Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
Fimmtán konur hlutu í síðustu
viku jafnréttisviðurkenningu Jafn-
réttisráðs. „Í tilefni af 100 ára af-
mæli kosningaréttar íslenskra
kvenna ákvað Jafnréttisráð að
heiðra þær núlifandi konur sem
með störfum sínum á Alþingi og
í ríkisstjórn hafa rutt brautina og
stuðlað að auknu jafnrétti á sviði
stjórnmálanna,“ segir í tilkynn-
ingu. Konurnar eiga sammerkt að
hafa verið fyrstar núlifandi kvenna
til að gegna veigamiklum embætt-
um í íslenskum stjórnmálum, þ.e.
sem forseti Alþingis, sem ráðherra
og sem formenn þingflokka. Auk
kvennanna fimmtán var minnst
þeirra Ingibjargar H. Bjarnason
og Auðar Auðuns sem báðar voru
frumkvöðlar að þessu leyti, Ingi-
björg sem fyrsta konan til að taka
sæti á Alþingi árið 1922 og Auð-
ur sem m.a. varð fyrst kvenna
borgarstjóri 1959-1970 og fyrst
kvenna til að taka sæti í ríkisstjórn
1970-1971.
Eygló Harðardóttir, félags- og
húsnæðismálaráðherra, veitti við-
urkenningarnar og flutti ávarp
þar sem hún sagði vel við hæfi að
nýta 100 ára afmæli kosningarétt-
ar kvenna til að heiðra konur sem
brotið hafa glerþakið svokallaða
og rutt konum braut til aukinna
áhrifa í stjórnmálum: „Kosninga-
réttur kvenna og kjörgengi þeirra
til jafns við karla var einn mikil-
vægasti þáttur lýðræðisþróunar
hér á landi því í þessum réttind-
um felst grunnur fulltrúalýðræðis-
ins; þau grundvallarmannréttindi
að geta haft áhrif. Í dag, hundr-
að árum síðar, eru konur um 40%
þingmanna en hlutfall kvenna hef-
ur hæst verið 43% eftir kosning-
arnar 2009. Áður hafði hlutfall
kvenna farið hæst eftir kosning-
arnar 1999 eða í 35%. Enn hall-
ar á konur á opinberum vettvangi
og við eigum að nýta tímamótin til
framfara á sviði jafnréttismála og
til að rifja upp og skrá sögu barátt-
unnar fyrir auknum borgaraleg-
um og stjórnmálalegum réttind-
um kvenna,“ sagði ráðherra m.a.
við afhendingu viðurkenninganna
sem fram fór í Listasafni Íslands.
Konurnar sem fengu viðurkenn-
ingu eru: Birgitta Jónsdóttir, Guð-
fríður Lilja Grétarsdóttir, Guðrún
Agnarsdóttir, Guðrún Helgadótt-
ir, Hanna Birna Kristjánsdóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét
Frímannsdóttir, Oddný G. Harð-
ardóttir, Ragnhildur Helgadóttir,
Rannveig Guðmundsdóttir, Sal-
ome Þorkelsdóttir, Sigríður Anna
Þórðardóttir, Siv Friðleifsdótt-
ir, Svanfríður Jónasdóttir og Val-
gerður Sverrisdóttir.
mm
Jafnréttisráð
heiðrar fimmtán
stjórnmálakonur
Nýverið fór íþróttaþing Íþrótta- og
Ólympíusambands Íslands fram. Til
þingsins voru mættir vel á annað
hundrað þingfulltrúa af öllu landinu.
Lárus L. Blöndal var einróma endur-
kjörinn forseti ÍSÍ til næstu tveggja
ára með dynjandi lófaklappi en ekk-
ert mótframboð kom fram. Í fram-
kvæmdastjórn voru kjörnir: Garðar
Svansson, Guðmundur Ágúst Ingv-
arsson, Gunnar Bragason, Gunn-
laugur A. Júlíusson, Hafsteinn Páls-
son, Helga Steinunn Guðmunds-
dóttir, Ingi Þór Ágústsson, Ingibjörg
Bergrós Jóhannesdóttir, Sigríður
Jónsdóttir og Örn Andrésson. Frið-
rik Einarsson og Jón Gestur Viggós-
son gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.
Þeir voru báðir heiðraðir í lok þings
með Gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í
þágu íþróttahreyfingarinnar. Í vara-
stjórn voru kjörin: Jón Finnbogason,
Lilja Sigurðardóttir og Þórey Edda
Elísdóttir. -fréttatilkynning
Lárus endurkjörinn forseti ÍSÍ
Baldur
lögreglumaður
Brynja
skólaliði
Jolanta
bréfberi
Ingibjörg
tollvörður
Plútó
fíkniefnahundur
Hermann
frístundaleiðbeinandi
Hrefna
flugöryggisvörður
Öflug almannaþjónusta stuðlar að jafn-
rétti, öryggi og réttlátara samfélagi.
Skerðing opinberrar þjónustu er skerðing
á lífsgæðum allra sem í landinu búa.
Án vel mannaðrar opinberrar þjónustu
myndi gjörbreytt samfélag blasa við.
Það er hagur okkar allra að grunnstoðirnar
séu sterkar. Hvetjum stjórnvöld til að efla
almannaþjónustuna í stað þess að veikja
hana. Styðjum við og verum stolt af fólkinu
sem þjónar okkur í fjölbreyttum störfum
hjá hinu opinbera um allt land.
STÖRF Í
ÞÍNA ÞÁGU
Félagar tökum þátt í 1. maí hátíðarhöldum!