Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Page 22

Skessuhorn - 21.01.2015, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Kristín Edda Egilsdóttir er 24 ára Skagamær sem elskar að fljúga og ferðast. Hún hefur gaman af því að ögra sjálfri sér og leggur metnað í það sem hún gerir. Hún dúxaði úr Fjölbrautaskóla Vesturlands vorið 2010, hefur lokið atvinnuflugnámi og flugkennaranámi og leitar nú að draumastarfinu. Skessuhorn tók ungu konuna tali og fékk hana til að segja frá sjálfri sér og flugnáminu. Ætlaði í tónlistina Kristín Edda er fædd og uppalin á Akranesi. Hún er ein af sex systk- inum og segir það gott að hafa al- ist upp á Skaganum og fyrir það sé hún þakklát. Sem barn gekk hún í Grundaskóla, stundaði tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Akranesi frá sex ára aldri og var á fullu í íþrótt- um. Eftir útskrift úr FVA lá leiðin hins vegar til Reykjavíkur. „Þegar ég hafði útskrifast og lært allt það góða sem Tónlistarskólinn á Akra- nesi hafði kennt mér, þá lá leið mín í höfuðborgina í áframhaldandi tón- listarnám. Þar sem ég var óráðin í því hvað ég vildi verða þegar ég yrði „stór,“ eins og svo margir eru eftir að hafa lokið framhaldsskóla, þá ákvað ég að einbeita mér að tónlistinni,“ segir Kristín Edda. Hún hélt áfram klarínettnámi í Tónlistarskólan- um í Reykjavík undir leiðsögn Sig- urðar Ingva Snorrasonar. Af tilvilj- un bauðst henni svo vinna sem tón- listarkennari hjá Skólahljómsveit Kópavogs. „Það var mjög þroskandi og skemmtilegt. Mig langaði mikið til að halda áfram að kenna þessum æðislegu krökkum.“ Flugið heillaði En lífið tók aðra stefnu hjá Krist- ínu Eddu. Á sama tíma var hún að vinna á veitingastaðnum í Perlunni, þar sem hún sá hverja flugvélina á fætur annarri fljúga yfir glerþak Perlunnar. „Ég góndi á þær með aðdáunaraugum. Ég hafði aldrei kynnst svona flugumferð áður þar sem maður verður ekki mikið var við flugumferð á Akranesi. Þetta var bara eitthvað sem heillaði mig og fékk mig til þess að kynna mér flugið betur.“ Hún bætir því við að hún hafi því miður orðið að leggja hljóðfærið og kennsluna á hilluna eftir að hún byrjaði í flugnáminu, bæði vegna tímaleysis og peninga- leysis. „Aftur á móti vonast ég til að geta spilað og lært meira í fram- tíðinni.“ Flugáhuginn kom því eins og þruma úr heiðskýru lofti og kom bæði Kristínu Eddu sjálfri og þeim sem hana þekktu á óvart. „Það sem helst hafði komið til greina var að verða kennari, læra meira í tónlist, að fara í viðskiptafræði eða eitt- hvað því tengt í háskólanum,“ út- skýrir hún. Hún segir að flestir sem hún hefur kynnst í gegnum flug- ið hafi ætlað sér að verða flugmenn frá unga aldri. „Margir eiga einnig feður eða afa sem hafa verið flug- menn og þannig fengið áhugann í gegnum þá. Aftur á móti er stelp- um mikið að fjölga í flugheiminum og það er mjög jákvæð þróun. En það er bara þannig með flugið að þú færð bara meiri og meiri áhuga á þessu eftir því sem þú lærir meira,“ segir hún. Ævintýraþráin ýtti henni út Kristín Edda segir flugnámið skiptast í tvennt. Fyrst þarf að læra að verða einkaflugmaður og í framhaldi af því er farið í at- vinnuflugnám. Bæði námsstigin skiptast í bóklegt og verklegt nám. Hún tók einkaflugnámið og verk- lega atvinnuflugnámið hérlendis, hjá Flugskóla Íslands. „Í dag eig- um við nokkra góða flugskóla hér á Íslandi, sem starfræktir eru bæði á Reykjavíkurflugvelli og Keflavík- urflugvelli. Það er mjög mikilvægt að Reykjavíkurflugvöllur fái að halda sér þar sem hann er, enda fer þar fram mikil og góð flugkennsla. Sjálf efast ég um að ég hefði farið að læra flug, hefði Reykjavíkurflug- völlur ekki verið þar sem hann er, enda þannig sem að ég fékk áhug- ann,“ segir Kristín. Hún segist sjálf ekki hafa þekkt til margra ann- arra flugskóla á höfuðborgarsvæð- inu en Flugskóla Íslands til að byrja með og því lá leiðin beint þangað. „Þaðan lauk ég einkaflugnámi vorið 2012. Þá var ég staðráðin í að halda áfram í atvinnuflugnám. Það greip mig einhver ævintýraþrá og ýtti á að ég færi erlendis að læra. Eini skól- inn sem komst að hjá mér var Ox- ford flugskólinn, sem er talinn með betri flugskólum í heiminum.“ Ekki tími fyrir jólafrí Leiðin lá því til Bretlands, þar sem Kristín Edda stundaði bóklegt at- vinnuflugnám í flugskólanum CAE Oxford Aviation Academy. Hún segir að námið þar sé kennt á mikl- um hraða og mikil pressa sé á nem- endum. „Meðan á náminu stóð upplifði ég margar langar lær- dómsnætur. Það gafst ekki mikill tími til skemmtanahalds eða til að ferðast og skoða þennan fallega bæ. Ég hafði ekki einu sinni tíma til að koma heim yfir jólin til að taka mér frí frá lærdómnum,“ útskýrir hún. Það var því nóg að gera á þessum mánuðum sem Kristín Edda dvaldi í Oxford. En hún segir vinnuna hafa verið vel þess virði og er ánægð með að hafa farið þangað í nám. Eftir að bóklega hluta námsins lauk í Ox- ford kom hún aftur heim og lauk verklega hlutanum hjá Flugskóla Ís- lands. Námið kostnaðarsamt Aðspurð um hvað hafi komið henni mest á óvart í náminu segir Kristín Edda að það hafi ekki verið margt. „Þar sem að ég vissi að námið væri mjög kostnaðarsamt, þá var ég búin að kynna mér það vel til að full- vissa mig um að þetta væri það sem ég vildi,“ útskýrir hún. -Er nám- ið mjög dýrt? „Já, flugnám er mjög kostnaðarsamt. Það er eiginlega vit- leysa að fara út í svona dýrt nám,“ segir hún og hlær. „Ég hef aftur á móti ekki lagt það á mig að taka það saman hversu miklum peningum ég hef eytt í námið. En svona gróf- lega reiknað, þá gæti ég giskað á að þetta hafi kostað mig að minnsta kosti tólf milljónir króna og ekki er þetta búið enn. Þó ég hafi lokið at- vinnuflugmannsnámi, þá þýðir það ekki að ég fái vinnu við það strax. Í flestum tilfellum þarf maður ann- að hvort að greiða fyrir þoturéttindi eða þá að safna sér fleiri flugtímum til að eiga möguleika á að fá starf sem atvinnuflugmaður,“ heldur hún áfram. Hún segir að því miður séu þau námslán sem flugnemar eigi rétt á af skornum skammti, þar sem flugnám falli ekki undir almennt háskólanám. „En það hefur aftur á móti hjálpað mér að ég hef alltaf verið dugleg að vinna með námi og farið sparlega með.“ Eins og skytturnar þrjár Kristín Edda segir að það hafi aft- ur á móti komið á óvart hversu erf- itt væri að fá vinnu eftir að náminu lauk. Að ekki sé sjálfgefið að nýút- skrifaðir flugmenn gangi beint inn í vinnu. „Maður þarf virkilega að hafa fyrir því að fá sitt fyrsta starf sem flugmaður. Maður þarf því að hafa bein í nefinu, viljann fyrir hendi og ætla sér að komast áfram. Einnig spila peningar þarna mikið inn í. Þú hefur meiri möguleika á starfi ef þú hefur efni á því að kaupa þér þotupróf, þar sem mörg flug- félög erlendis krefjast þess að þú greiðir sjálfur fyrir þoturéttind- in hjá þeim.“ Hún sér þó ekki eftir þeim tíma og fjárhæðum sem hún hefur eytt í námið. Hún hefur hald- ið áfram að fljúga eftir að náminu lauk, þar sem þetta gengur allt út á það að safna sér flugtímum. „Mað- ur má aldrei stoppa. Maður er alltaf að byggja upp meiri reynslu. Fljót- lega eftir að ég lauk atvinnuflug- náminu, þá fór ég í flugtímasöfn- un til Arizona í Bandaríkjunum. Á þessu mánaðarlanga ferðalagi náði ég að fljúga yfir hundrað flugtíma, enda var flogið alla daga, allan dag- inn.“ Hún segir ferðina hafa ver- ið ótrúlega skemmtilega, enda hafi alltaf verið gott veður. „Ég og tveir íslenskir vinir mínir, flugum út um allt á þremur einshreyfils flugvél- um, eins og skytturnar þrjár. Við flugum meðal annars yfir Miklagl- júfur, lentum á flugvöllum í 7000 feta hæð (yfir 2 km.), flugum til Las Vegas, innan um herþotur, fór- um í listflug, í fallhlífarstökk og svo margt fleira skemmtilegt,“ bætir hún við. Kynnst landinu í þrívídd Kristín Edda hefur séð ýmislegt á ferðum sínum um heiminn en hún segir íslenska náttúru vera þá allra fallegustu sem hún hafi séð. „Mað- ur sér hlutina oft í meira samhengi þegar maður er uppi í loftinu. Þá sér maður heildarmyndina og ég segi oft að ég hafi kynnst landinu í þrívídd eftir að ég fór að fljúga. Það getur verið ótrúlega fallegt hvernig árn- ar blandast saman og mynda falleg mynstur. Á síðustu mánuðum hef ég fengið nokkur tækifæri til að fljúga að eldgosinu við Bárðarbungu. Það er líka ótrúleg sjón.“ Hún bætir því við að einnig sé skemmtilegast að fljúga á Íslandi, út af náttúrufegurð og breytileika í veðrinu. Hún segir veðurbreytingarnar hafa bæði kosti og galla. „Maður getur stundum orðið þreyttur á íslenska veðrinu þar sem það er svo fljótt að breyt- ast. En það er líka mjög lærdóms- ríkt að læra flug á Íslandi út af því að hér fær maður að kynnast svo fjöl- breyttu veðri.“ Hún segir þó spenn- andi að fljúga á stöðum sem maður hefur aldrei áður séð og að hún eigi enn eftir að sjá margt. Skemmti- legast finnst henni að fljúga í góðu veðri og gera það sem hún vill, að fljúga á staði sem hún myndi ann- ars aldrei komast á eða hafa tækifæri til að sjá. „Svo er líka alltaf gaman að læra nýja hluti, nýjar flugæfingar og prófa flugvélar sem maður hefur aldrei flogið áður.“ Bíður eftir réttu tækifærunum Í dag starfar Kristín Edda hjá höf- uðstöðvum Air Atlanda Icelandic í Kópavogi. Á mánudaginn í síðustu viku lauk hún námi sem flugkennari og er því að vonast til þess að fá starf við flugkennslu sem fyrst. Þang- að til ætlar hún að halda áfram að fljúga, safna sér flugtímum og bíða eftir réttu tækifærunum. „Maður er alltaf að læra. Þó ég sé útskrifuð sem atvinnuflugmaður, þá á ég enn eftir að taka þotupróf. Það er heil- mikið nám að fara úr því að fljúga lítilli eins eða tveggja hreyfla flug- vél í að fljúga stórri þotu,“ útskýrir hún. Listflugið heillar flugmanninn unga örlítið og segir hún að það sé aldrei að vita nema hún læri meira í því. Hana dreymir um að eiga sjó- flugvél og fljúga heimshornanna á milli. „Ég læt mig þó bara duga að dreyma um það, þar sem budd- an myndi ekki leyfa það. En fram- tíðardraumurinn er að sjálfsögðu að fá vinnu hjá flugfélagi og ég vonast til að það gerist fyrr en síðar,“ segir hin metnaðarfulla Kristín Edda að lokum. grþ Flugáhuginn kom henni sjálfri og öðrum á óvart Kristín Edda þegar hún var við nám í Oxford. Nýlent úr fyrsta listfluginu. Svona leit eldstöðin í Holuhrauni út um síðustu helgi þegar Kristín Edda flaug þar yfir.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.