Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Fótboltinn í sumar Í vetur hafa nokkrir ungir strák- ar fengið tækifæri í Skagaliðinu í fótbolta. Þar hefur ekki síst verið að standa sig vel Albert Hafsteins- son sem hefur komið mjög vel út í miðjuspilinu hjá ÍA. Albert hefur yfirleitt verið í byrjunarliðnu eft- ir áramótin og meðal annars skorað þrjú mörk í leikjunum. „Ég var ekki í æfingahópnum hjá meistaraflokki fyrir áramótin en til að byrja með eftir þau fékk ég að æfa með meist- araflokknum einu sinni í viku. Það var að ganga vel svo fljótlega var ég tekinn inn í meistaraflokkinn,“ segir Albert. Þegar hann er spurður hvort hann eigi von á því að verða í byrj- unarliðinu í fyrsta leik á móti Stjörn- unni svarar Albert: „Ég hef verið í byrjunarliðinu í þessum leikjum að undanförnu. Það er erfitt að segja með byrjunarlið í fyrsta leik. Þjálf- arinn getur einn svarað því, en það væri mjög gaman að fá að byrja.“ Breiddin mikil á miðjunni Albert segir að fótboltinn hafi allt- af verið sitt áhugamál. Hann byrj- aði snemma að æfa og spilaði oft upp um aldursflokk í gegnum yngri flokkana. Hann er enn gjaldgengur í öðrum aldursflokki, verður 19 ára í júnímánuði. „Ég hef alltaf leikið á miðjunni eins og ég hef gert núna með Skagaliðinu í Lengjubikarn- um. Ég var fyrst tekinn inn í meist- araflokkinn seint á tímabilinu 2013 þegar Þorvaldur Örlygsson tók við eftir slæmt gengi framan af móti og liðið var í fallbaráttu. Ég spilaði ekk- ert þá og var svo í hópnum í nokkr- um leikjum síðasta sumar en fékk heldur engin tækifæri þá.“ Spurður hvort það verði ekki erfitt að halda sæti á miðjunni í liði Skagamanna svarar Albert: „Jú, breiddin hjá okk- ur er talsverð á miðjunni og það eru að minnsta kosti fimm leikmenn sem geta skilað þessari stöðu vel og sumir hafa reynslu af því að spila í efstu deild.“ Albert segir mikinn mun á andan- um í hópnum núna en þegar hann kom inn í hann fyrst 2013. „Það er miklu meira sjálfstraust í liðinu núna og góður andi, mjög skemmti- legt. Við erum einmitt nýkomnir úr skemmtilegri æfingaferð til Dan- merkur. Æfðum þar við góðar að- stæður hjá Nordsjælland, félaginu sem Ólafur Kristjánsson þjálfar. Það undirbjó okkur fyrir að fara út á gras og núna þessa dagana eru við að fara út úr höllinni og æfa á æfingasvæð- inu,“ segir Albert. Gæti ekki verið betri byrjunarleikur Þegar Albert er spurður hvort hann sé spenntur fyrir fyrsta leik, seg- ist hann að sjálfsögðu vera það. „Þetta getur ekki verið betra núna að fá Íslandsmeistarana í heimsókn strax í fyrsta heimaleik og allt sem því fylgir, meira að segja sjónvarps- leikur. Við spiluðum mjög vel á móti Stjörnunni í Lengjubikarnum og þótt það sé allt annað að mæta þeim úti á grasi í Íslandsmóti þá væri gaman að við gætum endurtek- ið það. Fyrst og fremst verður það takmarkið hjá okkur að halda okkur í deildinni og festa liðið þar í sessi. Við tökum svo bara einn leik í einu og sjáum hvað það skilar okkur. Ég vil hvetja alla til að mæta vel á völl- inn í sumar og styðja vel við bakið á okkur,“ segir ungliðinn Albert Haf- steinsson. þá Væri gaman að fá að byrja í fyrsta leik Albert Hafsteinsson er að fá sína eldskírn með Skagaliðinu. Á Akranesi eins og í fleiri bæjum á landinu, þar sem knattspyrnan er í hávegum höfð, eru sérfræðingarn- ir víða. Mennirnir sem allt vita um fótboltann og eru tilbúnir að greina hin ýmsu atriði í leik heimaliðsins. Muna líka tímana tvenna margir hverjir. Á Akranesi er hópur manna sem gjarnan hittist á kaffistofunni hjá vallarverði fyrir æfingar meist- araflokksins. Í þessum hópi er með- al annars gamlir máttarstólpar í Skagaliðum, allt aftur til gullald- arliðs og menn sem höfðu lykil- hlutverkum að gegna hjá Skagalið- inu. Þarna er meðal annars nudd- ari Skagaliðsins til fjölda ára Björg- vin Hjaltason, Helgi Björgvins- son sem var í einu gullaldarliðinu og þeir Þröstur Stefánsson og Jón Gunnlaugsson sem voru leiðtogar í Skagaliðinu á sjöunda og áttunda áratugnum. Dyggir stuðningsmenn Skagaliðsins eru líka í þessum spek- ingahópi. Kjartan Finnsson sem því miður var ekki mættur þennan dag sem blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni og Guðmundur Skarphéð- insson. Liðin tíð að nýliðar verði meistarar Þeir voru frekar varkárir í spán- um sérfræðingarnir í vallarhús- inu. Helgi Björgvinsson var þó á því að liðið gæti hæglega orðið um eða fyrir ofan miðja deild. Jón Gunnlaugsson taldi að byrjunin myndi miklu ráða með gengi liðs- ins í sumar. Guðmundur Skarphéð- insson sagðist halda að Skagaliðið væri brothætt og því gæti brugðið til beggja vona. Björgvin Hjaltason þorði engu að spá og virtist ekkert sérstaklega bjartsýnn fyrir sumarið. Þröstur Stefánsson sagðist hafa trú á að liðið næði að halda sér í deild- inni. „Taktu eftir að núna tölum við um liðið haldi sér í deildinni. Það er reyndar svolítið andstætt því sem oft hefur verið hérna á Skaganum. Yfirleitt hafa menn ekki verið sáttir nema vera í toppbaráttunni en það eru breyttir tímar. Núna þarf tíma til að byggja upp meistaralið. Við vitum að það gerist ekki núna að nýliðar í deild verði meistarar, eins og gerðist hjá okkur þegar Skaga- liðið var nýkomið upp um deild 1992 og var nærri búið að gerast 1969,“ rifjar Þröstur upp. Búnir að spila saman í tíu ár Þá kom fótboltasagnfræðingur- inn Jón Gunnlaugsson til skjal- anna. „Já, það munaði litlu 1969 en Keflvíkingar voru sterkari á enda- sprettinum. Svo hefur það líka oft gerst að lið sem vinnur allt á undir- búningstímabilinu er hætt við falli. Eins og gerðist hjá Skaganum 1968 þegar allt vannst og ÍA burstaði KR rétt fyrir mót,“ sagði Jón. En er þá ekki viss hætta núna þegar vel hef- ur gengið í æfingaleikjunum hjá ÍA, spyr blaðamaður. En þá er Jón fljót- ur að benda á að það hafi ekki allt unnist núna. Skagaliðið hafi tapað fyrir KR, FH og Breiðabliki í æf- ingaleikjunum. „En auðvitað eig- um við að vera með gott lið núna. Þessir strákar eru margir hverjir búnir að spila saman í tíu ár,“ var svo niðurstaða sérfræðingahópsins þegar búið var að kryfja málin til mergjar. þá Spekingarnir sem spá í spilin í vallarhúsinu Sérfræðingarnir Björgvin Hjaltason, Jón Gunnlaugsson, Þröstur Stefánsson, Helgi Björgvinsson og Guðmundur Skarphéðinsson. „Það verður fullt að gera dagana fram að móti en við erum með harðsnúinn hóp stuðningsmanna sem hjálpar okkur. Mikil spenna er í loftinu og tilhlökkun hjá fólki. Það verður frábært að fá Íslands- meistarana í heimsókn strax í fyrsta leik, flott lið og frábært stuðnings- mannalið. Við ætlum líka að gera okkar til að mæta þeim sterkir bæði á vellinum og í stúkunni. Ætlun- in er að skapa þjóðhátíðarstemn- ingu í kringum leikinn með skrúð- göngu stuðningsmanna Skagaliðs- ins frá Safnaskálanum á völlinn. Ég hvet stuðningsmenn Skagaliðs- ins að taka þátt í því,“ segir Har- aldur Ingólfsson framkvæmdastjóri KFÍA. Þegar blaðamaður Skessu- horns hitti hann í íþróttamiðstöð- unni á Jaðarsbökkum í síðustu viku var allt á fullri ferð í undirbúningi fyrir komandi tímabil í Pepsídeild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Verðum að stíga skref upp á við Spurður um væntingar til komandi keppnistímabils hjá Skagamönn- um í Pepsídeildinni segist Haraldur hóflega bjartsýnn eins og í fyrra. „Í fyrra var ég í fyrstu efins um að tak- markið myndi nást, að við næðum að endurheimta strax sæti í efstu deild. Síðan náði Gulli þjálfari að móta flotta liðsheild. Núna er von- andi að hver og einn leikmaður og liðið í heild taki skref upp á við og bæti sig frá síðasta sumri. Það þarf þess ef liðið á að eiga möguleika í Pepsídeildinni. Fyrst og fremst verður þetta spurningin hjá okkur að halda sætinu og ná að festa okk- ur í sessi í efstu deild. Hvort við lendum í sjöunda eða tíunda sæti skipti þar ekki höfuðmáli,“ segir Haraldur. Hann segir að vissulega hafi hópurinn verið styrktur frá síð- asta ári og það komi eflaust til með að efla liðið. „Við fengum tvo út- lendinga sem hafa komið ágætlega inn í liðið og Ásgeir Marteinsson á kantinn sem Gulli þekkir frá því hann þjálfaði HK. Annars er hóp- urinn af stórum hluta Skagastrákar. Liðið hefur staðið sig vel á undir- búningstímabilinu og sýndi yfirleitt góða spilamennsku í Lengjubikarn- um. Það út af fyrir sig er gott og eflir sjálfstraustið, en þegar út í al- vöruna er komið í byrjun Íslands- móts þá vegur gengið í vorleikjun- um í sjálfu sér ekki þungt.“ Þriðjungur af fjárlögum stærri félaganna Meðal stærri verkefna fram- kvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA er umsjón með fjármálunum. Það kostar mikla peninga að halda úti liði í efstu deild í fótbolta á Ís- landi í dag. Eins og síðustu ár er það Norðurál sem er aðalstyrktar- aðili ÍA í fótboltanum. „Norðurál er að hjálpa okkur mjög mikið og sá samningur er út 2017. Við erum með fjölmarga styrktaraðila sem eru að hjálpa okkur, bæði fyrirtæki og einstaklinga. Það kostar jú mikla peninga að halda úti liði í Pepsí- deildinni. Við reiknum með að það verði 65-70 milljónir í ár þeg- ar allt er talið. Mér skilst að það sé þó ekki nema þriðjungur af því sem stærri félögin; FH, KR og Stjarnan eru að leggja í útgerð sinna karla- liða á komandi Íslandsmóti. Þann- ig að fjárhagslegur munur er mikill milli liðanna sem hafa undanfarin ár tekið þátt í Evrópukeppnum og hinna,“ segir Haraldur Ingólfsson. þá Hóflega bjartsýnn eins og í fyrra Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.