Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015
Getir þú barn
þá birtist það
hér, þ.e.a.s.
barnið!
www.skessuhorn.is
Grundarfjörður -
miðvikudagur 21. janúar
Myndasýning í fyrir eldri borg-
ara í Bæringsstofu, Sögumið-
stöðinni á milli kl. 10 - 12.
Stykkishólmur -
miðvikudagur 21. janúar
Sprettur félagsstarf fatlaðra 16
ár og eldri. Opið hús, skemmti-
kvöld í Plássinu kl. 17:30.
Dalabyggð -
miðvikudagur 21. janúar
Örugg framkoma í Auðarskóla.
Á vegum Símenntunarmið-
stöðvar Vesturlands verður
vinnustofa Dale Carnegie á
milli kl. 18 - 19:30 í Auðarskóla.
Leiðbeinandi er Unnur Magn-
úsdóttir, eigandi Dale Carnegie
á Íslandi. Ókeypis aðgangur.
Akranes -
föstudagur 23. janúar
Fyrsti dagur Þorra er nefndur
bóndadagur. Leikskólar á
Akranesi bjóða öllum pöbbum,
öfum og bræðrum í skemmti-
legt bóndadagskaffi.
Dalabyggð -
föstudagur 23. janúar
Vinnusmiðja um gerð styrkum-
sókna á vegum Símenntunar-
miðstöðvar Vesturlands í Leifs-
búð kl. 13-16. Í vinnusmiðjunni
verður farið yfir undirstöðuat-
riði í gerð umsókna um styrki
í innlenda sjóði. Farið verður
yfir undirbúning fyrir umsóknir
og hvernig styrkumsóknir eru
ritaðar. Að vinnusmiðjunni
lokinni gefst þátttakendum
kostur á skrifa umsókn og
skila til leiðbeinanda innan 14
daga. Leiðbeinandi fer yfir um-
sóknina, rýnir hana og sendir
til baka með upplýsingum
um hvað var gott og hvað má
bæta. Skráning er á vef Sí-
menntunar www.simenntun.
is og nánari upplýsingar gefur
starfsfólk Símenntunar í síma
437-2390. Leiðbeinandi er
Bjarnheiður Jóhannsdóttir
verkefnisstjóri hjá Nýsköpunar-
miðstöð Íslands. Vinnusmiðjan
er þátttakendum að kostnaðar-
lausu.
Borgarbyggð -
föstudagur 23. janúar
Á föstudögum kl. 14 -16
verður Michelle Bird með opna
listasmiðju á sýningu sinni í
Safnahúsi.
Grundarfjörður -
föstudagur 23. janúar
Söngur eldri borgara í Grund-
arfjarðarkirkju kl.14:30.
Borgarbyggð -
föstudagur 23. janúar
Sveitahlaðborð í Eddu-
veröld kl. 19. Sveitahlaðborð
á Bóndadegi, Hangikjöt, kótil-
ettur í raspi, svið og meðlæti,
pönnukaka með rjóma á eftir
og kaffi á aðeins 4.800 kr. á
mann. Pantanir í síma 437-1455
fyrir 20.janúar n.k.
Hvalfjarðarsveit -
laugardagur 24. janúar
Kvenfélagið Lilja verður með
harðfisks og hákarlsölu á Fer-
stiklu 23. - 25. janúar til ágóða
fyrir hjálparsjóð félagsins í
Hvalfjarðarsveit. Með von um
góðar móttökur. Kveðja kven-
félagskonur.
Akranes -
laugardagur 24. janúar
Þorrablót Skagamanna. Það
er hópur sem kennir sig við
árgang 1971, eða Club 71 sem
stendur að Þorrablóti Skaga-
manna. Skagamaður ársins
er krýndur á blótinu, Annáll
Akurnesinga fluttur, stórkost-
leg skemmtiatriði og mögnuð
stuðhljómsveit sér um ballið.
Húsið verður opnað kl. 18:30,
salurinn kl. 19. Borðhald hefst
kl. 20. Galito sér um matinn.
Opnað verður fyrir ballgesti
kl. 24.
Borgarbyggð -
sunnudagur 25. janúar
Biblíulestrar í Borgarneskirkju
kl. 11. Í stað hefðbundinnar
guðsþjónustu verða lesnir kafl-
ar úr Biblíunni. Tólf Borgnes-
ingar á öllum aldri lesa. Tónlist
og sálmar verða milli lestra.
Grundarfjörður -
mánudagur 26. janúar
Morgunstund eldri borgara í
Grundarfjarðarkirkju kl.10.
Borgarbyggð -
mánudagur 26. janúar
Íbúafundur. Borgarbyggð
boðar til íbúafundar í Hjálm-
akletti kl. 20:30. Kynning
á fjárhagsáætlun 2015 og
þriggja ára áætlun. Íþrótta- og
tómstundaskólinn kynntur.
Íbúar hvattir til að mæta. Kaffi
á könnunni.
Borgarbyggð -
þriðjudagur 27. janúar
Af tónlist og hljóðfærum í
Reykholtskirkju. Bjarni Guð-
ráðsson í Nesi flytur. Bjarni,
sem lengi starfaði við orgelleik
og söngstjórn í kirkjunni, rekur
söguna og tekur hljómdæmi.
Borgarbyggð -
þriðjudagur 27. janúar
Borgarbyggð boðar til íbúa-
fundar í Logalandi kl. 20:30.
Kynning á fjárhagsáætlun
2015 og þriggja ára áætlun.
Íþrótta- og tómstundaskólinn
kynntur og skýrsla vinnuhóps
um leikskólann Hnoðraból.
Íbúar hvattir til að mæta. Kaffi
á könnunni.
Skrifstofu-/ritarastarf
Óska eftir hlutastarfi við almenn
skrifstofustörf/bókhalds-/ritarastörf
á Akranesi. Hef góða reynslu í far-
teskinu, og er ný útskrifuð úr endur-
menntun í skrifstofu- og bókhalds-
námi. Endilega hafið samband í síma:
783-1415 eða soleybergmann@live.
com
Snjóblásari til sölu
Snjóblásari til sölu, breidd 1,40m.
glussadrifinn, passar á MultiOne
og fleiri vélar. Upplýsingar í síma
892-4010.
Góð 35 tommu jeppadekk
Til sölu 4 lítið notuð, negld jeppa-
dekk frá Arctic trucks. Cooper, stærð
17R ‘’35. Gangurinn kostar nýr 250
þúsund, selst á 150 þús. Uppl. sími
894-8998.
Standard poodle hvolpar til sölu
Standard poodle hvolpar til sölu,
fæddir 29.11.2014, allir svartir.
Foreldrar eru: Winnow Alice In
Wonderland „Emma“ og CIB ISCH
LUX jr Ch Curonian Spit Backroad
Adventure „Charly“. Þessi hundar
fara ekki úr hárum, eru einstaklega
gáfaðir og barngóðir. Frábærir
heimilis- og vinnuhundar. Hvolp-
arnir afhendast heilsufarsskoðaðir,
örmerktir, ormahreinsaðir, bólusettir
og með ættbók frá HRFÍ. Hvolparnir
verða tilbúnir til afhendingar í lok
janúar 2015. Allar upplýsingar í síma
691-7409.
Antik legusófi - Tilboð
Til sölu vel með farinn antik legusófi.
Uppl. í síma 863-6525 eftir kl. 17.00
Ódýr sófi til sölu
3ja sæta drapplitadur sófi úr Hús-
gagnahöllinni til sölu vegna
breytinga. Vel með farinn,á góðu
verði. Erum í Borgarnesi. Uppl. í síma
698-4082 eftir kl. 16.30.
Lítil íbúð eða gott herb. með WC
Vegna aukinna umsvifa samgöngu-
fyrirtækis er hér óskað eftir lítilli
íbúð eða góðu herb. með salernis og
baðaðstöðu. Langtímaleiga.Verður
að vera í Borgarnesi. Nánari uppl. og
svörun í uppgefnu netfangi. gbald@
snerpa.is
Óska eftir að kaupa Daihatsu
Ferozu
Er að leita mér að Daihatsu Ferozu,
má þarfnast lagfæringar en þarf
að vera heilleg. Endilega láttu mig
vita ef þú veist um slíkan bíl í síma
696-2334 eða á ispostur@yahoo.com
Viltu losna við bjúg, sykurþörf og
léttast líka?
Þá er Oolong- og Pu-er teið eitt það
albesta. 1 pakki með 100 tepokum er
á 4.300. Ef keyptir eru 2 pk. eða fl. er
verðið 7.800. Sykurþörfin minnkar og
hverfur oftast eftir nokkra daga og
bjúgurinn fljótt. Gott fyrir líkamlega
og andlega heilsu. S: 845-5715, Nína.
Loftpressur og skrifstofubúnaður
Hef til sölu tvær loftpressur sem
notaðar voru í rekstri trésmiðju, stað-
settar á Ísafirði. Önnur af gerðinni
adicomp ásamt Kaeser kæliþurrkara.
Hin er minni stimpilpressa ásamt
Atlas kæliþurrkara. Jafnframt eru
til sölu skrifstofuhillur, stólar, tölvur
og prentarar. Sé áhugi á þessum
munum hafið samband í netfangið
opus@opus.is
Stott pilates námskeið
Nýtt námskeið hefst á Akranesi þann
7.janúar. Kennt er í Heilsan mín á
miðvikudögum kl. 18:45. Styrkjandi
og liðkandi æfingar sem henta
öllum. Nánari upplýsingar og skrán-
ing í síma 849-8687. Anna Sólveig
Smáradóttir, sjúkraþjálfari.
Gagnleg netnámskeið -
http://fjarkennsla.com
Vinsæl og gagnleg námskeið á
netinu Vinsæl og gagnleg námskeið
á netinu, bókhaldsnámskeið, nám-
skeið í skattskilum fyrirtækja o.fl.
Skráning http://fjarkennsla.com eða
samvil.fjarkennsla@gmail.com, gsm.
898-7824.
Á döfinni
Markaðstorg Vesturlands
Nýfæddir
Vestlendingar
DÝRAHALD
BÍLAR / VAGNAR / KERRUR
LEIGUMARKAÐUR
TIL SÖLU
ÝMISLEGT
15. janúar. Drengur. Þyngd 3.685
gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Helga
Guðný Jónsdóttir og Ragnar Már
Valsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lára
Dóra Oddsdóttir.
15. janúar. Drengur. Þyngd
3.265 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar:
María Ragnarsdóttir og Atli Viðar
Halldórsson, Akranesi. Ljósmóðir:
Lára Dóra Oddsdóttir.
16. janúar. Stúlka. Þyngd 3.410 gr.
Lengd 51 sm. Foreldrar: Lovísa Ósk
Jónsdóttir og Hlynur Stefánsson,
Reykhólahreppi. Ljósmóðir: Lóa
Kristinsdóttir.
ÓSKAST KEYPT
AFL Starfsgreinafélag óskar að leigja sumarhús til afnota
fyrir félagsmenn sumarið 2015.
Einungis fullbúin og fullfrágengin sumarhús koma til greina. Húsin
þurfa að vera fullbúin húsgögnum og búnaði og æskilegt er að heitur
pottur sé við húsin.
Svæði sem félagið leitar einkum að er Borgarfjörður (syðri)
og Suðurland.
Æskilegt leigutímabil er frá 5. júní til 28. ágúst.
Allar fyrirspurnir sendist á
Sverrir Mar Albertsson eða
salb@asa.is.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
s m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
ATVINNA ÓSKAST
HÚSBÚNAÐUR / HEIMILISTÆKI