktun fer fram á fjölsóttustu áfangastöðunum en áætlað væri að lista upp 10-12 fjölförnustu ferðamannastaðina í landinu í eigu opinberra aðila, rík- is og sveitarfélaga. Ráðherra sagði að mjög mikilvæg væri fyrir fram- göngu málsins það samstarf sem komist hafi á milli ríkis og sveitar- félaga. Hún kvaðst líka vonast eftir að einkaaðilar myndu ganga til sam- starfs og óska eftir aðild að náttúru- passanum. Náttúrupassinn myndi þó ekki koma í veg fyrir að einka- aðilar gætu tekið upp aðgangseyri á ferðamannastöðum, en reyndar væri sú gjaldtaka lögfræðilegt álitamál sem biði úrskurðar. Vantrú fólks á markaða tekjustofna Umræðan einkenndist talsvert af vantrú fólks á því að peningarnir sem fengjust af náttúrupassanum myndu nýtast til þeirra verkefna sem þeim væri ætlað samkvæmt frumvarp- inu. Þetta var sami tónn og á öðrum fundum um málið að undanförnu og virðist sem landsmenn almennt séu brenndir af því að stjórnvöld um tíðina hafi ekki staðið nægjan- lega vörð um markaða tekjustofna, svo sem bensíngjald, útvarpsgjald og fleira. Geir Waage í Reykholti kvaðst hafa komið með opnum huga til fundarins en hann hefði á hon- um tekið afstöðu gegn náttúrupass- anum og myndi aldrei kaupa pass- ann né þiggja að gjöf. Hann sagði að reynslan af mörkuðum tekju- stofnum sem þessum í landinu hefði eyðilagt tiltrú almennings í landinu til skattheimtu. Það væri alltaf seilst lengra og lengra í henni. „Það var sagt í baðstofunum í gamla daga að af mjóum þvengjum lærðu hundarn- ir að stela,“ sagði Geir og taldi það eiga vel við í þessu sambandi. Ferðamönnum verði ekki mismunað Fundarmenn voru þeirrar skoðun- ar að vernda þyrfti íslenska náttúru og tímabært að bregðast við aukn- um ferðamannastraumi til lands- ins. Margir vildu fara aðrar leiðir til að afla þeirra peninga og reyndar ætti ríkisvaldið allt eins að geta var- ið hluta stóraukinna tekna af ferða- mönnum til úrbóta á ferðamanna- stöðum. Nefnt var að betra væri að ná þessum tekjum svo sem í gegn- um komugjöld til landsins, til dæmis af flugmiðum. Ráðherra hélt því til haga í sínum svörum að ekki hefði tekist að halda í horfinu með úrbæt- ur á ferðamannastöðum vegna þess að markaða tekjustofna vantaði til þess og ljóst að á næstunni yrði bar- átta um fjármagn milli málaflokka mikil, meðal annars vegna aukinna útgjalda til heilbrigðismála. Ragn- heiður Elín nefndi sem aðalrök fyr- ir náttúrupassa að þetta væri sú leið sem mismunaði ekki erlendum og innlendum ferðamönnum, eins og t.d. gjald af flugmiðum myndi gera. Flugmiðagjald myndi einnig leggj- ast á innanlandsflugið sem mætti illa við því. „Þá væri þetta orðinn lands- byggðarskattur og við höfum frek- ar verið að skoða að lækka skatt- lagningu á innanlandsflugið,“ sagði Ragnheiður Elín. Hún sagði líka að gistináttaskattur legðist á eina grein og talinn þyngja rekstur smærri rekstraraðila. Þá bryti landamæra- gjald í bága við EES-samninginn. Tekjurnar að mestu frá erlendum ferðamönnum Sterk rök með náttúrupassanum voru nefnd á fundinum. Meðal ann- ars af Kjartani Ragnarssyni í Land- námssetrinu. Voru þau að lang- stærstur hluti teknanna kæmi frá ferðamönnum hingað til lands, eða 85-90%. Með honum myndi nást til hópa sem lítið hafi verið að skila í ríkiskassann til þessa, svo sem far- þega skemmtiferðaskipa. Í framsögu ráðherrans kom meðal annars fram að um 870.000 erlendir ferðamenn komu til landsins árið 2013 með flugi og skemmtiferðaskipum. Millj- ón gesta múrinn kunni að hafa verið rofinn 2014, en tölur um ferðamenn á liðnu ári liggja ekki fyrir. Í könnun- um hefur komið fram að langflest- ir ferðamenn koma til að skoða ís- lenska náttúru. Uppbygging og við- hald á innviðum ferðamannastaða hefur ekki þróast í takt við fjölg- un ferðamanna. Árleg fjárfestingar- þörf er áætluð um einn milljarður króna til næstu ára. Aðgerða er þörf strax. Náttúrupassi yrði að mati ráð- herrans skilvirk og sanngjörn leið til að standa undir uppbyggingu ferða- mannastaða. Áætlaðar tekjur fyrstu þrjú árin, varlega áætlaðar, nemi 4,0-5,2 milljörðum króna miðað við spá um fjölda ferðamanna. Þeir sem eru aðilar að náttúrupassanum fá 82,5% af úthlutuðu fjármagni. Mót- framlag vegna framkvæmda, eins og nú er í Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða, fellur niður. Eitt verð fyrir alla með náttúrupassanum er 1.500 krónur. Gildistími er þrjú ár og passinn er ætlaður fyrir 18 ára og eldri. Reyndar kom fram á fundin- um hugmynd sem margir tóku und- ir, það er um ævipassa. Ráðherra var meðal þeirra sem tók undir hug- myndina, sem gæti orðið til einföld- unar í ljósi þess að margir erlend- ir ferðamenn koma bara einu sinni til landsins. Það var fundarstjórinn sjálfur Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst, sem skaut þess- ari hugmynd fram snemma á fund- inum. Sala og innheimta á náttúrupassanum Ragnheiður Elín Árnadóttir ráð- herra sagði að markmiðið með nátt- úrupassanum væri að vernda sam- eign þjóðarinnar, náttúru Íslands. Um leið að styðja við eina stærstu atvinnugrein landsins, ferðaþjón- ustuna. Náttúrupassinn yrði leið til að stuðla að sjálfbærri ferðamennsku og verndun náttúrunnar. Meirihluti tekna verði nýttur til uppbyggingar og viðhalds á innviðum ferðamanna- staða. Þá færu um 7,5% til málefna sem tengjast öryggi ferðamanna, þar á meðal björgunarsveitanna. Reiknað væri með að hámarkshlut- fall teknanna til umsýslu náttúru- passans yrði 3,5%. Á fundinum var talsvert rætt um hvernig staðið yrði að sölu á náttúrupassanum og inn- heimtu. Ráðherra sagði að stærstum hluta yrði Netið nýtt til þess, enda erlendir ferðamenn langstærsti hóp- urinn sem myndi nýta náttúrupass- ann. Þá væru gáttirnar inn í landið ekki margar; Leifsstöð, Norræna og hafnir sem tækju á móti skemmti- ferðaskipunum. Hugmynd væru um að landsmenn gætu hakað í reit á skattaframtalinu hvort þeir vildu kaupa náttúrupassa. Ýmiss misskilningur á ferðinni Spurt var um atriði eins og til dæm- is fræðsluþáttinn á fundinum. Ráð- herra sagði að gert væri ráð fyrir honum í tillögunum. Fundarmenn voru margir fylgjandi því að um- ræðan um náttúrupassa og gjaldtöku á ferðamannastöðum yrði kláruð sem fyrst og þessvegna gott ef frum- varp sem sátt væri um yrði lagt fram í vetur. Í upphafi fundarins gat ráð- herra þess að ýmiss misskilningur hefði komist á kreik varðandi nátt- úrupassann, svo sem að meira segja þyrfti að reiða hann fram ef fólk færi í berjamó, á alla ferðamannastaði eða jafnvel keyrði fram hjá fjalli sem það vildi skoða. Fyrir fólk sem vill kynna sér ýmislegt varðandi tillög- ur og áform um náttúrupassann, er rétt að fara inn á vefinn stjornarrad. is og á vefsvæði atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytis. Þar er ýmislegt að finna um náttúrupassann. þá Ragnheiður Elín Árnadóttir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Vilhjálmur Egilsson fundarstjóri. Páll S Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV á tali við Einar Kr Guðfinnsson alþingismann og þingforseta og Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi. Söguloftið var þéttskipað áhugafólki um náttúru og ferðamennsku. Meðal annarra forsvarmenn ferðaþjónustufyrirtækja í landshlutanum. Þór Víkingsson veitingamaður á Bifröst bar fram fyrstu fyrirspurnina af fjölmörgum til Ragnheiðar Elínar ráðherra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.