Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Það var erill á Leikskólanum í Stykkishólmi á síðasta vetrar- dag. Þá tóku börn og starfsfólk á móti gestum og sýndu þeim ýmsan afrakstur vetrarstarfsins og buðu upp á hollar veiting- ar. Það hefur lengi tíðkast í skólanum að bjóða foreldrum, ömmum og öfum og öðrum gestum í heimsókn um sumar- mál og fróðlegt fyrir þá fullorðnu að fá innsýn í viðfangs- efni yngstu borgaranna. Skólinn er í nýlegu húsnæði það- an sem stutt er fara út í náttúruna sem er nýtt eins og kostur er. Í skólanum eru nú 67 börn og þau yngstu ársgömul. Sig- rún Þórsteinsdóttir skólastjóri segir að í fyrravor hafi stór árgangur, 24 nemendur, útskrifast úr skólanum en í ár verði þau tíu. Líkur eru á að nemendafjöldi í skólanum verði svip- aður á næsta skólaári. Undnfarin ár hefur hver nemandi átt sína eigin möppu frá upphafi skólagöngu. Í hana er safnað verkefnum nemandans og ýmsu efni úr skólalífinu og möppuna fá þeir með sér heim við útskrift úr skólanum. Möppurnar lágu frammi á deild- unum og stoltir nemendur leyfðu gestum að fletta þeim. Ekki komast öll verk fyrir í möppu en þá voru til myndir af þeim og hægt var að skoða nýleg verkefni sem hafði ver- ið stillt upp. Þar má nefna líkan af heimabænum, veggspjald sem unnið var í tilefni Dags einhverfra og sviðsmyndir í þrí- vídd úr þemaverkefni um Pétur og úlfinn. Það var greini- legt á heimsókn í skólann að þar er unnið markvisst og skap- andi starf með nemendum og mikill metnaður hjá starfsfólki hans. eb Opið hús í leikskólanum í Stykkishólmi Davíð sýnir mömmu, afa og ömmu möppuna sína. Þeim yngstu fannst ágætt að fá sér vínber og blómkál meðan gestagangur var. Aron Gunnar sýnir ömmu sinni verkefni. Það þarf ekkert að hætta að leika þótt gestir komi í heimsókn . Sumir sýndu listir sínar í þrautabrautinni. 5 ára nemendur stilla sér upp framan við listaverkið sem var gert um ævintýrið um Pétur og úlfinn. „Hér eru mínar hendur.“ Veggspjald unnið á Degi einhverfra. Guðmundur sýnir líkanið af Stykkishólmi. Það er ekkert kynjamisrétti í eldhúskróknum. Sigrún Þórsteinsdóttir skólastjóri og Elísbet Lára Björgvinsdóttir aðstoðar- skólastjóri. Leikskólinn í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.