Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Dagskrá hefst kl. 14.30 Kynnir: Kristín G. Ólafsdóttir stjórn SDS Ræðumaður: Geirlaug Jóhannsdóttir Skemmtikraftar: Guðrún Gunnars og Jogvan Gestum er boðið uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni Félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru hvattir til að fjölmenna S K E S S U H O R N 2 01 5 1. MAÍ Í BÚÐARDAL 2015 Stéttarfélag Vesturlands og Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu standa saman að samkomu í Dalabúð, Búðardal á baráttudegi verkalýðsins. Fjölbrautaskóli Vesturlands Námsframboð fyrir fullorðna á haustönn 2015 Nám á sjúkraliðabraut, í húsa- og húsgagnasmíði, í vélvirkjun og í meistaraskóla Námið er blanda af staðbundnum lotum utan dagvinnu- tíma og fjarnámi. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans ásamt umsóknareyðublaði. Fjölbrautaskóli Vesturlands www.fva.is Sími: 433-2500 Myndlistarmaðurinn Smári Jónsson á Akranesi opnar sýningu í Vitakaffi á degi verkalýðsins. Sýningin verð- ur opin klukkan 16-18 föstudaginn 1. maí og verður síðan opin á opn- unartíma Vitakaffis til 31. maí. Á sýningunni sem heitir „Dagur kem- ur - dagur fer“ verða þrettán mynd- ir sem Smári hefur málað á þessu og síðasta ári. „Mér er hugleikin birta sólarinnar á hinum ýmsu tím- um dagsins og birtist það í flest- um myndanna á sýningunni. Ýmist sem raunveruleiki eða mín túlkun á þessu skemmtilega viðfangsefni,“ segir Smári í tilefni sýningarinn- ar. Hann hefur áður haldið nokkr- ar einkasýningar, þar af tvisvar sinn- um sýnt á Akranesi, sem og á Hót- el Jökli í Nesjum við Hornafjörð. Smári hefur einnig sýnt í Borgar- nesi og á Café Mílanó í Reykjavík. Smári er matreiðslumaður að mennt en byrjaði að mála vegna heilsubrests árið 1993. Hann nam í Myndlistarskóla Mosfellsbæj- ar 2010-2012 og hefur einnig sótt námskeið í listmálun þess utan. Smári tilheyrir listahópi sem kallar sig Mosi og hefur hist reglulega og málað saman. Nýlokið er sýningu hópsins í Safnaskálanum á Akra- nesi. þá Smári við eina myndina sem verður til sýnis í Vitakaffi. Smári sýnir í Vitakaffi Dimmisjón útskriftarnema við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi fór fram í gær fyrir fullum sal skól- ans. Að venju var á gamansaman hátt fjallað um ýmsar uppákom- ur á önninni sem nú er að ljúka. Útskriftarnemar brugðu sér ým- ist í gervi Svamps Sveinssonar eða krossfisksins Péturs og skemmtu sjálfum sér, samnemendum og starfsfólki skólans. kgk Dimmisjón í FVA Nafn: Sigrún Lilja Einarsdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Bú- sett á Bifröst í Norðurárdal. Starfsheiti/fyrirtæki: Lektor við Háskólann á Bifröst. Áhugamál: Margvísleg, eink- um lestur bóka af ýmsum teg- undum (bæði góðum og ,,slæm- um”), söngur, ferðalög og sitt- hvað fleira. Bridds er nýjasta áhugamálið. Vinnan en líka skemmtileg. Dagurinn: Föstudagurinn 24. apríl 2015 – hefðbundinn vinnudagur. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Hefðbundin morgun- verk við að vekja sig og sína og bíllinn hitaður upp fyrir Reykja- víkurferð dagsins. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Haframjöl með kakói og mjólk. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Akandi til Reykjavík- ur. Fyrstu verk í vinnunni: Und- irbúningur fyrir fund dagsins að Hverfisgötu 4-6. Hvað varstu að gera klukk- an 10? Yfirlestur á meistararit- gerð. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borðaði dýrindis heilsufæðis- nesti sem samanstóð af kjúklingi í Dijon-sinnepi, sætkartöflum og íslensku grasmeti. Hvað varstu að gera klukkan 14: Fundur dagsins. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Vinnudegi lauk kl. 16:00 – nokkrum tölvupóstum var svar- að og yfirferð á lokaverkefnum undirbúin. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Keyrði heim í Norðurárdalinn í faðm fjölskyldunnar. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Ég eldaði að þessu sinni – kvöldmatur með ítölsku ívafi; tómatspaghettí með ferskri ba- silliku og parmesan-osti (í miklu uppáhaldi hjá yngri kynslóðinni á heimilinu). Hvernig var kvöldið? Saman- stóð af andartaksafslöppun og aðeins meiri vinnu. Hitti að- stoðarkennara minn og við lögðum drög að yfirferð loka- verkefna. Hvenær fórstu að sofa? Um miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Tók nokkur briddsspil á netinu – það róar hugann. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Hvað það var óskap- lega gott að koma heim í Norð- urárdalinn úr ys og þys höfuð- borgarinnar. Eitthvað að lokum? Ætli þetta sé ekki bara orðið nokkuð gott. Dag ur í lífi... Lekstors á Bifröst

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.