Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Eva Hlín Albertsdóttir evahlin@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Lóan í ham Undanfarna daga hefur sífellt hærra hlutfall frétta fjallað um kjaradeil- ur og yfirvofandi verkföll. Ekki að undra enda stefnir í vinnudeilur sem engan veginn sér fyrir endann á. Ég ætla hins vegar ekki að gera það að umtalsefni nú, enda ekki mitt að leysa þau mál. Þó er ljóst að til að hægt verði að ná sátt þurfa stjórnvöld líklega að koma að málum í formi þess að liðka um með skattbreytinga því engar líkur eru á að fjölmarg- ar atvinnugreinar standi undir þeim kaupkröfum sem heyrst hafa. Ég segi því ekki annað; en að vegni þeim vel sem kosnir hafa verið til þeirra ábyrgðarverka að semja fyrir hönd landsmanna um sanngjörn kjör. Það er hins vegar annar hópur en launþegahreyfingin sem lætur ófriðlega þessa dagana. Hópur sem síst mætti búast við óspektum og það á almannafæri. Blessuð heiðlóan hefur undanfarna daga sýnt hátt- arlag sem menn eiga ekki að venjast. Auðvitað er veðráttan ekki ákjós- anleg fyrir þennan farfugl sem mætir hingað að vori og boðar í góðri trú. Fugl sem alla jafnan boðar sumar með hljómþýðum söng sínum. Nú bregður hins vegar svo við, líklega sökum veðurs og erfiðra flug- skilyrða norður í land, að lóurnar halda sig við mannabústaði á suð- vesturhorninu. Þær eru fluttar á mölina. Einkum sjást þær norpandi á láglendi og við sjó til dæmis í Hafnarfirði og jafnvel í sjálfri Reykjavík. Á samfélagsmiðlunum hefur mikið verið rætt að undanförnu um þetta óvenjulega háttarlag þessa annars friðsama fugls. Guðmundur A. Guðmundsson dýravistfræðingur og sérfræðingur í ferðaskipulagi hánorrænna farfugla staðfesti í samtali við Ríkisútvarp- ið að hátterni lóunnar nú mótist af veðrinu. Vegna frosts og snjóalaga víða um land haldi fuglarnir sig þar sem gras er sjáanlegt og von til þess að finna æti. Lóur hafi þannig haldið sig í húsagörðum og innkeyrslum, helgað sér þar svæði. Hlaupi þær fram og til baka með ákveðnu fasi og jafnvel ógnandi tilburðum gagnvart mannfólkinu. Þráinn Bertels- son kvikmyndagerðarmaður tekur undir þetta í ummælum á Fésbók og segir: „Annaðhvort er hér risin ný kynslóð herskárra fugla með lóur í fararbroddi, ellegar hluti af lóustofninum hefur fundið einhver hug- breytandi efni úti í kaldri náttúrunni, því að þetta er fyrsta vor ævi minnar sem ég tek eftir ofbeldisfullri og ógnandi framkomu hjá þess- um yndislega og hingað til friðsama fugli. En í allan dag hefur sama lóan lagt undir sig blettinn minn og sýnt þar algjörlega stjórnlausa og frekjulega framkomu svo að annað eins hefur ekki sést í sjö sóknum,“ skrifaði Þráinn af sinni þekktu ritsnilld. Lóustofninn í gjörvallri Evrópu telur allt að 700 þúsund pör. Um helmingur alls þessa stofns á varpstöðvar hér á landi. Af því leiðir að nú eru um 350 þúsund lóupör að helga sér varpsvæði í húsagörðum í þétt- býli á suðvesturhorni landsins þar sem þær sjá í „væng sínum“ að ekk- ert vit er að halda til heiða og á vit nýrra ævintýra á norðan- og austan- verðu landinu. Þar sem ekki er spáð að fönn leysi næstu daga í öðrum landshlutum má því búast við að slagur lóunnar eigi eftir að harðna. Á að giska tvö til fjögur pör eru nú að berjast um hverja einustu lóðar- spildu á höfuðborgarsvæðinu, ef marka má lýsingarnar að sunnan. Kannski má þó þrátt fyrir allt finna ákveðna samsvörun í atferli ló- unnar og aðila vinnumarkaðarins, sem nú berjast á banaspjótum eins og ég gat um hér að framan. Þar sem minna er til skiptanna er sífellt harð- ar barist til að eiga í sig og á. Lóan er þannig þegar allt kemur til alls ekkert svo ólík okkur mannfólkinu. Hún er bara vön því að fara bet- ur með það. Magnús Magnússon.       Í samræmi við tilmæli Eftirlits- nefndar um fjármál sveitarfélaga samþykkti sveitarstjórn Borgar- byggðar á fundi sínum í vikunni sem leið að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við ráðgjafasvið KPMG um ráðgjöf með það að markmiði að skapa stefnu í fjármálum sveit- arfélagsins til framtíðar. Sveitar- stjórn samþykkti jafnframt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við ráðgjafafyrirtækið StarfsGæði vegna ráðgjafar á sviði fræðslumála. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveit- arfélaga hefur lagt áherslu á það að sveitarfélagið fengi utanaðkomandi ráðgjafa til samstarfs. „Ákveðið hefur verið að fara að þeim tilmæl- um og leita til ráðgjafa um aðstoð með það að markmiði að finna leið- ir til að bæta afkomu sveitarfélags- ins þannig að framlegð geti staðið undir skuldsetningu og framtíðar fjárfestingum hjá sveitarfélaginu,“ segir í greinargerð með samþykkt sveitarstjórnar. Fræðslumál eru langstærsti mála- flokkur Borgarbyggðar og hafa komið fram ábendingar um að leit- að verði til ráðgjafa með fagþekk- ingu á sviði skólamála. „Það er því jafnframt lagt til að leitað verði til ráðgjafa á sviði skólamála til að leggja mat á fyrirliggjandi tillög- ur um rekstur og skipulag fræðslu- mála sem komið hafa frá íbúum og safna fleiri hugmyndum. Mikilvægt er að tryggja fagleg gæði í skóla- starfi samhliða hagræðingarvinnu. Gert er ráð fyrir að vinna við ráð- gjöf á sviði fræðslumála byggi á fyr- irliggjandi gögnum vinnuhópa um rekstur og skipulag fræðslumála og eignir sveitarfélagsins, sem og sam- antektum frá fundum með stjórn- endum og íbúum sveitarfélagsins. Þeirri vinnu verði lokið um miðjan maí,“ segir í greinargerðinni. mm Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa ákveðið að halda stóran fund í Hjálmakletti, hátíðarsal Mennta- skóla Borgarfjarðar í Borgarnesi, mánudaginn 4. maí næstkomandi. Þar á að móta framtíðarsýn og markmið fyrir Vesturland. Ráð- gjafarfyrirtækið Alta í Grundar- firði hefur tekið að sér að stýra um- ræðum á fundinum og mun síðan ásamt starfsfólki SSV vinna úr efni sem þar verður til. „Nýverið skrifuðu Samtök sveit- arfélaga á Vesturlandi undir samn- ing við ríkið um Sóknaráætlun Vest- urlands sem gildir til ársins 2019. Markmið sóknaráætlunar er að ráð- stafa þeim fjármunum sem varið er af ríkinu á sviði atvinnu-, byggða- og menningarmála á Vesturlandi í samræmi við stefnu sem landshlut- inn mótar sjálfur á þessum sviðum. Slíka stefnu þarf SSV að móta fyrir Vesturland og kynna samningsaðila sínum, ríkinu, fyrir lok júní næst- komandi,“ segir Páll S Brynjars- son framkvæmdastjóri SSV. Vinn- an við sóknaráætlun er þríþætt; að móta framtíðarsýn fyrir Vesturland sem nýting fjármuna tekur mið af, að setja upp uppbyggingarsjóð sem styður menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni og skilgreina átaksverkefni fyrir Vesturland sem endurspegla framtíðarsýnina. „Framtíðarsýn Vestlendinga er grunnurinn í sóknaráætlun, sem öll önnur verkefni byggja á. Framtíð- arsýnin er síðan útfærð með mark- miðum og einstökum aðgerðum sem eiga að miða að því að gera sýnina að veruleika. Samkvæmt samningnum skal taka á atvinnu- málum, menningarmálum, eflingu mannauðs og lýðfræðilegri þróun svæðisins. Rúmlega hundrað Vestlending- um hefur verið boðið til fundar- ins og koma þeir frá öllum sveitar- félögum á Vesturlandi og ýmsum geirum samfélagsins, svo sem frá atvinnulífi, hagsmuna- og félaga- samtökum, menningarlífinu, skól- um og sveitarstjórnum. Að sögn Páls hefur stór hópur þegar þegið boð um þátttöku. „Það er von okk- ar í stjórn SSV að umræðan á fund- inum verði góð og gagnleg og leggi línurnar varðandi framtíðarsýn Vestlendinga.“ mm Leggja línur að framtíðarsýn fyrir Vesturland Kalla til samráðs ráðgjafa á sviði fjármála og fræðslumála

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.