Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Síða 27

Skessuhorn - 13.05.2015, Síða 27
27MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is Rafvirki í Stykkishólmi Starfssvið Eftirlit Hnitamælingar Samskipti við viðskiptavini Spennugæðamælingar Verkundirbúningur Nánari upplýsingar veita Björn Sverrisson, deildarstjóri rekstrarsviðs á Vesturlandi og starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 1. júní n.k. og skal skila umsóknum með ferilskrá á netfangið atvinnuumsokn@rarik.is. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið. Hæfniskröfur Sveinspróf í rafvirkjun Þekking og reynsla af háspennukerfum er kostur Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt RARIK ohf auglýsir eftir rafvirkja á rekstrarsvið fyrirtækisins með aðsetur í Stykkishólmi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hér er um ölbreytt starf að ræða við dreifikerfi fyrirtækisins. Rekstrarsvið ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi á dreifikerfi RARIK. Meginverkefni sviðsins eru hönnun, nýframkvæmdir, breytingar, viðhald og rekstur dreifikerfis fyrirtækisins. GRUNDARGÖTU 30, 350 GRUNDARFIRÐI SÍMI: 430 8500, FAX: 430 8501 Grundarfjarðarbær Grundararðarbær auglýsir starf skólastjóra Grunnskóla Grundararðar laust til umsóknar. Skólastjóri ber fag- og rekstrarlega ábyrgð á star skólans, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun faglegrar stefnu í samstar við skólanefnd og bæjarstjórn. Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum og er reiðubúinn að leita nýrra leiða í skólastar. Menntunar- og hæfniskröfur: Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæleikar Hæfni í mannlegum samskiptum Í Grunnskóla Grundararðar stunda tæplega 100 nemendur nám. Talsvert er um samkennslu árganga sem hefur skapað áhugaverð tækifæri. Skólinn er vel búinn tækjum og hann er í fararbroddi grunnskóla á landinu í spjaldtölvuvæðingu. Umsóknum um ofangreint starf skal fylgja greinargott yrlit yr menntun, fyrri störf, ábendingar um meðmælendur og annað það sem umsækjandi telur máli skipta. Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri og skrifstofustjóri í síma 430-8500 eða með því að senda fyrirspurnir á thorsteinn@grundarordur.is eða sigurlaug@grundarordur.is Umsóknarfrestur er til 30. maí nk. Skólastjóri Grunnskóla Grundararðar SK ES SU H O R N 2 01 5 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Nemendur í Grunnskóla Grund- arfjarðar nýttu hádegishléið síð- asta föstudag vel því að þá slógu þeir upp heljarmikilli danssýningu í íþróttahúsi bæjarins. Þar voru ófá sporin tekin undir dynjandi lófa- klappi gesta. Krakkarnir höfðu ver- ið á þrotlausum dansæfingum vik- una á undan og var uppskeran eftir því hjá þeim. Þarna mátti sjá glæsi- leg tilþrif hjá þessum dönsurum framtíðarinnar. tfk Sýndu afrakstur dansnámskeiðs Fimmtudaginn 30. apríl síðast- liðinn var haldinn leiðtogadag- ur í öllum deildum Grunnskóla Borgarfjarðar. Nemendur tóku á móti gestum, sýndu þeim skólann sinn og það starf sem þar er unn- ið. Í anda verkefnisins „Leiðtog- inn í mér“ höfðu nemendur tek- ið að sér mismunandi leiðtoga- hlutverk þennan dag. Það voru leiðtogar í móttöku, í leiðsögn, í kynningu starfa í kennslustundum og alls staðar var vinnan tengd við venjurnar 7 sem leiðtogaverkefn- ið byggir á. Leiðtoginn í mér er hug- myndafræði fyrir skóla sem bygg- ir á bók Steven R. Covey: 7 venj- ur til árangurs. Hún gengur út á að byggja upp sterka einstaklinga til að takast á við áskoranir í lífi og starfi. Tilgangurinn er ekki að búa til leiðtoga úr öllum, heldur að hjálpa hverjum einstaklingi til að blómstra og vinna út frá sínum eigin styrkleikum. Læra að bera ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig móta líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskipta- hæfni nemenda og starfsfólks. Þetta er annað árið sem unnið er í anda þessa verkefnis í GBF. Fyrst var lögð áhersla á að starfsfólk lærði og tileinkuðu sér fræðin, en í vetur hefur verið lögð áhersla á að kenna nemendum þessa hug- myndafræði ásamt nýjum starfs- mönnum. Áætlað er að það taki þrjú ár að innleiða verkefnið. Gaman var að fylgjast með því hversu leiðtogadagurinn gekk vel fyrir sig báru gestir lof á frammi- stöðu nemenda og starf skólans. -fréttatilkynning Leiðtogadagur í Grunnskóla Borgarfjarðar Veggmynd nemenda GBF á Hvanneyri. Leiðirnar að skólanum hafa hver sína venju. Samvinna barna og starfsfólks deildarinnar. Þetta verkefni er meðal annars samtvinnað grænfánaverkefninu því allt efnið er endurnýtt. Skemmtileg vinna og við erum stolt af afrakstrinum, segja starfsmenn GBF á Hvanneyri. Það var ekki leiðinlegt á Leiðtogadeginum á Kleppjárnsreykjum eins og sjá má. Boðið upp á hollar veitingar á Varmalandi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.