Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí 1. MAÍ AKRANESI! Félagsmenn fjölmennið! Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á Neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á þriðju hæð Kirkjubrautar 40. S K E S S U H O R N 2 01 5 Fundarstjóri: Björg Bjarnadóttir Ræðumaður dagsins: Vilhjálmur Birgisson Karlakórinn Svanir syngur nokkur lög Kaffiveitingar Athugið! Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00 Meðfylgjandi mynd var tekin fyrr í mánuðinum í Borgarnesi. Þar var björgunarsveitarfólk í Borg- arbyggð saman komið á nám- skeiði í fjallabjörgun. Þarna leið- beinir Gunnar Agnar Vilhjálms- son yfirleiðbeinandi hjá Lands- björg í uppsetningu á tvöföldu línukeri. mm/ Ljósm. Þorleifur Geirsson Tveir nemendur við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi hrepptu á dög- unum þriðja sætið í lands- keppni ungra vísinda- manna. Í byrjun febrúar fóru sérfræðingar á vegum Háskóla Íslands yfir þau verkefni sem skráð höfðu verið til þátttöku í ár og völdu þrjú verkefni til að taka þátt í úrslitakeppn- inni. Eitt þessara verk- efna áttu þau Linda María Rögnvaldsdóttir og Þorri Líndal Guðnason nem- endur við FVA. Þau urðu í þriðja sæti í keppninni með verkefnið „Aðgengi ungmenna að tóbaki“. Landskeppnin fór fram 22. apríl síðastliðinn í húsakynn- um Háskóla Íslands. „Verkefnin þrjú sem kepptu til úrslita voru öll stórglæsilegt og greinilegt að mik- il vinna lá þeim að baki,“ segir á heimasíðu keppn- innar (ungirvisindamenn. hi.is). Keppnir ungra vísinda- manna eru haldnar víðs vegar um Evrópu. Þátt- takendur eru ungt fólk á aldrinum 15 – 20 ára. Þau sem bera sigur úr být- um í hverri keppni öðlast síðan þátttökurétt í Evr- ópukeppni ungra vísinda- manna. Markmið keppn- anna er að efla hæfni ungs fólks til að vinna að rann- sóknaverkefnum og stuðla að auknu frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum nem- enda. mþh Það gerist ekki oft að færeyskir bátar komi til hafna á Snæfellsnesi. Þrátt fyrir það kom Mascot FD 25 frá Toftum til hafnar í Ólafsvík á sunnudaginn. Hans Peter Samu- elson skipstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að þeir hafi leitað til hafnar vegna þess að lensidæla bil- aði og voru þeir að bíða eftir nýrri dælu sem átti að koma frá Reykja- vík. Aðspurður um aflabrögð sagði Hans Peter að þeir væru að fá þetta fimm til átta tonn á dag, en bátur- inn rær með beitningarvél og er með 35 þúsund króka í lögn. „Við megum aðeins fá 36% af þorski,“ sagði Hans Peter og sagði þá einn- ig vera að fá ýsu, löngu og keilu á krókana. Hans Peter sagði að þeir hefðu verið að veiðum úti af Víkuráln- um en færu núna á Jökuldýpið. „Við höfum verið með eindæm- um óheppnir með veður að undan- förnu. Það er stormur nánast upp á hvern dag,“ bætti hann við. „Við megum ekki vera nær landi en 12 mílur og erum því ekki að fá eins góðan afla og íslensku skipin. Þá verðum við að forðast þorskinn eins og hægt er. Það eru 13 manns í áhöfn og þar af fimm íslenskir.“ Mascot FD landar afla sínum hjá Frostfiski í Þorlákshöfn og var ný- lega landað 40 tonnum eftir fimm sólarhringa á veiðum. af Hans Peter Samuelson. Færeyingar áttu viðkomu með bilaða lensidælu Mascot í Ólafsvíkurhöfn. Björgunarsveitarfólk sífellt í fræðslu Efnilegir vísindamenn frá Akranesi Öglukonur gáfu tvö hjartastuðtæki Lionsklúbburinn Agla í Borgarnesi gaf í vikunni tvö hjartastuðtæki. „Verkefnanefnd Lionsklúbbsins Öglu ákvað að færa Gólfklúbbi Borgarness og Hestamannafélag- inu Skugga hvort sitt hjartastuð- tækið að gjöf,“ segir Ingibjörg Hargrave í samtali við Skessu- horn eftir afhendingu tækjanna. „Við höfum aflað fjár til kaupanna með sölu á kertum og dagatölum. Einnig héldum við kvöld til heið- urs Guðrúnar frá Lundi og gefum út Öglublaðið. Við þökkum öllum þeim sem hafa styrkt okkur í þess- um fjáröflunum því án þeirra sem styðja við okkur með þeim hætti gætum við ekki lagt jafn mikið af mörkum til samfélagsins,“ seg- ir Ingibjörg og minnir á að ein- kunnarorð Lions eru „Við leggj- um lið“. eha Öglukonur afhenda hestamönnum hjartastuðtæki. F.v. María Guðmundsdóttir formaður verkefnanefndar, Stefán Logi Haraldsson, Kristján Gíslason, Ingibjörg Hargrave formaður og Sigrún Elíasdóttir. Linda María Rögnvaldsdóttir og Þorri Líndal Guðnason bæði nemendur við FVA hlutu þriðja sætið í landskeppni Ungra vís- indamanna. Myndin er fengin af vefnum Ungir vísindamenn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.