Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Pennagrein Hallarekstur Dvalarheimilisins Höfða liðlega 545 milljónir Ársreikningar Akra- neskaupstaðar fyr- ir árið 2014 hafa nýverið verið af- greiddir til bæjarstjórnar Akraness til umfjöllunar og afgreiðslu. Ánægju- legt er að rekstrarniðurstaða sam- stæðuársreiknings sýnir um 146 m.kr. hagnað af rekstri sem er um 100 m.kr. umfram áætlun. Skuldahlutfall kaup- staðarins er 126 og lækkaði örlítið á milli ára, en skv. lögum ber að halda því hlutfalli undir viðmiðinu 150. Það sem vekur hins vegar athygli við lestur ársreikningsins er hinn mikli taprekstur hjá Dvalarheimilinu Höfða á árinu 2014, eða 146,1 m.kr. Þegar nánar er skoðað kemur í ljós að á árinu 2014 og undanfarin ár hefur verið stórfelldur hallarekstur á heim- ilinu og það sem meira er að einn- ig er reiknað með stórfelldum halla- rekstri á árinu 2015 (sjá töflu). Samkvæmt ofangreindri töflu stefnir í að taprekstur dvalarheim- ilisins verði liðlega 545 milljónir ef áætlaður halli ársins 2015 er tekinn með í reikninginn. Ef þessar tölur eru framreiknaðar með meðalvísitölu hvers rekstrarárs fyrir sig fram til árs- ins í ár er hallinn orðinn 570 millj- ónir. Skuldir Höfða umfram eignir voru um síðustu áramót 522 milljón- ir króna. Dvalarheimilið Höfði, sem er í eigu Akraneskaupstaðar sem nemur 9/10 hluta og Hvalfjarðarsveitar sem nemur 1/10 hluta, hefur í mörg ár verið myndarlega rekið og íbúar þess hlotið frábæra þjónustu og svo viljum við að sjálfsögðu að verði áfram. En er það verjandi að skattfé borg- aranna sé varið til að reka þessa stofn- un með gríðarlegum hallarekstri ár eftir ár? Og það án þess að sjáan- legt sé hjá sveitarstjórnum að gripið sé til ráðstafana til að minnka þennan halla? Ekki geta sveitarfélögin nýtt þá fjármuni sem í hallareksturinn fer á hverjum tíma til að efla annað starf í sveitarfélögunum, t.d. skóla- og íþróttastarf, viðhald mannvirkja eða opinna svæða, framkvæmdir nú eða bara hreinlega að greiða niður skuldir. Í nokkuð langan tíma hefur legið fyrir að sveitarfélögin telja að dag- gjöldin sem ríkið greiðir með hverj- um vistmanni dvalar- og hjúkrunar- heimila nægi ekki fyrir útgjöldum. Það er vissulega rétt, en ekki virð- ist ríkið flýta sér að hækka eða leið- rétta greiðslurnar til dvalarheimil- anna og á meðan ekki fæst leiðrétt- ing þar á hleðst upp taprekstur eins og að framan greinir og alls óvíst að nokkuð fáist endurgreitt frá ríkinu né hversu mikið. Skylda bæjarfulltrúa er engu að síður að gera sitt til að reksturinn verði hagkvæmari og ná þeirri hag- ræðingu sem hægt er með það að megin markmiði að þjónustan verði sem hagkvæmust og að þjónustan við heimilismenn á hverjum tíma sé eins góð og framast er unnt fyrir þá fjár- mundi sem til skiptana eru á hverj- um tíma, enda reksturinn alfarið á ábyrgð Akraneskaupstaðar og Hval- fjarðarsveitar. Ég tel rétt og skylt að benda sveit- arstjórnunum á nokkra hagræðingar- möguleika í rekstrinum, sem án efa í mínum huga eru til sparnaðar og það án þess að skerða gæði þeirrar þjón- ustu sem rekin er á Dvalarheimilinu Höfða eða hjá Akraneskaupstað: Bókhald og fjárreiður sameinaðar skrifstofuhaldi Akraneskaupstaðar. Umsýsla fasteigna og viðhald verði falið starfsmönnum skipulags- og umhverissviðs Akraneskaupstað- ar sem annast og rekur aðrar eignir kaupstaðarins. Yfirstjórn heimilisins felld undir stjórn velferðar- og mannréttindar- sviðs Akraneskaupstaðar. Sameina undir einum hatti rekst- ur eldhúss Höfða og Akraneskaup- staðar, en Akranesskaupstaður rek- ur í dag 4 eldhús í leikskólum og 2 í grunnskólum bæjarins. Akranesi 22. apríl 2015. Jón Pálmi Pálsson, rekstrarfræð- ingur. ! (Fjárh í "ús kr.) 2015 2014 2013 2012 2011 Samtals Áætlun Tap skv ársreikningi/áætlun 85.477 146.108 125.319 97.155 91.356 545.415 Uppreikna# tap mv. vísitölu 85.477 147.947 129.479 104.271 103.135 570.309 Pennagrein Vegna skrifa Valgeirs Valgeirssonar um málefni Laugafisks hf. Til að stytta þessa grein þá verður Valgeir Valgeirsson hér eftir verð- ur nefndur VV. Enn og aftur skrif- ar ágætur VV lítið sem ekkert um málefni Laugafisks hf. heldur kýs hann að reyna að gera persónur tortryggilegar vegna baráttu þeirra fyrir bættum lífsskilyrðum. Það er mjög greinilegt að VV telur að öllu megi fórna fyrir atvinnu og at- vinnuhagsmuni og að öll umræða sem er beint gegn atvinnustarfsemi sé „ofstækisraus.“ Ekki hef ég gefið í skyn að ég sé einhver sérstakur málsvari íbúa á Neðri-Skaganum en get þó sagt að ég er hluti af nokkuð stórum hópi íbúa á Akranesi sem vill úr- bætur vegna ólyktar sem kemur frá Laugafiski hf. Það sem ég og marg- ir íbúar hér á Akranesi erum að óska eftir er að fá að búa við sömu lífsgæði og aðrir íbúar Akraness. Ekki veit ég hvað það kemur málefni Laugafisks hf. við þó ég hafi kvartað yfir málningarúða sem kom ítrekað yfir hverfið okkar sem við þurftum að láta hreinsa af eign- um okkar, en innöndun á málning- arúða sem notuð er á skip og báta er mjög skaðleg heilsu fólks svo ekki sé talað um ung börn. Og það að ég sé á móti nánast allri starfsemi á Akranesi og já í sveitum lands- ins líka er aðeins að finna í hugar- heimi hr. VV. Það ætti einnig ekki að koma þessu málefni við hvenær ég byggði mitt hús og er helst að skilja að ef ég hefði ekki byggt hús á þessum stað þá væri ekkert vanda- mál til staðar. Í grein sinni nefnir VV að það geti varla talist að Laugafiskur hf. sé inn í íbúðabyggð þar sem að það séu yfir 300 metrar í næsta íbúðar- hús. Þetta er rangt hjá VV og hér eru nokkrar vegalengdir sem koma málinu við: Frá Laugafiski hf. við Vesturgötu eru 150 metrar að Vesturgötu 10 og 190 metrar að Vesturgötu 17. Þetta eru íbúðarhús. Frá Laugafiski hf. við Breiðagötu eru 197 metrar að Bárugötu 17 og að Háteigi eru 225 metrar. Þetta eru íbúðarhús. Rétt er að taka það fram að Laugafiskur hf er staðsettur á tveimur stöðum á Neðri-Skaga, við Breiðargötu 8 er forþurrkun og við Vesturgötu 2 er eftirþurrkun. Til upplýsingar fyrir fólk þá er til reglugerð nr. 941/2002 sem segir að starfsemi sem hefur í för með sér mengun, þar með talið loftmengun, sé óheimil í minna en 500 metra fjarlægð frá mannabústöðum. Ég skil mæta vel að VV sé ugg- andi yfir því að við höfum nefnt Höfðasel sem betri staðsetningar kost, en hverjar eru líkurnar á að lyktarmengun nái inn í íbúðabyggð þaðan? Ekki myndi ég vilja nein- um að búa við þessa ólykt en stað- setningin við Höfðasel er tilkomin vegna umræðu um að halda atvinn- unni í bæjarfélaginu. Til að átta sig á fjarlægðum þá set ég inn nokkrar vegalengdir og miða við það að Laugafiskur hf. væri staðsettur ofarlega við Höfðasel. Höfðasel að Viðjuskógum: 2500 metrar Höfðasel að Bónus: 2550 metrar Höfðasel að Golfskála: 2800 metrar Höfðasel að Esjubraut: 3300 metrar Höfðasel að Ráðhúsi: 3700 metrar Höfðasel að Grundaskóla: 3300 metrar Höfðasel að þjóðvegi: 1770 metrar. Svo til samanburðar þá eru hér nokkrar vegalengdir frá Laugafiski Breiðargötu 8: Frá Breiðargötu að Viðjuskógum: 2500 metrar miðja vegu Breiðargata að Bónus: 2400 metrar Breiðargata að Golfskála: 2600 metrar Breiðargata að Esjubraut: 1800 metrar Breiðargata að Ráðhúsi: 1250 metrar Breiðargata að Grundaskóla: 2600 metrar Allar vegalengdir frá Breiðar- götu eru mun styttri en frá Höfða- seli. Ég hef ekki orðið var við að fólk við Esjubraut eða við Grunda- hverfið hafi fundið þessa lykt heim til sín frá Laugafiski við Breiðar- götu, svo auðvitað munar um að hafa fyrirtæki sem ekki getur upp- fyllt ákvæði um loftmengun eins fjarri íbúðabyggð og hægt er en samt innan bæjarmarka. Eins og ég sagði í svargrein minni þá snýst þetta ekkert um annað en það ástand sem fiskþurrkun Lauga- fisks hf. hefur skapað. Nokkrar staðreyndir um skrif VV: VV finnst að fólk sem ekki býr á Neðri-Skaga eigi ekki að hafa skoð- un eða afskipti á málefni Laugafisks hf. Að Benedikt eigi ekki rétt til að tjá sig um þetta málefni af því að hann sat í bæjarstjórn fyrir rúm- um 20 árum og var einhvertímann hluthafi í HB hf. Að fólk sem vill úrbætur á ástand- inu á Neðri-Skaga sé öfgafólk. Að bæjarfulltrúar sem hafa aðra skoðun en VV eigi að segja starfi sínu upp „strax“ Að ég eigi engan rétt til afskipta um málefni Laugafisks hf af því að ég byggði húsið mitt árið 2000 og vegna afskipta af málningarvinnu. Að öllu almennum kröfum megi fórna ef um atvinnu eða atvinnu- hagsmuni er að ræða. Vinsamleg ábending mín til VV er að fletta upp skilgreiningu á orð- inu Lýðræði og lesa það sem þar stendur. Með bestu kveðju, Guðmundur Sigurbjörnsson Höf. er ennþá áhugamaður um betri íbúabyggð á Akranesi. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.