Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 29.04.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015 Forstöðumaður segir upp SNÆFELLSBÆR: Lúðvík Smárason forstöðumaður Tæknideildar Snæfellsbæjar hefur sagt upp störfum. Bæj- arstjórn Snæfellsbæjar hefur falið bæjarstjóra og bæjarrit- ara að auglýsa stöðuna. -mþh Bilun í búnaði sund- laugarinnar GRUNDARFJ: „Vegna bil- unar í tækjabúnaði sundlaug- ar er ekki fyrirséð með opnun á sundlaug,“ segir í tilkynn- ingu á vef Grundarfjarðar- bæjar. Þar segir að búið sé að panta þann búnað sem bilað hafi. „Tilkynnt verður með opnun um leið og það er vit- að hvenær það verður. Það verður með þriggja til fjög- urra daga fyrirvara.“ –mm Aflatölur fyrir Vesturland 18. - 24. apríl. Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu: Akranes 11 bátar. Heildarlöndun: 11.607 kg. Mestur afli: Akraberg ÓF: 2.457 kg í einni löndun. Arnarstapi 10 bátar. Heildarlöndun: 19.377 kg. Mestur afli: Bárður SH: 6.843 kg í einni löndun. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 214.076 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.033 kg í einni löndun. Ólafsvík 17 bátar. Heildarlöndun: 222.011 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 58.285 kg í fjórum löndun- um. Rif 16 bátar. Heildarlöndun: 243.681 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 54.776 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 85.910 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 84.484 kg í þremur löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 67.033 kg. 22. apríl 2. Helgi SH – GRU: 47.289 kg. 19. apríl 3. Grundfirðingur SH – GRU: 46.310 kg. 18. apríl 4. Örvar SH – RIF: 43.338 kg. 22. apríl 5. Rifsnes SH – RIF: 41.448 kg. 20. apríl mþh Beltin minnk- uðu sársaukann VESTURLAND: Átta um- ferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Veturlandi í liðinni viku, flest þeirra án teljandi meiðsla. Í einu til- vikinu, þar sem ökumaður var í bílbeltum, þá kvartaði viðkomandi undan eymslum eftir beltin. „Síðan áttaði hann sig á því að beltið hafði bjargað honum og fann hann þá minna til,“ segir í dagbók lögreglunnar. –þá Gengið til samninga um slátt AKRANES: Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaup- staðar hefur samþykkt að ganga til samninga við Gísla Stefán Jónsson ehf. um slátt á Akranesi næstu tvö sum- ur, það er 2015 - 2017. Slátt- urinn var boðinn út og þrjú tilboð bárust. Kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á kr. 32.986.101. Hæsta tilboð kom frá Þrótti ehf. upp á kr. 31.764.511. Næst-hæsta boð var frá Grastec ehf. sem bauð kr. 30.851.240. Lægsta boðið kom frá Gísla Stefáni Jónssyni ehf. og hljóðaði upp á kr. 29.575.571. Sviðsstjóra var þar með falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda. –mþh Falla frá for- kaupsrétti SNÆFELLSBÆR: Bæjar- stjórn Snæfellsbæjar hefur fallið frá forkaupsrétti sveit- arfélagsins að bátunum Sæ- blika SH 15 og Stakkhamri SH. Báðir bátarnir hafa verið seldir úr Snæfellsbæ án þess að veiðiheimildir fylgdu með þeim. Stakkhamar var seldur til Hólmavíkur en Sæbliki til Hafnarfjarðar. –mþh Þessar vikurnar standa yfir fram- kvæmdir við endurbætt tjaldsvæði í Búðardal og eru þær nýlega hafn- ar. Reyndar hófust framkvæmdirn- ar á síðasta ári og er nú framhaldið. Tjaldsvæðið sem er á milli grunn- skólahússins og Vesturbrautar er stækkað, þannig að bætt er við um 1500 fermetra svæði fyrir húsbíla og stærri húsvagna. Þá er verið að byggja um 30 fermetra þjónustu- hús með snyrtingum og þvottaað- stöðu fyrir gesti á tjaldsvæðinu og kemur það í stað eldra húss. Bygg- ing þjónustuhússins var boðin út fyrir nokkru en Sveinn Pálsson sveitarstjóri segir að í heild muni framkvæmdin kosta um 26 millj- ónir króna. Sveinn segir að erfitt tíðarfar hafi seinkað framkvæmd- um eitthvað. Hluti svæðisins verði tilbúin fljótlega en gróðurreitur- inn þar sem meðal annars verður þökulagt verði ekki tilbúinn fyrr en líður á sumarið. Það er bygginga- fyrirtækið Árbrún ehf. sem annast byggingu þjónustuhússins er Kolur ehf. sér um jarðvegsvinnu. þá Framkvæmdir standa þessa dagana yfir í Ólafsvíkurkirkju. Verið er að mála kirkjuna að innan með öllu sem því fylgir. Það er Kristján Sæv- arsson hjá KS málun sem sér um verkið ásamt þeim Hallgrími Jökli Jónassyni, Jóni Veigari Ólafssyni og Sævari Þórjónssyni. Er þetta í þriðja skiptið sem Sævar málar kirkjuna en hún var síðast máluð fyrir 22 árum og þá af honum. Þá var allt rúll- að en núna er allt sprautað. Svona verkefni er ekki hrist fram úr erm- inni enda veggir háir og ekki auð- velt að komast að þeim alls staðar. Þurfti því að fá lyftu til að auðvelda verkið en síðast þegar kirkjan var máluð var notaður tvöfaldur still- ans. Lyftan sem notuð er í verkið er tvö tonn að þyngd og 17 metra há. Þurfti að fá þá hjá Þorgeiri ehf. til að hífa lyftuna upp til að koma henni inn í kirkjuna. Sævar áætl- ar að verkið taki tvær vikur og að í það fari 300 lítrar af efnum og 500 fermetrar af plasti sem notað er til að breiða yfir þau svæði sem verja þarf. Segja má að löngu sé komin tími á að mála kirkjuna þar sem hún ætti að vera máluð á 15 ára fresti, að sögn Sævars. Farið var í söfnun og stendur hún enn yfir. Þeir sem vilja leggja þessu málefni lið geta lagt inn á söfnun- arreikninginn: 0194-05-401286 kt: 500269-4999. þa Framkvæmdir eru byrjaðar við endurbætt tjaldsvæði í Búðardal. Framkvæmdir hafnar við endurbætt tjaldsvæði Ólafsvíkurkirkja máluð að innan

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.