Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Fótboltinn í sumar „Segja má að ég hafi fengið smjör- þefinn af stemningunni þegar við, átta manna hópur, vorum að setja upp auglýsingaskiltin við völl- inn á sumardaginn fyrsta. Það var skemmtileg eftirvænting í loft- inu,“ segir Magnús Guðmunds- son formaður stjórnar KFÍA. Þetta er annað árið sem hann er stjórn- arformaður og fyrsta árið frá því hann kom í stjórnina sem meist- araflokkur karla er í Pepsídeildinni en í fyrra voru konurnar þar. „Það er spennandi sumar framund- an. Við höfum verið að vinna alls kyns undirbúningsvinnu í vetur og sett okkur skýr markmið á ýmsum sviðum í starfi félagsins. Þjálfara- teymin hafa unnið afar gott starf í vetur með sína hópa og það mun örugglega skila sér ríkulega á vell- inum. Fólk er að tala um risjóttan vetur og nú hefur komið virkilega í ljós hvað það skiptir miklu máli að hafa yfirbyggðan völl í Akranes- höllinni,“ segir Magnús. Liðin koma vel undan vetri Hann segir að mánudaginn 21. apríl hafi einmitt verið fundur þar sem farið var yfir starfið í vetur með þjálfurum meistaraflokkanna, Þórði Þórðarsyni hjá kvennaliðinu og Gunnlaugi Jónssyni hjá karla- liðinu. „Starfið hefur gengið vel í vetur, til dæmis verið mjög lít- ið um meiðsli bæði hjá konun- um og körlunum. Við höfum ver- ið með nýjungar í sambandi við þjálfunina. Til hliðar við líkam- lega þjálfun hefur Viðar Halldórs- son íþróttafélagsfræðingur liðsinnt okkur varðandi andlega þáttinn hjá leikmönnum. Þar hefur hann ver- ið að vinna með sjálfstraustið og markmiðssetningu fyrir bæði ein- staklinginn og hópinn. Við höfum líka lagt áherslu á styrktaræfingar og sjúkraþjálfun. Ég held að lið- in séu að koma vel undan vetri og gaman að upplifa bullandi sjálfs- traust bæði hjá karla- og kvenna- liðinu og mikla eftirvæntingu fyrir sumrinu.“ Gæti orðið spútnikliðið Magnús segist sjálfur vera mjög spenntur fyrir sumrinu og fullur bjartsýni á gott gengi liðanna. Hann segir að til dæmis góð frammistaða karlaliðsins í Lengjubikarnum geri liðinu gott þótt vissulega sé mikil breyting sem fylgi því þegar liðin koma út á völl úr höllinni. „Ég held að gott gengi í Lengjubikarnum hjá Skagaliðinu geti gefið tóninn. Ég var stórhrifinn af leik liðsins gegn Fjölni um daginn. Spilamennsk- an hjá liðinu þá finnst mér vera sú besta sem ég hef orðið vitni að í mörg ár. Eftir þeim leik að dæma gæti ég alveg trúað því að Skagalið- ið verði spútnikliðið í deildinni í ár. Ég hef alveg trú á því að liðið geti lent fyrir ofan miðja deild. Spárnar sýna að mínu mati vanmat á ÍA og það held ég að komi okkur til góða. Okkar strákar verða samt að halda sig á jörðinni og passa að ofmetn- ast ekki. Mér sýnist Skagaliðið vera tilbúið í slaginn. Ungu strákarn- ir hafa verið að koma mjög vel út, eins og til dæmis Þórður Þorsteinn og Albert sem virðast mjög frískir og nýju erlendu leikmennirnir þeir Marko og Arsenij lofa mjög góðu.“ Heimaleikirnir eru stórviðburðir Meðal þess sem núna er verið að vinna að í sambandi við fótbolt- ann á Akranesi segir Magnús vera að virkja betur og efla stuðnings- mannalið Skagamanna, fólkið sem mætir á heimaleikina og styður virkilega við bakið á liðinu. „Það hefur skort svolítið á það seinni árin að fólk mæti jafn vel á völlinn og þekkt var hér á Skaganum á árum áður. Við viljum gjarnan gera Akra- nes að erfiðum útivelli fyrir hin fé- lögin og það getum við ekki án stuðningsmanna. Í þessu sambandi er ætlunin hjá okkur að gera ýmis- legt og við höfum fengið ýmsa að- ila til liðs við okkur. Ætlunin er að byrja strax í fyrsta leik við Stjörn- una með þjóðhátíðarstemningu og skrúðgöngu frá Safnahúsinu á völlinn. Heimaleikirnir eru stór- viðburðir og við ætlum að fá ýmsa aðila í bænum til samstarfs um að nýta þessa viðburði. Þar á meðal eru Akraneskaupstaður, Tónlistar- skólinn á Akranesi, Golfklúbburinn Leynir og vonandi sem flestir þjón- ustuaðilar. Við hugsum okkur sem dæmi að fjölmenn stuðningsmanna- lið sem fylgja gestaliðunum hingað hafi t.d. hug á því að skreppa í golf áður en fólk kemur á Jaðarsbakk- ana og svo er ein hugmyndin að hafa tónlistaratriði á flestum leikj- um. Hugmyndin er líka að virkja unga knattspyrnufólkið og foreldr- ana með okkur og skapa eins kon- ar hópefli gulra og glaðra barna og foreldra. Við höfum á prjónunum ýmislegt til skemmtunar á leikjun- um í sumar. Það á allt eftir að koma betur í ljós. Fyrst og fremst eru það þó leikmennirnir okkar sem koma til með að skemmta fólki með góð- um leik. Hins vegar verður líka að taka því með karlmennsku ef einn og einn leikur tapast. Það verður að heyra sögunni til að fólk gangi úr stúkunni eða af áhorfendasvæðinu áður en leik er lokið. Það er lítils- virðing við liðið og íþróttina.“ Virkjum sköpunarkraft bæjarbúa Magnús segir að þó að karlalið- ið fái væntanlega mikla athygli í sumar, enda að keppa í efstu deild, verði kvennaliðinu líka fylgt vel eft- ir. „Kvennaliðið hefur lagt mikið á sig í vetur og þar eru margar ungar og öflugar. Það er ljóst að hjá þeim verður bara eitt markmið og það er að fara aftur upp í Pepsídeild- ina. Ég held að kvennaliðið sé al- veg með mannskap í það og nokkr- ar þeirra hafa að undanförnu verið valdar til æfinga hjá unglingalands- liðunum. Til að styrkja liðið verða fengnir tveir bandarískir leikmenn þegar líður á maímánuð. Annar þeirra er markvörður en það vant- ar í þá stöðu í liðinu. Það eru góðir hlutir að gerast í kringum kvenna- liðið og ekkert verður gefið eftir með að styðja við liðið í sumar. Það voru einmitt konurnar sem fundu upp á því fyrra að fá listamenn í lið með okkur með viðurkenningu til manns leiksins og því verður hald- ið áfram í sumar bæði hjá konun- um og líka hjá körlunum. Ætlun- in er einmitt að virkja sköpunar- kraft bæjarbúa með okkur í fótbolt- anum í sumar,“ segir Magnús Guð- mundsson stjórnarformaður Knatt- spyrnufélags ÍA. þá „Viljum gera Akranes að erfiðum útivelli fyrir hin félögin“ Magnús Guðmundsson er stjórnarformaður Knattspyrnufélags ÍA Magnús Guðmundsson formaður stjórnar KFÍA. Ljósmynd Ágústa Friðriksdóttir. Ljósm. Ágústa Friðriksdóttir. Meistaraflokkur karla hjá ÍA 2015

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.