Skessuhorn - 13.05.2015, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015
Línubáturinn Sverrir SH er kom-
inn til heimahafnar í Ólafsvík eft-
ir miklar breytingar sem gerðar
voru í Bátahöllinni á Hellissandi.
Eins og áður hefur komið fram
í Skessuhorni var báturinn nán-
ast allur tekinn í gegn og var ein-
ungis kjölurinn og brú skilin eftir
áður en endurbygging hófst. Ný
John Deere-vél var sett í bátinn
auk þess sem hann var lengdur
og breikkaður. Nú er hann tæp-
lega 12 metra langur og 14,9 tonn
í stað 9 brúttótonna áður. Meðal
nýs búnaðar er hliðarskrúfa að aft-
an. Að sögn Örvars Marteinsson-
ar skipstjóra urðu talsverðar taf-
ir á verkinu, en á móti kemur að
vel var vandað til verka hjá Báta-
höllinni og vinnubrögð til fyrir-
myndar. Um rafmagn sá Mareind
í Grundarfirði.
Sverrir SH fór sinn fyrsta túr á
sunnudaginn með 28 bala og sagði
Örvar að báturinn hafi reynst
mjög vel þrátt fyrir leiðindaveður.
Ekkert óvænt kom hins vegar upp
á í þessari fyrstu veiðiferð. „Þetta
er allt annað líf. Báturinn er góð-
ur í sjó og mikið dekkpláss. Auk
þess komum við fleiri körum í lest
en áður og fer það að sjálfsögðu
betur með allan afla,“ segir Örv-
ar og bætir við að nánast sé hægt
að tala um nýjan bát. „Nú megum
við hafa okkur alla við að ná kvót-
anum, áður en línuaflinn fer að
detta niður, en það gerist að jafn-
aði um 20. maí. Það er allavega
mín reynsla,“ segir Örvar.
af
Reynslutúr á nánast nýjum Sverri SH
Sverrir SH er sem nýr bátur eftir breytingarnar. Þannig leit fyrrum Sverrir út.
Örvar Marteinsson og Sigurður Scheving lönduðu átta tonnum á sunnudaginn,
sem fengust á 28 bala.
Fyrirtækið Þorgeir & Ellert (Þ&E)
á Akranesi hefur sent stjórn Faxa-
flóahafna bréf þar sem kynntar
eru hugmyndir um stórfellda upp-
byggingu fyrir aðstöðu til skipavið-
gerða við Lambhúsasund á Akra-
nesi. Þar hefur Þ&E haft starfsemi
sína frá því snemma á síðustu öld.
Lagt er til að grjótgarðar og skipa-
viðlegukantar verði búnir til eða
stækkaðir og núverandi skipalyfta
stækkuð verulega. Þessar fram-
kvæmdir myndu kallast á við fyrir-
hugaða uppfyllingu Faxaflóahafna
við Steinsvör í grennd við núver-
andi höfn á Akranesi. Fullyrt er að
þessar framkvæmdir myndu aðeins
kosta um þriðjung þess sem áætl-
að er að fari í að byggja upp að-
stöðu fyrir skipaviðgerðir og frek-
ari málmiðnað á Grundartanga.
Stórhuga framkvæmdir
Það er Ingólfur Árnason fram-
kvæmdastjóri Þ&E sem skrifar
undir bréf fyrirtækisins til stjórnar
Faxaflóahafna. Afrit af því var
einnig sent bæjarstjóra og bæjar-
stjórn Akraness. Bréfið var tekið
fyrir á stjórnarfundi Faxaflóahafna
síðastliðinn föstudag. Þar er bent
á að frá upphafi hafi það verið yf-
irlýst markmið Faxaflóahafna að
Akranes yrði eflt sem fiskiskipa-
höfn. Þar hefur þó lítið orðið úr
efndum því landanir fiskiskipa á
Akranesi hafi dregist saman á und-
anförnum árum. Nú sé hins veg-
ar rætt um að stækka verulega at-
hafnasvæði við Akraneshöfn með
landfyllingu frá Steinsvör í átt að
stóra hafnargarðinum þar. Sú að-
staða sé meðal annars gerð með
fyrirsjáanlega stækkun fiskiskipa-
flotans í huga. Nú fer fram mikil
endurnýjun bæði á uppsjávarfiski-
skipum og togurum landsmanna. Í
framhaldi af þessu megi búast við
aukinni umferð fiskiskipa í Akra-
neshöfn sem komi þar þá ekki síst
til löndunar og kaupa á þjónustu.
Samhliða þessu hafi Faxaflóahafnir
síðan viðrað hugmyndir um minnst
10 milljarða króna framkvæmdir á
Grundartanga til að koma upp að-
stöðu til skipaviðgerða og annarr-
ar þjónustu tengdri málmiðnaði og
útgerð.
Mikill vöxtur við
Lambhúsasund
Í bréfi Ingólfs fyrir hönd Þ&E er
bent á að við Lambhúsasund sé nú
að verða til einn stærsti klasi Ís-
lands þegar málmiðnaður sé ann-
ars vegar. Vöxturinn hafi ver-
ið mikill. Þ&E hafi ásamt systur-
fyrirtækjunum Skaganum ehf. og
Grenjum ehf. fjárfest í húsum og
búnaði fyrir á annan milljarð króna
til að mæta sífellt meiri umsvifum
í málmiðnaði, ekki síst í þróun og
smíði vinnslulína og annars bún-
aðar fyrir fiskiskip. Eigi málmiðn-
aðurinn á Akranesi að geta brugð-
ist rétt við þróuninni sé brýnt að
skapa aðstöðu svo nýta megi þau
tækifæri sem verði í boði í fram-
tíðinni. Til að svara þessu leggur
Ingólfur fyrir hönd Þ&E og Skag-
ans fram nýjar hugmyndir um ný
upptökumannvirki og viðlegu-
kanta fyrir skip í Lambhúsasundi.
Auk þessa yrði gerður nýr sjóv-
arnargarður og innsiglingin dýpk-
uð inn sundið. Nýir viðlegukantar
yrðu alls 425 metra langir. Í þessu
felst meðal annars að núverandi
viðlegubryggja yrði bæði lengd og
breikkuð verulega frá því sem nú
er. Skipalyftan yrði stækkuð þann-
ig að hún réði við allt að 80 metra
löng og 20 metra breið skip.
Telur Lambhúsasund
hagkvæmast
Faxaflóhafnir eiga öll hafnarmann-
virki og grjótgarða í Lambhúsa-
sundi og myndu bera kostnað við
endurbóta á þeim hluta sem Ing-
ólfur áætlar í bréfinu að nemi um
2,5 milljörðum króna miðað við
þær tillögur sem hann leggur fram.
Þ&E á hins vegar skipalyftuna og
myndi þannig fjárfesta í stækkun
hennar. Áætlað er að það myndi
kosta á annan milljarð króna.
„Uppbygging þessi við Lamb-
húsasund mun því í heild kosta um
3,5 milljarða króna eða um þriðj-
ung af því sem áðurnefnd upp-
bygging við Grundartanga er tal-
in kosta. Auk lægri stofnkostnaðar
verður rekstrarkostnaður mann-
virkja og fyrirtækja einnig lægri í
Lambhúsasundi,“ skrifar Ingólfur.
Hann væntir þess að vel verði tek-
ið í hugmyndir um uppbyggingu í
Lambhúsasundi og óskar eftir við-
ræðum hið fyrsta við stjórnendur
Faxaflóahafna um þær.
„Þetta eru dálítið stórar tillög-
ur. Við eigum eftir að fara í gegn-
um þær. Þetta varðar líka skipu-
lag svæðisins þannig að það þarf
að hafa samband við Akraneskaup-
stað. Við þurfum að skoða betur
hvað í þessu felst áður en erindinu
verður svarað,“ segir Gísli Gísla-
son hafnarstjóri Faxaflóahafna. Á
stjórnarfundi fyrirtækisins á föstu-
dag var Gísla falið að leggja fram
frekari upplýsingar um hvað felst í
erindi Þ&E. Faxaflóahafnir munu
einnig óska eftir umsögn Akranes-
kaupstaðar um hugmyndirnar um
uppbygginguna í Lambhúsasundi.
mþh
Vilja byggja upp skipasmíðahöfn í Lambhúsasundi
Horft yfir athafnasvæðið sem um ræðir í Lambhúsasundi frá þeim stað þar sem
nýr grjótvarnargarður lægi út í sundið samkvæmt hugmyndum. Núverandi
skipalyfta Þ&E er fyrir miðri mynd.
Teikning sem sýnir tillögu Þ&E að nýju skipulagi við Lambhúsasund og hefur nú
verið kynnt stjórn Faxaflóahafna og send bæjarstjórn Akraness.
Ingólfur Árnason leggur fram stórar hugmyndir um hafnarmannvirki í Lamb-
húsasundi.