Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Qupperneq 26

Skessuhorn - 21.01.2015, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Þjónaði mér í átján ár - endaði niðr´í maga Vísnahorn Orðuveitingar koma upp í umræðunni með reglu- legu millibili og að sjálf- sögðu hafa menn mis- munandi skoðanir á þeim málum eins og öllum öðrum. Annars þyrfti enga umræðu. Skúli Guðmundsson flutti á sínum tíma tillögu um afnám hinnar ís- lensku fálkaorðu. Er hún kom til umræðu á þingi flutti Skúli greinargerð með tillögunni í bundnu máli og hljóðaði hún svo: Hér er farið fram á það að fella niður orðuveitingar og spara útgjöldin, sem til þess fara. Orðan barst frá okkar grönnum eins og fleira þarflaust tildur. Þeir eru vanir þessu. Til að mynda Danir. Og sagt er að Rússar sæmi ýmsa svona skrauti. Það er hengt á vildarvini valdhafanna í heiðursskyni. Þó að sumir þrái krossa, þá munu fleiri mæla, að enginn Íslendingur ætti að dýrka þannig glingur. Gylfi Þ. Gíslason þáverandi menntamála- ráðherra kvaddi sér hljóðs, þegar Skúli hafði lokið máli sínu og var ræða hans á þessa leið: Hér er bæði merkt og mikið mál á ferðum. Hugsjón glæst í heiminn borin. Herör djarfleg upp er skorin. Upp frá þessu ei skal nýjar orður veita. Hér er hin sanna framsókn falin. Frelsisást það líka er talin. En því vill flutningsmaður þessa þarfa máls síns, láta orður áfram lafa á þeim, sem þær núna hafa? Skyldi ´hann eiga einhvern vin, sem yrði hryggur, ef hann mætti ekki sína orðu láta á brjósti skína. Að aflokinni kross áfestingu Sigmundar Davíðs nú á dögunum varð allnokkur umræða um orðuveitingar og sitthvað þeim tengt. Ólafur Ragnar hefur stundum kallað sig ör- yggisventil milli þjóðar og ríkisstjórnar og um það leyti orti Ragnar Ingi Aðalsteinsson: Ventillinn á Bessastöðum lagt oss hefði lið og leiftra myndi vits- og kærleiksblossinn ef nefnda orðuveitingu hætt hann hefði við en hengt í staðinn Sigmund upp á krossinn. Næsta vísa hefur víst birst áður og bæði af mér og öðrum verið eignuð Jakob á Varma- læk en höfundur hennar er Pétur Þorsteins- son. Birtist hún hér þess vegna enn á ný með örlitlum orðalagsmun og er beðist afsökunar á mistökunum: „Litháa er ljúft og skylt að hylla. Langt var þeirra frelsisstríð og göfugt. En alveg finnst mér fráleit þeirra villa að festa kross á Jón - en ekki öfugt.“ Það er venja margra um áramót að staldra við og líta aðeins um öxl ásamt því að reyna að grilla eitthvað fram á veginn. Á gamlárs- dag fyrir fáum árum starfaði Gísli Ásgeirsson að gerð áramótahortitta með eftirfarandi ár- angri: Horfi yfir heimsins veg, hamingju vil lýsa. Þetta er annars álitleg áramótavísa. Veisluborðið bíður nú. Boldangskerti lýsa. Þessi er víst út úr kú sem áramótavísa. Útúrdrukkinn enn á ný allra lengi vöku en það er varla efni í áramótastöku. Flestir gera sér einhvern dagamun í mat og drykk um hátíðarnar og þó sumir vilji halda í hefðirnar og hafa alltaf sama matseðilinn þá eru aðrir sem hafa gaman af tilbreytingunni enda er matur mannsins megin (ja allavega öðrum megin). Þórarinn M. Baldursson orti Móruvísur sem geta næstum þjónað sem mat- reiðslubók svo fjölbreytt eru þar hráefnin: Móra hún var mögnuð ær, margt til lista kunni. Hangið þótti hennar lær hnoss í okkar munni. Gráni minn var gæðaklár gekk um blómga haga. Þjónaði mér í átján ár endaði niðr´í maga. Skjöldu þótti grasið gott gaf oss mjólk í könnu. Hennar lét ég hupp í pott hitt fór allt á pönnu. Nú er kisa næstum dauð, nú er önduð læða. Reykt sem álegg oná brauð er hún kostafæða. Hundinn minn ég hef misst hann var nefndur Lappi. Austurlenska eldhúslist æfi ég nú af kappi. Víst ég átti vinnumann var hann býsna langur. Upp á fjöll hann ætíð rann er ég gerðist svangur. Griðkonan mín Gudda hét gigt varð henni að bana. Vordag einn hún lífið lét leiður át ég hana. Örlög bóndans eru ljót, allt með sama sniði. Hráan át ég af mér fót upp að mjaðmarliði. Guðmundur Stefánsson í Hraungerði átti afmæli rétt fyrir jólin og eins og gengur um þá sem eiga afmæli í viðurvist fésbókarinnar dundu á honum afmæliskveðjurnar. Eftir að hafa rennt yfir þær lítillega og hugleitt aldur sinn og þroska varð honum að orði: Áfram hef ég gengið greitt gamla lífsins veginn. Hefur fækkað enn um eitt árið hinu megin. Það er nú samt ekki þannig að alltaf og eilíf- lega sé ástæða til bjartsýni í þessu lífi. Gunn- ar Einarsson frá Bergskála orti eitthvert sinn þessa svolítið þunglyndislegu vísu og látum við það verða lokaorðin að sinni: Fremur litla finn ég ró, feginn vildi gleyma, og mér finnst ég alltaf þó eiga hvergi heima. Með kærri þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Kjósarveitur formlega stofnaðar Kjósarveitur ehf er nýtt fyrirtæki í eigu Kjósarhrepps, sem stofnað var fyrr í þessum mánuði. Borað hef- ur verið eftir heitu vatni víða í Kjós- inni síðastliðin ár og nú síðast í landi Möðruvalla. Nú eru tvær vel heppn- aðar heitavatnsholur sem áætlað er að virkja fyrir stóran hluta sveitar- innar. Í kjölfar þess að formlegt nýt- ingarleyfi á borholunum við Möðru- velli var gefið út af Orkustofnun var fyrirtæki stofnað til að halda utan um verkefnið. Verður nú farið af krafti að gera nýja kostnaðaráætlun vegna hitaveitunnar þannig að hægt verði að taka næstu skref. Um 200 manns búa í Kjósinni, um 700 sumarhús eru víðsvegar um sveitina og fer fjölg- andi. Framkvæmdastjóri félagsins er Sigríður Klara Árnadóttir á Klöru- stöðum. Stjórnarmenn eru Pétur Guðjónsson formaður frá Bæ, vara- formaður er Karl Magnús Kristjáns- son á Eystri-Fossá og meðstjórnandi Sigurður Ásgeirsson á Hrosshóli. Guðmundur Davíðsson er varamað- ur í stjórn. mm Nýjasta borhola Kjósverja er að Möðruvöllum. Gefur hún sjálfrennandi 20 l/s af 105°C heitu vatni. Stjórn Kjósarveitna. Frá vinstri: Karl Magnús Kristjánsson, Pétur Guðjónsson, Sigríður Klara Árnadóttir, Sigurður Ásgeirsson og Guðmundur Davíðsson. Málverk af Sturlu í sal efrideildar Síðastliðinn föstudag var afhjúpað í Alþingishúsinu málverk af Sturlu Böðvarssyni, fyrrverandi forseta Alþingis, að viðstöddum Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis, al- þingismönnum, fjölskyldu Sturlu, fyrrum samþingsmönnum og fleiri gestum. Baltasar Samper listmál- ari málaði myndina og hefur henni verið komið fyrir í efrideildarsal. Sturla Böðvarsson var forseti Al- þingis 2007–2009. Hann sat á Al- þingi í 18 ár, frá maí 1991 til vors 2009. Hann var einn af varaforset- um þingsins á árunum 1991–1999. Sturla hafði áður setið nokkur skipti á Alþingi sem varamaður en sem slíkur settist hann fyrst á þing í febrúar 1984. Sturla gegndi embætti samgönguráðherra 1999–2007. Meðfylgjandi er ljós- mynd af Sturlu Böðvarssyni fyrr- verandi forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis og listamanninum Baltasar Samper við málverkið af Sturlu. mm Michelle Bird veitir fría leiðsögn Á föstudögum klukkan 14.00 – 16.00 er Michelle Bird myndlistar- kona með opna listasmiðju á mynd- listarsýningu sinni í Borgarnesi. Þar gefst fólki á öllum aldri kostur á að koma og teikna og mála und- ir leiðsögn. Fyrsta listasmiðjan var í Safnahúsi Borgfirðinga við Bjarnar- braut í Borgarnesi síðastliðinn föstu- dag. Listakonan segir: „Komið með skissubókina ykkar, vatnslitina, til- heyrandi pappír og pensla. Kol og teiknipappír er á staðnum. Krakkar eru sérstaklega hvattir til að koma, þeir eru alltaf áhugasamir um að teikna! Hægt er að mæta eins marga föstudaga og maður vill fram að sýn- ingarlokum 25. febrúar. Tilsögnin er gjaldfrjáls,“ segir í tilkynningu um „Teikningar fyrir alla.“ Fridays, drawing for all! „Do you like to draw ..would you like to learn to draw? Bring a sketchbook, your watercolors, pa- per and pencils. Charcoal and pa- per are available. Come as often as you like. I will be at the museum from 14-16 hours helping you stay motivated. For adults keeping a visual diary is good practice for many reasons. It helps us to notice what we normally dont see. We le- arn to see differently and appre- ciate what we may not have noti- ced otherwise. It increases our me- mory and observation skills. The views from the museum are gran- diose. For children, well they love to draw no matter what in most cases. Draw from fantasy or what you see around you,“ segir Mic- helle Bird. mm Listakonan við tvö verka sinna á sýningunni í Safnahúsinu. Ljósm. mþh.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.