Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Grundarfjarðarbær Lausar stöður á Leikskólanum Sólvöllum Þrjá kennara vantar á Leikskólann Sólvelli í Grundarfirði í 100% stöður, tvo deildarstjóra í framtíðarstöður og einn sérkennara til eins árs. Störfin eru laus frá 1. ágúst 2015 eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Frekari upplýsingar eru á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is. S K ES SU H O R N 2 01 5 ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is TIL SÖLU Tilboð óskast í fasteignina að Helgugötu 5, Borgarnesi 15854 – Helgugata 5, Borgarnesi, eigandi Ríkissjóður Íslands. Um er að ræða hefðbundið steinhús, tvær hæðir og ris, byggt 1939. Húsið stendur á miklum útsýnisstað, á klettunum ofan við Íþróttamiðstöðina, með magnað útsýni till vesturs yfir Snæfellsnesið. Húsið verður til sýnis í samráði við Theódór Þórðarson í síma 860 9662. JÖRÐ TIL SÖLU Tilboð óskast í jörðina Litla Kamb í Snæfellsbæ 15684 – Litli Kambur í Snæfellsbæ í hinni fögru sveit Breiðuvík. Jörðin er talin vera uþb. 190 ha. Nánari upplýsingar og gögn fyrir ofangreindar eignir eru aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is eða í síma 530 1400. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann 19. maí 2015 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Hinn árlegi Skeifudagur var haldinn hátíðlegur á sumardaginn fyrsta á Hvanneyri. Mikið var um dýrðir og mikill mannfjöldi saman kom- inn til að fylgjast með nemendum uppskera árangur erfiðis vetrarins. Skeifudagurinn er mikill hátíðis- dagur hestamanna á Hvanneyri enda eru þar samankomnir nem- endur á búfræðibraut og í háskóla- deild auk fjölda nemenda úr hinu vinsæla námi endurmenntunar- deildar skólans sem nefnist Reið- maðurinn. Um morguninn fóru fram forkeppnir, bæði nemenda í staðarnámi og í fjarnámi. Eft- ir hádegið var sýning nemenda á öðru ári búfræðibrautarinnar. Þar sýndu þau unghross sem þau hafa tamið frá því í janúar sem og eldri hross sem þau hafa þreytt próf á í knapamerkjunum. Var það mál manna að sýningin hafi tekist afar vel, vinnubrögð nemendanna ver- ið þeim og kennaranum til sóma og að skólinn geti verið stoltur af framlagi sínu til hestamennskunn- ar í landinu. Að sýningaratriðinu loknu fóru fram úrslit úr þeim for- keppnum sem haldnar voru fyrir hádegið. Sigurvegari í fjórgangskeppni nemenda á búfræðibraut hlaut Gunnarsbikarinn, farandbikar sem er gefinn af Bændasamtökum Ís- lands til minningar um Gunnar Bjarnason. Úrslit í keppninni um Gunnarsbikarinn voru sem hér segir: 1. Jón Óskar Jóhannesson 2. Bragi Viðar Gunnarsson 3. Ágústa Rut Haraldsdóttir 4. Axel Örn Ásbergsson 5. Berglind Ýr Ingvarsdóttir Nemendur í Reiðmanninum, tveggja ára námskeiðsröð á veg- um endurmenntunardeildar skól- ans, kepptu um Reynisbikarinn sem er gefinn af upphafsmanni námsins, Reyni Aðalsteinssyni og fjölskyldu hans. Reiðmaðurinn er kenndur í hópum víðsvegar um landið og hafði hver hópur rétt til að senda þrjá fulltrúa í keppnina. Að þessu sinni voru ellefu þátt- takendur úr hópum frá Selfossi, Sprettshöllinni, Mosfellsbæ og Víðidal. Úrslit í keppninni urðu sem hér segir: 1. Hannes Ólafur Gestsson - Víðidal 2. Hallgrímur Óskarsson - Selfossi 3. Margrét Helga Vilhjálmsdóttir - Víðidal 4. Gyða Árný Helgadóttir - Selfossi 5. Þorvarður Björgúlfsson - Mos- fellsbæ Mikil spenna ríkti meðal nem- enda að vanda um hver skyldi hljóta hina eftirsóttu Morgunblaðsskeifu. Verðlaunin eru veitt þeim nem- enda sem bestum árangri hefur náð í verklegum prófum hrossarækt- aráfanga búfræðibrautarinnar. Að þessu sinni gáfu niðurstöður próf- anna eftirfarandi úrslit: 1. Jón Óskar Jóhannesson 2. Bragi Viðar Gunnarsson 3. Axel Örn Ásbergsson 4. Ágústa Rut Haraldsdóttir 5. Berglind Ýr Ingvarsdóttir Að auki veitti Félag tamninga- manna ásetuverðlaun félagsins þeim nemanda búfræðibrautar- innar sem þótti sýna hvað besta ásetu og reiðmennsku. Að þessu sinni var það Jón Óskar Jóhann- esson sem hlaut þá viðurkenningu enda hafði hann staðið sig afar vel bæði við frumtamningar sem og þjálfun á eldri hesti og uppskar hann ávöxt erfiðisins þennan dag með því að hreppa flest þau verð- laun sem í boði voru. Þess má jafn- framt geta að Jón Óskar lauk námi í Reiðmanninum fyrir ári síðan en fyrir tveimur árum bar hann sigur úr býtum í keppninni um Reynis- bikarinn og hefur því náð að festa hönd á alla farandgripi skólans í hrossaræktaráföngum. Tímarit hestamanna, Eið- faxi, veitti jafnframt viðurkenn- ingu þeim nemenda sem skarað hafði fram úr í hestatengdu bók- legu námi búfræðibrautarinnar. Að þessu sinni var það Arna Silja Jó- hannsdóttir sem hlaut Eiðfaxabik- arinn. Að lokum voru veitt framfara- verðlaun Reynis, sem gefin eru af hestamannafélagi nemenda við LbhÍ í minningu Reynis Aðal- steinssonar, fyrrum kennara við skólann og frumkvöðuls í reið- kennslu hér á landi. Að þessu sinni var það Ingvi Þór Bessason sem hlaut þessa verðskulduðu viður- kenningu sem veitt er þeim nem- enda sem þótt hefur sýna hvað mestar framfarir í náminu. mm/bss/ Ljósm. iss Nemendur sér og sínum til sóma á Skeifudeginum Efstu fimm í keppninni um Gunnarsbikarinn. Nemendur ásamt Sigvalda kennara sínum. Jón Óskar Jóhannesson á Eld frá Gljúfri, sigurvegari í keppninni um Gunnars- bikarinn. CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Allt í gleri ÚTI OG INNI M ynd: Josefine Unterhauser

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.