Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Síða 25

Skessuhorn - 29.04.2015, Síða 25
25MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Töluverð aukning er á umferð hjólandi vegfarenda nú þegar far- ið er að vora. Eftir rúma viku má búast við enn meiri aukningu þeg- ar átakið Hjólað í vinnuna hefst 6. maí. Ekki eru allir hjóla- og göngu- stígar þó tilbúnir fyrir þessa um- ferð þar sem víða er mjög mikill sandur eftir veturinn. Sandurinn er varasamur því hætta er á að hjól- reiðamenn renni til í honum, sér í lagi í beygjum og ef hraði er mik- ill. Á hverju vori koma nokkrar til- kynningar til tryggingafélaga þar sem eignatjón og/eða slys á fólki á sér stað þegar viðkomandi renna til í sandi. „Mikilvægt er að hjólreiða- fólk sé meðvitað um þessar aðstæð- ur og að sveitarfélög leitist við að hreinsa stíga eins hratt og kostur er,“ segir í tilkynningu frá trygg- ingafélaginu VÍS. Þá segir að til að auka öryggi enn frekar sé gott að yfirfara reiðhjól eftir veturinn. Athuga hvort gírar, bremsur og stilling á hjólagrind sé rétt. Fara yfir dekkin og loftþrýst- ing þeirra. Skoða aldur hjálms, tryggja að stillingar hans séu rétt- ar og síðast en ekki síst muna að hann! Einnig er mikilvægt að tryggja sýnileika sinn með áber- andi fatnaði og fara eftir umferð- arlögunum. mm/ Ljósm. fjallahjólaklúbburinn.is Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík fékk góða gesti í heimsókn á Sumardaginn fyrsta. Konur úr Lionsklúbbnum Rán í Ólafsvík héldu bingó fyrir heim- ilisfólk eins og þær hafa gert und- anfarin ár til að fagna komu sum- ars. Mikið fjör var á bingóinu og vel fylgst með því hver fékk hvaða vinning. Að því loknu buðu Ránar- konur til kaffiveislu sem allir nutu. Þetta er eitt af nokkrum bingóum sem spiluð eru á dvalarheimilinu. Lionsklúbburinn Þernan á Hellis- sandi stendur einnig fyrir bingói fyrsta vetrardag. Ánægjulegt er hversu vel hin ýmsu félög hugsa til Dvalarheimilisins og þeirra sem þar búa og starfa. þa Fyrr í vikunni var bifreið ekið yfir sex leiði í kirkjugarðinum í Görð- um á Akranesi. Bíl hefur verið ekið inn á göngustíginn sem liggur milli leiða í kirkjugarðinum. Við það hef- ur ökumaður farið yfir leiðin sem öll eru nýleg. Þetta er í annað sinn í vetur sem þetta gerist þar sem ekið er yfir nákvæmlega sömu leiðin. Það voru aðstandendur hinna látnu sem tóku eftir þessu á miðvikudag, síðasta vetrardag. Fólki var að von- um mjög brugðið enda margir enn í sorgarferli vegna nýlátinna ástvina sem hvíla á þessum stöðum. Nýlega var rætt við Indriða Valdi- marsson útfararstjóra og kirkju- garðsvörð á Akranesi í Skessuhorni. Þar talaði hann meðal annars um að talsvert væri um að bílum væri ekið inn í kirkjugarðinn. Skemmd- ir hafi orðið á leiðum og göngustíg- um vegna þess. Stöðva yrði þá þró- un og koma í veg fyrir akstur inn í garðinn. Þeir aðilar sem þyrftu einhverra hluta vegna að aka inn í garðinn væru vinsamlega beðn- ir um að virða merkingar og akst- ursleiðir. Þessi tilmæli Indriða virð- ast ekki hafa náð til allra miðað við þá sjón sem blasti við í kirkju- garðinum á miðvikudaginn. „Þetta hefur gerst áður í vetur, nákvæm- lega á sama stað. Ég skil ekki hvað fólki gengur til, ég á erfitt með að trúa því að þetta sé bara óhapp þeg- ar þetta gerist svona í tvígang á ná- kvæmlega sama stað. Þetta hlýtur að verða til að fólk hugsi sinn gang og að umferð bíla um kirkjugarð- inn verði takmörkuð,“ segir Indr- iði Valdimarsson útfararstjóri og kirkjugarðsvörður Akraneskirkju í samtali við Skessuhorn. mþh Á grundvelli niðurstöðu könnun- ar sem framkvæmd var samhliða síðustu sveitarstjórnarkosningum hittust sveitarstjórnir Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggð- ar á sameiginlegum fundi 31. mars í Tjarnarlundi í Saurbæ. Fulltrú- um frá Árneshreppi og Kaldrana- neshreppi var einnig boðið að taka þátt í fundinum en til hans mættu 19 fulltrúar, þó enginn frá Árnes- hreppi vegna ófærðar. Ræddar voru margar hliðar sameiningar og sam- starfs sveitarfélaganna undir yfir- skriftinni „Að búa í haginn - sam- starf til sóknar.“ Í lok fundarins voru samþykktir þrír valkostir að næstu skrefum en fjórði kosturinn verði síðan sambland valkosta. Valkost- irnir þrír eru: a) Að hefja formleg- an undirbúning sameiningar sveit- arfélaganna. b) Að velja og vinna að völdum samstarfsverkefnum eða málaflokkum, svo sem í stjórnsýslu og/eða þjónustu sveitarfélaganna, án sameiningar. c) Að hefja vinnu við svæðisskipulag; velja þróunar- þætti sem sveitarfélögin sammælast um að móta sameiginlega sýn á og vinna til framtíðar. Í samantekt frá fundinum kem- ur fram að samhljómur var hjá Dagana 22.-29. mars var önnur nemendavika í tengslum við Erasmus+ verkefnið Water Around Us. Í febrúar fóru þrír nemendur úr Grunn- skólanum í Borgarnesi til Finnlands og feng- um við undirrituð að fara til Lettlands. Ásamt Grunn- skólanum í Borgarnesi eru í verk- efninu skólar frá Lettlandi, Finn- landi, Þýskalandi, Spáni og Portú- gal. Verkefninu er stýrt frá Valongo í Portugal og Isabel Silva hefur yf- irumsjón með því. Við lögðum af stað sunnudag- inn 22. mars og byrjuðum á því að fljúga til Osló þar sem við bið- um í nokkra klukkutíma eftir flugi til Riga. Þegar við komum á flug- völlinn í Riga þurftum við að bíða eftir spænska hópnum. Síðan hitt- um við finnska hópinn og fórum öll saman í rútu til Rujiena þangað sem ferðinni var heitið. Við skild- um kennarana eftir í Valmiera þar sem þeir gistu á hóteli og héldum svo áfram til Rujiena þar sem gest- gjafarnir tóku á móti okkur. Ru- jiena er í norður Lettlandi nálægt eistnesku landamærunum og þar búa um 3000 manns. Fyrsta daginn var móttaka fyrir hópinn þar sem Lettarnir sungu og spiluðu fyrir okkur og skólastjór- inn bauð okkur velkomin. Við fór- um síðan í gönguferð um bæinn og heimsóttum borgarstjórann. Að því loknu var tekið á móti okkur í Ruij- ena ísgerðinni þar sem við smökk- uðum hinar ýmsu tegundir af ís, sumar mjög framandi og eftir það heimsóttum við safn. Á degi tvö framkvæmdu all- ir nemendahóparnir tilraunir með vatn. Okkar tilraun fólst í því að breyta vatni í rafmagn en við fór- um út með litla útgáfu af vatns- aflsvirkjun. Eftir að allir hóparn- ir höfðu framkvæmt tilraunir sínar heimsóttum við barnaskólann í Ru- jiena. Við heimsóttum síðan gamla myllu sem malaði hveiti og gamla ullarverksmiðju þar sem einnig var ýmislegt handverk. Um kvöld- ið fórum við svo í íþróttir með hópun- um þar sem lettneski skólastjórinn stjórn- aði dagskránni. Á miðvikudegin- um fórum við í dagsferð til Valmiera og stoppuðum í þjóð- garði á leiðinni. Fórum síðan nið- ur að Eystrasaltinu og heimsótt- um náttúrusafn þar sem við unn- um náttúrverkefni tengt lífverum í vatni. Við komum svo loksins til Valmiera þar sem við fengum að- eins að fara í búðir. Á fimmtudeg- inum sem jafnframt var alþjóðleg- ur dagur vatnsins var okkur skipt í hópa og unnum við ýmis verkefni á stöðvum. Allar stöðvarnar tengd- ust vatni á einhvern hátt, dansar, söngvar, tónlist, hringrás vatnsins, tilraunir o.fl. Í hádeginu fórum við svo heim með gestgjöfunum okkar og vorum í fríi þar til við fórum á sýningu í boði Lettanna. Í skólan- um þeirra sem telur um 400 nem- endur eru starfandi 3 kórar, hljóm- sveit og fjölmargir danshópar. Þau æfa polka og ýmsa þjóðdansa og sýndu á sýningunni. Að sýningunni lokinni fórum við á diskótek. Daginn eftir mættum við í skól- ann og kvöddum gestgjafa okk- ar. Við fórum svo með rútu til Riga þar sem við fengum útsýnis- ferð um miðbæinn. Að því loknu skráðum við okkur inn á hótel- ið. Á laugardagsmorgninum fóru flestir hóparnir heim til sín. Við ásamt Spánverjunum urðum eft- ir og nýttum við daginn í að skoða bæinn og versla. Við lögðum síð- an af stað heim á sunnudagsmorgn- inum. Við flugum til Osló eins og þegar við komum, og biðum þar í 8 tíma. Við komum svo heim eft- ir 20 tíma ferðalag. Við erum mjög þakklát fyrir af hafa fengið tæki- færi til að taka þátt í þessu verk- efni. Við kynntumst mörgu fólki og eignuðumst góða vini, kynntumst mismunandi menningu og æfðum okkur í að tala ensku. Við mun- um örugglega aldrei gleyma þess- ari upplifun. Alexandrea Rán Herwigsdóttir 10. bekk Húni Hilmarsson 10. bekk Kristín Liga Ozolina 10. bekk Leikið og lært í Lettlandi Ítrekað ekið yfir sömu leiðin Gæta þarf að hjólafærð og ástandi reiðskjóta sinna Íbúar á Jaðri spiluðu bingó Lagðir fram kostir um samstarf eða sameiningu fundarmönnum um að ávinning- ur af auknu samstarfi á svæðinu væri mikill, sama á hvaða formi það yrði. Hvað varðar stjórnsýslu, þjónustu sveitarfélaga og rekstur, felist kostir í einfaldara stjórnkerfi sveitarfélaganna og stofnana þeirra. Þannig megi ná fram aukinni hag- ræðingu og fjárhagslegri hag- kvæmni. Á fundinum var farið yfir áskoranir og tækifæri í samfélög- unum á svæðinu. Hver ávinningur- inn væri af því að vinna að sameig- inlegum viðfangsefnum fremur en sveitarfélögin hvert fyrir sig. Hvað varðar ólögbundin verkefni sveitar- félaga og umræðu um atvinnumál- in almennt, kom einnig fram trú fólks á að kostir og tækifæri skap- ist með því að horfa á svæðið sem heild, kynna það þannig og gæta hagsmuna þess í sameiningu. Ef takist að efla þjónustu sveitarfélag- anna og auka samheldni og sam- vinnu á svæðinu, geti það leitt af sér ný störf og aukna þörf á frek- ari sérfræðiþjónustu í einkageiran- um. Þannig megi stuðla að því að störfin „komi heim“ sem annars eru aðkeypt. Á fundi sveitarstjórn- ar Dalabyggðar 21. apríl var sam- þykkt að kynna samantekt ráðgjafa- fyrirtækisins Alta á heimasíðu sveit- arfélagsins og gefa íbúum kost á að lýsa skoðunum sínum. þá Frá fundi fulltrúa sveitarfélaganna í Tjarnarlundi. Ljósm. bá.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.