Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Í Fjöliðjunni, vinnu- og hæfingar- stað í Borgarnesi, eru níu einstak- lingar í virkri starfshæfingu og sjö aðrir starfa á vernduðum vinnustað Borgarbyggðar við móttöku á skila- gjaldsskyldum umbúðum. Einnig starfa í Fjöliðjunni þrír leiðbein- endur og Lilja Gissurardóttir er forstöðuþroskaþjálfi og segir hún að þar sé gaman að vinna. Sauma fyrir öll heimili Strandabyggðar „Hér erum við að halda úti vett- vangi fyrir fólk að koma saman, fara út úr húsi og halda áfram og vinna eitthvað við hvers hæfi,“ útskýr- ir Lilja þegar blaðamaður Skessu- horns leit í heimsókn. „Við tökum að okkur allskyns verkefni og erum núna að vinna hörðum höndum að skila af okkur stórri pöntun. Leik- skólinn Lækjarbrekka á Hólma- vík leitaði til okkar og pantaði ríf- lega 160 fjölnota innkaupapoka sem þau ætla að gefa öllum heim- ilum í Strandabyggð í tilefni að því að leikskólinn fær senn Grænfána viðurkenninguna. Þetta verkefni er búið að vera mjög skemmtilegt og við leituðum til hagsmunasamtaka verndaðra vinnustaða á Íslandi eft- ir samstarfsaðilum. Það fór svo að Fjöliðjur á Siglufirði og Sauðár- króki vinna þetta verkefni með okk- ur. Hér og á Siglufirði eru pokarn- ir saumaðir en þau á Sauðárkróki sjá um að skreyta þá.“ Lilja segir að það skipti mjög miklu máli að vera í samstarfi við fyrirtæki í héraði og þau fagni fjölbreyttum verkefnum. Nýverið hafi til að mynda Gróðrar- stöðin Sólbyrgi í Reykholtsdal fal- ið Fjöliðjunni að líma merkingar á umbúðir fyrir jarðarberin góm- sætu. „Það verkefni er alveg tilval- ið og gott að vinnan okkar kemur að gagni. Við fréttum að áður hafi öll fjölskyldan sem stendur að Sól- byrgi setið og límt á umbúðirnar á kvöldin yfir sjónvarpinu. Nú spara þau sér ófá handtökin sem Helga Björg Hannesdóttir vinnur af stakri nákvæmni,“ segir Lilja glaðlega. Fjölbreytt endurvinnsla Í Fjöliðjunni fer fram mikil endur- vinnsla og allt virðist nýtt. Starf- seminni berst efni úr fatasöfnun Rauða kross Íslands en einnig er þar tekið við allskyns afgöngum og efnivið. „Ég vil bara segja fólki að henda ekki neinu. Við getum nýtt svo mikið, ekki henda afgangs garni eða tvinna.“ segir Ölver Þrá- inn Bjarnason sem saumar fjölnota taupoka. Hann og Oddrún Ragna Elísabetardóttir vinna hörðum höndum að því að klára að saum- ar upp í pöntunina fyrir leikskólann á Hólmavík. Angela Gonder vinnur að því að hanna fjölnota taupoka úr bómullar t-bolum og hefur saum- að nokkrar útgáfur nú þegar. Í Fjöl- iðjunni leynist svo Kertasníkir allt árið um kring. „Ég er svona yfir – Kertasníkir,“ segir Ásta Birna Ein- arsdóttir aðspurð um hennar verk- efni innan Fjöliðjunnar. „Ég bræði kertaafganga og steypi svo upp ný kerti. Nýjasta framleiðslan kallast Aurora því litunum svipar til norð- urljósanna.“ Helgi Sævar Sveinsson býr til nýja kveika úr tvinna sem hann dýfir í kertavax og endurvinn- ur álplötuna úr notuðum spritt- kertum. Þetta festir hann svo sam- an með töng og Ásta Birna notar nýju kveikana í kertin. Frekara samstarf æskilegt Í móttöku skilagjaldsskyldra um- búða voru þeir Garðar Freyr Íris- arson, Árni Jónsson og Guðmund- ur Ingi Einarsson að flokkar dósir á verndaða vinnustað Fjöliðjunnar. „Hingað kemur fólk með dósir og við teljum og flokkum fyrir það,“ segir Lilja. „Borgarbyggð borg- ar starfsfólkinu okkar og sölutekjur renna svo til að styrkja stoðir rekst- ursins. Við gerum einnig samninga við fyrirtæki á almennum mark- aði, svokallaða örorkuvinnusamn- inga. Þá greiðir Tryggingastofn- un ríkisins laun starfsmanns upp að 70% og fyrirtæki greiða einstaklingi með skerta starfsgetu svo upp í lág- markslaun. Þetta fyrirkomulag get- ur gagnast fyrirtækjum sem og okk- ar fólki. Reyndar er það sem helst vantar fleiri snertifletir samfélagsins við fólk með skerta starfsgetu. Einn- ig mættu fleiri vita af starfsemi Fjöl- iðjunnar og að þar sé hægt að líta inn, koma með efnivið fyrir okkur að endurvinna, kaupa vörur sem við framleiðum eða bara skoða hjá okk- ur,“ segir Lilja að endingu. eha Fjöliðjan í Borgarnesi er fjörugur vinnustaður Helgi þræðir nýja kertakveika. Ásta Birna er yfir-Kertasníkir Fjöl- iðjunnar. Helga Björg sér um að líma á umbúðir fyrir Sólbyrgi. Ölver er hestakall og yfir-saumari Fjöliðjunnar. Garðar flokkar dósir á verndaða vinnustað Fjöliðjunnar. Árni flokkar í sundur gler og ál. Guðmundur Ingi sér um stóru sekkina af áldósum. Angela hannar og saumar fjölnota poka. Oddrún saumar fjölnota poka fyrir leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.