Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 39
39MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Síðastliðin tíu ár hefur verið starf- ræktur tippleikur í Grundarfirði undir dyggri leiðsögn Guðmund- ar Gíslasonar. Síðasta dag vetrar var svo veglegt lokahóf haldið fyr- ir þátttakendur. Þá fór Guðmund- ur yfir tíu ára sögu leiksins ásamt því að verðlauna sigurvegara þessa tímabils. Það var svo hópurinn Grobbelar sem bar sigur úr být- um þetta árið undir dyggri leiðsögn Arnars Kristjánssonar og Friðfinns Níelssonar sem tók við bikarnum veglega í fjarveru Arnars. tfk Snæfellskonur kórónuðu gott tíma- bil þegar þær fögnuðu Íslands- meistaratitli í Hólminum á mánu- dagskvöld að loknum 3:0 sigri í úr- slitaeinvíginu við Keflavík. Þetta er annað árið í röð sem Snæfellskon- ur verða Íslandsmeistarar og líkt og í fyrra sópuðu þær til sín titlum á þessu keppnistímabili. Snæfells- konur sýndu mikinn karakter í úr- slitaeinvíginu gegn Keflavík. Þær sigruðu í þriðju og síðustu viður- eigninni eftir æðislegan lokakafla með eins stigs mun 81:80. Í fyrsta leik viðureignarinnar í Hólminum síðasta miðvikudag vann Snæfell einnig með eins stigs mun en með níu stiga mun í Keflavík síðastliðið föstudagskvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað í Hólminum á mánudagskvöld- ið og eftir fyrsta leikhluta var stað- an 22-21 fyrir Snæfelli. Heimakon- ur bættu sig í fráköstunum í öðr- um leikhluta og voru komnar með tíu stiga forskot í hálfleik 45-35. Keflavíkurstúlkur komu grimm- ar til seinni hálfleiks og minnkuðu muninum í fjögur stig 49-45. Snæ- fell náði síðan aftur undirtökunum og leiddi 64-56 fyrir lokafjórðung- inn. Aftur kom kippur frá Keflavík- urstúlkum og Snæfellskonur hittu ekki nógu vel. Sara Rún átti frábær- an leik í liði gestanna og hún jafn- aði fyrir Keflavík 73-73. Gunn- hildur Gunnarsdóttir svaraði fyr- ir Snæfell og í garð gengu æðisleg- ar lokamínútur. Þegar mínúta var eftir var Snæfell yfir 80-77. Kefla- vík sótti og náði að minnka mun- inn. Þegar 13 sekúndur voru eftir í stöðunni 81-80 fyrir Snæfelli köst- uðu heimastúlkur boltanum frá sér og Keflavík hafði nokkrar sekúnd- ur til stefnu. Snæfellskonur skelltu í vörn, náðu boltanum þegar tvær sekúndur voru eftir. Leiktíminn úti og þar með voru Snæfellskonur orðnar Íslandsmeistarar. Kristen Denise McCarthy hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðr- um í úrslitakeppninni. Hún skor- aði 24 stig í leiknum, hirti 6 fráköst og átti 5 stoðsendingar, Gunnhild- ur Gunnarsdóttir kom næst með 17 stig og 7 fráköst, Hildur Sigurðar- dóttir skoraði 13 stig og tók 12 frá- köst, María Björnsdóttir skoraði 11 stig og tók 6 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir gerði 6 stig, Helga Hjör- dís Björgvinsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir 4 stig hvor og Hug- rún Eva Valdimarsdóttir 2 stig. Hjá Keflavík var Sara Rún langatkvæða- mest með 31 stig og 6 fráköst. Ótrúlegur karakter „Ég er rosalega stoltur af stelpun- um. Þær sýndu þvílíkan karakter í úrslitunum að vinna 3:0 þetta frá- bæra lið Keflavíkur að það er ótrú- legt. Við vorum komin með þægi- lega stöðu í öllum leikjunum, misst- um hana niður en svo komu stelp- urnar og kláruðu leikina vel. Við vorum alltaf klár á markmiðunum og grunnþáttunum, hugsuðum ekki um neitt annað og þess vegna tókst þetta,“ segir Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells. Útlit er fyrir nokkrar breytingar á liði Snæfells eftir þetta árangurs- ríka tímabil hjá kvennaliðinu. Hild- ur Sigurðardóttir og Alda Leif Jóns- dóttir hafa í hyggju að hætta og þá er ljóst að Kristen McCarthy, besti útlendingurinn í deildinni í vetur, ætlar að leita á önnur mið. Ingi Þór Steinþórsson segir mikla blóðtöku að missa þessa leikmenn. „Kristen en algjör gullmoli ekki aðeins sem körfuboltakona heldur líka sem persónuleiki. Það væri ósanngjarnt að bera annan erlendan leikmann saman við hana, það er einfaldlega þannig. Í tvö ár erum við búin að safna liði eftir hvert tímabil og þar hefur Hildur Sigurðardóttir ver- ið leiðtoginn. Hún ætlar að hætta á toppnum og það eru breytingar í hennar lífi. Við skiljum það þótt vissulega væri mjög gott að njóta krafta hennar áfram. Svo byrjum við bara í því að vinna í leikmanna- málunum eftir nokkrar daga,“ seg- ir Ingi Þór. Síðustu árin hefur Snæfells að hluta byggt kvennaliðið á því að leikmenn hafa æft á höfuðborgar- svæðinu og þannig gæti það líka orðið næsta vetur. Í vetur æfðu þær Berglind Gunnarsdóttir, María Björnsdóttir og Hugrún Eva Valdi- marsdóttir með Stjörnunni. „Við erum mjög þakklát Stjörnunni fyrir það samstarf,“ segir Ingi Þór Stein- þórsson. þá/ Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Laugardaginn 25. apríl var æfingadagur hjá framtíð- arhópi Sundsambands Ís- lands (SSÍ). Í hópnum eru 45 ungir sundmenn, fæddir á árunum 1999 – 2001. Að þessu sinni átti Sundfélag Akraness (SA) þrjár stúlkur í hópnum sem hefur fengið nafnið Tokyo-kynslóðin en sem kunnugt er verða sum- arólympíuleikarnir haldnir í Japan 2020. Það voru þær Eyrún Sigþórsdóttir, Bryn- hildur Traustadóttir og Una Lára Lárusdóttir. Skilyrði fyrir að komast í hópinn var að sundmenn fæddir 2001 þyrftu að hafa synt á árinu sund sem gæfi að lágmarki 500 FINA -sundstig og fyrir sundmenn fædda árið 1999 voru það 550 FINA-stig. Æfingabúðirnar voru í Reykjavík þar sem synt var undir leiðsögn lands- liðsþjálfara Íslands í sundi, Jacky Pellerin. Honum til aðstoðar voru Arna Þórey Svein- björnsdóttir þjálfari Breiðabliks, Ragnar Friðbjarnarson, þjálfari Fjölnis og Eðvarð Þór Eðvarðsson þjálfari hjá ÍRB. Auk æfinganna fékk hópur- inn fræðslu um leiðir til að ná ár- angri í sundíþróttinni og bar hæst heimsókn Ólafs Stefánssonar, af- reksmannsins í handbolta, sem fræddi hópinn um metnað og leið- ir til framgangs í íþrótt- um. Sundsambandið vænt- ir mikils af þessum ungling- um sem eru framtíðarsund- menn Íslands. Landslið og Garpar Þá bárust í gær fréttir af því að að Ágúst Júlíusson, íþróttamaður Akraness, hef- ur verið valinn í landslið Ís- lands í sundi til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Reykjavík fyrstu vikuna í júní. Auk hans er Inga Elín Cryer í landsliðs- hópnum. Loks má geta þess að um liðna helgi fór Íslands- meistaramót Garpa í sundi fram í Vestmannaeyjum. Þar eignaðist Sundfélag Akra- ness nokkra Íslandsmeist- aratitla. Hugi Harðarson varð Íslandsmeistari í fjór- um greinum og vann silfur í einni, Kári Geirlaugsson varð Íslandsmeistari í sex greinum og setti um leið Íslandsmet í þeim öllum og Vignir Barkarson varð Ís- landsmeistari í sex greinum. tg Bikar fyrir bestan árangur í tippinu Ágúst Júlíusson var í gær valinn til þátttöku í landsliði Ís- lands fyrir Smáþjóðaleikana Sundfólk af Akranesi að ná langt Snæfellskonur Íslandsmeistarar annað árið í röð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.