Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Síðastliðinn miðvikudag undir- rituðu fulltrúar Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Ma- terials samninga um lóð, lóðarleigu og afnot af höfn á Grundartanga. Eins og fram hefur komið í fréttum þá hyggst Silicor Materials reisa sólarkísilverksmiðju í landi Kata- ness norðan tangans. Sólarkísillinn er notaður til að framleiða sólar- hlöð til raforkuframleiðslu. „Þetta verður umhverfisvænsta stóriðja á Íslandi. Þess vegna er mjög mikil- vægt að þessi samningur sé undir- ritaður í dag, á degi Jarðar,“ sagði Davíð Stefánsson ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi í ávarpi sínu rétt áður en gengið var til undirritunar samninganna. Sameinuðu þjóðirn- ar hafa gert 22. apríl árlega að al- þjóðlegum degi jarðar þar sem at- hyglinni skal beint að umhverfis- vernd. Verksmiðja Silicor á Grund- artanga á að framleiða hreinan kísil til sólarorkuframleiðslu með nýrri og afar umhverfisvænni aðferð. Í átt að grænna svæði Það voru þau Theresa Jester for- stjóri Silicor Materials og Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sem undirrituðu samningana fyrir hönd hvors fyrirtækis. Skúli Þórð- arson sveitarstjóri Hvalfjarðarsveit- ar og Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri Reykjavíkur vottuðu undirrit- unina. Dagur fagnaði henni. „Við erum að þróa Grundartangasvæðið frá mengunarskapandi iðnaði í að verða grænna svæði. Þetta verkefni eins og það hefur verið kynnt fyr- ir okkur uppfyllir mjög vel skilyrði fyrir slíku. Það er líka ástæða til að fagna því sem snýr að hnattrænum sjónarmiðum í tengslum við þetta. Í fyrsta sinn í sex mánuði skín sól- in hér í dag. Það er nokkuð óvænt að Ísland sé nú að verða land sól- arhlaða, kannski ekki til notkun- ar hér innanlands, heldur með til- liti til útflutnings,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í stuttri ræðu sinni rétt fyrir undirritunina. Verið að ganga frá fjármögnun „Þetta er mjög mikilvægt skref fyr- ir okkur að hafa gengið frá samn- ingum um hafnar- og lóðamál. Áður höfum við tryggt orku, nú er búið að ganga frá lóða- og hafn- armálum. Það hafa verið gerðir samningar um kaup á tækjabún- aði og við höfum þegar gert sölu- samninga um mestan hluta fram- leiðslu verksmiðjunnar. Allt eru þetta lykilþættir til að geta geng- ið frá fjármögnun. Nú er verið að vinna í fjármögnunarsamningum við banka í Danmörku og Þýska- landi. Ég var sjálf í Danmörku á mánudag þar sem ég átti við- ræður við fjármálastofnanir. Þeir hafa samþykkt aðkomu að verk- efninu með lánum ásamt þýskum bönkum sem fjármagna að mestu kaupin á búnaðinum sem er fram- leiddur í Þýskalandi,“ sagði The- resa Jester forstjóri Silicor Materi- als við Skessuhorn eftir undirrit- un samninganna við Faxaflóahafn- ir. Að hennar sögn auðveldar það fyrirgreiðslu bæði í Þýskalandi og í Danmörku að Silicor Materials hyggst kaupa stóran hluta af bún- aði og þjónustu við byggingu verk- smiðjunnar frá fyrirtækjum í þess- um löndum. „Við vonumst einn- ig til að geta gengið frá hluta fjár- mögnunar í viðskiptum við íslenska banka,“ bætti hún við. Mikilvægur fríverslun- arsamningur við Kína Theresa Jester sagði að vinna tengd verkfræðiþáttum við verk- smiðjuna fari á fullt strax í sumar. Allri fjármögnun á að vera lokið endanlega fyrir áramót. „Bygging- arframkvæmdir myndu þá hefjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Það tekur um tvö ár að reisa verksmiðj- una. Við gætum hafið framleiðslu á sólarkísil um mitt ár 2018. Það er búið að semja um sölu á 70% af framleiðslunni nú þegar til að- ila í Kína. Yfir 90% af sólarhlöð- um sem framleidd eru í heiminum í dag koma frá verksmiðjum í Asíu. Fríverslunarsamningurinn sem er í gildi milli Íslands og Kína hef- ur liðkað mjög mikið fyrir því að koma útflutningsviðskiptum okkar þangað á fót. Þetta er einn af þeim fjölmörgu jákvæðu þáttum sem hafa gert Ísland að vænlegum kosti fyrir verksmiðju af þessu tagi.“ Björt framtíð í sólarhlöð Í verksmiðjunni á Grundartanga hyggst Silicor Materials framleiða hreinan kísil með nýrri aðferð sem fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi fyrir. Hún byggir á því að hreinsa kísilinn með því að bræða hann í fljótandi áli. Við kælingu á bráð- inni fellur út mjög hreinn kísill sem nota má í sólarhlöð en óhrein- indi í kísilnum bindast álinu. Það fer svo áfram í venjulega iðnfram- leiðslu þar sem þess málms er þörf. Kísillinn verður hins vegar steypt- ur í kubba sem seldir verða er- lendis til framleiðslu á sólarhlöð- um. „Framtíðin í þessum iðnaði er afar björt,“ sagði Theresa Jester og hló dátt. „Síðustu fimm til sjö árin hefur vöxturinn í framleiðslu á kísil í sólarhlöð að jafnaði ver- ið um 14% árlega. Allt sem bend- ir til að þetta haldi áfram. Ég vona að okkur takist með tímanum að ná forystu á þessum markaði með okkar aðferð,“ bætir hún við. Fyrir ári síðan úrskurðaði Skipulagsstofnun að kísilmálm- verksmiðja Silicor á Grundartanga skuli ekki háð mati á umhverfisá- hrifum þar sem hún sé ekki lík- leg til að hafa í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif. Finna má þann úrskurð á vef stofnunarinn- ar. Talað hefur verið um að verk- smiðja Silicor skapi um 450 bein störf, bæði fyrir konur og karla. Þar af verði um 150 störf fyrir fólk með menntun á háskólastigi. mþh Á þriðjudaginn í liðinni viku var malbikað nýtt bíla- og athafnasvæði við höfuðstöðvar Flutningafyrir- tækis ÞÞÞ við Smiðjuvelli á Akra- nesi. Að sögn Þórðar Þ Þórðarson- ar framkvæmdastjóra er nýja hús- ið nú tilbúið fyrir alla hefðbundna starfsemi fyritækisins og var sum- ardagurinn fyrsti nýttur til að flytja tæki og búnað frá Dalbraut 6. „Við hófum síðan starfsemi í nýju húsi á föstudagsmorguninn,“ sagði Þórð- ur. Húsið við Smiðjuvelli er 1452 m2 að grunnfleti en 1690 m2 með millilofti. Bílastæðið er 7.000 fer- metrar að stærð og því með stærri bílastæðum. Það tók starfsmenn Hlaðbæjar Colas um tólf tíma að leggja malbikið en það var lagt í einni beit. Verkið gekk prýðilega enda búið að aka efni, slétta og þjappa um morguninn áður en yf- irlögn hófst. Þórður segir að því fylgi bæði kostir og gallar að fara á nýjan stað í útjaðri bæjarins. „Það er vissulega skjólbetra við Dalbrautina þar sem við höfum verið og á margan hátt nær helstu athafnasvæðum okk- ar og viðskiptavinum. Það er því með ákveðinni eftirsjá sem við för- um af gamla staðnum enda höf- um við verið í góðri sátt við um- hverfið. Nýja húsið og aðstaðan þar gerir þó gott betur en að bæta upp gallana,“ segir Þórður í sam- tali við Skessuhorn. Eins og kunn- ugt er keypti Akraneskaupstað- ur húseign og samliggjandi lóð- ir ÞÞÞ við Dalbraut og verður nú, þegar búið er að losa húsnæði og lóð, hafist handa við breytingar á húsinu til að það geti þjónað þörf- um eldri borgara á Akranesi og ná- grenni. mm Gengið frá lóða- og hafnasamningum við Silicor Materials ÞÞÞ flutt með höfuðstöðvar sínar á nýtt athafnasvæði Á athafnasvæði ÞÞÞ er nú risið og fullbúið 1.690 m2 hús og 7.000 fermetra mal- bikað bílastæði, eða svipað og löglegur fótboltavöllur. Ljósm. mm. Yfirlögn malbiks á athafnalóð ÞÞÞ við Smiðjuvelli tók um tólf tíma. Flutt var á fimmtudaginn og starfsemi hófst svo á nýjum stað í bítið á föstudaginn. Ljósm. mþh. Samningar undirritaðir í votta viðurvist. Frá vinstri Skúli Þórðarson, Theresa Jester, Gísli Gíslason og Dagur B. Eggertsson. Sólarkísilverksmiðjan á Grundartanga verður framkvæmd upp á um 122 milljarða króna og þannig eitt stærsta fjárfestingar- verkefni á Íslandi. Dagur B. Eggertsson vottaði samningana ásamt Skúla Þórðarsyni sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar. Davíð Stefánsson heldur á lofti mola úr hreinum kísil sem verður framleiðsla verk- smiðjunnar á Grundartanga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.