Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Side 6

Skessuhorn - 13.05.2015, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Stjórnin sam- þykkti kjara- samning FAXAFLÓI: Faxaflóahafnir gengu þann 5. maí frá nýjum kjarasamningi við Verkalýðs- félag Akraness vegna starfs- manna í gæslustörfum á Grund- artanga. Samninginn má skoða á vef Faxaflóahafna undir liðn- um „fundargerðir“. Í bókun með samningnum skuldbind- ur Verkalýðsfélag Akraness sig til að komi til vinnustöðvun- ar starfsmanna Faxaflóahafna í gæslustörfum á Grundartanga þá skuli eftir því sem frekast er unnt forðast að röskun verði á starfsemi Elkem og Norður- áls á svæðinu. Verkalýðsfélag- ið skuldbindur sig til að veita nauðsynlegar undanþágur til að svo megi verða. Undanþág- urnar eiga að gilda í minnst þrjár vikur eftir að vinnustöðv- un hefst. –mþh Mikill kostnaður vegna kirkjuvið- gerðar STYKKISH: Stykkishólms- söfnuður hefur samþykkt að taka tilboði um múrviðgerð- ir á kirkjunni þar í bæ. Úttekt hafði áður leitt í ljós að gera þarf viðamiklar viðgerðir á múr og þaki kirkjunnar. Kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á 33 millj- ónir króna. Stykkishólmspóst- urinn greinir frá því að söfn- uðurinn hafi nú tekið tilboði frá K16 ehf. upp á 29.780.000 krónur. Sjö milljóna króna styrkur fékkst úr Jöfnunarsjóði kirkjusókna. Næstu tvö árin verður einnig leitað til sjóðs- ins um fjárstyrki. Arionbanki mun fjármagna framkvæmdir. Opnaður verður bankareikn- ingur þar sem fólk og fyrirtæki geta styrkt kirkjuna til þessara aðgerða. Hefja á framkvæmdir nú í maí og reiknað er með að þeim ljúki í október. –mþh Hrognkelsin gefa sig misjafnlega LANDIÐ: Grásleppuveiðar hófust 20. mars og heimilt er að veiða í 32 daga sem er óbreytt frá því í fyrra. Búið er að út- hluta um 250 leyfum til veiða sem er um 30 leyfum fleira en á allri vertíðinni í fyrra. Vertíð- in hófst með afar góðri veiði á Norður- og Norðausturlandi. Á Norðvesturlandi og Strönd- um var hins vegar minni veiði en á sama tíma í fyrra. Veiði á Vestfjörðum hófst rólega en hefur glæðst síðustu daga. Á utanverðum Breiðafirði og í Faxaflóa er sömu sögu að segja. Veiðar á innanverðum Breiða- firði mega ekki hefjast fyrr en 20. maí. Heildaraflinn er að nálgast 4.000 tonn, þann- ig að enn er óveiddur rúm- ur þriðjungur þess sem heim- ilt er að veiða. Fram kemur á vef Landssambands smábáta- eigenda að verð fyrir grásleppu og hrogn á vertíðinni hafi ekki enn náð væntingum grásleppu- karla. Meðalverð á heilli grá- sleppu á mörkuðum er 206 kr. fyrir kílóið. Búkurinn selst á 80 krónur kílóið. Heildaraflaverð- mæti grásleppu til þessa er því rúmar 800 milljónir. –mþh Enn ein úttektin á kútternum AKRANES: Danski sérfræðing- urinn Morten Møller kom í vik- unni til Akraness. Erindi hans er að gera úttekt á ástandi kútt- ers Sigurfara sem stendur uppi á Safnasvæðinu á Akranesi. Møller vinnur við forvörslu og viðgerð- ir á tréskipum hjá þjóðminja- safni Dana (Nationalmuseet) í Kaupmannahöfn. Þjóðminjasafn Íslands hefur fengið hann til að kanna ástand kúttersins. Morten Møller hefur einnig starfað með Norðursiglingu á Húsavík og Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem út- tekt er gerð á ástandi kúttersins á Akranesi en lítið hefur þokað í málefnum skipsins til þessa um- fram það. -mþh Reglugerð um rækjuveiðar BREIÐAFJ: Stjórnvöld hafa gefið út nýja reglugerð um rækju- veiðar í Breiðafirði. Á tímabilinu frá og með 8. maí til og með 31. júlí ár hvert er skipum sem eru 105 brúttórúmlestir að stærð eða minni og hafa aflamark til veiða á rækjustofninum á miðum við Snæfellsnes leyfilegt að stunda rækjuveiðar á Breiðafirði. Þetta gildir sunnan 65°10´N og utan línu sem dregin er réttvísandi norður frá Krossnesvita. Afli sem fenginn er við þessar veið- ar reiknast til aflamarks í rækju á miðunum við Snæfellsnes. –mþh Dagskrá um Jónas og Guðrúnu BORGARFJ: Fimmtudaginn 28. maí næstkomandi klukkan 21 verður farið í tali og tónum um æviferil hjónanna á Kópareykj- um II, þeirra Guðrúnar Jóns- dóttur og Jónasar Árnasonar. Þau hjónin bjuggu lengi í Reyk- holtsdalnum. Dagskráin verður á vegum Snorrastofu í samstarfi við Tónlistarfélag Borgarfarðar og Ungmennafélag Reykdæla. –mþh Fulltrúar íbúa í Borgarfirði afhentu síðastliðinn fimmtudag byggðarráði Borgarbyggðar undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnendur sveitar- félagsins að falla frá fyrirhuguðum breytingum á rekstri Grunnskóla Borgarfjarðar (GBF). Listinn sam- anstóð af 437 skriflegum undirskrift- um auk 111 rafrænna. Þóra Geir- laug Bjartmarsdóttir, fulltrúi íbúa á svæðinu, afhenti byggðarráði listann og hélt stutta tölu við tilefnið. Þar sagði hún meðal annars að starfs- stöðvar GBF væru ekki bara vinnu- staðir fjölda fólks, eða menntastofn- anir yngstu íbúanna, heldur einnig límið í samfélaginu. Hún sagði gríð- arlega samstöðu meðal íbúa sveit- arfélagsins, fólk vildi halda í starfs- stöðvarnar í núverandi mynd vegna þess hve mikilvægar það telur þær fyrir samfélagið. Í kjölfarið las Þóra Geirlaug upp áskorunina sem fylgdi undirskrifa- listunum. Hún hljóðar svo: „Við undirrituð, íbúar í Borgar- byggð, stöndum heilshugar vörð um Grunnskóla Borgarfjarðar (GBF). Blómlegt samfélag líkt og Borgar- byggð þarf að hafa sterkar grunn- stoðir. Þær eru fyrir hendi og þurfa að vera það áfram ef að áframhald- andi uppbygging á að vera í sveit- arfélaginu. Þær öflugu starfsstöðvar Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvann- eyri, Kleppjárnsreykjum og á Varma- landi eru styrkur sveitarfélagsins en ekki veikleiki og við skorum á sveit- arstjórn að halda starfsemi áfram á öllum stöðvum í núverandi mynd.“ Að endingu lokinni bað Þóra Geirlaug þá sem valdið hafa að horfa til framtíðar þegar komi að hagræð- ingarframkvæmdum. „Skólarnir okkar eiga að vera síðastir í röðinni þegar kemur að niðurskurði, ekki fyrstir,“ sagði hún. Það var Guðveig Eyglóardóttir, formaður byggðarráðs og fræðslu- nefndar, sem tók við undirskrifta- listunum. kgk Byggðarráði afhentur undirskriftalisti vegna GBF Í lok byggðarráðsfundar var Guðveigu afhent kort af Hvanneyri sem sýnir fjölda barna á svæðinu og starfsmanna á leikskóla og í grunnskólanum. Hér er Sólrún Halla Bjarnadóttir að afhenda kortið. Ljósm. Birgitta Sigþórsdóttir. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, fulltrúi íbúa, afhendir Guðveigu Eyglóardóttur, for- manni byggðarráðs, undirskriftalistann. Ljósm. kgk. Svanur Tómasson, sem gegnt hef- ur starfi slökkviliðsstjóra í Snæ- fellsbæ undanfarin tíu ár, hefur sagt upp stöðu sinni. Við starfinu tímabundið tekur Sigurður Sveinn Guðmundsson. Svanur vildi ekkert láta hafa eftir sér um ástæðu upp- sagnarinnar, að svo stöddu. Eins og greint hefur verið frá í síðustu tveimur tölublöðum Skessuhorns hafa verið uppi deilur milli slökkvi- liðsmanna og bæjaryfirvalda sem snúa að tryggingamálum slökkvi- liðismanna í Snæfellbæ og hafa allir slökkviliðsmenn sagt upp störfum. Munu þær uppsagnir taka gildi í endaðan júlí hafi ekki fundist lausn og um samist. Deilunni hefur ver- ið vísað til Landssambands slökkvi- liðsmanna annars vegar og Samtaka sveitarfélaga hins vegar. af Slökkviliðsstjórinn í Snæfellsbæ lætur af störfum Mynd frá því slökkviliðið tók við nýjum slökkvibíl 2008. Svanur Tómasson og Kristinn Jónasson bæjarstjóri. Ljósm. úr safni. af.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.