Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Gamla fjárhúsið á menningarsetr- inu að Kolsstöðum í Hvítársíðu var fullsetið fólki á þriðjudagskvöld- ið þegar Jón Proppé heimspeking- ur flutti erindi sitt um listmálar- ana sem heimsóttu Húsafell og ná- grenni á fyrri hluta síðustu aldar. Alls lögðu um 70 manns leið sína að Kolsstöðum til að hlýða á fyrir- lestur Jóns. Í hópi brautryðjendanna sem komu að Húsafelli til að sinna list sinni voru málarar á borð við Ás- grím Jónsson, Jón Stefánsson, Guðmund Thorsteinsson (Mugg) og Júlíönu Sveinsdóttur. Ásgrím- ur kom fyrst í Húsafell fyrir hundr- að árum, sumarið 1915, og dvaldi fjölmörg sumur eftir það í Húsa- felli þar sem hann varð nánast einn af heimilisfólkinu. Frá Húsafelli eru mörg þekktustu verk Ásmund- ar. Málverk hans þaðan höfðu mikil áhrif og margir listamenn áttu síð- ar eftir að leggja leið sína í Borgar- fjörð og að Húsafelli til að reyna að fanga stórbrotna náttúruna í verk sín. Fáir staðir á Íslandi hafa orð- ið íslenskum málurum jafn oft að viðfangsefni þegar landslagsmyndir eru annars vegar nema kannski að Þingvöllum undanskildum. Íslensk listasaga ber þess glöggt merki. Jón Proppé rakti í fyrirlestri sín- um sögu þessara málara í skemmti- legri og mjög svo áhugaverðri frá- sögn þar sem hann sýndi dæmi um verk þeirra. Jón Proppé hefur fjallað mikið um íslenska myndlist, ekki síst í skrifum sínum. Hann er einn höfunda Íslenskrar listasögu og hefur sett upp fjölda listsýn- inga á Íslandi og erlendis. Fjörug- ar umræður sköpuðust að loknu er- indi hans á Kolsstöðum og greini- legt að mjög mikill áhugi er á sögu málaranna í Húsafelli. Meðal ann- ars kom upp sú hugmynd að efnt yrði til listsýningar sem gæfi hug- mynd um þá merku og fjölbreyttu listsköpun sem átt hefur sér stað í Húsafelli og nágrenni. Fyrirlestur- inn var á vegum Snorrastofu í sam- vinnu við SÖGU Jarðvang. mþh Landssamband stangveiðifélaga sendi í síðustu viku Sigurði Inga Jóhannssyn, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, bréf þar sem sjónarmiðum veiðimanna er kom- ið á framfæri vegna þungra áhyggja sem forsvarmenn þeirra hafa vegna dreifingar norskra laxastofna hér á landi. Þær áhyggjur aukast vegna fyrirhugaðs laxeldis í Ísafjarðar- djúpi og Eyjafirði. Fyrir um mánuði síðan sendi Landssamband veiði- félaga ráðherra bréf þar sem gerð var krafa um að lokað verði fyrir eldi á norskum eldislaxi í Eyjafirði og Ísafjarðardjúpi. Í bréfinu var vísað til samkomulags frá október 1988 sem stjórnvöld og allir hags- munaaðilar stóðu að. Landssam- band stangveiðifélaga var aðili að þessu samkomulagi og tekur undir allar kröfur Landssambands veiði- félaga sem fram koma í bréfi þeirra. „Landssamband stangveiðifélaga krefst þess að samkomulagið verði virt og að Eyjafirði og Ísafjarðar- djúpi verði lokað fyrir eldi á laxi af norskum uppruna,“ segir í bréfinu til ráðherra. Nýlegt dæmi þar sem laxar sluppu úr kvíum á Vestfjörðum og veidd- ust í Patreksfirði í júlí 2014 sýnir að lítið má út af bregða ef ekki á illa að fara. Skýrsla Veiðimálastofnun- ar frá því í september sama ár stað- festir að þeir tugir laxa sem voru rannsakaðir voru allir með nokkuð þroskaða kynkirtla og virðast flestir hafa stefnt á hrygningu það haust- ið. „Þetta eru váleg tíðindi. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingarnar ef kynblöndun norskra eldislaxa og íslenska laxastofnsins yrði að veru- leika. Fjöldi laxa sem slapp í þessu tilfelli er á reiki, en ekki er loku fyr- ir það skotið að þeir skipti þúsund- um og eigi jafnvel eftir að sjást á svipuðum slóðum í sumar,“ segir í bréfinu. Loks segir í bréfinu til ráð- herrans: „Oft er sagt að náttúran eigi að njóta vafans, það á svo sann- arlega við í þessu efni. Við gerum þá lágmarkskröfu til stjórnvalda að ráðuneytið virði það samkomulag sem við stóðum að í góðri trú og fulltrúi ráðuneytisins undirritaði ásamt öllum hagsmunaaðilum. Með lokun þeirra svæða sem að framan greinir fyrir eldi á frjóum norskum laxi er stigið skref í þá átt að vernda íslenska laxastofna. Sú skylda hvíl- ir lögum samkvæmt einnig á stjórn- völdum.“ mm Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn. is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkju- braut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 53 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síð- ustu viku. Lausnin var: „Sumargestur“. Vinnings- hafi er: Guðrún Hauksdóttir, Ögri, 340 Stykkis- hólmi. mm Flass Hengi- rúm Féll Bókvit Hermir Þýður Aðstoð Innskot Hlið- stæð Einnig Prjál Nöldur Gjöld Flan Af- rakstur Mát Dtröfn Tíma- bil Glund- ur Íhuga Önd 1 Lána Hlass Á fæti 11 Hindra Ná- kvæmni 3 Sér- hljóðar Hávaði Hrind- ing Fæði 16 Sér- stök 8 Allsgáð Fríðar Reykur Tóm- stund Ein- leikur Dráttur Eldaðir 13 Tónn 1000 Hryssa Nota Sérhlj. Gjálfur Vær Laðaði Tölur Akrar Mögl Vild Púki 18 Hlut- verk Strax 15 Löt Stöng Viðmót Verur Leir Fákar Óhræsi Svall Spann Röst Örlátur Suddi 14 Bjarga Grimm- ur 6 10 Hugar- ástand Skipar Valdi Óveður 4 Sund Góð- glöð Finnur leið Frægar Gelt Fugl Fag Öldu- gjálfur Hrina 7 Tónn Reifi Kl. 3 Mjúk Þegar Kvað Þreyta Fæddi Spyrja Næði Vafi Næga 12 Væl Nögl Lúsaegg Svik Hagnað 9 Temja Tré 5 Ósvikið Um- hugað 2 Ferð At- huga Þófi Samhlj. Ras Beitan 17 Gekk Sáð- lönd For- feður Vaskur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Fullt hús á Kolsstöðum þegar fjallað var um Húsafell málaranna Íslenskur lax gerir hér atlögu við uppgöngu í Glanna í Norðurá. Óttast mjög áhrif þess að norskir eldislaxar sleppi úr kvíum Gamla fjárhúsið og hlaðan á Kolsstöðum í Hvítársíðu sem Helgi Eiríksson hefur gert upp og breytt í menningarsetur. Fjöldi fólks lagði leið sína að Kolsstöðum til að hlýða á erindi Jóns Proppé. Ásgrímur Jónsson kom fyrst í Húsafell fyrir einni öld síðan. Það varð upphafið á langri vináttu hans við heimafólkið þar og nærveru í stór- brotinni náttúru staðarins. Mikill áhugi var á verkum gömlu meistaranna sem sóttu Húsafell heim á fyrri hluta síðustu aldar. Hér tekur meistari mynd af mynd annars meistara. Páll Guðmundsson listamaður sem býr á Húsafelli í dag á tali við Jón Proppé í hléi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.