Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
Mynd af sönnum manni geymist - meðan nokkurt líf er til
Vísnahorn
Af þeirri reynslu sem mér
hefur áskotnast í nokk-
urra ára basli við vísna-
þáttaskrif hef ég dregið þá ályktun að hvað
sem hver og einn er nú dómbær á vísur og
kveðskap þá séu menn alltaf síður dómbær-
ir á sinn eigin kveðskap en annarra. Hitt get-
ur brugðið til beggja vona hvort menn ofmeta
hann eða vanmeta. Jónas Tryggvason varð
fyrir því að týna ljóði sem hann hafði ort og
því fór sem fór:
Ég skrifað hafði lítið ljóð
á lúið pappírsblað
en þótti í engu um það vert
og ekkert skeytti um það.
Svo týndist þetta litla ljóð
og lagðist gleymsku í,
en hending síðar örfá orð
mér aftur færði úr því.
Þá fann ég þessi fáu orð
úr fyrnsku endurheimt
mér voru ei lengur lítils verð
þótt ljóðið væri gleymt.
Nú vildi ég gefa gull mitt allt
að gjaldi í kvæðis stað.
Mér finnst ég hafi aldrei ort
neitt annað ljóð en það.
Sumir skáldmæltir menn verða líka mjög
uppteknir af eigin ágæti og viðkvæmir fyrir því
ef það er dregið í efa. Um einn slíkan kvað Jón
Hafsteinn Jónsson:
Undarleg ósköp að fæðast,
auðvaldsins leigupenni,
leirskáldsins kufli að klæðast
og kalla sig ofurmenni,
vita sér skopið skæðast
sem skrápvarið hold þá brenni.
Næsta vísa hefur greinilega ekki gleymst í
heimsins hrærigraut en þrátt fyrir það hef ég
ekki hugmynd um hver fékk þessa notalegu
kveðju frá Olla á Hjaltabakka:
Þó að eitt og annað gleymist
og enginn viti á neinu skil.
Mynd af sönnum manni geymist
meðan nokkurt líf er til.
Seint fyrnast ástir var stundum sagt en það
gengur nú á ýmsu með það sem fleira. Einu
sinni hitti Þorvaldur gamla vinkonu sina, sem
tók honum ekki sem best þó áður hefðu við-
brögðin verið önnur. Þá kvað Þorvaldur:
Lífsnautnanna leynistig
léttum rann ég fæti.
En nú vill Anna ofan á sig
engin mannalæti.
Póstþjónustan hjá okkur vesölum mönnum
er nú svona og svona og hefur svo lengi verið.
Sá sæli og frómi Lúðvík Kemp kvað um Guð-
mund á Þorbjarnarstöðum Skagapóst:
Pósturinn er svifinn að sunnan
séð hef ég hann aldrei eins þunnan.
Belgdur upp af bindindisræðum.
Bölvandi öllum veraldar gæðum.
Pósturinn er enn kominn austan
í illviðrum og djöfulskap braust´ann.
Út á Skaga í andskotans hríðum
ófullur á margspengdum skíðum.
Pósturinn er nýkominn norðan
nægan hefur skemmtana forðann.
Áður fyrr hann átti á Skaga
yndislega hérvistar daga.
Pósturinn er vikinn að vestan
viðurkennir Táradal beztan,
sem er bráðum allur í eyði
orðinn fyrir skaparans reiði.
Væntanlega hefur það einnig verið sami
póstur sem Kemp kvað um:
Fé í haga hamrammur
hríðar bagar gjóstur,
um götur slagar gunnreifur
Gvendur Skagapóstur.
Jafnt póstar sem aðrar lífverur eiga það sam-
eiginlegt að dauðinn verður aldrei umflúinn.
Um dauða og pínu hagamúsarinnar kvað Gísli
Ásgeirsson í orðastað kattar síns en í stíl séra
Hallgríms heitins sáluga:
...allt eins og músin eina
út hleypur kát um grund
flekkar ei hjartað hreina
hana að elta um stund
fjell hún þar feit í valinn
fannst mjer það eigi skítt
þó vel sé á Viskas alinn
vil ég fá ketið nýtt.
Ýmsir hafa líka spreytt sig á vísum, þar sem
erlend mannanöfn eru höfð sem rímorð. Hér
er ein af þeirri gerðinni:
Cordell Hull er horfinn öld
og himnaböllin sækir.
Foster Dulles fékk hans völd
og fyrir skröllin krækir.
Nú man enginn lengur þessa frægu fíra en
þetta voru þekktir bandarískir stjórnmálamenn
á sinni tíð og líklega báðir ráðherrar um hríð.
Annars eru nú aðrir mér fróðari um bandarísk
stjórnmál en Ameríkanar fundu líka upp nýja
reikningsaðferð á sínum tíma. Þeim sem voru
aldir upp við að kunna margföldunatöfluna aft-
urábak og áfram þóttu mengjafræðin stórskrít-
in stærðfræði. Einn af þeim var Örn Snorrason
og kvað um þau fræði:
Þjóðir stórar þrá að komast til mánans,
og þar er kappið á lagt.
Senn við lítum baksvipinn einhvers bjánans,
sem brunar þangað í frakt,
enda eru þeir lengi,
að amstra við djöfuls mengi.
Mér finnst betra að gera jörðina góða,
hvar gæfan ei víða býr.
Ég gef fjandann í hamagang þessara þjóða,
og það sem upp á þeim snýr,
og ekkert úrskeiðis gengi,
ef enginn lærði neitt mengi.
Við Íslendingar ei fáum að lifa í friði,
fyrir þessari kvöl.
Fjárans mengið sveimar á hverju sviði,
sveitar- og héraðsböl.
Heiðursmaður sig hengi,
ég held það verði út af mengi.
Hinir gömlu íslensku bragarhættir voru
nefndir ýmsum nöfnum og þar á meðal var
gagaravilla. Jón Ingvar Jónsson bjó til nýjan
bragarhátt sem nefndist Kynvilla (óbreytt gag-
araljóð):
Sólið skín á ljótan land,
lifnar dáið gróðrið við,
geislin þíða gulan hland,
gefur vetrið ljúfa frið.
Ætli hér sé ekki nóg komið og þó fyrr hefði
verið.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715.
dd@simnet.is
Á föstudaginn var opnuð í and-
dyri Tónlistarskólans á Akranesi
ljósmyndasýning nemenda ung-
lingadeilda Brekkubæjarskóla og
Grundaskóla. Myndirnar eru af-
rakstur úr ljósmyndavali sem
kennt hefur verið í grunnskól-
unum á Akranesi í vetur. Sýning-
in stendur til 5. maí. Það voru
þeir Gunnar Viðarsson og Jónas
H Ottósson, félagar í áhugaljós-
myndarafélaginu Vitanum, sem
leiðbeindu ungmennunum. Verk-
efnið var samstarf Vitans og skól-
anna en Menningarráð Vestur-
lands styrkti það.
Jónas H Ottósson lögreglumað-
ur er jafnframt kennari að mennt
og virkur félagi í Vitanum. Hann
segir hugmyndina að bjóða upp
á námskeið hafi kviknað í fyrra
þegar áhugaljósmyndarar voru
að velta því fyrir sér hvernig þeir
gætu miðlað af þeirri reynslu sem
þeir sjálfir hafa aflað. Ákveðið hafi
verið að fara með fræðslu þessa
inn í grunnskólana og boðið upp á
ljósmyndun sem valáfanga. Loka-
verkefnið hafi síðan verið að hver
nemandi sendi inn fimm til tíu
myndir. Jónas og Gunnar völdu
síðan út tvær myndir frá hverj-
um nemanda og sett var upp ljós-
myndasýning. Jónas segir að kom-
ið hafi í ljós gríðarlegir hæfileik-
ar hjá unga fólkinu í ljósmyndun,
bæði í mynduppbyggingu og því
að fanga skemmtileg augnablik.
„Ég hreinlega fylltist mikilli gleði
þegar ég sá árangurinn. Krakkarn-
ir voru mjög áhugasamir og alls
voru það 23 sem luku áfangan-
um. Margar stórgóðar myndir má
finna á sýningunni,“ sagði Jónas.
mm
Sýna afrakstur ljósmyndanámskeiðs í grunnskólunum
Myndað, spáð og spkúlerað á námskeiðinu. Nemendur fóru út í náttúruna til að mynda og afla efnis til að vinna með. Hér eru
nokkrir þeirra á klettunum milli vitanna á Breið.
Frá opnun sýningarinnar á föstudaginn. Gunnar Viðarsson og Jónas H Ottósson.