Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Page 31

Skessuhorn - 13.05.2015, Page 31
31MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Fiskmarkaður Íslands hf. óskar eftir að ráða stöðvarstjóra á Akranesi Þetta er 100% framtíðarstarf og er leitað eftir jákvæðum og drífandi einstaklingi með ríka þjónustulund og góða samskiptahæfileika Starfs- og ábyrgðarsvið: Umsjón með daglegum rekstri útibúsins á Akranesi Umsjón með uppboði og samskipti við kaupendur og seljendur Umsjón með hafnarsvæði á Akranesi Starfsmannamál Innkaup á rekstrarvörum Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: Viðskipta og/eða sjávarútvegsmenntun sem nýtist í starfi Þekking á Microsoft hugbúnaði og færni til þess að læra á sérkerfi félagsins Haldgóð almenn þekking á sjávarútvegsmálum Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni Hæfni í mannlegum samskiptum Lyftara og vigtarréttindi æskileg Fiskmarkaður Íslands er stærsti fiskmarkaður á Íslandi og fer u.þ.b. 40% af öllu seldu magni á íslenskum fiskmörkuðum gegnum félagið. Fiskmarkaður Íslands starfar á 9 stöðum: Akranesi, Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Reykjavík, Rifi, Skagaströnd, Stykkishólmi og Þorlákshöfn. Aðalskrifstofa fyrirtækisins er í Ólafsvík. Einnig rekur félagið öfluga flokkunar- og slægingarþjónustu á Rifi. Umsóknarfrestur er til 22. maí 2015 Nánari upplýsingar veita Páll Ingólfsson, sími 840 3702 eða Kristín Björg Árnadóttir, sími 840 3708 Umsóknir sendist á pall@fmis.is eða kristin@fmis.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Leikskólinn Garðasel Starf leikskólakennara eða þroskaþjálfa í Leikskólanum Garðaseli.• Leikskólinn Teigasel Starf leikskólakennara í Leikskólanum Teigaseli.• Brekkubæjarskóli Störf umsjónarkennara á yngsta stigi, tvær 80% stöður til fastráðningar.• Starf myndmenntakennara, 73% afleysingastaða til eins árs.• Starf umsjónarkennara á yngsta stigi, 60% afleysingastaða til eins árs.• Störf umsjónarkennara á miðstigi, tvær 80% afleysingastöður til eins árs.• Starf umsjónarkennara á miðstigi, 80% afleysingastaða vegna • fæðingarorlofs frá og með 1. október 2015. Tónlistarskóli Akraness Starf fiðlukennara, 100% staða.• Starf píanókennara, 100% staða.• Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Allar nánari upplýsingar má finna á www.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Óskilamunir í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar Hægt er að vitja óskilamuna í öllum íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar dagana 14. - 22. maí n.k. Við hvetjum alla þá sem sakna íþróttafatnaðar, útifatnaðar, sundfatnaðar eða annarra muna til að koma og athuga hvort þeir geti verið hjá okkur. Eftir 26. maí 2015 verða óskilamunir gefnir í fatasöfnun Rauða krossins. SK ES SU H O R N 2 01 5 Kristján Guðmundsson er ungur Borgfirðingur sem starfar nú sem forstöðumaður Markaðsstofu Vest- urlands með aðsetur í Borgarnesi. Blaðamaður leit við hjá honum í síð- ustu viku og spjallaði við hann um það sem er á döfinni í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Kristján sagði með- al annars að nú stæði yfir kynning- arverkefni á litlum ferðaþjónustu- aðilum og öðrum sem taka á móti ferðamönnum. Hlaut Markaðsstof- an styrk til að vinna það verkefni. Hann sagði ferðamenn sem hing- að koma ekki bara hafa áhuga á því að skoða sig um heldur einnig að kynnast landsmönnum. „Samkvæmt skýrslum og rannsóknum um hvað dregur ferðamenn til landsins er það náttúran númer eitt og síðan í öðru sæti er það menningin og fólkið í landinu. Ferðamenn vilja kynnast fólkinu,“ segir Kristján. Kynningarefni tekið upp á nýjustu græjur „Svo er unnið að verkefni sem ein- skorðast við vetrarferðamennsku. Verkefnið er fjármagnað til hálfs af fyrirtækjum á svæðinu og hinn helmingurinn með styrk sem við fengum úr Sóknaráætlun. Við feng- um til dæmis kvikmyndatökumenn frá fyrirtæki í Bandaríkjunum til að gera kynningarmyndbönd um áhugaverða staði á Vesturlandi gegn því einu að þeir fengju gistingu. Það fyrirtæki prófar græjur, myndavél- ar og annað, fyrir framleiðendur. Þeir voru með fullt af græjum sem ég veit ekki einu sinni hvað heita,“ segir Kristján og brosir. „Við bind- um því vonir við að þessi myndbönd verði mjög flott,“ bætir hann við. Námskeið í notkun samfélagsmiðla „Síðan koma hingað blaðamenn víðsvegar að úr heiminum, með- al annars frá National Geographic, þýsku tímariti sem heitir Focus og nokkrir frá Kína. Þessir blaðamenn koma og skrifa umfjallanir fyrir landa sína. Þeir fjalla auðvitað um þá staði sem þeim þykja áhugaverð- ir og telja að löndum sínum þyki áhugaverðir. Við stýrum umfjöllun- um þeirra ekki á neinn hátt en svæð- ið fær umfjallanir, það skiptir mestu máli,“ segir Kristján. Hluti af áðurnefndu vetrarverk- efni eru til dæmis námskeið í notkun samfélagsmiðla fyrir þá ferðaþjón- ustuaðila sem koma að fjármögn- un verkefnisins. Þá er ekki síst átt við miðla eins og tripadvisor, hvern- ig megi fá umfjallanir þar og hvern- ig hægt sé að nýta sér þann miðil til að auka áhuga á fyrirtækinu og þar með auka viðskiptin. „Þetta vetrar- verkefni okkar hefur svo verið kynnt á stóru ferðaskrifstofunum í Reykja- vík og það er liður í því að beina fólki í auknum mæli inn á svæðið,“ segir Kristján. Pílagrímaleið frá Bæjarsveit í Skálholt „En það sem er næst á dagskrá er útgáfa ferðabæklingsins okkar og borðkortanna sem eru í prent- un núna, það eru fastir punktar hjá okkur á hverju ári,“ segir Kristján. „Dagur ferðaþjónustunnar er núna 13. maí [í dag] og haldinn á Bifröst. Fyrir hádegi er aðalfundur Ferða- málasamtaka Vesturlands og eftir hádegi eru fyrirlestrar. Meðal ann- ars verður kynnt þar ný gönguleið, svokölluð Pílagrímaleið, sem liggur frá Bæ í Bæjarsveit og endar í Skál- holti. Hún liggur meðal annars um Síldarmannagötur og yfir Leggja- brjót, vinsælar gönguleiðir. Það sem er skemmtilegt við þessa göngu- leið er að tryggð verður haldið við gömlu þjóðleiðina. Þannig verða til dæmis einhverjir spottar þar sem er bara gengið eftir malarvegum, sem er kannski ó-spennandi en svo verða aðrir áfangar virkilega fallegir. En sem sagt, áhersla á að halda tryggð við gömlu þjóðleiðina og hún ekk- ert fegruð þó að ákveðnir kaflar séu kannski ekkert sérstaklega spenn- andi,“ segir Kristján. Einnig verða á Degi ferðaþjónustunnar örkynning- ar frá nýjum fyrirtækjum á svæðinu. „Það er spennandi sumar fram- undan. Til dæmis er ég spenntur að sjá hvernig Íshellinum í Langjökli vegnar. Það framtak ætti að draga fleiri ferðamenn á svæðið í heild. Þetta er nefnilega ekki Snæfellsnes að keppa við Borgarfjörð eða eitt- hvað slíkt. Svæðið vinnur allt sam- an, hefur sameiginlegra hagsmuna að gæta,“ bætir Kristján við. Kvöldin oft dauður tími í ferðamennsku „Mér er ofarlega í huga þau 30 skemmtiferðaskip sem koma við í Grundarfirði í sumar. Það eru að langstærstum hluta skipulagðar ferðir, ekki fólk sem ferðast á eigin vegum. Það vantar nefnilega fleiri leiðsögumenn af svæðinu fyrir þessa hópa. Fyrirtækin sem skipuleggja ferðir fyrir þá þurfa oftar en ekki að sækja leiðsögumennina til Reykja- víkur. Best væri ef leiðsögumenn- irnir væru heimamenn, það myndi skilja eftir meiri pening í sveitarfé- laginu,“ segir Kristján og bætir við að nú sé til skoðunar hvernig stuðla megi að því. „Ef það verða til góðir leiðsögu- menn myndu þeir líka vekja athygli á öðrum hlutum hérna á svæðinu. Það eru mörg tækifæri í leiðsögn fyrir hópa, til dæmis kvöldferðir um bæina á svæðinu sem eru troðfull- ir af ferðamönnum á kvöldin,“ seg- ir Kristján. Kvöldin geta oft orð- ið dauður tími í skipulagðri ferða- mennsku. Þá eru ferðamenn meira á eigin vegum. „Það myndi auðvitað þýða mikla viðveru, en væri kannski kjörið fyrir einhvern félagsskap að skipta með sér sumrinu. Þarna ligg- ur að minnsta kosti klárt tækifæri í ferðaþjónustu,“ segir Kristján að lokum. kgk Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands. Ferðamenn koma hingað til að kynnast fólkinu

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.