Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 24. tbl. 18. árg. 10. júní 2015 - kr. 750 í lausasölu
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
Fluconazol
ratiopharm
Fæst án lyfseðils
Er þér annt
um hjartað?
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
Arion
hraðþjónusta
– hafðu það eins og þú vilt
Arion appið • Netbanki • Hraðbankar
Merino ullarnærföt
sem halda líkamanum
alltaf þurrum og hlýjum
Fyrir dömur, herra og börn
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Hann Heikir Darri Hermannsson er nemandi í Leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði. Hér heldur hann hróðugur á fiski en í
síðustu viku kíktu sjómenn í heimsókn í skólann og sýndu börnunum ýmsa fiska, ræddu við þau um sjómannslífið og skoruðu
þau loks á hólm í reiptogi. Það var líf og fjör að fá þessa skemmtilegu karla í heimsókn. Sjá nánar bls. 21. Ljósm. tfk.
Lögreglan í Ólafsvík veitti á
föstudagskvöldið athygli bíl þar
sem aksturslag ökumanns var at-
hugunar virði. Þegar lögreglu-
menn hugðist stöðva för öku-
manns reyndi hann flótta. Var
bílnum veitt eftirför og komst
ökumaðurinn á hlaupum inn í
íbúð sína í bænum. Lögregla elti
manninn inn á heimili hans þar
sem kom til snarpra átaka. Lag-
anna verðir voru tveir en kusu að
hörfa og kölluðu til aðstoðar liðs-
auka úr umdæmi lögreglunnar á
Vesturlandi auk þess sem vakt-
bílar frá sérsveit ríkislögreglu-
stjóra voru kallaðir til. Áður en
til þess kom tókst lögreglu að
tala manninn til í gegnum síma
og féllst hann á að koma út án
þess að til frekari átaka kæmi. Var
hann handtekinn og tekinn til yf-
irheyrslu og sýnatöku. Reyndist
hann ölvaður. Lögreglumenn-
irnir voru talsvert lemstraðir eft-
ir átökin en óbrotnir. Maðurinn á
yfir höfði sér þungar sektir vegna
gjörða sinna. mm
Lögregla í átök-
um við ölvaðan
ökumann
Árlegum vorleiðangri Hafrann-
sóknastofnunar lauk 30. maí síð-
astliðinn. Farið var á rannsókna-
skipinu Bjarna Sæmundssyni. Leið-
angurinn var liður í langtímavökt-
un á ástandi sjávar þar sem með-
al annars er fylgst með næringar-
efnum, gróðri og átu á hafsvæðinu
við landið. Athuganir voru gerðar
á um 110 rannsóknastöðvum um-
hverfis landið, bæði á landgrunninu
og utan þess. Jafnframt voru gerð-
ar mælingar með síritandi búnaði
á siglingaleið skipsins og sýni tek-
in á nokkrum völdum stöðum til
mælinga á geislavirkum efnum og
ólífrænum kolefnissamböndum. Í
þessum leiðangri mældist hiti efri
sjávarlaga umtalsvert lægri en ver-
ið hefur undanfarin ár í hlýsjónum
sunnan og vestan við landið. Selta
hafði þó hækkað lítillega frá lægri
gildum síðustu ára á sömu slóðum.
Yfirborðslög fyrir norðan land voru
um meðallag í hita og seltu. Norð-
austan- og austanlands var hiti yfir
meðallagi. Vorkoma gróðurs var
víða vel á veg komin. Mest áberandi
voru nær samfelldir gróðurflekkir
yfir landgrunninu bæði norðan og
sunnan landsins. Átumagn var um
eða undir langtímameðaltali.
mm
Kaldari sjór og minna af átu
Þessi mynd sýnir hvar tekin eru sýni
með svokölluðum átuháfi um borð í
Bjarna Sæmundssyni. Átan í sjónum
reyndist undir meðallagi og sjór
kaldari við vestan- og sunnanvert
landið.
Ljósm. hafro.is
Laugargerðisskóli í Eyja- og Mikla-
holtshreppi hlaut skólaviðurkenn-
inguna í ár í Fjármálahreysti Lands-
bankans. Viðurkenninguna hlýtur
sá skóli þar sem hlutfallslega flestir
nemendur á unglingastigi spreyta sig
á leiknum. Allir nemendur í 8.-10.
bekk skólans tóku þátt, en vegna
tækniörðugleika gátu þrír nemend-
ur ekki lokið leiknum. Þátttaka í
Laugargerðisskóla var því um 80%
þegar upp var staðið. Þetta er í ann-
að skipti sem Laugargerðisskóli fær
skólaviðurkenninguna, en 9. bekkur
skólans vann Fjármálahreysti skóla-
árið 2011-2012. Þessi árangur vek-
ur ekki síst athygli fyrir þær sakir að
skólinn er í hópi fámennustu grunn-
skóla landsins.
Fjármálahreysti er spurningaleik-
ur frá Landsbankanum sem er ætl-
að að efla fjármálalæsi ungmenna.
Leikurinn gengur út á að leysa verk-
efni af fjölbreyttu tagi sem taka
mið af markmiðum OECD í fjár-
málafræðslu. Verkefnin eru á fjór-
um ólíkum efnissviðum og eru sett
fram á jafnmörgum þyngdarstigum.
Efnissviðin fjögur eru: Ég, Heimil-
ið, Nám og atvinna og Samfélagið.
Grunnskólakrakkar úr rúmlega 100
skólum um land allt spreyttu sig á
leiknum vorið 2015.
mm/ Ljósm. Sigurður Jónss.
Laugargerðisskóli skóla-
sigurvegari í Fjármálahreysti