Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Rétt er að minna á viðburði víða á Vestur- landi 1. maí í tilefni dags verkalýðsins og um leið hvetja fólk til þátttöku í þeim. Á fimmtudag er spáð hægri austlægri átt, snjókomu eða slyddu af og til sunnanlands, annars skýjuðu með köflum og úrkomu- litlu. Frost verður 0 til 4 stig en hiti að fjór- um stigum á Suður- og Vesturlandi yfir dag- inn. Á föstudag er spáð áfram austlægri eða breytilegri átt. Él um landið austanvert en bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. Á laugardag er áfram útlit fyr- ir hæga austlæga átt, skúri eða él austan til, annars víða bjartviðri. Hiti 0 til 7 stig að deg- inum, hlýjast á suðvesturlandi. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir ákveðna austan- og norðaustanátt. Rigningu eða snjókomu með köflum austan til, en björtu með köfl- um á Suður- og Vesturlandi. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, hlýjast suðvestanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvernig sumri spáir þú?“ Svo virðist sem fólk sé ágætlega bjartsýnt með gott sum- ar. „Afburða hlýju og góðu“ sögðu 12,79%, „frekar góðu“ 27,62% og „miðlungsgóðu“ 28,39%. „Frekar slæmu“ var svar 8,44% og „köldu og votviðrasömu“ sögðu 12,79%. „Er ekki spámaður“ var svar 9,97%. Í þessari viku er spurt: Býstu við langvinnum verkföllum? Snæfellskonur í körfubolta sem vörðu glæsilega Íslandsmeistaratitilinn eru Vest- lendingar vikunnar á þessu sinni. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Veittu afreksstyrk STYKKISH: „Í tilefni þess að kvennalið Snæfells hefur náð þeim einstaka árangri að verða deildarmeistarar og Íslands- meistarar kvenna á leiktíðinni 2014 til 2015, hefur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkt að veita Körfuknattleiksdeild Umf. Snæfells afreksstyrk að upp- hæð 1.200.000 krónur.“ Þann- ig hljóðaði bókun sem kynnt var á heimasíðu Stykkishólms- bæjar í gær. „Um leið og lið- inu, þjálfara og öllum þeim sem vinna með Körfuknattleiksdeild Snæfells er óskað til hamingju með einstakan árangur, vill bæj- arstjórn þakka alla framgöngu liðsins, sem hefur glatt okkur öll og hvatt jafnt unga sem eldri til þess að styðja við kvennalið Snæfells. Liðið er einstök fyr- irmynd fyrir ungmenni í bæn- um.“ -mm Minni háttar bruni HVALFJ: Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarveitar var kall- að út í gærmorgun vegna bruna sem hafði komið upp í gröfu sem stendur í malarnámu í landi Litlu Fellsaxlar í Hvalfjarðar- sveit. Bruninn reyndist aðeins minniháttar og skemmdir litlar sem engar. -mþh Sex undir áhrifum VESTURLAND: Fjórir öku- menn voru teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkni- efna í umdæmi Lögreglunn- ar á Vesturlandi í liðinni viku. Kannabisefni í neysluskömmt- um fundust hjá tveimur þessara ökumanna og voru þau hald- lögð af lögreglu. Þá voru tveir ökumenn teknir vegna gruns um ölvun við akstur. –þá Verkfall mun hafa áhrif á akstur Strætó VESTURLAND: Komi til boðaðra verkfalla aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands falla niður ferðir á ýmsum leið- um Strætó á verkfallsdögum, en fyrsti boðaði dagurinn er á morgun, fimmtudag. Þar á meðal falla niður flestar ferð- ir frá Reykjavík til Akraness og Borgarness á leið 57. Sjá nánar á staeto.is. –mm Samþykkja styrk til Sjávarsafns SNÆFELLSBÆR: Bæjar- stjórn Snæfellsbæjar hefur sam- þykkt að veita tveggja millj- óna króna styrk til enduropn- unar Sjávarsafnsins í Ólafsvík. Skessuhorn greindi nýlega frá tillögum sem Ingi Hans Jóns- son í Grundarfirði hefur unn- ið sem ganga út á að sjávarrétta- veitingaaðstaða verði sett upp í húsakynnum Sjávarsafnsins. Líkan sem sýnir þessa hugmynd hefur staðið frammi til sýn- is á Átthagastofu Snæfellsbæj- ar. „Þetta eru mjög skemmti- legar hugmyndir og gæti orð- ið ansi fínt,“ segir Kristinn Jón- asson bæjarstjóri Snæfellsbæjar við Skessuhorn. –mþh „Starfsmenn í gjaldskýli Hval- fjarðarganga leggja niður störf frá klukkan 12 á hádegi til miðnættis á fimmtudaginn kemur, 30. apríl, þegar kemur til boðaðrar vinnu- stöðvunar Starfsgreinasambands- ins,“ segir í tilkynningu sem Spöl- ur sendi frá sér í gær, þriðjudag. „Göngin verða opin fyrir umferð en engin veggjöld innheimt á með- an. Áberandi skilti verða sett upp beggja vegna gjaldskýlis og allri um- ferð beint á ytri akreinar þar í báð- ar áttir. Innri akreinar verða lokað- ar, enda enginn þar við innheimtu. Sjálfvirkt öryggis- og eftirlitskerfi ganganna verður „á vaktinni“ eins og áður. Öryggisstjóri Spalar get- ur því fylgst með umferð og tækni- búnaði ganganna á meðan vinnu- stöðvunin varir.“ Loks segir að gera megi ráð fyrir mikilli umferð í göngunum síðdegis á fimmtudag, enda löng helgi framundan. „Spöl- ur beinir því sérstaklega til vegfar- enda að sýna varúð og tillitssemi í umferðinni í göngunum sjálfum og á svæðinu við gjaldskýlið.“ Hrýs hugur við hugmyndinni Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akranes segir að öryggi bílferðalanga sé ógnað með því að hafa Hvalfjarðargöng opin og gjaldfrjáls á fimmtudag á með- an starfsmenn gjaldskýlis Spalar eru í verkfalli. „Grafalvarlegt,“ skrifaði Vilhjálmur á Facebook-síðu sína í gær þegar ákvörðun Spalar lá fyrir. „Í neyðar- og viðbragðsáætlun sem gildir fyrir Spöl í Hvalfjarðargöng- um kemur skýrt fram að það er ófrá- víkjanleg krafa að starfsmenn Spalar hafi Tetra-talstöð og að gjaldskýlið sé aldrei skilið eftir mannlaust,“ skrifar Vilhjálmur og kallar eftir viðbrögð- um Vegagerðarinnar við því ef Spöl- ur ætli ekki að uppfylla neyðaráætlun ganganna. Vilhjálmur segir að sag- an hafi sýnt að það skipti sköpum að starfsmenn grípi til skjótra viðbragða þegar óhöpp eiga sér stað í göngun- um. „Hver mínúta getur skipt máli hvað það varðar. Nánast í hverri ein- ustu viku þurfa starfsmenn Spalar að aðstoða vegfarendur vegna óhappa sem verða í göngunum, meðal ann- ars að draga bilaðar bifreiðar upp og annað slíkt. Það kemur líka fyrir að starfsmenn Spalar þurfi að bregðast hratt við fyrir sjúkraflutningabíla í neyðarakstri og er þá göngunum lok- að til að sjúkrabifreiðar hafi greiðan aðgang í gegn en það er ljóst að þeg- ar enginn verður í gjaldskýlinu verð- ur slíkri þjónustu ekki til að dreifa. Ég tala af reynslu fyrir mikilvægi þess að öryggismál séu í lagi í göng- unum enda vann ég hjá Speli í sex ár áður en ég tók við formennsku í Verkalýðsfélagi Akraness.“ Vilhjálm- ur skrifar að Spölur sé nú bæði á gráu svæði varðandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur um leið og fyrirtækið ógni öryggi vegfarenda. mm/mþh Verkfræðifyrirtækið VSÓ ráðgjöf hefur skilað til Akraneskaupstað- ar skýrslunni „Lyktarmengun frá fiskþurrkun HB Granda. Meng- unarvarnir.“ Þessi skýrsla var unn- in að beiðni bæjaryfirvalda í ljósi fyrirhugaðrar stækkunar á vinnslu- húsnæði Laugafisks í bænum en fyrirtækið er í eigu HB Granda. Íbúar í grennd við fiskþurrkun- arverksmiðju Laugafisks hafa um margra ára skeið kvartað undan lyktarmengun frá verksmiðjunni sem hefur starfað á Breið á Akra- nesi síðan 2003. Mátu varnir gegn mengun Markmiðið með gerð skýrslu VSÓ var að meta þær mengunarvarn- ir sem HB Grandi hyggst koma upp til að draga úr lyktarmeng- un verði af stækkun og endurbót- um á Laugafiski. Í dag fer vinnsl- an fram á tveimur stöðum en fyr- irhugað er að sameina allt vinnslu- ferli fyrirtækisins á einn stað og undir einu þaki. Þannig mun hrá- efnið fara inn í vinnsluhús og í gegnum framleiðsluferil út í lok- aðan gám án þess að koma nokkru sinni út undir bert loft. Áform HB Granda eru að auka framleiðslu- getu Laugafisks úr núverandi 170 tonnum á viku í 600 tonn. Þar er meðal annars litið til möguleika á því að þurrka fisktegundir á borð við loðnu og kolmunna. Í dag er eingöngu unnið úr hausum og beingörðum úr bolfisktegundum á borð við þorsk, ýsu og ufsa. VSÓ ráðgjöf leggur í skýrslu sinni mat á það hvort nú sé notuð besta fá- anlega tækni til að lágmarka lykt- armengun og hvort fyrirhugað- Starfsmenn gjaldskýla í Hvalfjarðargögnum fara í verkfall á fimmtudag. Á meðan ætlar Spölur að gefa frítt í göngin. Ljósm. mþh. Spölur hyggst bjóða frítt í göng á fyrsta verkfallsdegi Eftirþurrkunarhús Laugafisks er orðið lúið eins og sjá má á myndinni. Til stendur að leggja af vinnslu í þessu húsi verði af stækkun Laugafisks. Við gafl eftirþurrk- unarhússins hefur nú verið settur upp nýr hreinsunarbúnaður sem nú er verið að prófa. Verkfræðingaskýrsla um Laugafisk liggur fyrir ar mengunarvarnir við stækkaða verksmiðju verði sömuleiðis af því tagi. Telja engan vafa á að lykt minnki Sérfræðingar VSÓ segja orðrétt í niðurstöðum sínum: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyr- ir um stækkun fiskþurrkunar er enginn vafi talinn á því að lykt muni minnka frá fiskþurrkun HB Granda á Akranesi.“ Helstu for- sendur á bak við þessa niðurstöðu eru að framleiðsluferlið fer und- ir sama þak og að núverandi óson- hreinsunarkerfi verið endurnýjað og stækkað í takt við aukna fram- leiðslu. Einnig er bent á að laga þurfi ýmis atriði, svo sem að þétta vinnsluhúsnæði enn frekar, endur- nýja viftur og gera þær öflugri og að svokölluð eftirþurrkun verði al- gerlega endurnýjuð. Einnig þurfi að tryggja frárennslis- og úrgangs- mál þannig að ekki skapist lykt- armengun af. „Rétt er að benda á að sama hvaða tækni verður not- uð verður aldrei hægt að koma al- gjörlega í veg fyrir lykt frá starf- seminni. Þurrkun á fiski mun allt- af fylgja einhver lykt, en með þeim aðferðum sem HB Grandi hyggst beita og þeim viðbótum sem hér eru lagðar til ætti að vera tryggt að sú lykt valdi ekki óþægindum í næsta umhverfi við verksmiðjuna,“ segir í niðurstöðum VSÓ. Íbúafundur í lok maí Skýrsluna má nálgast í heild á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Þar er hún í viðhengi við fundargerð bæjarstjórnar 20. apríl síðastliðinn. Síðdegis þennan dag var skýrsl- an kynnt bæjarstjórninni og skipu- lags- og umhverfisráði Akraness. Regína Ásvaldsdóttir sagði í sam- tali við Skessuhorn í lok mars að boðað yrði til íbúafundar á Akra- nesi þegar skýrsla VSÓ um starf- semi Laugafisks yrði tilbúin og voru síðustu dagar aprílmánað- ar nefndir í því sambandi. Á þess- um fundi á að gera grein fyrir nið- urstöðu VSÓ auk þess sem HB Grandi kynnir fyrirætlanir sín- ar. „Það er stefnt á að þessi fundur verði nú haldinn 26. maí. Ástæðan er að samtökin „Betri byggð“ hafa óskað eftir lengri tíma til að fara yfir skýrsluna. Síðan verður for- stjóri HB Granda erlendis í maí en hann hefur óskað eftir að verða á fundinum. Tími sem hentar öllum fannst því ekki fyrr en þarna í enda maímánaðar. Þetta er gert í sam- ráði við íbúasamtökin,“ segir Reg- ína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. mþh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.