Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Page 38

Skessuhorn - 13.05.2015, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Hvaða áhrif hafa verkföllin haft á þig? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Rasa Satrauskiene „Ég er í verkfalli og ég má ekki vinna sem er slæmt því mig vant- ar pening. Það er betra að vera ekki í verkfalli og mega vinna.“ Salvör Gylfadóttir „Lítil sem engin.“ Þórir Sigurðsson „Mjög lítil, ennþá. Aðeins smá- vægileg óþægindi eins og með lokanir á bensínstöðvum.“ Jóhannes Ellertsson „Eins og er ekki nein en horf- urnar eru slæmar.“ Elín Helga Þórisdóttir „Slæm, mér líkar ekki verkföll. Hef illan bifur af þessu.“ Á Körfuknattleiksþinginu 2015 sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal um helgina var Ólaf- ur Rafnsson, fyrrverandi formaður KKÍ, sæmdur Heiðurskrossi KKÍ. Eins og kunnugt er lést Ólafur um aldur fram árið 2013, aðeins fimm- tugur að aldri. Hann var forseti FIBA Europe þegar hann féll frá ásamt því að vera forseti ÍSÍ. Hann- es S. Jónsson, formaður KKÍ, af- henti Gerði Guðjónsdóttur eftirlif- andi eiginkonu, Heiðurskrossinn. Ólafur er aðeins fimmti Heiður- skrosshafi KKÍ frá upphafi en aðrir sem hafa fengið þessa æðstu heið- ursviðurkenningu KKÍ eru Bogi Þorsteinsson, Einar Bollason, Ein- ar Ólafsson og Kolbeinn Pálsson. Ólafur var leikmaður og þjálfari með Haukum í Hafnarfirði. Hann var formaður KKÍ árin 1996 til 2006 áður en hann var kjörinn í embætti forseta ÍSÍ árið 2006. Árið 2010 var hann kjörinn forseti FIBA Europe. Ólafur var giftur Gerði Guðjónsdóttur og áttu þau þrjú börn. Auði Írisi, Sigurð Eðvarð og Sigrúnu Björg. -fréttatilkynning Sæmdur Heiðurskrossi KKÍ Gerður Guðjónsdóttir ásamt börnum sínum og Guðbjörgu Norðfjörð, varafor- manni KKÍ, og Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ. Landslið kvenna U-16 ára í körfu- bolta hélt utan til Svíþjóðar í gær- morgun til keppni á Norðurlanda- mótinu. Anna Soffía Lárusdóttir í Snæfelli hafði verið valin í 12 manna hóp U-16 landsliðs Íslands. Anna Soffía er því með liðinu sem keppir í Solna í Svíþjóð dagana 13.-17. maí. Þar mun Anna Soffía hitta þjálfara meistaraflokka Snæfells, hann Inga Þór sem jafnframt er þjálfari U-16 liðs drengja. Snæfell á því leikmann og þjálfara á mótinu og þarf það ekki að koma á óvart miðað við frammi- stöðu félagsins á liðnum árum. mm/ Ljósm. Sumarliði Á. Anna Soffía úr Snæfelli í U-16 landsliðinu Knattspyrnufélag ÍA og Frumherji hafa gert nýjan þriggja ára sam- starfssamning, en Frumherji hefur verið einn af samstarfsaðilum KFÍA í mörg ár. Af þessu tilefni var skrif- að undir samninginn í skoðunar- stöð Frumherja á Akranesi og tekin meðfylgjandi mynd af Orra Hlöð- verssyni, framkvæmdastjóra Frum- herja og Haraldi Ingólfssyni, fram- kvæmdastjóra KFÍA. mm Frumherji styð- ur við Knatt- spyrnufélag ÍA Garðavöllur kemur vel undan vetri og var opnað inn á sumarflatirn- ar um liðna helgi. Mikil vinna hef- ur verið lögð í að undirbúa völlinn sem best fyrir Íslandsmótið í golfi sem fer fram á Akranesi 23.-26. júlí. Golfklúbburinn Leynir fagnar hálfrar aldar afmæli á þessu ári og verður Íslandsmótið hápunkturinn í fjölbreyttri dagskrá afmælisársins. Mótahald er nú þegar farið af stað, þrátt fyrir að vorið hafi að- eins látið standa á sér. Fyrsta golf- mót ársins var haldið samhliða leik ÍA gegn Íslandsmeistaraliði Stjörn- unnar í Pepsideild karla. Það tókst vel til, ræst var út á öllum teigum samtímis og um 80 kylfingar léku 18 holur áður en þeir héldu á völlinn. Einar Lyng Hjaltason, PGA golf- kennari, stýrir golfkennslu Leynis annað árið í röð. Hann er einnig íþróttastjóri Leynis og skipuleggur allt barna- og unglingstarf klúbbs- ins. Æfingar hafa staðið yfir í all- an vetur í nýrri aðstöðu sem sett var upp í nýrri vélageymslu klúbbs- ins. Það eru margir stórir viðburð- ir á dagskrá hjá keppnisfólki af yngri kynslóðinni en fyrsta mótið á Ís- landsbankamótaröðinni verður á Garðavelli 22.-24. maí þar sem að allir bestu kylfingar landsins 18 ára og yngri etja kappi. Í fyrrasumar var boðið upp á golf- námskeið fyrir börn á aldrinum sex til tíu ára. Námskeiðin fengu góðar viðtökur og því verður boðið upp á slík námskeið aftur nú í sumar. „Áherslan verður á golftengda og almenna leiki og skemmtilegt golf- námskeið þar sem krakkarnir öðl- ast færni sem gerir þau að betri kylf- ingum. Kennt verður á æfingasvæði GL og litla Garðavellinum sem er 6 holu par 3 völlur,” segir Guðmund- ur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis. „Námskeiðin standa yfir í fimm daga í senn og byrja þau kl. 9 og standa fram til hádegis. Þetta tókst ljómandi vel til í fyrra og við hlökkum til að taka á móti krökkun- um í sumar.” Þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði stóð einmitt yfir nám- skeið fyrir nemendur Grundaskóla á Akranesi. Guðmundur sagði golf- klúbbinn hafa boðið upp á slík nám- skeið áður og einnig fyrir nemend- ur Fjölbrautaskóla Vesturlands, þá í tengslum við opna daga. Þau hafi reyndar verið haldin innandyra, enda opnir dagar iðulega nálægt mánaðamótum febrúar og mars. Guðmundur bætti því við að gríð- arlega öflugur hópur sjálfboðaliða hafi unnið þrekvirki í mörgum verk- efnum í vetur og vor. Þar má nefna að mokað hafi verið upp úr skurð- um í kringum völlinn og árangur af þeirri vinnu væri mjög sýnileg- ur þar sem að tekist hafi að þurrka upp mjög blaut svæði á vellinum. Nýtt salerni er komið upp við sjöttu flötina og eykur það þjónustustigið við gesti vallarins mikið. „Við erum heppnir að eiga góða að og án sjálf- boðaliðastarfsins væri ekki hægt að gera alla þessa hluti. Það er meðbyr í starfinu og spennandi golfsumar framundan á afmælisári.” Skessuhorn mun heyra hljóð- ið í forsvarsmönnum annarra golf- klúbba á Vesturlandi og birta á næstu vikum. kgk/seþ Golfsumarið að hefjast hjá Leyni Vallarstarfsmaður í óðaönn að slá púttvöllinn bakvið golf- skálann. Að loknum slætti var sandur borinn á púttvöllinn. Brynjar vallarstjóri var nokkuð vel á veg kominn með að bera sand á flatir og teiga vallarins. Engu að síður kvaðst hann eiga nóg eftir og næsta verkefni væri að bera áburð á völlinn. Hann sagðist una sér vel í starfinu sem hann er búinn að sinna í tuttugu ár. Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis sagðist fullur eftirvæntingar fyrir komandi golfsumri og sér í lagi Íslandsmótinu á Garðavelli 23.-26. júlí. Blaðamann bar að garði þegar golfnámskeið fyrir nemendur Grundaskóla stóð sem hæst. Einn þátttakenda á námskeiðinu leyfði blaðamanni að smella af sér mynd í miðri sveiflu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.