Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Qupperneq 6

Skessuhorn - 29.07.2015, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 20156 Ritstjóra Vesturlands sagt upp LANDIÐ: Fjölmiðlafyrir- tækið Vefpressan keypti í lok síðustu viku útgáfufyr- irækið Fótspor. Með kaup- unum fylgdi réttur til út- gáfu á 12 blöðum sem Fót- spor hefur gefið út undan- farin misseri og dreift frítt til lesenda. Meðal þeirra er blaðið Vesturland sem kom út einu sinni til tvisvar í mánuði. Samningurinn um kaup Vefpressunnar á Fót- spori var undirritaður með fyrirvara um að Fjölmiðla- nefnd og Samkeppniseft- irlit leggi blessun sína yfir hann. Samhliða sölu blaða Fótspors til Vefpressunn- ar var ritstjórum allra blaða Fótspors sagt upp störfum með tölvupóstum. Með- al þeirra er Geir A. Guð- steinsson ritstjóri Vestur- lands. Hann stýrði einn- ig blaðinu Öldunni fyr- ir Fótspor sem fjallaði um sjávarútvegsmál og kom út mánaðarlega. Í samtali við Skessuhorn segist Geir hafa fengið uppsagnarpóst eins og kollegar hans. Aðspurð- ur sagðist hann ekkert vita um hvað nú tæki við varð- andi útgáfumál Vesturlands né hvað stjórnendur Vef- pressunnar hygðust fyrir. Enginn hefði haft samband við sig fyrir utan tölvupóst- inn þar sem samningi hans við Fótspor var rift. Með- al annarra ritstjóra blaða Fótspors sem sagt var upp eru Kristinn H. Gunnars- son sem sá um blaðið Vest- firði, Björn Þorláksson hjá Akureyri Vikublað og Ingi- mar Karl Helgason sem sá um fríblöðin í Reykjavík og Kópavogi. mþh Staða skólastjóra Grunnskóla Borgarness BORGARNES: Þann 13. júlí rann út umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra Grunn- skólans í Borgarnesi. Alls bár- ust átta umsóknir um starfið en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Um- sækjendur eru sem hér segir: Helga Stefanía Magnúsdóttir, Íris Anna Steinarsdóttir, Júlía Guðjónsdóttir, Lind Völ- undardóttir og Þorkell Logi Steinsson –arg Sokkaverk- smiðjan Trico gjaldþrota AKRANES: Fyrirtækið Trico á Akranesi hefur verið úr- skurðað gjaldþrota. Trico var upphaflega stofnað árið 1952 og framleiddi í gegnum tíð- ina bæði sokka og annan fatn- að. Síðustu árin framleiddi Trico vörur á borð við hita- þolna sokka sem notaðir voru af starfsmönnum stóriðju og slökkviliða. Fjögur stöðugildi voru hjá Trico undir lokin áður en fyrirtækið fór í þrot. mþh Brýna alla til dáða í ferðamálum STYKKISHÓLMUR: Bæj- arráð Stykkishólms samþykkti á síðasta fundi sínum 23. júlí, bókun um ferðamál. Þar segist bæjarráðið fagna þeim mikla vexti sem nú er í ferðaþjón- ustu í Stykkishólmi. Sérstak- lega er komum skemmtiferða- skipa til bæjarins fagnað. Bæj- arráðið skorar á heimamenn í ferðaþjónustu að taka hönd- um saman um að kynna bæinn frekar og stuðla að fegrun hans og góðri þjónustu. Alþingi, ráðherra ferðamála og önnur ferðamálastjórnvöld eru hvött til þess að leggja aukna fjár- muni til uppbyggingar fjölfar- inna ferðamannastaða. Auð- velda verði minni sveitarfé- lögum að byggja upp ýmsa þá inniviði sem þurfi til. Að lok- um hvetur bæjarráð Samband íslenskra sveitarfélaga til þess að taka þessi málefni sérstak- lega upp í viðræðum við ríkis- valdið og efna til ráðstefnu þar sem einungis verið fjallað um uppbyggingu ferðaþjónustu og aðkomu sveitarfélaga og ríkisvaldsins í æskilegri þróun þessa mikilvæga atvinnuvegar sem ferðaþjónustan er. mþh Kalla eftir umsóknum um sæbjúgnaveiðar Fiskistofa auglýsir eftir um- sóknum um leyfi til veiða á sæbjúgum á næsta fiskveiðiári 2015/2016. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um veiðar umsækjenda á sæbjúgum þrjú síðustu fiskveiðiár og samn- ingur um vinnslu á sæbjúg- um í landi eða jafngild yfirlýs- ing þegar um eigin vinnslu er að ræða. mþh Stefnt er að sjósetningu Víkings AK fljótlega í byrjun ágústmánað- ar. Fari allt eftir áætlunum á skipið að koma til Íslands í desember næst- komandi. Það er Celiktrans Deniz Insaat skipasmíðastöðin í Tyrklandi sem smíðar Víking. Fyrra skip sams konar gerðar frá Celiktrans, hin nýa Venus NS, kom til landsins í maí- mánuði og stundar nú makrílveiðar. Smíði Víkings mun miða vel og hnökralaust. Búið er að mála skip- ið í bláum og hvítum litum útgerð- arinnar. Áætlað er að Víkingur fari á flot um verslunarmannahelgina eða þar um bil. Celiktrans á einnig að smíða þrjá ísfisktogara fyrir HB Granda. Nú er samkvæmt frétt á vef HB Granda, verið að raða sam- an skipsskrokknum á hinum fyrsta þeirra sem verður Engey RE. Starfs- menn stöðvarinnar eru svo byrjað- ir að skera niður stálplötur í þann togara sem næstur verður í röðinni. Fyrstu tveir togarana eiga að afhend- ast á næsta ári en sá þriðji kemur til landsins árið 2017. mþh Nýi Víkingur AK fer á flot eftir mánaðarmótin Hinn nýi Víkingur AK í skipamíðastöðinni. Mynd/HB Grandi: Þórarinn Sigurbjörnsson. „Mikið er kalt hérna niðri við sjó- inn,“ sagði þetta par, sem af ein- hverjum ástæðum vildi ekki láta nafns síns getið, þegar blaðamað- ur gaf sig á tal við þau við höfnina í Grundarfirði í síðustu viku. Ekki var nema von að þeim brygði við kuldann, þau kváðust búsett í sól- skinsríkinu Flórída í Bandaríkjun- um og voru gestir skemmtiferða- skips sem lá fyrir ankeri rétt utan við bæinn. Þau höfðu brugðið sér í land til að komast í verslun og biðu þessi niðri á bryggju að verða ferj- uð aftur út í skipið. „Þetta er fyrsti dagurinn okkar hér svo við get- um eiginlega ekki sagt til um það strax,“ sögðu þau aðspurð hvern- ig þau kynni við staðinn enn sem komið er. „Ferðasöguna getum við heldur ekki sagt þér. Við treystum okkur ekki til þess að bera fram ís- lensku nöfnin á þessum stöðum,“ sögðu þau að lokum, létt í bragði. kgk Nafnlaus ferðamennska Það lá vel á þeim í Grundarfjarðarhöfn, ferðamönnunum sem ekki vildu láta nafns síns getið, meðan þeir biðu þess að verða ferjaðir aftur út í skemmti- ferðaskipið sem lá fyrir ankerum utan bæjarins.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.