Skessuhorn - 21.01.2015, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015
Út er komin reglugerð um velferð
nautgripa. Er hún byggð á nýjum
lögum um velferð dýra auk laga um
dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
Í tilkynningu frá Matvælastofn-
un segir að fjölmörg nýmæli séu í
reglugerðinni, þar á meðal að leggja
skuli af básahald nautgripa innan
20 ára og að öll ný fjós skuli vera
lausagöngufjós. Bændum er gert
að koma upp sérstökum burðar-
stíum innan tíu ára. „Tilgangur
reglugerðarinnar er að tryggja vel-
ferð og heilbrigði nautgripa með
góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði.
Í anda hinna nýju laga um dýravel-
ferð er sérstaklega tekið fram að
leitast skuli við að nautgripir geti
lifað í samræmi við sitt eðlilega at-
ferli eins og framast er kostur. Þá
er undirstrikað að reglugerðin til-
greinir lágmarkskröfur um einstök
atriði og þannig gert ráð fyrir að
bændur gefi sjálfir út leiðbeiningar
um góða búskaparhætti, þ.e. gefi út
lýsingu á fyrirmyndarbúskap.“
Tæplega helmingur kúa á Íslandi
eru haldnar í básafjósum og því er
sérstaklega tiltekið í reglugerðinni
að þær skuli geta óhindrað lagst
niður, legið eðlilega, risið á fætur,
staðið, hreyft sig og sleikt, auk þess
sem básarnir skuli uppfylla mál sem
tilgreind eru í sérstökum viðauka
reglugerðarinnar.
Í reglugerðinni er nýmæli þess
efnis að gerð er krafa um sérstaka
þekkingu nautgripabænda, annað
hvort í formi náms eða reynslu af
kúabúskap og bændur eiga að venja
nautgripi við umgengni við menn,
bæði utan- og innandyra. Sér-
stök áhersla er lögð á slysavarnir
og sjúkdómavarnir, varðandi mót-
töku og afhendingu dýra og að-
fanga og aðgengi þjónustuaðila og
gesta. Annað dýrahald með naut-
gripum er rýmkað frá fyrri reglum,
en þó verður áfram óheimilt að
halda önnur klaufdýr með naut-
gripum þannig að bein snerting á
milli þeirra eða saurmengun geti
átt sér stað. Slysavörnum eru gerð
skil og taka til tækja, búnaðar, við-
halds og möguleika til rýmingar,
auk vinnulags svo sem við tæmingu
haughúsa.
Með reglugerðinni eru viðaukar,
einn sem tilgreinir hvernig eigi að
meta holdafar og hjálpar þannig við
að meta fóðurástand gripa. Annar
viðauki er um hvernig eigi að skjóta
nautgripi, auk þess sem tiltek-
in grein í reglugerðinni fjallar um
hvernig megi aflífa nautgrip heima
á bæ. „Þetta er til mikilla bóta og
kemur í veg fyrir rangt vinnulag við
aflífun. Einnig er bændum nú skylt
að tilkynna Matvælastofnun ef þeir
aflífa nautgrip vegna slyss eða al-
varlegra veikinda og læknismeð-
ferð er ekki möguleg. Þetta er mik-
ilvægt því héraðsdýralæknir þarf að
meta hvort taka eigi sýni til grein-
ingar eða ekki, auk þess sem yfirlit
fæst um neyðaraflífun nautgripa og
þannig gæti það stuðlað að upp-
götvun sjúkdóma eða ástands sem
hægt væri að bregðast við.“
mm
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið hefur staðfest ákvörðun
Matvælastofnunar að stöðva mark-
aðssetningu mjólkur og slátur-
gripa frá kúabúi í Vesturumdæmi.
„Matvælastofnun stöðvaði haustið
2013 til bráðabirgða markaðssetn-
ingu eftir að stofnuninni hafði ver-
ið meinað að framkvæma eftirlit á
bænum. Stöðvunin var síðan aftur-
kölluð nokkrum dögum síðar eft-
ir að stofnuninni var gert kleift að
framkvæma eftirlit með starfsstöð-
inni. Hin tímabundna stöðvun var
kærð til atvinnuvega- og nýsköpun-
arráðuneytis vegna þess tjóns sem
bóndinn taldi sig hafa orðið fyrir.
Með úrskurði sínum staðfesti ráðu-
neytið hins vegar umrædda ákvörð-
un Matvælastofnunar.“ Frá þessu er
greint í tilkynningu frá Mast.
Í úrskurði ráðuneytisins seg-
ir að matvælafyrirtækjum sé skylt
að veita opinberum eftirlitsaðil-
um óhindraðan aðgang til eftirlits
á þeim stöðum þar sem framleiðsla
eða dreifing matvæla á sér stað.
Eftirlitsaðili getur komið til eftir-
lits hvenær sem er. Matvælastofn-
un var skylt að framkvæma eftirlit á
þessu býli og bóndanum var skylt að
aðstoða starfsmenn stofnunarinn-
ar við framkvæmd eftirlitsins. Kær-
andi fékk svigrúm til að heimila eft-
irlitið en kom í veg fyrir það.
„Matvælastofnun gætti meðal-
hófs og braut ekki rannsóknarreglu
stjórnsýslulaga með framgöngu
sinni, enda tálmaði framferði bónd-
ans eftirlitsskyldur Matvælastofn-
unar. Ákvörðun Matvælastofnunar
fól í sér bráðabirgðaráðstöfun þar
til unnt var að framkvæma eftirlitið.
Matvælastofnun felldi síðan bráða-
birgðaákvörðun sína úr gildi þeg-
ar eftirlit hafði farið fram á býlinu,
enda byggði sú ákvörðun á að tryggt
væri að gæði, öryggi og hollusta af-
urða sem og merkingar þeirra væru
réttar og fullnægjandi.“ mm
Það var ekki aðeins breyting á lög-
regluumdæmum á Vesturlandi um
síðustu áramót heldur birtust einn-
ig nokkur ný og ung andlit í lög-
regluliðunum, einkum í Snæfellsbæ
og Borgarnesi. Þegar blaðamað-
ur Skessuhorns var á ferð í Ólafs-
vík í síðustu viku kíkti hann við á
lögreglustöðina. Þá voru á vakt-
inni Páll Fannar Helgason og Eva
Dröfn Ólafsdóttir sem komu til
starfa í Ólafsvík í byrjun árs. Þau
sögðust bæði hafa sóst eftir starfi
á Snæfellsnesi og þeim litist mjög
vel á sig í Ólafsvík. „Ég þekki mig
reyndar svolítið hérna á svæð-
inu. Fyrir nokkrum árum var ég í
Stykkishólmi einn vetur. Kom með
Inga Þór körfuboltaþjálfara og spil-
aði einn vetur með meistaraflokki
Snæfells. Það er gaman að kynnast
núna öðrum svæðum á Snæfells-
nesi,“ sagði Páll Fannar. Eva Dröfn
segist minna þekkja til Snæfellsness
en hún hafi samt tekið það svæði
fram yfir önnur þegar hún sótti um
starfið. „Ég hef komið á Danska
daga í Hólminum, það var það eina.
Mér fannst þetta svæði svona mátu-
lega langt frá borginni. Vaktafyrir-
komulagið býður upp á góð frí og
ég er mjög jákvæð gagnvart því að
búa hérna. Ég fékk góða íbúð á fall-
egum stað hérna í bænum,“ segir
Eva Dröfn.
Ungir lögreglumenn
leita út á land
Þau Páll Fannar og Eva Dröfn eru
bæði borgarbörn að uppruna. Hún
úr Vesturbænum en hann úr Laug-
ardalnum. Þau voru í starfsþjálf-
un síðasta sumar hjá lögreglunni
á höfuð borgarsvæðinu og útskrif-
uðust úr Lögregluskólanum í des-
ember síðastliðnum. Þá voru 16
lögreglumenn útskrifaðir frá skól-
anum, þar af ellefu lögreglukon-
ur. Skólinn var þess vegna kallað-
ur „Kvennaskólinn“ síðustu misser-
in. Af þessum sextán kusu ellefu að
fara til starfa út á land. Auk þeirra
tveggja sem fóru til Ólafsvíkur fóru
fjórir í Borgarnes, tveir á Akureyri,
tveir á Egilsstaði og einn á Húsa-
vík. Blaðamaður skýtur því inn í
hvort ungir lögreglumenn séu núna
að taka af skarið meðal embættis-
manna hérlendis að leita út á land
til að vinna, en oft hefur verið tal-
að um að erfitt sé að fá fólk til starfa
út á land. „Meðan niðurskurður er
og lítið um nýráðningar hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu og Suð-
urnesjum þýðir ekkert annað en fara
út á land. Það gefur okkur líka heil-
mikla reynslu og bætir við það sem
við höfum verið að gera hingað til,“
segja Páll Fannar og Eva Dröfn.
Fá einstaklega góðar
viðtökur
Spurð hvers vegna þau hafi val-
ið starf lögreglumannsins, eru þau
Páll Fannar og Eva Dröfn sammála
um að það hafi verið vegna fjöl-
breytninnar. „Þetta er mjög áhuga-
vert starf og maður veit ekkert hvað
næsti dagur ber í skauti sér. Auðvi-
tað getur maður lent í ýmsu en það
er samt enginn beygur í okkur,“
segir Eva Dröfn. „Fólkið hérna hef-
ur tekið mjög vel á móti okkur. Þeg-
ar við höfum verið í almennu eftir-
liti og stöðvað fólk af ýmsum ástæð-
um, þá hefur það bara tekið því vel.
Boðið okkur velkomið til starfa og
líka látið í ljóst ánægju sína með að
við skulum vera á ferðinni og lög-
gæslan sé sýnileg,“ sagði Páll Fann-
ar. Bæði sögðu þau að það væri svo
sem ekki mikið að gerast í Ólafs-
vík og nágrenni á þessum árstíma.
Það yrði þó til bóta þegar líkams-
ræktarstöðin Sólarsport yrði opnuð
að nýju, en það fylgir meðal ann-
ars starfi lögreglumannsins að halda
sér í þokkalegu líkamlegu formi.
„Þangað til allavega skokka ég úti
eftir vinnu og það er fallegt að skoða
bæinn í rökkrinu,“ segir Páll Fann-
ar. Hann bætir því við að það hafi
verið dimmt og drungalegt þegar
hann kom til starfa 5. janúar. „En
það gleður náttúrlega augað að sjá
lífið í bænum, eins og við höfnina
þar sem sjómennirnir eru að störf-
um og starfsfólkið í fiskvinnslunni,“
sagði Páll Fannar. „Okkur líst ákaf-
lega vel á þetta samfélag hérna. Hér
er örugglega mjög gott að ala upp
börn og líka mjög ákjósanlegt fyrir
börn að alast upp,“ sögðu þau Páll
Fannar og Eva Dröfn að endingu.
þá
Básafjós munu heyra sögunni
til innan tveggja áratuga
Ráðuneytið staðfestir stöðvun
á sölu mjólkur og sláturgripa
Páll Fannar Helgason og Eva Dröfn Ólafsson.
Ungt lögreglufólk til starfa í Snæfellsbæ