Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
Um 300 manns mættu á sýningar-
opnun og tónleika í Safnahúsinu í
Borgarnesi á sumardaginn fyrsta
í tilefni af 100 ára kosningaafmæli
kvenna. Kolfinna Jóhannesdóttir
sveitarstjóri Borgarbyggðar flutti
ávarp og nemendur Tónlistarskóla
Borgarfjarðar fluttu frumsam-
in verk sem þeir hafa samið í vet-
ur undir handleiðslu kennara sinna.
Efniviður tónverkanna voru textar
eftir fjórar konur frá Ásbjarnar-
stöðum í Stafholtstungum.
Hátíðin var afrakstur víðtæks
samstarfs á milli Safnahúss, Tón-
listarskólans, Skorradalshrepps og
Hvalfjarðarsveitar auk fjölskyldna
kvennanna fimmtán sem sýning-
in Gleym þeim ei fjallar um, en
sú sýning hefur verið lengi í und-
irbúningi og var opnuð sama dag.
Þetta er í þriðja sinn sem Safnahús
og Tónlistarskólinn vinna saman
að því að kynna borgfirskan menn-
ingararf og efla listræna sköpun
ungs fólks og stýrðu Guðrún Jóns-
dóttir forstöðumaður Safnahúss og
Theodóra Þorsteinsdóttir skóla-
stjóri Tónlistarskólans dagskránni.
Metþátttaka var að þessu sinni því
alls voru 18 lög frumflutt og komu
um 30 nemendur að flutningnum.
Sýningin Gleym þeim ei verður
opin virka daga frá 13.00-18.00 og
frá 1. maí alla daga 13.00-17.00 (til
1. sept. þá tekur vetraropnun aftur
við). Opið verður einnig á öðrum
tímum eftir samkomulagi. Hefti
með ljóðum Ásbjarnarstaðakvenna
verður áfram fáanlegt í Safnahús-
inu auk bókar með fróðleik um
konurnar fimmtán.
mm/gj/ Ljósm. Elín Elísabet Ein-
arsdóttir.
Fjölmenni á hátíðardegi
kvenna í Safnahúsi
Tvær stúlkur úr hópi nemenda Tónlistarskólans.
Hópur aðstandenda Ingigerðar Kristjánsdóttur sem er ein kvennanna fimmtán.
Þegar nöfn kvennanna á sýningunni Gleym þeim ei voru nefnd réttu aðstand-
endur þeirrra upp hönd og mátti sjá að minning þeirra lifir.
Hlutfall kvenna hefur aldrei fyrr en
nú verið jafn hátt hér á landi í hópi
blaða- og fréttamanna. Af fullgild-
um félagsmönnum í félögum blaða-
og fréttamanna við lok síðasta árs
var hlutfall kvenna tæpt 43%. Af
samanlögðum félagmönnum beggja
félaga voru konur 250 á móti 337
körlum. Við síðustu áramót voru
fullgildir félagsmenn í Blaðamanna-
félagi Íslands og Félagi fréttamanna
samtals 587. Þar af voru félagsmenn
Blaðamannafélagsins 533, en félagar
Félags fréttamanna, sem fréttamenn
Ríkisútvarpsins einir eiga aðild að,
54 að tölu. Fullgildum félagsmönn-
um í báðum félögum hefur fækk-
að nokkuð á undanförnum árum.
Fullgildum félagsmönnum Blaða-
mannafélagsins hefur fækkað um
105, eða 16%, frá því að þeir voru
flestir árið 2006. Svipaða sögu er að
segja um Félag fréttamanna, en þar
hefur fullgildum félögum fækkað
um 21, eða um 28%, frá því að þeir
voru flestir árið 2007. mm
Konur aldrei fleiri í hópi blaða- og fréttamanna
Nokkrir af helstu fjölmiðlum landsins.
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Við viljum jöfnuð
Það er staðreynd að þeim samfélögum vegnar best
þar sem jöfnuður er mikill. Það er allra hagur að lág-
og meðallaun séu hækkuð myndarlega í komandi
kjarasamningum.
Til hamingju með daginn!
Vertu með!
Hólaskóli - Háskólinn á Hólum
Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur
Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is
Íslensk ferðaþjónusta þarfnast
menntaðs fólks sem kann vel til verka
Í Háskólanum á Hólum er í boði fjölbreytt
og hagnýtt nám á sviði ferðamálafræði
og viðburðastjórnunar.
Umsóknarfrestur er til 5. júní 2015
w
w
w
.h
ol
ar
.i
s
n
ýp
re
n
t
0
3
/2
0
15
Háskólasamfélag með langa sögu
Hólar í Hjaltadal er í senn mikill
sögustaður og útivistarparadís.
Háskólinn á Hólum er lítill en
öflugur háskóli sem sinnir kennslu
og rannsóknum á sviði ört
vaxandi atvinnugreina.