Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Qupperneq 26

Skessuhorn - 13.05.2015, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Sól skein í heiði og bros var á vörum fólks sem mætti á ár- lega stórsýningu Bifhjólafjelagsins Raftanna og Fornbílafjelags Borgarfjarðar í Brákarey á laugardaginn. Sýningarsvæðið var salur fornbílafjelagsins, portið milli húsa og gamla fjárréttinn, en sama dag var einmitt ritað undir leigusamning á því húsi til næstu tíu ára, eins og sagt er frá í annarri frétt í blaðinu. Sýn- ingin stóð frá hádegi og fram undir kvöld og var mikill fjöldi sem mætti á svæðið. Þá mættu fjölmargir bíla- og tækjaeigend- ur með fararskjóta sína. Má þar nefna rallý- og torfærubíla, rút- ur, nýuppgerðan Rússajeppa, vörubíla, mótorhjól og önnur far- artæki á ýmsum aldri og í ólíku ástandi. Forsvarsmenn Rafta og Fornbílafjelagsins voru ánægðir með daginn, sögðu mætingu svipaða og í fyrra en mannfjöldinn hefði dreifst yfir lengri tíma að þessu sinni. Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðisdeg- inum stóra í Brákarey. Ljósm. mm og mþh. Fjölmenni á fornbíla- og Raftasýningu í Borgarnesi Einna mesta athygli á sýningunni nú vakti Soffía II sem mætti á svæðið nýkomin úr allsherjar endurgerð. Sómir sér vel við hlið Ford 1947 rútu Sæmundar. Ford vörubílar þessir eru af sitthvorum landshlutanum, annar ættaður frá Djúpuvík á Ströndum en hinn úr Hornafirði. Hjól af ýmsum stærðum og gerðum. Willys-jeppi Tryggva Konráðssonar vekur alltaf athygli enda með fallegri bílum. Bensadeildin átti sitt svæði. Rallýbíll Baldurs Haraldssonar var til sýnis og fræddi Aðalsteinn Símonarson meðreiðarsveinn Skagfirðingsins gesti um bílinn. Hér má sjá mikið breyttan jeppa, tilbúinn í hvað sem er. Bræðurnir Bjarni og Sigurður Þorsteinssynir, en Siggi er starfs- maður bílasafnsins í Brákarey og hafsjór af fróðleik um bíla og samgöngusögu héraðsins. Ótrúlega margar gerðir af bílum er að finna á safninu. Opel og Volvo meðal annarra. Al Capone hefði sómt sér vel á þessum. Nýuppgerður frambyggður Rússajeppi Unnars Þorsteins Bjartmarssonar. Jens og Sæmundur ræða málin. Þeir eru með reyndari atvinnubíl- stjórum á Vesturlandi. Kaupfélagsbíllinn á sínum stað. Á húddi hans var skrifað undir leigusamning um sláturhússréttina og gúanóið. Líklega er þetta eitt elsta mótorhjól á Íslandi í dag, Ariel 350 cc, árgerð 1929 í eigu Unnars Þ Bjartmarssonar. Fjölmargir bifhjólamenn komu á fákum sínum í Borgarnes víðs- vegar af landinu.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.