Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Hvaða sæti spáir þú ÍA liðinu í Pepsídeildinni? Spurning vikunnar Sigrún Ríkharðsdóttir: Kannski er ég bjartsýnni en margir aðrir. Ég ætla að spá þeim fimmta sætinu. Hörður Helgason: Það verður sjöunda sætið núna, fimmta sætið á næsta ári og svo á toppnum næstu þrjú þar á eftir. Pétur Ottesen: Það verður sjötta sætið í sumar. Jörfagleði, vorhátíð Dalamanna, var haldin í sumarbyrjun. Hún hófst á sumardaginn fyrsta og stóð fram á sunnudag. Að sögn Valdísar Gunnarsdóttir verkefnisstjóra fyr- ir hátíðinni var mikið fjör og há- tíðin vel heppnuð. Hápunktur var að hennar sögn tónleikar í Dala- búð að kvöldi sumardagsins fyrsta. Þar söng Hanna Dóra Sturludótt- ir ásamt hljómsveitinni Salon Isl- andus. Um létta sveiflu var að ræða og dægurmúsík á seinni hluta tón- leikanna. Tónleikagestir skemmtu sér mjög vel og risu úr sætum sín- um til að láta þakklæti sitt í ljósi. Mikið fjör var einnig á öðrum dag- skrárliðum eins og til dæmis í Dala- koti á föstudagskvöld þar sem uppi- standarinn Sigurður Sólmundsson vakti mikla lukku. Þrúður heiðruð Hátíðin byrjaði með firmakeppni hestaeigandafélags Búðardals í há- deginu á sumardaginn fyrsta. Setn- ing Jörfagleðinnar var síðan í Dala- búð eftir hádegið. Jóhannes Hauk- ur Hauksson, oddviti Dalabyggð- ar setti hátíðina. Þrúður Krist- jánsdóttir fyrrverandi skólastjóri var heiðruð fyrir frábært og óeig- ingjarnt starf í þágu samfélagsins. Þrúður hefur starfað mikið að ýms- um félagsmálum í gegnum tíðina, t.d. á vettvangi kirkjunnar en ekki síst fyrir félag eldri borgara. Börn á yngsta stigi Auðarskóla sungu líka nokkur lög við setninguna. Á föstu- dag var leiksýningin „Öfugu meg- in uppí“ frá leikdeild Grettis úr Húnaþingi vestra á dagskrá í Dala- búð sem og uppistand og diskótek í Dalakoti. Á laugardag var fjölbreytt dagskrá. Meðal annars skemmtun í Dalabúð þar sem safnað var fyr- ir hljóðkerfi. Að erlendri fyrirmynd gekk þar samskotskistill á milli gesta sem skilaði sínu. Tónleikar voru með KK á sveitasetrinu Vogi á Fellsströnd um kvöldið og dans- leikur með Stuðlabandinu í Dala- búð. Dagskrá Jörfagleðinnar þetta árið endaði síðan með flóamark- aði í björgunarsveitarhúsinu og spurningakeppni í Dalabúð. Firmakeppni hesta- eigandafélagsins Eins og áður segir hófst Jörfa- gleðin með firmakeppni Hesta- eigandafélags Búðardals. Liðlega 30 keppendur mættu til leiks. Kalt var í brekkunni þetta árið og blés vel um knapa og gesti sem mættu á þennan skemmtilega og árvissa viðburð. Sigurður Bjarni Gilberts- son stýrði keppninni úr dómpalli og í dómarabílnum sátu þrjár gal- vaskar og dæmdu gripi og menn en það voru Sigríður Árnadótt- ir, Kristín Kristjánsdóttir og Edda Tryggvadóttir. Fjöldi fyrirtækja og annarra velunnara keyptu firma og styrktu framtakið og þakkar stjórn félagsins öllum styrktarað- ilum kærlega fyrir veittan stuðn- ing. Einnig þakkar stjórn öllum knöpum, áhorfendum, dómurum og starfsfólki fyrir flotta keppni og góðan dag. Helstu úrslit í firmakeppninni voru: Í pollaflokki kepptu átta og allir fengu verðlaun. Í barnaflokki var einn keppandi, Birta Magn- úsdóttir á Frey frá Stokkseyri sem keppti fyrir Debet-kredit hf. Í kvennaflokki voru níu keppendur. Þar var í fyrsta sæti Margrét Guð- bjartsdóttir á Þór frá Miklagarði sem kepptu fyrir Leifsbúð. Í öðru sæti var Carolin Baare-Schmidt á Fjöl frá Búðardal og kepptu fyr- ir Ræktunarbúið Spágilsstöðum. Þriðja varð Svanhvít Gísladóttir á Demanti frá Lindarholti og kepptu fyrir Margréti Guðbjartsdóttur. Í karlaflokki voru níu keppendur. Þar sigraði Björn Anton Einarsson á Emma frá Miðengi og kepptu fyr- ir Birgisás ehf. Annar varð Kristinn Guðlaugsson á Glimra frá Svarfhóli og kepptu fyrir Ferðaþjónustuna Stóra-Vatnshorni. Þriðji varð svo Arnar Þór Ólafsson á Freyju frá Skarðsá, sem kepptu fyrir Tíma- mótastóðhestinn Gný frá Svarf- hóli. þá/ss Mikið fjör á Jörfagleði Börn úr Auðarskóla sungu við setningu Jörfagleði. Ljósm. vg. Gríðarleg stemning var á tónleikunum með Hönnu Dóru Sturludóttur og hljóm- sveitinni Salon Islandus. Ljósm. vg. Á söfnunartóneikunum fyrir hljóðkerfinu í Dalabúð. Ólafur Bragi Halldórsson, Lolli, frá Magnússkógum, syngur og spilar ásamt sonum sínum þremur og eiginkonu. Þau fluttu nokkur lög við góðar undirtektir áheyrenda. Ljósm. bae. Birta Magnúsdóttir á Frey frá Stokkseyri keppti í barnaflokki. Ljósm. bae. Margrét Guðbjartsdóttir á Þór frá Miklagarði sigraði í kvennaflokki í firmakeppninni. Ljósm. bae. Björn Anton Einarsson á Emma frá Miðengi sigraði í karlaflokknum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.