Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Búðardalur 2014
Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf.
Vesturbraut 20
Mánudaginn 11. maí
Þriðjudaginn 12. maí
Miðvikudaginn 13. maí
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
ATH. Allar stærðir ökutækja skoðaðar
Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Erlingur Sigurðarson frá Akur-
eyri er hagyrðingur góður. Margir
þekkja hann úr útsvarsliði Akureyr-
ar þar sem hann keppti um árabil.
Á þriðja degi sumars, síðastliðinn
laugardag, orti Erlingur af gefnu
tilefni drápu til veðurguðanna og
birtum við hana hér, en skáldið
deildi henni á Fésbókarsíðu sinni:
Úr loftinu slítur slyddu og hríð.
Það sligað sálina getur.
Drottinn minn: Hvílík djöfulsins tíð!
Drakkstu of mikið í vetur?
Af kuldanum vindurinn veinar hátt,
og vekur mér ugg og kvíða.
Nú er á himni og í helvíti bágt:
þar hafa menn „dottið íða.“
Um kuldann ei þýðir að kvarta neitt,
hann kemur úr alvaldsins smiðju.
En ég vildi, að hér yrði jafn- andskoti
-heitt
og við eldana í helvíti miðju.
(Á þriðja degi “sumars” 2015) -
Og enn snjóar ‘ann -.. Og enn ...
(E.S.)
Spyr veðurguðina út í óreglu
Snorrastofa í Reykholti
Fyrirlestrar í héraði
Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur
í Reykholti
Sími 433 8000
www.snorrastofa.is
snorrastofa@snorrastofa.is
Þriðjudagurinn 5. maí 2015
kl. 20:30
í Bókhlöðu Snorrastofu
Leitað verður m.a. svara við
því, hvað læra má af rituðum
heimildum um veðurfarssveiflur
á síðari öldum og nokkur
gaumur gefinn að hafískomum
hér við land. Umræður og kaffiveitingar
Aðgangur kr. 500
Veðurfar frá því
um siðaskipti
Veðrátta á Íslandi í ljósi ritaðra heimilda og beinna mælinga
Astrid Ogilvie veðurfarssagnfræðingur og Trausti Jónsson veðurfræðingur fytja
Slökkviliðsmenn í Snæfellsbæ segja upp
Liðsmenn í Slökkviliði Snæfells-
bæjar hafa sagt upp störfum vegna
óánægju með starfskjör. Slökkvi-
liðið í bænum er ekki mannað at-
vinnumönnum frekar en önnur
slík á landsbyggðinni heldur sinna
menn útköllum eftir því sem þarf
og eru þá í öðrum störfum. „Já, ég
er kominn með uppsagnarbréf frá
þeim,“ staðfestir Kristinn Jónasson
bæjarstjóri Snæfellsbæjar í sam-
tali við Skessuhorn. Hann útskýr-
ir málið frekar: „Ágreiningurinn
snýst um að liðsmenn slökkviliðsins
eru með svokallaða launatryggingu
þar sem þeim eru tryggðar tekjur
ef þeir slasast við störf sem slökkvi-
liðsmenn. Í dag er þessi trygging
slík að slasist slökkviliðsmaður hjá
okkur þá fær hann full laun á veik-
indatímanum sem hann væri at-
vinnuslökkviliðsmaður. Þetta segja
okkar menn að sé ekki nógu gott
og vilja launatryggingu í samræmi
við þau laun sem þeir eru með í sín-
um störfum. Maður sem kannski er
með 900 þúsund á mánuði í sinni
vinnu vil þannig fá 900 þúsund á
mánuði ef hann yrði frá sinni vinnu
vegna óhapps við slökkvistörf.“
Kristinn segir að Snæfellsbær
sé ekki að brjóta kjarasamninga
eða gera neitt rangt með þeirri til-
högun sem verið hefur í gildi til
þessa. „Þetta mál er algert eins-
dæmi. Slökkviliðsmönnum hér í
Snæfellsbæ finnst bara að þeir eigi
að fá sömu laun ef þeir forfallast
og þeir eru með í sínum daglegu
störfum. Þessi deila er verkefni sem
við ætlum bara að leysa. Hér erum
við með frábært slökkvilið sem við
erum stolt af. Við erum meðal ann-
ars að skoða hvort við getum keypt
tryggingar sem eru þannig að við
getum komið til móts við þess-
ar óskir slökkviliðsmannanna. Við
erum nú að fara yfir þetta mál og
ég er í góðu sambandi við trúnað-
armann slökkviliðsins,“ segir bæj-
arstjóri Snæfellsbæjar.
mþh
Slökkviliðsmenn við æfingu. Ljósm. úr safni.