Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heil-
brigðisstofnunar Vesturlands var
haldinn á Akranesi síðastliðinn
laugardag. Að loknum stuttum að-
alfundarstörfum var komið að stórri
stund hjá þessum 15 mánaða gömlu
samtökum þegar þau afhentu Heil-
brigðisstofnun Vesturlands nýtt
sneiðmyndatæki að gjöf. Fjölmenni
var viðstatt þá athöfn og augljós-
lega mikil gleði sem ríkti með
þennan stóra áfanga. Í nútíma heil-
brigðisþjónustu er sneiðmyndatæki
einfaldlega lykiltæki til greiningar á
fjölmörgum sjúkdómum og því for-
senda fyrir áframhaldandi starfsemi
með svipuðu sniði og verið hefur á
Vesturlandi. Það var Steinunn Sig-
urðardóttir formaður Hollvina-
samtakanna sem afhenti Guðjóni
Brjánssyni forstjóra tækið til eignar
og notkunar á Akranesi. Viðstadd-
ur var meðal annarra Kristján Þór
Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Margir lagt lið
Steinunn Sigurðardóttir formað-
ur hollvinasamtakanna fór ítarlega
yfir starf þeirra frá stofnun í janú-
ar 2014. Félagsmenn eru í dag 314
og koma af öllu starfssvæði HVE.
Fljótlega hafi samtökin ákveð-
ið að beita sér fyrir söfnun á fé til
kaupa á nýju sneiðmyndatæki.
Ljóst hafi verið að þar væri þörfin
brýnust. Leitað hafi verið til sveit-
arfélaga, fyrirtækja og félagasam-
taka, heilbrigðisráðuneytis og ekki
síst til einstaklinga. Almennt hafi
verið vel tekið í söfnunina en auk-
ið líf færðist í hana í fyrrahaust eft-
ir að þáverandi sneiðmyndatæki
var dæmt ónýtt. Farið var í leit að
hentugu tæki og óskað verðtilboða
frá fjórum söluaðilum. Niðurstað-
an hafi verið að kaupa tæki frá Sie-
mens sem Smith og Norland hef-
ur umboð fyrir. Tækið kostar upp-
sett um 50 milljónir króna en ríkið
fellir niður virðisaukaskatt þannig
að nettóverð er 39 milljónir króna.
Fyrir þeirri upphæð hefur nú ver-
ið safnað þannig að tækið afhend-
ist skuldlaust og uppsett. Ýmis góð-
gerðar- og félagasamtök hafa gefið
17 milljónir króna, einstaklingar
5,5 milljónir, fyrirtæki 2,5 milljón-
ir, sveitarfélög tvær milljónir, gjafa-
sjóður HVE 9 milljónir og ríkið
lagði til 15 milljónir. Fyrir öll þessi
framlög þakkaði Steinunn Sigurð-
ardóttir af heilum hug fyrir hönd
félagsins.
Komið að heilsugæslu-
stöðvunum
Steinunn Sigurðardóttir gat þess
jafnframt á aðalfundi hollvinasam-
takanna að nú tækju ný verkefni við
hjá félaginu. Ekki yrði að sinni ráð-
ist í svona stóra söfnun. Óskað yrði
eftir forgangsröðun forsvarsmanna
HVE um brýn tæki og búnað sem
vantaði. Þá væri í umræðu stjórnar
hollvina að næst yrði safnað fyr-
ir tækjabúnaði á heilsugæslustöðv-
ar HVE enda væru þær sú grunn-
stoð sem mestu skipti að efla, þær
væru næst fólkinu. Loks gat Stein-
unn þess að stefnt yrði að fjölgun
hollvina. Flestir félagsmenn væru á
Akranes- og Borgarfjarðarsvæðinu
og að jákvætt væri að þeim fjölgaði
á Snæfellsnesi, Dölum og á öðrum
starfssvæðum Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands.
Í lok aðalfundar hollvinasamtak-
anna var stjórn og fulltrúaráð þess
endurkjörið til næsta árs.
Frá heila til eyra
Þórir Bergmundsson lækningafor-
stjóri kynnti fyrir viðstöddum hvað
sneiðmyndatæki sem þetta gæti
gert. Sagði hann að nú væri tæki
af fullkomnustu gerð komið í hús
og kvaðst afar þakklátur fyrir það.
Tæki sem þetta gæti jöfnum hönd-
um myndað kvið og brjósthol, heila
og hjartastarfsemi. Jafnvel væri
hægt að mynda smáatriði í líffær-
um tengt heyrn. „Tækið er einfald-
lega hluti af nútíma læknisfræði.
Hér á Akranesi yrði óhugsandi að
taka á móti sjúkum án svona tækis
og hlutverk stofnunarinnar myndi
hratt breytast. Búnaðurinn verður
þar að auki tengdur sérfræðingum
á Landspítalanum í gegnum ljós-
leiðara og þannig geta fleiri en sér-
fræðingar starfandi á HVE komið
að t.d. sjúkdómsgreiningu.“ Loks
nefndi Þórir að til dæmis væri hægt
að auka eftirlit með krabbameins-
sjúklingum á Akranesi þannig að
þeir þyrftu ekki að leita eins mikið
suður í læknismeðferð. Loks nefndi
Þórir sem kost að með aukinni
tækni væri geislahætta að minnka af
sneiðmyndatöku og því gott að sem
nýjust tæki væru í notkun.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigð-
isráðherra ávarpaði samkomuna.
Sagði hann mikilsvert fyrir okkur
öll að hafa heilbrigðisstarfsfólk af
því kalíberi sem við ættum. Það hafi
sýnt mikinn kraft og elju á liðnum
árum. Færði ráðherra hollvinum
og öllum sem komu með einhverj-
um hætti að söfnun fyrir kaupum á
sneiðmyndatæki bestu þakkir fyrir
þeirra hlut.
Guðjón Brjánsson forstjóri HVE
veitti tækinu loks viðtöku og þakk-
aði hollvinum fyrir mikla elju sem
þeir hefðu sýnt. Með þeirra fram-
lagi yrði auðveldara að bæta heil-
brigði, lækna og líkna. Þakkaði
hann þennan mikla samtakamátt
sem samfélagið hafi sýnt. Bauð
hann viðstöddum að skoða nýja
sneiðmyndatækið og þiggja að því
loknu veitingar.
mm
Í tilefni af Degi umhverfisins 25.
apríl ákváðu nemendur Grunn-
skóla Borgarfjarðar - Hvanneyrar-
deild að leggja sitt af mörkum til
þess að passa upp á umhverfið sitt.
Þau gengu um svæðið í kringum
skólann og tíndu upp rusl sem var
þar á svæðinu. Krakkarnir stóðu sig
mjög vel og luku verkefninu sam-
viskusamlega. Hvanneyrardeild-
in hefur verið þátttakandi í Græn-
fánaverkefni Landverndar síð-
an árið 2000 og var einn af þrem-
ur fyrstu skólum lansins að byrja á
því. Á skólaslitum 4. júní 2002 fékk
skólinn fyrst afhendan Grænfána til
flöggunar og hefur hann verið end-
urnýjaður á tveggja ára fresti síð-
an. Stefnt er að því að flagga nýjum
Grænfána vorið 2016. mm/shb
Hreinsuðu svæðið kringum skólann sinn
Fjölmenni var í fundar- og matsal HVE
á Akranesi þegar aðalfundurinn fór
fram og afhending tækisins í kjölfar
hans.
Hollvinasamtök HVE afhentu nýtt sneiðmyndatæki
Nýtt sneiðmyndatæki komið á sinn stað og tilbúið til notkunar.
Steinunn Sigurðardóttir formaður hollvinasamtakanna afhendir hér Guðjóni
Brjánssyni forstjóra nýja tækið til eignar.
Frá aðalfundinum. F.v. Ásgeir Ásgeirsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sævar Freyr
Þráinsson og Skúli Ingvarsson
Kristján Þór Júlíusson ávarpaði gesti.